Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986 55 Jóhann Rúnar enn efstur í 1. flokki Morgunblaóið/Bjami • Ragnar Ólafsson hefur þriggja högga forystu í meistaraflokki karla á landsmótinu f golfi á 149 höggum þegar keppnin er hálfnuð. Úlfar bestur í gær en Ragnar með forystu Fyrsta daginn lék hún á 97 höggum, síðan 100, þá 98 og í gær lék hún á 94 höggum. Björk Ingvarsdóttir úr GK varö önnur á 397 höggum, lék á 104-95- 104 og 94 höggum. Þriðja varð Kristine Eide úr Nesklúbbi en hún lék á sléttum 400 höggum. Högni öruggur í 3. flokki HÖGNI Gunnlaugsson úr Golf- klúbbi Suðurnesja varð öruggur sigurvegari í 3. flokki kylfinga er hann lék á 86 höggum. Samtals var hann á 342 höggum, átta höggum betri en næsti maður. „Ég gerði mér ekki vonir um að vinna þegar ég byrjaði á mánudag- inn en eftir annan daginn sá ég að ég átti möguleika og siðan gekk þetta bara þannig að ég vann. Ég hefði nú ekkert orðið sár þó ég hefði ekki unnið því ég er bæði vanur að vinna og tapa og hefði því ekki grátið þó ég hefði tapað, en þetta er gaman," sagði Högni Gunnlaugsson sigurvegari í 3. flokki eftir að hann lauk keppni í gær. í öðru sæti varð Rúnar Valgeirs- son úr GS á 350 höggum og röð annarra manna varð þessi: Jóhannes Jónsson, GR, 362 QuAmundur Ó. Qu&mundsson, QR, 363 Hjörtur Kristjánsson, GS, 364 Sigurbjörn Bjsmason, QR, 366 Stelnar Sigtryggsson, QS, 367 AöalgalrJóhannsson,GG, 360 Quönl Þ. Magnússon, QE, 362 Höröur Sigurösson, GR, 362 MorgunblaAiA/Iljami Steinunn Sæmundsdóttir er efst f meistaraflokki kvenna þegar keppnin er hálfnuð. Steinunn skaust í fyrsta sætið STEINUNN Sæmundsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur skaust f fyrsta sætið f meistaraflokki kvenna á landsmótinu f golfi f gær þegar stúlkurnar léku annan hringinn af fjórum sem þær þurfa að leika. Steinunn lék völlinn í gær á 82 höggum en á miðviku- daginn lék hún á 88 höggum. Steinunn hefur leikið samtals á 170 höggum en Jóhanna Ingólfs- dóttir sem hafði forystu eftir fyrsta dag á 86 höggum lék alveg eins í gær og hefur því leikið samtals á 172 höggum. Ásgerður Sverris- dóttir úr GR bætti sig heldur betur frá því á miðvikudaginn. Þá lék hún á 91 höggi en í gær fækkaði hún þeim um einn tug og sló aðeins 81 högg sem er besti árangur kvenna í mótinu til þessa. As- gerður og Jóhanna eru jafnar í 2.-3. sæti með 172 högg. íslandsmeistari kvenna, Ragn- hildur Sigurðardóttir úr GR, er i fjórða sæti, lék á 83 höggum í gær en 92 höggum á miðvikudaginn og er því samtals á 175 höggum. Röð næstu keppenda er þessi: Karen Sœvarsdóttir, GS, 89-91=180 Kriatín Þorvaldsdóttlr, GK, 94-88=182 Kristfn Pálsdóttlr, GK, ■ 86-90=186 Þórdls Qeirsdóttir, QK, 102-89=191 íslandsmeistarinn kominn ífjórða sæti RAGNAR Ólafsson úr GR heldur enn forystunni í meistaraflokki karla á landsmótinu í golfi. Hann lék með ágætum í gær og er nú samtals á 149 höggum en jafnir f 2.-3. sæti eru Magnús Jónsson úr GS og Úlfar Jónsson úr Keili en þeir hafa báðir leikið á 152 höggum. Ragnar hefur sem sagt þrjú högg á þá kappa. Ragnar byrjaði ekki gæfulega í gær því hann lék fyrstu holuna á einu höggi yfir pari á meðan þeir Magnús og Úlfar léku á pari. Þetta átti þó eftir að breytast, hann par- aði næstu tvær en síðan kom önnur hola sem hann fór á einu höggi yfir pari. Þannig gekk þetta til skiptis en 16. brautina fór hann á tveimur höggum yfir pari. Ragnar hefur samtals leikið þessa tvo hringi á fimm höggum yfir pari vallaríns. Ragnar var vel á boltanum í gær en hann fór illa með ein sjö eða átta stutt pútt sem hann hefði átt að ná niður. Það tókst hins vegar ekki, kúlan stoppaði hvað eftir annað alveg á holubarminum en vildi ekki niður. Ef hann nær að fínpússa púttið hjá sér í dag og á morgun ætti honum ekki að verða skotaskuld úr að vinna þetta mót. Úlfar iék manna best í gær þó svo það munaði ekki nema einu höggi. Hann lenti nokkrum sinnum í vandræðum en tókst vel að losa sig úr þeim aftur og hann púttaði nokkuð vel að þessu sinni, mun betur en Ragnar og lá munurinn á þeim í gær. Á 13. braut munaði ekki nema hársbreidd að hann setti niður 25 metra langt pútt en boltinn stoppaði á brúninni. Ragn- ar púttaði líka á holubrúnina á þessari flöt en Magnús gerði enn betur. Magnús lenti manna oftast í vandræðum í gær en hvað eftir annað bjargaði hann sér meistara- lega út úr þeim. Á 9. braut setti hann niður högg úr sandglompu en var þó búinn að slá eitt högg sem mistókst í glompunni áður. Parið var þó tryggt. A 13. braut, sem er par 3, var hann rétt utan við flötina í teigskotinu. Hann at- hugaði aðstæður gaumgæfilega, valdi járn númer 9 og sló. Boltinn rúllaði laglega í átt að flagginu og fór niðurl! Otrúlegt en satt. Staða efstu manna eftir tvo daga er þannig: Ragnar Ólafsson, GR, 74-76=149 Magnús Jónsson, GS, 77-76=162 ÚKarJónsson.GK, 78-74=162 79- 76=164 80- 76=156 81- 76=156 80- 77=167 79-78=167 81- 76=167 82- 77=169 79-80=169 79- 81=160 86-76=160 84-76=160 81-80=161 83- 78=161 81-80=161 86-76=162 80- 82=162 79-84=163 GV,81-82=163 í dag hefja karlarnir í meistara- flokki keppni klukkan 12.20 og því ætti að vera lokið um 14.40 sem þýðir að um klukkan 19 verða allir komnir inn ef vel gengur. Erfiðar glompur ÞAÐ gengur á ýmsu þegar menn leika golf og í jafn stóru móti og landsmótinu er eðlilega mikið sem gerist. Hér er ein saga af einum 3. flokks manni. Jóhannes Jónsson úr GR lék vel og lenti á endanum í þriðja sæti. Það gekk þó ekki andskota- laust hjá honum í gær því hann lenti þrívegis í sandglompu á níundu braut — en það merkilega var að hann var aldrei að leika þá braut þegar hann lenti í glompunni. Þetta byrjaði allt á að hann lék 9. holuna á einu höggi undir pari og var ánægður með það. Holan virtist ekki vera eins ánægð því þegar hann sló teigskot á 10. braut lenti hann í glompu á 9. brautinni. Sama var upp á ten- ingnum er hann lék 11. braut — aftur í glompuna á 9. braut. Ekki segir af Jóhannesi fyrr en á 16. braut. Þá lendir hann aftur í glompu — og hvað haldið þið, auðvitað á 9. holunni. Já, það gengur á ýmsu í golfinu. \ Sigurdur Pótursson, GR, Sveinn Sigurbergsson, GK, Jón H. Guðlaugsson, NK, Siguröur Albertsson, GS, ívar Hauksson, GR, Gytfi Garóarsson, GV Hannes Eyvindsson, GR Jón H. Kartsson, GR, Gunnar Sigurösson, GR, Sigurjón Amarson,GR, Ingi Jóhannesson, GLU, Hannes Þorsteinsson, GL, Gytfi Kristinsson, GS, Sigurjón R. Gíslason, GK, Björgvin Þorsteinsson, GR, Siguröur Sigurðsson, GS, Hilmar Björgvinsson, GS, Þorsteínn Hallgrímsson, JÓHANN Rúnar Kjærbo úr GR er enn með forystu í 1. flokki karla. I gær lék hann á 79 högg- um og jók forskotið úr einu höggi í tvö. Samtals hefur hann leikið á 159 höggum. Þorsteinn Geirharðsson úr GS er kominn í annað sætið. Hann lék illa á miðvikudaginn, á 86 höggum, en í gær lék hann vel, bætti sig um niu högg, lék á 75 og er samtals á 161 höggi. Gunnlaugur Jóhannesson úr Nesklúbbi var í 2. sæti í fyrradag en í gær datt hann niður um eitt sæti. Á miðvikudaginn lék hann á 81 höggi og það gerði hann einnig í gær og er því samtals á 162 högg- um. Fjórði er Guðmundur Bragason 2.flokkur: Úrslit í GÆR lauk keppni í 2. flokki karla og urðu þessir efstir: LúAvfk Gunnarsson, GS, 85-80-86-84=334 Ögmundur M. ögmundsson, GS, 88-78-86-83=334 BsmhsrA Bogason, GE, 84-90-81-81=336 Tómas Baldvinsson, GG, 87-83-82-84=336 Lúðvík og Ögmundur léku bráðabana um fyrsta sæti og Berharð og Tómas um 3. sæti, en keppni var ekki lokið, þegar Morgunblaöið fór- í prentun. úr Grindavík en hann lék á 82 og 81 höggi sem gerir samtals 163 högg. Alda með yfirburði í 1. f lokki ALDA Sigurðardóttir úr Golfklúbb- num Keili í Hafnarfirði hefur mikla yfirburði í 1. flokki kvenna. Hún lék á miðvikudaginn á 85 höggum og í gær lék hún á 83 höggum sem samtals gerir 168 högg. Hún hefur 21 högg á næsta keppanda. Ágústa Guðmundsdóttir úr GR er í öðru sæti með 189 högg, lék í gær á 95 höggum en á miðviku- daginn á 94 höggum. Aðalheiður Jörgensen bætti sig um átta högg á milli daga, lék í gær á 92 höggum en á miðvikudaginn á 100 höggum. Það er greinilegt að Alda vinnur þennan flokk og myndi hún örugglega sóma sér vel í meistaraflokki. Sigrfður fyrsti sigurvegarinn SIGRfÐUR B. Ólafsdóttir frá Húsavík varð fyrsti sigurvegarinn á Landsmótinu í golfi. Hún sigraði 2. flokk kvenna sem lauk keppni í gær ásamt 2. og 3. flokki karla en kon- urnar komu fyrr inn og því varð Sigríður fyrsti sigurvegarinn. Sigríður lék alls á 389 höggum og þegar upp var staðið hafði hún átta högg á næsta keppanda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.