Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986 29 ium opinberri byggðarþróunaráætlun til þess að vara þeirra teljist hafa „óeðlilegt" forskot á Bandarílqa- markaði. Þessi aukna harka í vemdunarmálum birtist í lagasetn- ingum á bandaríska þinginu. Lög frá árinu 1974 (The 1974 Trade Act) mörkuðu tímamót í þessum efnum og sýndu að vemdar- sjónarmið jukust í Bandaríkjunum. Árið 1979 vom sett lög sem höfðu að geyma enn frekari úrræði til að takmarka innflutning. (The 1979 Trade Agreement Act). Á grundvelli þessara laga varð mun auðveldara en áður að leggja nýja tolla á innflutning. Lögin gerðu málarekstur útaf „óheiðarlegum viðskiptaháttum" mun auðveldari en áður. Til að fá toll lagðan á inn- flutning til Bandaríkjanna þarf þó fyrst að leggja fram kæru. Fulltrú- ar atvinnugreinar kæra til banda- ríska viðskiptaráðuneytisins. Sérstök rannsóknar- og úrskurðun- amefnd tekur málið til meðferðar. Þessi nefnd nefnist Bandaríska al- þjóðaverslunamefndin (skammstaf- að á ensku USITC). Málarekstur vegna óheiðarlegra viðskipta Áður en tollur er lagður á inn- flutta vöm þarf að sýna fram á tvennt. í fyrsta lagi að vömfram- leiðsla í ákveðnu landi njóti óheiðar- legs forskots (t.d. þegar framleiðsla vöm er styrkt með opinbemm §ár- framlögum). I öðm lagi þarf að sýna fram á að innflutningur á þessari vöm „skaði" tiltekna banda- ríska atvinnugrein. Eftir setningu laganna 1979 var unnt að skýra „óheiðarlegt forskot" við framleiðslu vöm og „tjón“ bandarískrar atvinnugreinar mjög rúmt. Erlendur framleiðandi þurfti nú ekki að hafa hlotið beinan fjár- stuðning frá hinu opinbera. Tollar vom lagðir á vömr, sem nutu e.t.v. aðeins óbeinnar aðstoðar á gmnd- velli byggðarþróunar eða almennrar þróunaraðstoðar. Kanadamaðurinn Fred Lazar gaf út bók árið 1981, þar sem hann lætur í ljós ugg um að þessi lög geti leitt til stórfelldra hækkana á tollum í Bandaríkjunum. Hann sagði um þetta efni: „Nú hafa skap- ast möguleikar fyrir bandaríska framleiðendur og fyrirtæki til að fá tolla lagða á innflutning. Kæmr þessara aðila geta snert nánast all- ar aðgerðir sem erlendar ríkis- stjómir grípa til. Aðgerðimar em álitnar „óheiðarleg opinber aðstoð" og tollar em síðan lagðir á hina innfluttu vöm. Ef haftamöguleikar þessara nýju laga verða notaðir til hins ítrasta gæti orðið erfitt fyrir framleiðendur nær hvaða vöm sem er að komast inn á Bandaríkjamark- að.“ Eftir að Lazar lét í ljós þennan ótta (árið 1981) tók bandaríski doll- arinn að styrkjast. Það varð til þess að bandarísk fyrirtæki juku kröfur sínar um vemd til mikilla muna og bandarísk yfirvöld hafa orðið óhræddari við að nýta sér þessi lagaákvæði til fullnustu. Kröfur um fisktolla Nú á síðustu ámm hafa kæmmál á hendur erlendum vömframleið- endum verið til umfjöllunar hjá bandarískum stjómvöldum. Áður var málum af svipuðu tagi vísað frá þar sem ekki vom taldar forsendur fyrir tollaálagningu. Nú em málin hins vegar tekin til meðferðar og þeim lyktar oft með því að tollur er settur á vömmar. Kanadískar sjávarafurðir hafa einmitt lent í lagaflækjum Banda- ríkjanna. Kæmr vom lagðar fram gegn Kanadamönnum af hags- munaaðilum i sjávarútvegi í Washington-fylki í júní 1978, aftur í janúar 1979 af aðilum í Rhode Island-fylki og í þriðja sinn aftur af aðilum í Washington-fylki í ágúst 1979. Bandaríska alþjóðaverslunar- nefndin taldi ekki ástæðu til að hækka álögur á kanadískar sjvaraf- urðir og ákæmatriðunum var hafnað. Nú á síðasta ári var hins vegar kveðinn upp úrskurður í máli gegn kanadískum saltfiskútflytjendum. Settur var 24% meðaitollur á salt- físk sem fluttur er inn til Banda- ríkjanna. Nú nýlega var lokaúr- skurður kveðinn upp um 5,82% toll á ferskan kanadískan botnfísk. Leiða má sterk rök að því að þessar skyndilegu álögur á físk- afurðir frá Kanada megi fremur rekja til aukinna vemdartilhneig- inga innan Bandaríkjanna en opinbers stuðnings við kanadískan sjávarútveg. Ef ástæða þessara nýju gjalda á kanadíska sjávarvöm er opinber stuðningur þar í landi (en kanadískur sjvarútvegur er vissulega studdur af hinu opin- bera), vaknar sú spuming hvers vegna Bandaríkjamenn fara af stað með þessar aðgerðir fyrst nú. Opin- ber aðstoð við sjávarútveg í Kanada er síður en svo ný af nálinni, hún hefur tíðkast í marga áratugi. Það vom sjómenn og fískverk- endur í Bandaríkjunum sem beittu sér fyrir því að tollar yrðu settir á ferskan botnfisk frá Kanada. Bandarískir fískverkendur selja botnfiskinn yfirleitt án þess að frysta hann og líta ekki svo á að þeir séu í beinni samkeppni við frysta fískinn frá t.d. íslandi. Það er því ólíklegt að málarekstur af þessu tagi hefjist gegn íslending- um. Bandaríkjamenn hafa þannig á síðustu ámm sýnt aukna tilhneig- ingu til að takmarka aðgang að hinum geysistóra markaði landsins. Ástæður þær sem gefnar em fyrir tollahækkunum em venjulega sagð- ar vera „óheiðarleiki" af einhveiju tagi í því landi sem flytur út vömm- ar, og falla ríkisstyrkir undir það hugtak. Hagsmunaaðilar í Bandaríkjun- um, landi „fijálsrar samkeppni", hafa þannig á undanfömum ámm átt auðveldar með að þrýsta á um þvinganir gegn innflutningi er- lendra vara. Niðurlag- í þessari grein hefur verið reynt að setja hótanir frá aðilum í Banda- ríkjunum um viðskiptaþvinganir í samhengi við atburði síðustu ára. Bandaríkjamenn hafa í auknum mæli horfíð frá fijálsum innflutn- ingi og sett á höft undir ýmsu yfirskini. Þessar aðgerðir hafa vald- ið atvinnulífí landa líkt og Kanada skaða, ásamt því að þær ganga í berhögg við alþjóðlegar samþykkt- ir. Sú spuming vaknar hvort röðin sé nú komin að okkur. Munu tollar verða hækkaðir á íslenskum vöram vegna misskilinna hvalavemdar- hugsjóna í Bandaríkjunum? Þeirri spumingu em ekki auðsvarað. Hins vegar má benda á, að þrýst- ingur á setningu viðskiptatakmarka á Islendinga kemur frá umhverfís- vemdarhópum en ekki frá banda- rískum atvinnufyrirtækjum. Stjóm Reagans hefur sýnt það greinilega að hún tekur seint og illa tillit til slíks þrýstings. Það hefur verið stefna hennar að tmfla sem minnst viðskipti og atvinnulíf vegna um- hverfisvemdunarsjónarmiða. Þetta er atriði sem vill gleymast þegar rætt er um ofuráhrif Greenpeace í Bandaríkjunum. Niðurstaðan er í stuttu máli sú, að Bandaríkjamenn hafí sýnt aukna tilhneigingu á síðustu ámm í þá átt að leggja hömlur á innflutning til landsins. Hins vegar ber að hafa í huga að hömlumar em tilkomnar vegna þrýstings frá atvinnulífi landsins. Það er ekki eins líklegt að núverandi stjórnvöld í Banda- ríkjunum séu tilbúin að beita íslendinga viðskiptaþvingunum vegna umhverfísmála. Höfundur hefur lokið meistara- prófi í þjóðfélagafræðum frá Carleton-háskóla í Ottawa, hann starfar lyá Félagsvisindastofnun Háskóla íslands. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir DAVID JUUUS Hver tekur við embætti framkvæmdasljóra SÞ? — fimm ára kjörtímabili Perez de Cuellar lýkur í árslok NÚ ERU um fimm mánuðir þar til ráðningartímabili fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna lýkur og eru menn farnir að velta því fyrir sér hver sé líklegastur eftirmaður Perez de Cuell- ar. Talið var að de Cuellar yrði beðinn um að gegna stöðunni annað tímabii, en heilsufar framkvæmdastjórans mun líklega knýja hann til að láta af störfum, er fimm ára ráðningartímabili hans lýkur um áramótin. De Cuellar gekkst undir kransæðaað- gerð i New York í síðustu viku og segja læknar að það taki hann nokkum tíma að jafna sig eftir aðgerðina. Hinn 66 ára gamli Perúbúi, Javier Perez de Cuellar, hefur nú gegnt stöðu framkvæmdastjór a SÞ í fímm ár. Hann var skipaður af Öryggisráði SÞ í janúar 1982, en þá sóttist hann ekki sérlega eftir embættinu. Á þessum fimm ámm, hefur honum tekist að sigla á milli skers og bám í flestum stór- málum og gætt þess vandlega að 'forðast alvarlega árekstra stór- veldanna. Hann hefur þó ekki skarað mjög framúr og þykir ekki sterkur ieiðtogi. Honum hefur ekki tekist að leysa margar þær deilur sem kom- ið hafa upp innan SÞ undanfarin ár, s.s. deilur Argentínumanna og Breta um yfírráð yfír Falklandseyj- um, og sambúðarvandamál Grikkja og Tyrkja á Kýpur. Afríkuríkin em heldur ekki yfír sig hrifín af frammistöðu de Cuellar og heyrast nú æ háværari raddir, sem vilja Afríkumann í sæti framkvæmda- stjóra. Eina vandamálið er að fínna einhvem frambjóðanda frá Afríku, sem Bandaríkjamenn geta sætt sig við. Þótt de Cueilar sé ekki álitinn ímynd hins fullkomna eða sterka forystumanns, var talið fullvíst að Bandaríkjamenn myndu vilja hafa hann áfram í embætti, í stað þess að takast á við það erfíða verkefni að finna nýjan framkvæmdastjór a, sem allir geta sætt sig við. „Þessi ríkisstjórn (Rónalds Reagan) mun ekki styðja tillögu um afrískan framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna að svo stöddu," er haft eftir vestrænum stjómarerindreka. Hann bendir á að óánægja með rekstur UNESCO, menningarmálastofnun SÞ, þegar hún var undir stjóm Amadou M’Bow, frá Senegal, hafi knúið fyrst Bandaríkin, og síðan Bret- land og Singapore til að segja sig úr stofnuninni. Sá Afríkumaður, sem helst kem- ur til greina sem eftirmaður de Cuellar, að margra áliti, er Obas- anjo, undirhershöfðingi frá Nigeríu. Hann var í forsvari sendi- nefndar bresku Samveldisríkjanna, sem nýlega reyndi að koma á við- ræðum milli blökkumanna og stjómar hvíta minnihlutans í Suð- ur-Afríku. Sá hængur er þó á, að þrátt fyrir að Obasanjo sé frá Nígeríu, talar hann ekki frönsku og gæti það komið í veg fyrir að Frakkar styddu framboð hans. Annar, sem talinn er koma til greina, er Zambíumaðurinn Paul Lusaka, fyrrverandi forseti Alls- heijarþings SÞ. Hann nýtur þó lítilia vinsælda í Washington og Lundúnum, aðallega vegna frammistöðu sinnar á Allshetjar- þinginu. Það hefur einnig farið fyrir bijóstið á Bandarílgamönnum og ísraelum, að hann dreifði ekki eintaki af æviágripi sínu til ísra- elsku sendinefndarinnar, þegar hann undirbjó hugsanlegt framboð sitt í embætti framkvæmdastjóra SÞ nýlega. Einn fulltrúi ísraelsku sendi- nefndarinnar taldi fullvíst að með því að sniðganga ísraela á þennan máta, hefði Lusaka sjálfkrafa eyði- lagt möguleika sína á skipun í embættið. Stjómarerindrekar frá Afrík- uríkjum halda því fram að það sé ekki hyggilegt fyrir þá, sem áhuga hafa á starfi framkvæmdastjóra SÞ að heyja of harða kosningabar- áttu; það hafí komið fyrrverandi framkvæmdastjóra SÞ og núver- andi forseta Austurríkis, Kurt Waldheim, í koll, er hann sóttist eftir endurkjöri þriðja tímabilið í röð. Starfíð getur ekki talist auð- velt ogjafnvel ekki eftirsóknarvert, nema kannski vegna launanna, sem nema um 150.000 Banda- ríkjadala á ári. Bandaríkjamenn eru ekkl sagðir yfir sig hrifnir af því að fá Afríkumann í embætti fram- kvæmdastjóra SÞ, sérstaklega eftir frammistöðu framkvæmda- stjóra UNESCO, Amadou M’Bow, sem fékk Bandaríkjamenn, Breta og Singaporemenn til að segja sig úr stofnuninni. Sadmddin Aga Khan, fyrrnrn formaður flóttamannahjálpar SÞ, er einnig talinn koma til greina sem eftirmaður de Cueilar. Hann er frá Pakistan og er líklegt að nafn hans verði ofarlega á lista, þegar kemur að því að velja nýjan framkvæmda- stjór a, en þó em Sovétmenn taldir geta hindrað framboð hans. Framskilyrði þess að Afríku- maður verði skipaður í sæti framkvæmdastjóra, ef de Cuellar lætur af störfum, er að Afríkuþjóð- imar komi sér saman um frambjóð- anda á næstu vikum. Ef ekki næst samkomulag um hver sá frambjóð- andi á að vera, er ekki gott að segja hvem Öryggisráðið skipar í embættið. Fulltrúar fjögurra af fímm fastaríkjum Öryggisráðsins, þ.e. Bandaríkjanna, Frakklands, Bretlands og Sovétríkjanna, vom sagðir hafa hug á að biðja de Cuell- ar að sitja áfram, en fíilltrúar Kína, fímmta ríkisins í Öryggisráðinu, vom sagðir óráðnir. De Cuellar var nýkominn úr 18 daga ferð til Evrópu og Marokkó þegar hann varð var við mikla þreytu og fór hann þá í læknisskoð- un. Honum var ráðlagt að gangast undir hjartaskurðaðgerð undir eins og vegna þessa varð hann að af- lýsa 10 daga ferð til nokkurra Afríkuríkja. Hann ætlaði m.a. að sitja ráðherrafund Einingarsam- taka Afríku í Addis Ababa, en úr því varð ekki. Læknar vom ánægð- ir með uppskurðinn og segja að de Cuellar geti aftur hafið störf innan nokkurra vikna. De Cuellar hefur ekki enn lýst því yfir hvort hann væri reiðubúinn að sitja ann- að fímm ára tímabil, ef hann yrði beðinn um það, en óneitanlega hefur heilsubrestur hans dregið úr líkum þess að fastafulltrúar Ör- yggisráðsins fari fram á að hann sitji áfram. Höfundur er blaðamaður þjá Observer fréttaþjónustunni. Javier Perez de Cuellar, framkvæmdastjóri SÞ, kom í heimsókn til íslands ásamt eiginkonu sinni, Marcele, i apríl 1983. Hér eru þau ásamt Davið Oddssyni borgarstjóra og eiginkonu hans, Ástríði Thor- arensen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.