Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐH), PÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986 m Minning: Sigríður Þóra ' Harðardóttir Fædd 10. aprfl 1971 Dáin 27. júlí 1986 „Talaðu við okkur um böm! Og hann sagði: Bðm ykkar em ekki böm ykkar. Þau em synir og dætur lífsins og eiga sínar hugsanir. Og þó þau séu hjá ykkur, heyra þau ekki ykkur til. Þið megið gefa þeim ást ykkar en ekki hugsanir, þau eiga sér sínar eigin hugsanir. Þið megið hýsa líkama þeirra, en ekki sálir þeirra, því sálir þeirra búa í húsi framtíðarinnar, sem þið getið ekki heimsótt, jafnvel ekki í draumi. Þið megið reyna að líkjast þeim, en ekki gera þau lík ykkur. Því lífíð fer ekki afturábak og verð- ur ekki grafíð í gröf gærdagsins." Svo kvað spámaður Khalil Gibr- ans, og orð hans draga aðeins úr sársaukanum sem hlýtur að vera því samfara að sjá á bak fímmtán ára dóttur sinni. Það er kaldhæðni örlaganna að hægt sé að þakka Guði þá náð að veita Diddu litlu hvfldina, þó svona snemma. Samt spyijum við, án nokkurs svars... Hvers vegna? En lífíð var ekki allt tóm sorg. Það var fiillt af gleði. Það var geisl- andi líf í kringum Diddu. Alltaf! Hún var alveg einstök stúlka, sem átti engan sinn lika. Því kynntust allir þeir sem áttu samleið með henni um ævina hennar stuttu. Svo mörg hnyttin tilsvör, sem féllu. Svo mikill lífskrafturinn og dugnaður- inn, að við sem fylgdumst með, vorum farin að trúa því að lífíð væri búið að sigra dauðann. En hann gaf sig ekki, dauðinn. Hún háði baráttuna sína svo djarf- t Móðir okkar, SÓLVEIG DAGMAR ERLENDSDÓTTIR, Laugavegi 162, lést í Borgarspítalanum þriðjudaginn 29. júlí. Þórir E. Magnússon, Alma Magnúsdóttir, Erla Magnúsdóttir, Erlendur Magnússon. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNA VILHELMÍN A JÓN ATANSDÓTTIR, Trönuhólum 18, Reykjavík, lést aö heimili sínu aöfaranótt 30. júlí. Jarðarför auglýst síðar. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG J. KALDAL, andaðist að heimili sínu Miðleiti 7 fimmtudaginn 31. júlí. Leifur Magnússon, Oddrún Kristjánsdóttir, Kristmann Magnússon, Hjördfs Magnúsdóttir og barnabörn. t Móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF M. GUÐMUNDSDÓTTIR, lést í Fjórðungsjúkrahúsinu í Neskaupsstað 30 júlí. Soffía Björgúlfsdóttir, Jóhannes Stefánsson, Anna Björgúlfsdóttir, Jón Ágúst Guðbjörnsson Helga Björgúlfsdóttir, Halldór Haraldsson, Guðmundur Björgúlfsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, REGÍNA STEFÁNSDÓTTIR frá Tjarnarlundi, Stokkseyri, er andaðist í Hjúkrunarheimilinu Ljósheimum Selfossi 24. júlí, verður jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 2. ágúst kl. 14.00. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaður minn, tengdafaðir og afi, EGILL ÞORSTEINSSON, Stangarholti 16, andaðist i Landspítalanum 18. júlí sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum innilega sýnda samúð. Elfnborg Jónsdóttir, Hanna María fsaks, Sólrún M. Þorsteinsdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Egill Þorsteinsson. lega, að maður dáðist að. Hún sýndi þroska, sem maður vonast til að öðlast sjálfur einhvemtíma. Og hún naut ástúðar foreldra og systkina, sem ekki þurftu síður að beijast hetjulegri baráttu ... baráttu sem enn er ekki lokið, því söknuðurinn ristir sár, sem lengi eru að gróa. Því er við hæfí, um leið og við kveðj- um og þökkum af alhug samfylgd- ina héma megin, að vitna aftur í Khalil Gibran, er hann talar um gleði og sorg: „Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Og þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá hug þinn aftur, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ Annaló, Heimir og börnin „Þegar þú ert sorgmæddur skoð- aðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ Þannig er okkur inn- anbijósts sem kveðjum Sigríði Þóru eftir að hafa kynnst henni í starfí og leik. Hún bar jafnan með sér birtu og gleði og síst af öllu datt manni í hug að ævi hennar yrði svo stutt. En þannig er „um dauðans óvissan tíma“, stundum breytist hann, að manni fínnst, í ótímabæra harkalega vissu, sem er þrautum þyngri, stundarmyrkur í hjarta og huga þeirra sem syrgja. Þroskaleið mannsins hefur verið þymum stráð frá örófí alda, og sársaukinn undanfari djúps skiln- ings, hreinnar gleði og lifandi trúar. „Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur það rúmað." Sigríður Þóra stundaði nám við Tónlistarskólann á Akureyri frá 7 ára aldri. Fyrst í forskóladeild, því næst á fíðlu og síðustu 2 vetuma á píanó. Hún var gædd góðum tón- listarhæfíleikum og hafði tamið sér vandvirkni. Viljastyrkur hennar, ósérhlífni og æðmleysi birtist sér- staklega er hún samhliða námi sínu háði sitt sjúkdómsstríð. Að lokinni aðgerð og vem á sjúkrahúsi mætti hún óbuguð og brosandi i kennslu- stund. Hennar líf var samferðafólk- inu íjársjóður andans og minningin um hana er björt og hrein. Við þökkum að leiðarlokum allt sem Sigríður Þóra gaf okkur í tón- listarskólanum. „Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns. Megi Guð styrkja ástvini Sigríðar Þóm. F.h. Tónlistarskólans á Akureyri, Jón Hlöðver Áskelsson. Sigríður Þóra er farin. Margra ára baráttu við illkynja sjúkdóm er lokið. Hjá okkur sem enn emm héma megin landamæranna ríkir söknuður en jafnframt þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast henni og njóta samvista við hana þann stutta tíma sem hún dvaldi hér. Sigríður var átta ára gömul þeg- ar leiðir okkar lágu fyrst saman. Láfsglöð og kraftmikil vakti hún athygli mína á göngum Lundar- skóla fyrsta veturinn minn á Akureyri. Síðar tókst vinátta með mér og fjölskyldunni í Kolgerðinu, vinátta sem ég fæ seint fullþakkað. Þá kynntist ég Sigríði Þóm og minningamar um þau kynni eiga eftir að lifa um ókomin ár. Sigríður Þóra eiskaði lífíð. Hún var mikil félagsvera og vildi hafa líf og fjör í kringum sig, hvers kyns veisiur og mannamót vom henni mjög að skapi. Hún átti marga vini og tók þátt í félagslífí af miklum krafti en Qölskyldan átti líka sterk ítök í henni og þá ekki síst stóra systir sem alltaf var hægt að leita til. Sigríður var mikill dýravinur. Hún náði sérstöku sambandi við heimiliskettina, virtist jafnvel geta talað kattamál á góðum stundum. Hún hafði gaman af blómum og var fram undir það síðasta að minna okkur á að hugsa vel um garðinn þar heima. Hún hafði líka yndi af tónlist og eftir að hún varð rúmföst hljómaði tónlist úr herberginu henn- ar meiri hluta sólarhringsins. Sigríður var sterkur persónuleiki og hélt þeim styrk til æfíloka. Um hana má með sanni segja að hún lifði lífínu lifandi. Það var því ekki alltaf auðvelt t Maðurinn minn, GARÐARJÓNSSON skipstjóri, Flateyri, lést þriðjudaginn 29. júlí í Sjúkrahúsi isafjarðar. Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og systkina hins látna, Unnur Brynjólfsdóttir. t Þökkum innilega samúð og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÖNNU BRYNJÚLFSDÓTTUR, Tryggvagötu 3, Selfossi. Magnús Tómasson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Hjartans þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar og bróður, HALLDÓRS ALEXANDERS ALEXAN DERSSONAR, Bugðulæk 14. Sigriður Halldórsdóttir, Kristjana Alexandersdóttir, Jóna Kristjana Halldórsdóttir, Gróa Alexandersdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir, Magnús Alexandersson, Sólveig Halldórsdóttir, Grétar Örn Magnússon. fyrir Sigríði að horfast í augu við þá köldu staðreynd að brátt ætti hún að yfirgefa allt sem henni þótti svo vænt um. En það lýsir henni ef til vill best að hún vildi horfast í augu við þetta, viidi vita hveijar horfumar væru og með einstakri hjálp og stuðningi flölskyldunnar tókst henni að miklu leyti að sætta sig við orðinn hlut. Hún endaði jafn- vel á að snúa hlutverkunum við, undir lokin var það oft hún sem huggaði þá sem í kringum hana voru. Eg var ein af þeim sem urðu þessa aðnjótandi. Sigríður hug- hreysti mig en ekki síður kenndi hún mér. Ég nam við dánarbeð hennar þau fræði sem seint munu gleymast, um dauðann en þó fyrst og fremst um lífíð og samskipti fólks. Fyrir það, sem og öll okkar kynni, verð ég Sigríði Þóru æfinlega þakklát. Ég bið góðan Guð að blessa hana og veita henni styrk er hún hún tekst á við ný verkefni á ókunn- um slóðum. Elsku Svanfríður, Hörður og þið öll. Guð styrki ykkur í sorg ykkar og söknuði og veri með ykkur um alla framtíð. Þú maður, hvert sem hér þú fer, Guðs helgur andi fylgi þér, og hvar sem liggur leiðin þín, þig leiði Drottinn heim til sín. V. Briem. Lína Nú þegar elsku besta vinkona mín er horfín héðan, fyllist ég trega og tómleika. Það skarð sem hún Didda skildi eftir hér á jörðu verður aldrei fyllt. Við vinkonumar höfðum þegar kvatt hvor aðra en með þessum fáu línum langar mig enn á ný að þakka allar þær stundir sem ég átti með henni. Minningamar mun ég ætíð geyma í hjarta mínu. Guð blessi foreldra hennar og systkini. Fari hún í friði. Maja Mamma, við eigum að vera glöð á meðan við lifum. Þetta sagði hún helsjúk nokkrum vikum fyrir andlát sitt við mömmu sína sem henni fannst vera hnuggin. Þessi orð gætu eins vel staðið sem yfírskrift yfír stuttu Iífi Sigríðar Þóru Harð- ardóttur, sem við nú kveðjum aðeins 15 ára að aldri. Svo kát var hún og fjörug, full af lífsþorsta og þreki á meðan hún lifði. Falleg var hún, dökk yfirlitum, með leiftrandi brún augu, há og spengileg, glæsileg, glöð, einbeitt, ákveðin og rökföst. Fegurðardís hefði hún orðið í fyllingu tímans, líkust rós, sem er að byija að opnast. Þrek hennar og viljastyrkur var undraverður. Hún stóð af sér stormana svo lengi sem stætt var. Á fáum mánuðum þroskaðist persónuleiki hennar þannig að til- svör og athugasemdir voru sem fullþroska manneskju. Allt þar til yfír lauk gat hún spaugað og gert að gamni sínu. Hnittni hennar glitr- aði eins og perlur í myrkrinu og gáfu nýtt þrek þeim sem næst stóðu. Sigríður Þóra fæddist á Akureyri 10. apríl 1971, dóttir hjónanna Svanfríðar Larsen kennara og Harðar Þorleifssonar tannlæknis, hin þriðja í röð fjögurra systkina. Hólmfríður er þeirra elst, 19 ára nýstúdent, Högni næstur, 17 ára, og Áki, 11 ára. Hún ólst upp í föður- garði við bestu kringumstæður. Aðstæður, eðliskostir og menntun foreldranna sköpuðu bömunum umhverfí, sem verkaði hvetjandi og dýpkandi á skilning og framfarir þeirra. Lífíð virí.ist svo sannarlega blasa við þessari fallegu og mann- vænlegu fjölskyldu þar til fyrir 5 árum að alvarlegur sjúkdómur gerði vart við sig. Þá þegar hófst barátt- an og var hún háð af miklum kjarki og æðruleysi af yngri sem eldri meðlimum fjölskyldunnar, bæði hér heima og erlendis. Lengi vel virtist sem þau myndu hafa betur í viður- eigninni við vágestinn og bjartsýni gætti. En í nóvember sl. kom reiðar- slagið og fljótt virtist auðsætt hver endalokin yrðu. Þá upphófst sú barátta, sem í fyrstu virtist vera ofar mannlegum mætti. Ósigri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.