Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986 27 Kínverjar bíða með að svara Gorbaehev Peking, AP. Utanríkisráðherra Kína sagði í gær að kínversk stjómvöld hefðu til athugunar tillögu Gorbaehevs, um viðræður við Kínveija um fækkun hetja, en vildi ekki segja neitt um hana að öðru leyti. Kínveijar hafa krafist þess að Sovétmenn dragi innrásarher sinn í Afganistan til baka og að þeir hætti stuðningi sínum við Víet- nama. -----■*- ♦ « Olíuskip varð fyrir flugskeyti Norfolk, Vírginia, AP. Flugskeyti hæfði bandarískt olíuskip, sl. þriðjudag, er það sigidi inn á svæði þar sem banda- ríski sjóherinn var við æfíngar. Eldur kviknaði, en var slökktur fljótt og engin slys urðu á mönn- um. Innanrík- isráðherra- drepinn Jóhannesarborg, AP. Innanríkisráðherra Kwanda- bele, eins heimalands svartra í Suður-Afríku, Peit Ntuli, lést á þriðjudag, þegar bifreið hans var sprengd í loft upp. í sömu borg létust einnig níu manns í sprengjuárás á lögreglustöð. Þjóðveijum fækkar enn Wiesbaden, AP. IBUUM Vestur-Þýskalands fækkaði á síðasta ári um 29 þús- und, en þeir eru nú um 61 milljón. Þetta kemur fram í skýrslu töl- fræðiskrifstofunnar í Wiesbaden. Þar segir ennfremur að fólki af þýsku bergi brotnu hafí fækkað enn meir eða um 109 þúsund. Er það nú 56,5 milljónir. Meðal þeirra héraða, þar sem fækkunin var mest má nefna Bremen, Hamborg og Saar-hérað. CGE og ITT sameinast París, AP. FRANSKA stjómin hefur fallizt á sameiningu rafeindafyriitækisins CGE, sem var í reikiseign, við bandaríska íyrirtækið ÍTT. Saman munu CGE og ITT verða næst stærsta fyrirtæki í heimi á sviði rafeinda og fjar- skipta. Sagði franski iðnaðarráð- herrann, Alain Madelin, { gær, að sameiningin ætti að taka gildi þá þegar. Við sameininguna munu CGE og ITT m. a. tengja saman fjar- skiptanet sín. Sameiginleg sala þeirra á ári er talin nema um 9,6 milljörðum dollara, þar af 78% í Evrópu, 13% í Bandaríkjunum og 9% annars staðar í heiminum. Skipulagði móðurmorð V Golden, Colorado, AP. ‘ FJÓRAR unglingsstúlkur voru voru á miðvikudag ákærðar fyrir morðsamsæri gegn móður einnar þeirrar. Þær liugðust myrða hana og skipta með sér arfi dótturinnar. Stúlkumar hugðust bcita und- arlegustu brögðum til þess að oma móðurinni fyrir kattarnef. Þær reyndu að drepa hana á nikótíni, sem þær læddu út í kaffíð; með hamri; og með því að leiða raf- straum í benzíngeymi bifreiðar hennar, þannig að neisti hlypi í hann, þegar hún reyndi að gang- setja hana. Engin þessara tilrauna tókst. Dóttirin, sem er 19 ára gömul, lofaði jafnöldru sinni og tveimur yngri stúlkum jöfnum hlut í arfí hennar eftir móðurina. Hann hefði numið 2.500 bandaríkjadölum á nef hvert. Það svarar rúmum 100.000 (sL krónum. Morðtilræði við Savimbi í Angóla? Lissabon, AP. SKÆRULIÐAR Unita-fylkingar- innar í Angóla tóku þijá forystu- menn sína af lífí fyrir skömmu fyrir að reyna að myrða leiðtoga sinn Jonas Savimbi, að sögn hinn- ar opinberu fréttastofu í Angóla. í frásögn fréttastofunnar sagði að einn skæruliði, sem hefði verið tekinn höndum, hefði greint frá því að forystumennimir þrír hefðu verið fangelsaðir fyrir tilraun til að ráða Savimbi af dögum. Stuttu síðar hefði hann heyrt að þeir hefðu verið teknir af lífí. Ritari Eng- lands- drottningar mótmælir The Times lAyidon, AP. RITARI Englandsdrottningar, Sir Wffíiam •Heseltine, vísaði fregn The Sunday Tirnes hinn 20. þessa mánaðar, um að drottningin hefði mótmælt stjómarstefnu Thatcher, á bug sem fáránlegum hugar- burði. Ritstjóri The Sunday Times, Andrew Neil, svaraði bréfí Sir William á þriðjudag og sagði mótmælin berast fullseint, því að fréttin hefði verið borin undir embættismenn í Buckinghamhöll, en þeir ekki séð ástæðu til þess að breyta henni. Grænlend- ingar semja um ísbrjóta- þjónustu Kiiupraannahöfn, frá fréttaritara Morgunbladsins, N.J.Bruun. GRÆNLENSKA landsstjómin hefur samið við bandarísk stjóm- völd um aðstoð bandaríska ísbijótsinsVoríh wind við skip á hafsvæðinu út af Vestur-Græn- landi. Samkomulagið er hluti sam- komulags Grænlendinga og Bandaríkjamanna um Thule-her- stöðina. Ofriðleg friðar- hátíð Burglen^clfeld, Vcntur-Þýskalandi, AP. FJÖRUTÍU manns vom hand- teknir og mörghundmð fmmstæð vopn gerð upptæk á rokkhátíð, sem haldin var til að mótmæla kjamorku í Bæjaralandi. Fiestir vom handteknir fyrir að hafa vopn undir höndum og fundust bensínsprengjur, hnífar, byssur fyrir neyðarblys, slöngvi- vaðir og kastvopn úr stáli. Tylft manna var handtekin fyrir að hafa eiturlyf í fómm sínum. AP/Símamynd Hreinsunarmenn yfírvalda sjást hér ausa dauðum fiski upp úr Saar-ánni eftir versta mengunaróhapp, sem orð- ið hefur í ánni eftir stríð. Blásýrumengun drep- ur fisk í Mosel og Saar Saarbrilcken, Vestur-Þýskalandi, AP. UM ÞAÐ bil milljón fiskar, sem fundist hafa dauðir í ánum Mosel og Saar nú í vikunni, hafa senni- lega drepist af völdum blásýru, er streymt hefur í fljótið frá koksverksmiðju. Jo Leinen, umhverfismálaráð- herra Saarlands, segir Fiirsten- hausen-koksverksmiðjuna liggja undir gran, en hæsta hlutfall blá- sým hefur mælst í Furstenhausen- ánni, sem rennur fram hjá verk- smiðjunni og þaðan í fljótið Saar, er tengist Mosel-fljóti. Ráðherrann sagði að lokað hefði verið afrennsli verksmiðjunnar í ána, meðan athugað væri, hvað ylli óeðlilegri aukningu blásým í úr- gangsefnum frá verksmiðjunni. Yfírvöld hafa bannað fólki að synda og veiða í ánum og segja físk úr þeim eitraðan. Leinen upp- lýsti að sums staðar hefði mælst eitt milligramm af blásým í hveijum lítra, en hálft milligramm er talið yfír hættumörkum. Bandaríkin: Tilraunir með meðferð á krabbameini í konum BANDARÍSKIR vísindamenn eru nú að rannsaka nýja aðferð til að lækna krabbamein sem aðeins konur sýkjast af. Þeir ætla að nota efni sem framleitt er í karlkyns fóstrum og kemur í veg fyrir að kvenkyns líffæri þroskist i fóstrinu. Efni þetta er hormón og er enska heitið yfír það Mullerian Inhibiting Substance (MIS). Hormón þetta veldur hrömun vefja, sem síðar mynda kvenkyns kynfæri, og er aðeins framleitt á fósturskeiði. Nýj- ar rannsóknir hafa gefíð til kynna að einnig megi nota þetta hormón til að eyða æxlum í kynfæmm full- orðinna kvenna. Ekki alls fyrir löngu var miklum erfíðleikum undirorpið að stunda rannsóknir með hormónið vegna þess að aðeins var hægt að fá mjög lítið af efninu í þeim tilgangi. En nú hefur rannsóknarflokki frá bandarísku erfðatæknifyrirtæki, Biogen, og sjúkrahúsi í Massachu- setts tekist að framleiða hormónið með erfðafræðilegri aðferð. Vísindamenn Biogen og sjúkra- hússins hafa nú aukið framleiðslu á MIS og ætla brátt að hefja tilraun- ir á dýmm. Takist þær vel heijast tilraunir á mönnum 1989. Vonast er til þess að MIS komi í veg fyrir að krabbamein í kyn- fæmm kvenna breiðist út og jafn vel láti krabbameinið minnka eða hverfa alveg án þess að áhrif hafa á aðra hluta líkamans en kynfærin. Aftur á móti gæti farið svo að MIS komi í veg fyrir að frurnur í kyn- fæmm kvenna stækki og skipti sér jafnframt því sem hormónið hefur áhrif á krabbameinið. Því þurfí að sjá til þess að MIS hafí aðeins áhrif á krabbameinið. HeimiId:The Times. Texas: Fyrsta lestar- rán aldarinnar Vísindamennimir einangmðu genið sem stjómar samsetningu MIS, og settu með sýklum. Sýklam- ir vinna eins og lífefnaverksmiðja og framleiða mikið magn MIS til rannsókna í tilraunastofum. Tilraunir hafa sýnt að ræktað MIS stöðvar vöxt krabbameins- fmma úr mönnum. Þetta á sérstak- lega við um framur sem ræktaðar hafa verið úr krabbameini í kyn- fæmm kvenna. Round Rock, Texas, AP. VOPNAÐIR menn stukku um borð í jámbrautarlest frá Uninon Pacific-fyrirtækinu og kröfðu farþegana um lausafé og skart- gripi. Þetta er fyrsta lestarránið sem framið er í Texas á þessari öld. Ræningjamir vom tveir og kom- ust þeir undan á hlaupum. Þrátt fyrir að ýmsir hafí verið teknir til yfírheyrslu em mennirnir enn ófundnir. Ræningjamir nýttu tækifærið þegar lestin þurfti að stöðva um stundarsakir og stukku um borð. Ránsfengurinn var þó ekki nema 300 dalir. Árið 1878 skutu lögreglumenn lestarræningjann Sam Bass til bana við Round Rock eftir að einn úr bófaflokki hans hafði svikið hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.