Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986 23 „Krakkarnir alsælir í svona veðri“ Litið inn í fjölskyldubúðir Fjölskyldubúðir Iandsmótsins eru hinar reisule- gustu og virðist sem margir hafi nýtt sér nálægðina við höfuðborgina og búið í Viðey landsmótsvikuna. „Ég er búin að vera hér með tvö böm, Bjöm Þór og Katrínu Ösp, alla vikuna og maðurinn minn, Gunnar, sótt vinnu í bæinn. Krakkamir eru alsælir að vera héma í svona veðri," sagði Sigrún Jónsdóttir, gamall Dalbúi. „Já, við erum bæði gamlir skátar og hef ég oft komið í Viðey á Landnemamót. Ég er nú farin að starfa aftur í skátunum eftir nokkurt hlé og er í nýja St. Georgsgildinu Straumur þar sem starfa eldri skátar. Við tökum að okkur ýmis verkefni, sjáum til dæmis um fjölskyidubúðim- ar fyrir þetta mót og komum fyrir erlendum skátum sem langar að dvelja á íslenskum heimilum eftir mót.“ „Þetta er í fyrsta skipti sem ég mæti í fjölskyldubúðir enda var ég ekki fjölskylda þegar síðasta mót var hald- ið,“ sagði Ragnar Harðarson sem við hittum ásamt konu hans, Kristjönu Grímsdóttur, en bæði starfa i St. Georgs- gildinu. „Nú emm við hér með dætur okkar tvær, Heiðdísi þriggja ára og Hugrúnu Ingu tveggja ára, báðar upprenn- andi skátar. Sú eldri hélt því fram strax eftir setningu mótsins að nú væri hún orðin skáti. Við ætlum að dvelja hér meira eða minna alla vikuna." „Það eru 2000 skátar í sextán félögum í Færeyjum, og tökum við þátt í fjórum erlendum mótum i sumar. Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til íslands, hér er gott veður og landsmótið vel heppnað og skemmtilegt.“ Sólbjörn Jensen skáti frá Fuglafirði í Færeyjum. Skátastarf í Færeyjum er í örum vexti Rætt við Sólbjörn Jensen frá Fuglafirði Færeyingar hafa jafnan mætt vel á landsmót íslenskra skáta og fer fyrir hóp þeirra að þessu sinni Sólbjörn Jensen frá Fuglafirði. „Við komum með Norrönu þrettán skátar og fórum norðurleiðina hingað suður. Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til Islands, hér er gott veður og landsmótið finnst mér vel heppnað og skemmti- legt. Við sleppum við að elda sem er óvenjulegt um mót enda mættum við með potta, pönnur og prímusa,“ sagði Sólbjörn. Aðspurður um skátastarf í Fær- í eyjunum. Sjálfur er Sólbjöm ylf- eyjum sagði hann að það væri í ingaforingi félagsins i Fuglafírði. miklum blóma og örum vexti. „Eg er mikið með þá í leikjum strák- Skátafélög væru á sextán stöðum ana og svo förum við í útilegur í og teljast félagsmenn alls vera 2. næstu eyjar , gönguferðir og báts- 000 talsins sem er stór prósenta ferðir," sagði hann. „Sumarstarf fyrir ekki fjölmennari þjóð. Sagði skáta í Færeyjum snýst mest um hann að þarna væri miklu að þakka að fara á mót erlendis og erum við að síðastliðin þijú ár hafa tveir með þátttakendur á mótum í Nor- menn verið í fullu starfí við yfirum- egi, Svíþjóð, Bretlandi og hér i ár.“ sjón og skipulagningu á skátastarfi unum var ég beðin að „hripa eitthvað niður á blað“. „Þú hlýtur að muna svo margt“. „Já ætli það ekki," sagði ég. Eg bjóst alls ekki við þessum ósköpum. Það streyma ekki aðeins minningamar, þær flæða. Ég hugga mig við það að Morgunblaðið er stórt, og það er þá kannski hægt að láta einhveija skæruliða- og stríðsfréttina bíða, hér er nefnilega á ferðinni Friðar- boðskapur. Allir eru jafnréttháir. Hveiju skiptir það þó einhver sé svartur, brúnn, gulur, rauður eða hvítur? Hveiju skiptir þjóðerni eða það hvort menn klæðast strápilsi, dulu eða gallabuxum? Þetta fer allt eftir því hvar maðurinn er fæddur, alinn upp o.s.frv. Annars finnst mér allir vera komnir í samskonar galla- buxur. Þær voru eins í Reykjavík og í Jerúsalem, og „made in Hong Kong“ fæst allstaðar. Það sem máli skiptir: Gera menn nógu mikið til að efla frið, samúð og skilning? Það er lóðið. Man ég enn frá skátamótinu í Vaglaskógi. Þar vom 40 ungar skátastúlkur, bandarískar, og tveir foringjar, sem voru eins og klipptar út úr tískublaði og tipluðu þama um á háhæluðum skóm. Það var óborganlegt upplitið á Tryggva Þorsteinssyni, félagsfor. á Akureyri og mótstjóra, þegar allt liðið birt- ist, því með þeim fylgdi stór herbíll með öllum útbúnaði fyrir herdeild og 2 kokkar. Aldrei hafði þvílíkt sést á skátamóti. Mér duttu í hug orð skáldsins:.. „og aldrei varð hún orðlaus á ævinni, nema þá“. Eftir mikið snakk fram og til baka sagði Tryggvi þeim að fara með herdeild- „Það var allstaðar verið að æfa sig fyrir stóra varðeldinn sem var að hefjast í Hvannagjá og varð ég að hafa hraðann á að klambra saman vísu um Helga til að geta borgað fyrir mig.“ Fánaborg á landsmótinu á Þingvöllum 1948. ina á bakvið þar sem þeir sæjust ekki frá tjaldbúðunum. Það mega þeir eiga greyin að við sáum þá aldrei fyrr en síðasta daginn, það kólnaði snöggt og rigndi svo þeir hituðu te ofan í hvem sem hafa vildi. Litlu stelpurnar skrifuðu heim til sín og fannst mikið til koma en eitt skrítið, það mátti ekki tína blóma á Islandi nema þau væm næstum dauð. Ég ætla ekki að lýsa þvi þegar ég fór með þær í Námaskarð, Dúi Björnsson og annar skáti frá Akur- eyri fóm með sem leiðsögumenn, allir áttu að ganga í halarófu en það vildi koma hlykkur á rófuna og oft varð að kalla „farið var- lega“, foringi þeirra var mikil kunningjakona mín, hún var yndæl- is kona en henni gekk illa að komast áfram í hrauninu á háhæl- uðum skónum. Bretarnir vom aftur á móti svo vel skóaðir að það var engu líkara en þær ætluðu að ganga suður. Foringjar þeirra bjuggu hjá mér þegar til Reykjavíkur kom, þær villtust eitt kvöldið þegar þær ætl- uðu að fara út á Nes og líta á sólarlagið, þá vom þær allt í einu komnar út á öskuhauga, þær hlógu mikið að því en ég bað þær að segja engum að ég hefði hent þeim á haugana. Man ég vel þegar komið var að staðnum þar sem átti að setja upp tjaldbúðimar á Hreðavatnslands- mótinu og Bretarnir spurðu hvers- konar tjaldhælar væm notaðir á íslandi, þá sagði einhver „halda þeir að við séum einhverskonar fakírar sem sofum á hraunnibbum“, en allt upplýstist og allir fara heim reynslunni ríkari hvort sem komið er til okkar eða við fömm til þeirra. Síðasta landsmótið sem ég var á var haldið á Úlfljótsvatni, sem öllum skátum ber saman um að sé dýrðar- innar staður. Við vorum 3 gamlir skátar, Eiríkur Jó., Óskar P. og ég, sem vomm gestir, voram bara upp á stáss og þurftum ekkert að gera. Það er kannski ekki það besta sem gömlum skátum er boðið upp á að hafa ekkert að gera en öllum þótti gaman að bjóða okkur í mat og vera hugguleg og sæt og við slógum til, brostum og vomm líka hugguleg og sæt. Nú vom amerísku skátam- ir alveg eins og hinir, elduðu sinn mat og nutu þess að fá að vera með og morgunverðurinn var ein lumma með sírópi. Þegar við Óskar komum í boðið ... við litum hvort á annað, enginn hafragrautur, ekk- ert rúgbrauð með kæfu. Þegar ég var boðin í mat í fjölskyldubúðimar kom Örlygur Rieter með alla litlu krakkana úr búðunum í halarófu á eftir mér, þau börðu tmmbur en það voru potthlemmar og sleif eða skeið, ég kom mér í röðina og áfram var gengið og sungið. Þetta er gam- an enda hef ég starfað með þremur ættliðum, mikið að maður skuli ekki var orðin elliær fyrir löngu. Það er gott að vita til þess að mað- ur á vini einhversstaðar í öllum heimsálfum. Skátar stofna til vin- áttutengsla og em landsmótin stór þáttur í því starfi. Ég óska íslenskum skátum til hamingju með sitt nýja lýðveldi og þetta glæsilega landsmót, og óska þess að skátahreyfíngin á Islandi bæði eflist og blómgist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.