Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986 „Foreidrjjr m'inir k^nnta&t ycgnum tÖl7cihjúsfcaparm'ibi.>-in áster... . . .að halda áralaginu TM Reg. U.S. Pat. Otf,—all rights reserved © 1986 Los Angeles Times Svndicate skipulagið i bænum kemur ekki. Hann hafði ekki skipulagt daginn nógu vel. Við biðjumst afsökunar! Með morgunkaffinu Mig var að dreyma þig, væna mín. HÖGNI HREKKVlSI >,pÖ GLEyMPlR MOTTUNM HANO1- " Þessir hringdu . . Sendum Sömum hreindýr J.H. hringdi: „Mér datt í hug þegar ég frétti af því að Satnar ættu í miklum vandræðum vegna geislunar frá Chernobyl-kjamorkuverinu hvort við íslendingar gætum ekki komið þeim til hjálpar. Hreindýrastofn Sama er víst allur í hættu vegna geislavirkni. Gætum við ísiend- ingar ekki sleppt því að skjóta hreindýr í haust og sent Sömum þetta 500 til 1.000 dýr, það væri varla mikil fóm fyrir okkur en Samar eiga allt sitt undir hrein- dýrunum." Á ekki að birta vinningsnúmerin? Jón Guðmundsson hringdi: „Ég var að velta því fyrir mér hvar væri hægt að sjá á hvaða númer hefði komið vinningur í happdrætti Tónlistarskóla Ragn- ars Jónssonar. Á miðunum er gefið upp símanúmer en þar var bara gefið upp á hvaða númer hefði komið bíll en auk bílanna eru 44 vinningar. Það er orðið talsvert langt síðan mér var sagt að númerin yrðu birt í heild í dagblöðunum en ég hef hvergi séð þau.“ Velkomin Sigrún Hlustandi hringdi: „Mig langar til að bjóða Sigr- únu Stefánsdóttur velkomna til starfa og lýsa ánægju minni yfir að sjá hana aftur á skjánum. Hún er bæði geðþekk kona, ágætur fréttamaður og það sem e.t.v. skiptir mestu máli, látlaus og laus við alla tilgerð. Ég vona að hún verði hjá sjónvarpinu sem allra lengst.“ Ekki hægt að hringja í 999 úr öllum símum Þ.A. hringdi: „Mér datt það í hug, þegar ég heyrði af annars ágætri tillögu Katrínar Fjeidsted í borgarstjóm um að eitt númer, líklega 999, yrði tekið í notkun fýrir alla neyð- arþjónustu, að það yrði ekki hægt að hringja í þetta númer úr símum með langlínulás. Langlínulásinn er ætlaður til að koma í veg fyrir að hægt sé að hringja út á land eða til út- landa en þau númer byija öll á 9. Þetta verður að hafa til hlið- sjónar eða breyta lásunum þegar tekin er ákvörðun um eitt neyð- arsímanúmer. Klukka Útvegs- bankans sýnir ekki réttan tíma G.G. hringdi: „Mér var gengið framhjá útitaflinu í Lækjargötu á þriðju- daginn og þar sem veðrið var indælt fékk ég mér sæti í brekk- unni við taflið. Þetta hefði svo sem ekki verið í frásögur færandi ef mér hefði ekki verið litið upp á Útvegsbankann, nánar tiltekið klukkuna á toppi bankans, og sá ég að klukkan var sjö mínútur yfir tólf. Þetta hefði í sjálfu sér ekki heldur verið í frásögur færandi ef svo skemmtilega hefði ekki vilj- að til að klukkan var alls ekki 12.07 heldur 12.35 og það sem meira var Útvegsbankaklukkan var svo sannfærð um þessa skoð- un sína á því hvað tímanum liði að klukkan 12.55 þegar ég stóð upp fræddi Útvegsbankinn mig enn á því að klukkan væri 12.07 Væri ekki ráð að gera eitthvað í þessu áður en fólk lendir í vand- ræðum vegna oftrúar á ágæti Útvegsbankans? Einokun er skerðing á persónufrelsi Nokkrir reiðir Campari-unn- endur hringdu: „Við mótmælum harðlega þeirri einokun og persónuskerð- ingu sem átt hefur sér stað hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkis- ins, að hætta innflutningi á Campari. Við skorum á Höskuld Jónsson, forstjóra ÁTVR að end- urskoða þessa ákvörðun því við álítum að það sé ákvörðun kaup- andans, hvort hann greiði 50—100 kr. meira fýrir flöskuna eða ekki. Það er virðingarvert þegar inn- flytjendur reyna að gera hagstæð innkaup, en þetta er of langt gengið. Hér höfum við gott dæmi um hina einu og sönnu einokun og þar með skerðingu á persónu- frelsi.“ Víkverji skrifar Fólk ferðast mikið þessa dag- ana, eins og við er að búast. Víkverji vill benda ferðafólki á tvennt í sambandi við ferðalög inn- anlands. Annað er að gagnlegt er að hafa sem nákvæmust kort af þeim landshlutum, sem ferðast er um og hitt að ferðin verður skemmtilegri ef við hendina eru bækur, sem hafa að geyma ein- hvem fróðleik um þau landsvæði, sem farið er til og líf fólksins þar fyrr og nú. Landshlutakort er sjálf- sagt hægt að fá víða en reynsla Víkveija er sú, að mest úrval þeirra sé í Bókaverzlun Sigfúsar Ey-1 mundssonar svo og í afgreiðslu Landmælinga ríkisins við Suður- landsbraut, þar sem öll kort, sem Landmælingar hafa gefið út, eru seld. Þar eru einnig til sölu hand- hægar plastmöppur utan um kortin. Árbækur Ferðafélags íslands verða ómissandi þáttur á ferðalög- um þeirra, sem á annað borð hafa byijað að nota þær. Ennfremur hafa uppsláttarbækur bókaforlags Orlygs Hálfdanarsonar að geyma mikinn fróðleik um landið. Hið eina, sem segja má um þær bækur er kannski það að þær eru svo vandað- ar, að mörgum eigendum þeirra er heldur illa við að taka þær með sér í ferðalög, þegar alltaf er hætta á einhveiju hnjaski. í þessu sambandi má einnig nefna Vegahandbókina svo og árbækur Útivistar, sem eru með svolítið öðru sniði en árbækur Ferðafélagsins. Með kort og ein- hverra þessara bóka við hendina verður ferð um ísland skemmtilegri og fróðlegri í alla staði. XXX Kirkjubæjarklaustur er að verða einhver skemmtilegasti án- ingastaður á leiðinni frá Reykjavík og austur á bóginn. Náttúrufegurð er þar mikil og sérstök og allt yfír- bragð staðarins einstaklega geð- þekkt. Þjónusta við ferðamenn er góð og Edduhótelið, sem þar er rekið, þægilegt og í góðum húsa- kynnum. Þar er einnig sundlaug, sem mörgum ferðalöngum þykir gott að bregða sér í eftir ferðir, sem stundum geta verið erfiðar. Kirkju- bæjarklaustur á framtíð fyrir sér, bæði sem áningastaður og áfanga- staður á ferðum um þann lands- hluta. XXX Sjálfsagt muna margir þau tíma- mót, sem urðu í verzlun á Akureyri, þegar Hagkaup tók til starfa þar með þeim árangri að verðlag á neyzluvörum lækkaði verulega. Fyrir nokkrum dögum átti Víkveiji leið um Húsavfk og heyrði þá á förnum vegi, að svipuð þróun hefði orðið þar. Hagkaup hefur að vísu ekki opnað verzlun þar, heldur framtakssamur ein- staklingur, Jón Þorgrímsson. Verzlunarstarfsemi hans hafði tvíþætt áhrif. I fyrsta lagi lækkaði vöruverð í kaupfélaginu! I öðru lagi hætti fólk í nærliggjandi sveitum að fara til Akureyrar til þess að verzla hjá Hagkaup en fór að verzla hjá kaupmanninum á Húsavík, sem bauð upp á hagstætt vöruverð. Einkaverzlunin hefur sem sagt lækkað vöruverð hjá kaupfélögum á Akureyri og Húsavík! Er þetta ekki eitthvað annað en til stóð hjá kaupjélögunum í upphafl?!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.