Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBÍAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986 25 Stuðmngsmenn Marcosar: Neita að hafa barið mann til dauðai Manila, AP. STUÐNINGSMENN Ferdinands Marcosar, fyrrum forseta Filippseyja, vísuðu í gær á bug fréttum þess efnis að þeir hefðu barið mann til dauða sl. sunnu- dag í Manila. Oliver Lozano, leiðtogi stuðn- ingsmannanna, benti á mann, sem hefði orðið vitni að atburðinum. Maðurinn sagði að sex einkennis- klæddir lögreglumenn hefðu barið Steve Rodrigues til bana í skemmti- garði, þar sem um 500 stuðning- menn Marcosar reyndu að halda GENGI GJALDMIÐLA Mamla mótmælafund. Lögregla skarst í leikinn og kom í veg fyrir að fundur- inn færi fram. Hins vegar halda fréttamenn því fram að stuðningsmenn Marcosar hafí valdið dauða Rodrigues og dagblöð hafa birt myndir af at- burðinum, þar sem engir lögreglu- menn sjást. Samkvæmt frásögn fréttamanna var Rodriques misþyrmt þar til hann missti meðvitund. Síðan var farið með hann í sjúkrahús, þar sem hann lést skömmu síðar. Stuðningsmönnum Marcosar hefur verið meinað að efna til mót- mælafunda á Filippseyjum síðan misheppnuð valdaránstilraun var þar gerð í byijun júlí. Hér sést Steve Rodrigue barinn til dauða í Manila á sunnudag. Fréttamenn segja að stuðningsmenn Marcosar fyrrum forseta lands- ins hafi verið að verki. Stuðningsmennirnir segja hins vegar að „einkennisklæddir lögreglumenn" hafi valdið dauða Rodrigues. Egyptar-Israelar; Líkurásam- . komulagi í næstu viku Taba, AP. Sendinefndir Israels, Egypta- lands og Bandarikjanna fóru í gær í skoðunarferð um strand- lengjuna Taba, sem er eitt helsta ágreiningsefni ísraela og Egypta til að reyna að ná samkoniulagi í landamæradeilu ríkjanna tveggja. ísraelar hafa sagt að þeir vonist til þess að samkomulag náist í næstu viku, svo að George Bush varaforseti Bandaríkjanna, sem er á ferð um Miðausturlönd, geti verið viðstaddur undirritun þess. Egyptar hafa lýst yfír að náist samningar um yfirráðarétt yfir Taba, sem er vinsæll ferðamanna- staður, mundi það ryðja úr vegi síðustu hindruninni fyrir leiðtoga- fund Shimons Peres forsætisráð- herra ísraels og Hosnis Mubaraks forseta Egyptalands. Egypskir embættismenn hafa einnig sagt að sendiherra Egypta- lands, sem kvaddur var frá Israel eftir innrás ísraela í Líbanon árið 1982, muni snúa þangað aftur eftir undirritun samkomulagsins. London, AP. Bandaríkjadollar lækkaði tals- vert í verði gagnvart öllum helstu gjaldmiðliun í Evrópu nema breska pundinu í gær. Einnig lækkaði dollar verulega gagnvart japönsku yeni eftir ummæli George Schultz utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna þess efnis að gengi dollars væri enn of hátt. Gengi dollars var sem hér segir: 2,0915 vestur-þýsk mörk (2,1140), 1,6785 svissneskir frankar (1,6970), 6,8025 franskir frankar (6,3525), 2,3600 hollensk gyllini (2,3810), 1.440,50 ítalskar lírur, 1,3790 kanadískir dollarar (1,3845). Verð á einni gullúnsu var 359,20 dollarar, en var 352,00 dollarar á þriðjudag. Veður víða um heim Lœgst Hssst Akureyri 8 skýjað Amstordam 15 24 skýjað Aþena 24 35 heiðskírt Barcelona 26 heiðskfrt Berlín 14 28 skýjað Briissel 10 21 heiðskírt Chicago 17 31 skýjað Dublin 11 18 rigning Feneyjar 28 heiðskírt Frankfurt 17 25 heiðskírt Genf 14 17 heiðskfrt Helsinki 18 27 heiðskírt Hong Kong 28 31 heiðskfrt Jerúsalem 20 34 heiðskfrt Kaupmannah. 11 22 heiðskfrt Las Palmas 25 láttskýjað Lissabon vantar London 21 rignlng Los Angeles 17 alskýjað Lúxemborg 24 hálfskýjað Malaga vantar Mallorca 28 léttskýjað Miami 25 31 rigning Montreal 18 léttskýjað Moskva 13 26 heiðskfrt NewYork 21 30 skýjað Osló 15 18 skýjað París 18 28 heiðskfrt Peking 22 28 heiðskfrt Reykjavfk 12 léttskýjað Ríóde Janeiro 14 28 skýjað Rómaborg 18 33 heiðskírt Stokkhólmur 17 25 heiðskírt Sydney 4 13 rigning Tókýó 25 32 heiðskfrt Vínarborg 16 24 heiðskfrt Þórshðfn 12 skýjað HUÐILMUR Spennandi ilmtegundir sem gero þór lífið léttara. MYKJANDI ILMKVOÐA Mýkjandi ilmkvoða er nýjung í húðsnyrtingu. Auðveld í notkun og smýgur fljótt inn í húðina Stefan Thorarensen hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.