Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR l: ÁGÚST 1986 FÆREYJAR Þriðjudagur 1. júli Brottför frá Nolsey NOREGUR Hjajtland fimmtudagur 24. júli Talstöðvarsamband við oliuborpallinn .COD" SVÍÞJÓÐ IThybonHf rupmannahöfn Ove Joensen birtist í Thyboren mánudaginn 28. júli ÍRLAND Færeyski sægarpurinn og of- urhuginn Ove Joensen við komuna til Thyboren. Hann var örþreyttur og vansvefta eftir síðasta áfangann, en veifaði glaðbeittur, þegar heill floti smá- báta umkringdi hann við innsigl- inguna. En Joensen sagðist ekki stiga á land, fyrr en hann næði fundi Litlu hafmeyjarinnar á Löngulínu í Kaupmannahöfn. „Fer aldrei aftur í slíka ferð“ — segir færeyski sjómaðurinn Ove Joensen sem reri á 27 dögnm milli Færeyja og Danmerkur OVE Joensen, 37 ára gamall sjómaður frá Nolsey í Færeyjum, náði til Thyboron á norðaustanverðu Jótlandi á mánudag eftir 27 daga róðrarferð á litlum árabáti. Hafði hann þá lagt að baki 900 sjómílna (1.665 km) erfiða siglingu frá Nolsey i misjöfnum veðrum. í Thyboren, sem er við mynni Limaflarðar, varð uppi fótur og fit, þegar vitað var, að von væri á Joens- en. Hann hafði haft talstöðvarsam- band við olíuborpallinn „COD“ í Norðursjó fímmtudaginn 24. júlí og boðað komu sína. Embættismenn bæjarfélagsins og blaðamenn flykkt- ust út á smábátum til að bjóða færeyska víkinginn velkominn til Danmerkur. En Joensen var örþreytt- ur og illa sofínn og ekki vel fyrir kallaður. Hann hafði samband við hafnaryfírvöld og sagðist ætla að láta fyrirberast um borð í bát sínum, „Diana Victoria", úti á innsigling- unni. Það fór þó ekki á milli mála, að sæfarinn var glaðbeittur, þegar hann veifaði áhöfn hafnsögubátsins og öðrum, sem komnir voru á vettvang til að samfagna honum. Færeyska útvarpið átti fréttaviðtal við hann í gegnum talstöðina í bátnum, og eftir það gaf hann sér tíma til að tala við Danina, m.a. varabæjarstjórann í Thyboron. Fiskur og dilkalæri Ove Joensen var harður á að láta ekki undan þeirri freistingu að fara í land í Thyboren. „Landtaka bíður, þar til ég næ fundi Litlu hafmeyjar- innar á Löngulínu í Kaupmanna- höfn,“ sagði hann og bjóst við, að ferðin þangað - um Limafjörð, Katte- gat og Eyrarsund - tæki um viku- tíma. Hann hafnaði öllum veisluboðum, sagðist hafa lifað á signum físki og dilkalærum fram að þessu og gæti þraukað eina viku til viðbótar á sama kosti. Gjafir til prinsanna Án efa verður mikið um dýrðir, þegar Ove Joensen kemur til höfuð- staðarins. Hann er með gjafír til prinsanna, Friðriks og Jóakims, í far- teski sínu og bréf frá lögþinginu í Færeyjum til Margrétar drottningar. Þá er hann einnig með innsiglað skjal til Poul Schluters forsætisráðherra. Joensen veit hvað það hefur að geyma, en innihaldið er og verður leyndarmál, þar til plaggið kemst í réttar hendur. Þriðja tilraun Færeyski víkingurinn hefur tvisvar áður, 1984 og '85, gert tilraun til að róa yfir Atlantshafíð, frá Færeyjum til Danmerkur, en varð í bæði skiptin að láta í minni pokann fyrir veðri og vindum. Þessu sinni hefur hann öðru hvoru haft samband við skip á leiðinni og beðið fyrir kveðju heim og skilaboð um, að allt væri í lagi. „Eg hef talað fímm tungumál, frá því að ég lagði af stað,“ segir hann, „færeysku, sænsku, norsku, ensku og nú dönsku." Eins og víkingaskip Ove Joensen gefur þá skýringu á þessari fífldjörfu siglingu sinni að hann hafí langað til að gera eitthvað spennandi. „Og þá kom ekki annað til greina en það sem enginn hafði gert áður,“ sagði hann. „Báturinn er smíðaður á sama hátt og víkingaskip- in og fer betur í sjó en flest önnur fley. Hann getur ekki sokkið, og þess vegna var ég alltaf óhræddur um líf mitt.“ Hann segist ekki vera hreykinn af afrekinu. „En ég er óskaplega þakklátur fyrir að hafa sloppið heill og óskaddaður frá þessari raun. Og eitt get ég fullyrt: Ég fer aldrei aftur í slíka ferð. Svo erfíð var hún.“ (Byggt á Jyllands-Posten.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.