Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986 Mistil- teinninn Predikarinn segir: En er ég leit á öll verk mín, þau er hendur mínar höfðu unnið, og á þá fyrir- höfn, er ég hafði haft fyrir að gjöra þau, þá sá ég, að allt var hégómi og eftirsókn eftir vindi, og að eng- inn ávinningur er til undir sólinni. Þessi lífssýn Predikarans ilmar ekki beint af bjartsýni enda verður hún ekki skilin nema með tilvísun til guðsríkisins sem er boðað síðar í þessum vísdómstexta. En af hveiju er ég að rekja hér þennan foma texta? Kveikjan er grein eftir Bald- ur Ragnarsson kennaranema er birtist hér í blaðinu í fyrradag og nefnist: Mogginn og málvemdin. Þannig vill til að undirritaður hefir margoft bent á hér í dálki hvílík ósvinna það sé að skeyta ekki íslenskum texta eða tali við íþrótta- lýsingar sjónvarps. Hélt ég satt að segja að allt þetta strit mitt hér í dálkinum væri ... hégómi og eftir- sókn eftir vindi... en svo sé ég að málleti íþróttafréttamanna sjón- varps hefír vakið málelska menn úr blaðamanna- og ráðherrastétt til góðra verka. Það er ætíð gott að finna bróðurinn að baki og einnig vígreifa andstæðinga fyrir stafni. Lognmollan er verst. BréfBaldurs Eins og menn vita bitu Baldur hinn góða ás engin vopn nema við- arteiningurinn mistilteinn. Baldur Ragnarsson ber í fyrrgreindri grein sinni mikla umhyggju fyrir íslensku máli einkum því sem ritað er í Morgunblaðið en svo bítur hann mistilteinninn: Það er síður en svo fráleitt að erlent tal fylgi erlendum íþróttamyndum sjónvarpsins þegar reglur viðkomandi íþróttar og greinargóð þekking á henni em ekki á færi íþróttafréttamanna þess. Þessar myndir hafa verið okk- ur íþróttaunnendum kærkomnar sökum góðra lýsinga. Enskan sem jafnan hefur verið töluð í þessum þáttum hefur hingað til verið sæmi- lega skólagengnu fólki auðskiljan- leg. Áhrif hennar á tungu landsmanna eru hvergi sjáanleg. Svo mörg voru þau orð en þú manst kannski Baldur að nafni þinn féll í rauninni á eigin bragði — hann trúði því ekki að nokkurt vopn gæti bitið vemdarhjúpinn góða — en svo sleit Loki upp mistilteininn og Höður blindi kastaði. Á hið sama máski við um íslenska tungu að mistil- teinninn þessi urt er vex í skuggan- um verði henni að falli ef ekki er að gáð? Blaðvatnið volga Þú titlar þig kennaranema Bald- ur og er það vel. íslensk kennara- stétt er í fremstu víglínu þeirra er beijast fyrir íslenskri tungu og menningu. Þar dugir ekki að loka augunum fyrir mistilteininum. Hvað er annars að frétta af gamla góða Kennaraskólanum? Sá er hér ritar átti þar marga unaðsstundina með íslenskukennaranum Áma Þórðarsyni sem nú er látinn. Ámi var strangur kennari og ósérhlífínn. Hann barðist við málleti okkar nem- endanna með oddi og egg og ríki hans var Njálssaga þar sem við ferðuðumst um hémð. Oft kveink- aði ég mér undan málhreinsun- arpísk Áma Þórðarsonar en nú óska ég þess að höggin hefðu verið enn þyngri því það er nú einu sinni svo að menn læra ekki að veijast mistil- teinum þessa heims í volgu baðvatn- inu heima hjá sér þar sem er svo notalegt að lygna aftur augunum og gleyma hinum stóra heimi. Ef íþróttafréttamenn sjónvarps em ekki menn til að lýsa íþróttavið- burðum veraldarirínar á ísiensku þá hafa þeir einfaldlega fallið á sínu eigin bragði líkt og hann nafni — ekki satt Baldur? Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/ SJÓNVARP Verslunar- mannahelgin á rás 2 Þetta er hópurinn sem verður samferða hlustend- um rásar 2 um helgina. Dagskráin verður að mestu með hefðbundnu sniði en þó rétt að geta þess að stjómendur morgunþátt- anna, þau Kolbrún Hall- dórsdóttir og Gunnlaugur Helgason, verða annars vegar á útihátíðinni Skeljavík ’86 og hins vegar á þjóðhátíðinni í Vest- mannaeyjum. Þau láta að sjálfsögðu heyra í sér það- an. Ragnheiður Davíðsdóttir aflar frétta af öðmm úti- hátíðum og umferð, ástandi vega og öðm til- heyrandi. Náttúruskoðun ■■ í kvöld og næst- 50 komandi föstu- dagskvöld verður á dagskrá útvarps 10 mínútna spjall um ýmis náttúmfræði. Það er hópur áhuga- manna um byggingu náttúmfræðihúss sem sér um þáttinn. Þeir hugsa sér að bjóða þjónustu sína og leiðbeina fólki sem áhuga hefur á að skoða náttúr- una, og langar til dæmis að una sér í faðmi hennar um helgina. í kvöld sér Þorvaldur Öm Ámason um spjallið við hlustendur og veitir ýmsar ábendingar. FÖSTUDAGUR 1. ágúst 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.16 Morgunvaktin. 7.30 Fréttir. Tilkynningar 8.00 Fréttir. Tilkynningar 8.16 Veöurfregnir 8.30 Fréttir á ensku. 9.00 Fréttir 9.06 Morgunstund barn- anna: „Góöir dagar" eftir Jón frá Pálmholti. Einar Guömundsson les (3). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.46 Lesiöúrforustugreinum dagblaöanna. 10.00 Fréttir 10.06 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur frá kvöldinu áöur sem Guömundur Sæ- mundsson flytur. 10.10 Veöurfregnir 10.30 Ljáöu mér eyra. Um- sjón: Málmfríöur Siguröar- dóttir (frá Akureyri). 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón: Anna Ingólfsdóttir. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar 12.20 Fréttir 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 Miðdegissagan: „Katrín", saga frá Álands- eyjum eftir Sally Salminen. Jón Helgason þýddi. Stein- unn S. Siguröardóttir les (24). 14.30 Nýtt undir nálinni. Elín Kristinsdóttir kynnir lög af nýútkomnum hljómplötum. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Á hringveginum — Noröurland. Umsjón: Örn Ingi, Anna Ringsted og Stef- án Jökulsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Síödegistónleikar. a. James Galway leikur lög eftir Mendelssohn, Schum- ann og Gossec með „Nat- ional"-filharmoníusveitinni I Lundúnum; Charles Ger- hardt stjórnar. b. John Williams leikur lög eftir Granados, Paganini og Mozart ásamt félögum. c. Ella Fitzgerald syngur lög úr „Porgy og Bess" eftir George Gershwin meö hljómsveit undir stjórn Russells Garcia. 17.00 Fréttir. 17.03 Barnaútvarpiö. Stjórn- andi: Vernharöur Linnet. Aöstoöarmaöur: Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.45 ( loftinu — Hallgrímur Thorsteinsson og Guðlaug María Bjarnadóttir. Tilkynningar. —i 19.16 Á döfinni Umsjónarmaöur Maríanna Friöjónsdóttir. 19.26 Litlu Prúðuleikararnir (Muppet Babies) — Annar þáttur. Teiknimyndaflokkur eftir Jim Henson. Þýöandi Guöni Kolbeins- son. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingarogdagskrá 20.35 Rokkarnir geta ekki þagnaö Magnús Þór Sigmundsson flytur nokkur lög og Abdou leikur undir á ásláttarhljóð- færi. Umsjón: Jón Gústafsson. Staðgengill Picones Bíómynd sjón- 00 20 varpsins í kvöld Cííí er ítölsk og nefnist Staðgengill Picon- es, Mi Manda Picone. Hún fjallar um leit mannteturs nokkurs (Giancarlo Giannini) að líki Picones, manns sem hafði svipt sig lífí. Fyrr en varir kemst hann á snoðir um ýmislegt dularfullt í sambandi við Picone og neyðist til að taka við störfum hans. Auk Giannini leikur Lina Sastri stórt hlutverk, eigin- konu Picones. Leikstjóri er Nanni Loy. Þýðandi er Steinar V. Ámason. Giancarlo Giannini og Lina Sastri í hlutverkum sínum í bíómynd sjónvarpsin f kvöld. ÚTVARP 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.50 Náttúruskoðun. Þor- valdur Örn Árnason líffræö- ingur flytur þáttinn. 20.00 Lög unga fólksins. Val- týr Björn Valtýsson kynnir. 20.40 Sumarvaka. a. Af Sölva Helgasyni. Auö- ur Halldóra Eiríksdóttir les frásögn eftir Jónas Jónas- son frá Hofdölum. b. Söngvarinn í Heiöakot- inu. Valgeir Sigurösson tekur saman og flytur. c. Björgunarafrek á Skorra- dalsvatni. Óskar Þórðarson frá Haga flytur eigin frá- sögn. Umsjón: Helga Ágústsdóttir. 21.30 Frá tónskáldum. Atli Heimir Sveinsson kynnir SJÓNVARP FÖSTUDAGUR 1. ágúst Stjórn upptöku: Björn Emils- son. 20.66 Bergerac — Annar þáttur Breskur sakamálamynda- flokkur i tíu þáttum. Söguhetjan er Bergerac rannsóknarlögreglumaöur en hver þáttur er sjálfstæö saga. Aöalhlutverk John Nettles. Þýðandi Kristmann Eiösson. 21.56 Heimsókn á Picapso- sýningu Listahátíöar Forseti Islands, Vigdis Finn- bogadóttir, skoöar sýning- una í fylgd Jacqueline Picasso. Áöur á dagskrá þann 17. júní síöastliðinn. tónverkið „Kalais" eftir Þor- kel Sigurbjörnsson. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orö kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Hljómskálamúsík. Guö- mundur Gilsson kynnir. 23.00 Frjálsar hendur. Þáttur 9.00 Morgunþáttur í umsjá Ásgeirs Tómasson- ar, Kolþrúnar Halldórsdóttur og Páls Þorsteinssonar. 22.15 Seinni fréttir 22.20 Staðgengill Picones (Mi Manda Picone) (tölsk bíómynd um iöandi mannlífiö í Napólí. Leikstjóri Nanni Loy. Aöalhlutverk: Giancarlo Giannini og Lina Sastri. Maöur aö nafni Picone sviptir sig lifi en líkið af hon- um hverfur. Ekkjan felur manntetri nokkru að leita líksins. Sá kemst á snoöir um ýmislegt dularfullt á slóö Picones og fyrr en varir er hann nauðugur viljugur tek- inn aö gegna störfum hans. Þýðandi Steinar V. Árnason. 00.20 Dagskrárlok. í umsjá llluga Jökulssonar. 24.00 Fréttir. 00.05 Lágnætti. Spilaö og spjallaö um tónlist. Edda Þórarinsdóttir ræöir við Kristján Jóhannsson 1.00 Dagskráriok. Næturút- varp á rás 2 til kl. 3.00. 12.00 Hlé 14.00 Bót í máli Margrét Blöndal les bréf frá hlustendum og kynnir óska- lög þeirra. 16.00 Fritiminn Tónlistarþáttur meö feröa- málaivafi í umsjá Ásgeröar Flosadóttur. 17.00 Endasprettur Þorsteinn G. Gunnarsson kynnir tónlist úr ýmsum átt- um og kannar hvaö er á seyöi um helgina. 18.00 Hlé. 20.00 Þræöir Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir. 21.00 Rokkrásin Stjórnendur: Snorri Már Skúlason og Skúli Helga- son. 22.00 Kvöldsýn Valdís Gunnarsdóttir kynnir tónlist af rólegra taginu. 23.00 Á næturvakt meö Vigni Sveinssyni og Þorgeiri Ástvaldssyni. 03.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVARP REYKJAVÍK 17.03—18.00 Svæöisútvarp fyrir Reykjavik og nágrenni - FM 90,1 MHz. AKUREYRI 17.03—18.30 Svæöisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.