Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986 * 9r AMERICAN AMERICAN DREAMER ★ ★ Lelkstjóri Rick Rosenthal. Tónlist Levuls Furey. Handrit Jlm Kouf og David Greenwalt. Framleiðandi Doug Chapln. Aðalleikendur Jobeth Will- iams, Tom Conti, Giancarlo Giannini. Bandarísk, 1984 CBS Theatrical Films. 105 mín. Það getur dregið dilk á eftir sér að fá högg á höfuðið. Það fær vesalings Jo- beth Williams aö reyna á ferðalagi i París, en það var fyrsti vinningurinn í smásagnakeppni um einkaspæjarann Rebeccu Ryan. Þegar svo þessi hálffertuga banda- ríska húsmóðir, tveggja barna móðir og vinningshafi, rís úr rotinu, er hún haldin þeim slæma og oft hættulega misskilning að hún sé engin önnur en reyfaradrottn- ingin sjálf, Rebecca R. Hún kemst í kynni við höfundinn sjálfan (Tom Conti), og í sameiningu lenda þau í ævintýrum sem í engu gefa eftir skáldskap höfundarins. Myndband vikunnar KÚREKAR MEÐ KEÐJUSAGIR RANCHO DELUXE * *Vi Leikstjóri Frank Parry. Handrlt Tom NcOuana. Kvlk- myndataka Wllllam Frakar. Tónllst Jlmmy Buffat. Framlalðandl Elllot Kastner. Aðallalkandur Jaff Brldgas, Sam Watarston, Ellzabath Ashlay, Charlana Dallas, CHfton Jamas, Harry Daan Stanton, Sllm Plc- kens. Bandarísk, USA. 1974. 90 mín. Þá er hún loks í seilingarfæri sú umtala „cult-mynd“, Rancho Deluxe. Hún átti ekki langa lífdaga þegar hún var upphaflega sýnd árið 1974, en hefur orðið því vinsælli á seinni árum í kvikmyndahúsum sem eingöngu sýna eftir- tektarverðar myndir fyrir forfallna kvikmyndasjúklinga. Þar hefur hún stungið upp kollinum af og til, allt frammá þenn- an dag. En smám saman hlýtur myndbandið að ganga af þessum húsum dauðum og þeirri fágætu menningarstarf- semi sem þar fer fram. Vonandi er þess þó langt að bíða. R.D. segir frá ævintýrum tveggja nútíma-kúreka sem þeysa um slétturnar á pallbíl, rænandi nautgripum sem þeir síðan búta í spað á staðnum með keðjusög. Landeig- endur hafa og tekið tæknina í sínar hendur þar sem þeir fylgjast með hjörðunum, svífandi um loftin blá í þyrlum. Kúrekarnir tveir eru harla ólíkir um flest. Annar af indíána- ættum (Waterston), hinn hástéttarhippi (Bridges), sem flúið hefur auðlegö og eiturát. En yfirmáta kæruleysi og óseðj- andi kvenmannslöngun er báðum eiginleg. Þeir félagar taka uppá hinum villtustu uppátækjum í hömlulausu lífinu á sléttunni. En að endingu, þegar fremja á snilldarránið er lánið þeim ekki lengur hliðhollt. Það verður að segjast eins og er að manni eru hinar vissu vinsældir og upphefð R.D. hálfgerður leyndardómur eftir að hafa loks séð hana. Sannarlega á hún sína góðu kafla, einkum í handriti sem er létt skrifað og gætt fjörug- um uppákomum. En það lyktar orðið um of af útdauðum hippahugsjónum og líferni sem þykir ekkert sniðugt leng- ur. Að þessu leyti hefur myndin elst illa. Aðrir þættir standa fyrir sínu: Samleikur Bridges og Waterston (sem er mikið betri og eðlilegri hér en í The Killing Fields) annarsvegar, og kúasmalanna Harry Dean Stanton (sem undirleikur af velkunnri snilld) og Richard Bright, The Getaway, hinsvegar. Þá er öðlingsmannskapur í flestum aukahlutverkanna og stendur hann sig með láði. Elizabeth Ashley, Clifton James (minnisstæður sem tóbak- sjaplandi fógeti í einni Bond-myndanna), Patti D’Arbanne- ville, (sem Cat Stevens, sællar minningar, söng til ástaróða á árum áður), Slim heitinn Pickens, sem alltaf var skemmti- lega ábúðarmikill leikari, ekki síst þegar hann reið vítis- sprengjunni berbakt í Dr. Strangelove! Þá bregður fyrir þeim kunna skúrk og skítmenni úr mýmörgum myndum, Joe Spinelli, í hlutverki ráðdeildarsams, aldurhnigins indí- ána. Og hér syngur Jimmy Buffet lagið sitt Livingstone, Saturday Níght í fyrsta, en ekki síðasta sinn i kvikmynd. Kvikmyndataka William Fraker er hrífandi, enda karl löngum í essinu sínu í vestrum og myndin tekin í því mikilfenglega Klettafjallaríki, Montana. Rancho Deluxe er hress nútímavestri, vel skrifaður og leikinn og skemmtileg upprifjun á tíðaranda þessa tíma- bils, (um ’70). En heiðursess hennar á erlendri grund er eftir sem áður spurningarmerki. ar myndarinnar, persónur sem eiga sér ófáar hliðstæður í öllum löndum. Van Hemert á örugglega eftir að koma oftar á óvart en fer þá sjálfsagt heldur hægar í sakirnar. Hann hefur gott vald á framvindu og spennu (reyndar eru mörg atr- iði stolin úr bandarískum myndum) og ekki síður á leikurunum sem eru hver öðrum betri. Og allt að því „sjokkerandi” að uppgötva að sá sem leikur erkiskúrk heimilisins — föðurinn sjálfan — er engin ann- ar en Peter Faber, sem fór svo eftirminnilega með hlutverk góð- mennisins Max Havelaar í sam- nefndri mynd í vetur. Romancing The Stone hófst á bráð- fyndnu atriði í vestrastíl sem síðar kom á daginn að voru hugarórar skáldkonunn- ar Kathleen Turner, niðurlag síðustu bókar hennar. Þetta atriði kemur harka- lega uppí hugann þegar Jobeth Williams fer að lifa sig inní reyfaraskáldskap sinn og skemmir ferskleika myndarinnar. American Dreamer er þó ansi haglega gerð spæjara-fantasía sem að fleiru en framangreindu atriði sver sig í ætt við Ævintýrasteininn. Líf Williams og fylgi- sveins hennar (Conti) lafir lengst af á bláþræði, atburðarásin er hröð og slípuð og Williams (The Big Chill, Poltergeist) er glæsikona sem minnir meira en lítið á Kathleen Turner. En American Dreamer nær því ekki að vera meira en meðalgamanmynd þar sem hún kemst aldrei virkilega á flug. Herslumuninn vantar löngum á að atriðin séu virkilega fyndin og þar er ekki við Williams, Conti eða ágætt fólk einsog Giancarlo Giannini í aukahlutverkum að sakast heldur takmarkað skopskyn hand- ritshöfundar. Lagleg, létt en litlaus mynd. MYNDBÖND Umsjón/Sæbjörn Valdimarsson rr. Darlings. Leikstjórn, handrit og tónlist: Ruud van Hemert. Klipping: Ton de Graaf. Kvikmyndataka: Theo van de Sande. Aðalleikendur: Akkemay, Peter Faber, Gert de Jong, Frank Schaafsma, Rijk de Gooyer. Hollensk. Movies Film Productions BV 1984. 101 mín. Darlings hlýtur aö teljast ein hrottalegasta gamanmynd sem gerð hefur verið um kynslóðabiiið. Hún segir frá deilum milli foreldra og barna þeirra sem snúast upp í heiftúðugan skæruhernað. John Gisbert er bandarískur herþyrluflugmaður, á fallega konu og fjögur börn. Talsverð undiralda er í heimilislífinu sem breytist í stórsjó þegar húsmóðirin á vingott við kærasta fjórtán ára dóttur sinnar. Erjurnar á milli foreldranna og barnanna breytast síðan í hern- að þegar eldri systkinin verða þess vísari að það á að koma þeim fyrir á hæli fyrir vandræðaunglinga. Börnin grípa þá til sinna ráða, gera foreldrana brottræka af heim- ilinu sem þau síðan víggirða. Og hrinda af sér öllum árásum, jafnvel þó flugherinn blandi sér í ófriöinn. En myndin hlýtur að lokum einkar „friðsælan" endi. Hætt er við að efnið og meðferð þess særi viðkvæm hjörtu enda skefur leikstjórinn, van Hemert ekkert utan af hlutunum heldur ýkir og magnar þau vandamál og árekstra sem fram koma í mynd- inni og flestir þekkja að einhverju leyti úr eigin garði. Þegar grínið verður stórkarlalegast gengur það svo langt að ætla mætti að John karlinn Waters sæti undir stýri. Van Hemert hefur ekki ýkja merkilegan boðskap fram að færa í Darlings, heldur gerir hana sjálf- um sér og öðrum til skemmtunar. Hann tekur þó undir lokin afstöðu með krakkaskröttunum sem eru illskárri en þessar Watersku for- eldranefnur sem flokkast undir argasta „rakkarapakk". Þó svo að van Hemert fari út á nokkuð vafasöm og lítt könnuð mið af almennri markaðsmynd að vera, sem eru óvenju öfgafull, óhefluð og „brútal" útlistanir og efnistök, þá er alltaf stutt í grátt gamanið og gætir þess að myndin er hvergi virkilega Ijót. Hún ýkir hinsvegar hressilega þá afleitu karaktera sem eru börn og foreldr- i % ' % "
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.