Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986 Háttsettur leiðtogi Samstöðu náðaður Varsjá, AP. RÍKISSTJÓRN Póllands náðaði í gær Bogdan Lis, einn helsta leið- toga Samstöðu, og var hann leystur úr haldi samdægurs. Lis var varaformaður Samstöðu í Gdansk og er hann háttsettasti •meðlimur Samstöðu, sem leystur hefur verið úr haldi síðan náðunar- löggjöf stjómarinnar gekk í gildi 23. júlí sl. „Eg var ekki beðinn um að skrifa undir nokkurt plagg," sagði Lis í símasamtali við fréttamenn í gær. „Ég fékk engar hótanir eða viðvar- anir, en þeir lásu fyrir mig kafla úr lögunum, þar sem segir að ef ég snúi aftur á glæpabraut, verði mér komið aftur bak við lás og slá.“ Lis var að afplána tveggja ára dóm fyrir ólöglega verkalýðsstarf- semi. Hann sagðist ekki vita hvort ráðgert væri að leysa aðra hátt- setta Samstöðuleiðtoga úr haldi í bráð, en sagði möguleika á að and- ófsmanninum Adam Michnik yrði sleppt í dag, föstudag. Michnik var dæmdur í sömu rétt- arhöldum og Lis og hlaut hann tveggja og hálfs árs langan fangels- isdóm. Opinbera fréttastofan í Póllandi, PAP, skýrði frá því að alls hefði 4.712 verið sleppt úr fangelsi undir náðunarlöggjöfínni. Þtjátíu og fímm þeirra væru pólitískir fangar, en hinir sakamenn. Símamynd/AP Um 1000 manns fylgdust með þegar súnnítinn Saleh var tekinn af lífi í Libanon i gær. Líbanon: Súnnrtí tekinn aflífi Beirút, AP. TUTTUGU og tveggja ára gamall maður, ásakaður um tilraun til að sprengja bæki- stöðvar amal-shita, var tekinn af lífi i Beirút í gær. Um 1.000 manns fygldust með, þegar súnnít- inn Mohieddin Saleh var skotinn til bana af aftökusveit, eftir að götudómstóll amal-shíta hafði dæmt hann til dauða. Hendur Saleh voru bundnar aftur fyrir bak og klútur settur fyrir augu hans, áður en hann var neyddur til að leggjast í jörðina. Aftökusveit- in skaut síðan sjö skotum í höfuð og líkama hans af stuttu færi. í yfírlýsingu frá amal-shítum var Saleh ásak- aður um að hafa ekið svartri BMW-bifreið, fullri af sprengiefni, að bækistöðvum amal-shíta þann 21. apríl sl. Öryggisverðir hefðu hins vegar kom- ið auga á bifreiðina, handtekið Saleh samstundis og aftengt sprengjuna. Ásakanir gengu á víxl í gær, á milli leiðtoga shíta og súnníta, um hver bæri ábyrgð á tveimur bílasprengjum, sem sprungu í Beirút á mánudag og þriðjudag og urðu 57 manns að bana. OPEC—ríkin heita nú 10% minni framleiðslu - segir Lukman forseti samtakanna Genf, AP. AÐILDARRÍKI OPEC, samtaka olíuútflutningsríkjanna, hafa heitið því sín í milli að draga úr olíuframleiðslu sinni um 10%. Skýrði Railwanu Lukman, for- seti OPEC frá þessu síðdegis i gær. Sagði Lukman, sem einnig er olíumálaráðherra Nígeríu, að 11 af 13 aðildarríkjum OPEC hefðu sjálfviljug lofað að minnka Kólumbía: Hæstaréttardóm- ari skotinn til bana Fíkniefnasölum kennt um morðið Bogota, Kólumbíu, AP. HÆSTARÉTTARDÓMARI í Kol- umbíu, sem átti þátt í að fram- selja fikniefnasala til Banda- rikjanna, var myrtur i gærmorgun. Var dómarinn, sem hét Hemando Baquero, skotinn til bana af byssumönnum, er hann var á leið til vinnu sinnar i bifreið. Lifvörður Baqueros og ungur maður, sem ók á vélhjóli næst á eftir bifreið dómarans, biðu einnig bana i skothriðinni. Kona hans særðist en þó ekki alvarlega. Morðingjamir komu aðvífandi á vélhjóli og létu vélbyssukúlunum rigna yfír bíl Baqueros. Haft var eftir sjónarvottum, að árásarmenn- Baskar handteknir Bayonne, Frakklandi, AP. YFIRVÖLD í Frakklandi ráku á fimmtudag mann úr landi, sem talinn er félagi aðskilnaðar- hreyfingar Baska (ETA) á Spáni. Þetta er fimmti félagi hreyfing- arinnar sem rekinn er úr landi frá 19. júlí. Stjómvöld í Frakk- landi hafa tekið upp herta stefnu gegn hryðjuverkamönnum Baska og hafa sérstök lög verið sett í því skyni. Á miðvikudag handtóku landa- mæraverðir Juan de Gauna og í gær var Dobaran Uritaga handtekinn. Þeir vom þegar í stað reknir úr landi. Þeir eru taldir tilheyra hinum herskáa armi aðskilnaðarhreyfíng- ar Baska. Þá var José María Bereziatua- Etxarri handtekinn í landamæra- bænum Hendaye en yfirvöld á Spáni telja hann bera ábyrgð á fjölmörg- um sprengjuárásum og morðum. imir hefðu verið þrír og hefði einn dregið fram vélbyssu undan gulum regnfrakka sínum og hafíð skot- hríðina er þeir óku framhjá Baqu- ero. Atburður þessi gerðist ekki fjarri þeim stað, þar sem Rodrigo Lara dómsmálaráðherra var myrtur 30. apríl .1984, en það gerðist einmitt með þeim hætti, að maður vopnaður vélbyssu ók á vélhjóli framhjá bif- reið ráðherrans og skaut á hann af vélbyssu. Belisario Betancourt forseti hef- ur kennt fíkniefnasölum um morðið, en Baquero átti sæti í nefnd sex hæstaréttardómara, sem fer með framsalsmál meintra fíkniefnasala. Til þessa hafa 14 manns verið fram- seldir til Bandaríkjanna, þar sem þeir verða sóttir til saka fyrir smygl og sölu á fíkniefnum. Baquero var í hópi þeirra dóm- ara, sem vinstri sinnaðir skæruliðar tóku sem gísla í dómhölinni í Bogota í nóvember í fyrra. Þar týndu 95 manns lífi, þeirra á meðal 11 hæstaréttardómarar, er herinn réðst inn í bygginguna eftir 28 tíma umsátur. framleiðslu sína um 1.925.000 tunnur alls á dag. Þessi samdráttur ætti að koma til framkvæmda, ef ekki tækist að ná samkomulagi um framleiðslu- kvóta einstakra aðildarríkja OPEC á fundi þeim, sem nú stendur yfír í Genf. Lukman vildi ekki skýra frá, hvaða tvö aðildarríki OPEC það væru, sem neitað hefðu að lofa því að minnka framleiðslu sína. Haft var hins vegar eftir áreiðanlegum heimildum innan OPEC, að þessi tvö ríki væru Iran og írak. Lukman vildi ekki heldur greina frá því, um hve mikið einstök aðild- arríki samtakanna væru reiðubúin að minnka framleiðslu sína. Vara- fulltrúi írans á fundinum, Hossein Kazempour, skýrði þó svo frá, að Saudi-Arabía, mesta framleiðsluríki OPEC, hefði heitið því að minnka framleiðslu sína um 800.000 tunnur á dag. Þetta loforð væri byggt á yfír- lýstu framleiðslumagni Saudi- Árabíu nú, sem væri 5,4 millj. tunn- ur á dag. Kazempour fullyrti hins vegar, að raunveruleg framleiðsla Saudi-Arabíu nú væri nálægt því að vera 6 millj. tunnur á dag. Kuwait á einnig að hafa lofað að minnka framleiðslu sína um 350.000 tunnur á dag eða niður í 1,25 millj. tunnur, en Nígería á að hafa samþykkt að fara niður í 1,5 millj. tunnur á dag sem væri 175,000 tunnum minna en landið framleiðir nú á dag. Það eru fyrst og fremst Saudi-Arabía og Kuwait sem kennt hefur verið um núver- andi verðhrun á olíu í heiminum með því að auka framleiðslu sína. Heimsmarkaðsverðið nú hefur komizt niður í 8 dollara á t.unnu sums staðar en það var 32 dollarar á tunnu í desember sl. Fundi Einingarsamtaka Afríku lokið: Vesturlönd fordæmd fyr- ir afstöðuna tii S-Afríku Addis Ababa, AP. FUNDI æðstu manna Einingar- samtaka Afríku (OAU) lauk á miðvikudag með því að samþykkt var yfírlýsing, þar sem vestræn ríki voru fordæmd fyrir stefnu sína gagnvart Suður-Afríku. Á fundinum tókst samt ekki að ná samkomulagi um sameiginlegar aðgerðir Einingarsamtakanna sjálfra gegn Suður-Afríku. Á fundinum beindist athygli manna mjög að þeirri staðreynd, að verzlun ríkja svartra manna í Afríku við Suður-Afríku nemur ein- um milljarði dollara. í fundarlok var samþykkt ályktun um takmarkaðar aðgerðir gegn stjóminni í Pretóríu. „Lönd okkar verða að taka for- ystu í því að láta í ljós andúð sína og andstöðu á aðgengilegan hátt, en láta slíkt ekkki bara í ljós með orðskrúði," sagði Ali Hassan Mwinyi, forseti Tanzaníu, í ræðu, sem hann flutti á þinginu. „Það er ekki nóg, að lýsa því yfír, að við höfum hætt öllum við- skiptum við stjóm Suður-Afríku," sagði Hassan ennfremur. „Við verð- um að sýna fram á, að þeim sé í raun og vem lokið." Harðorðasti hluti yfírlýsingar fundarins beindist gegn vestrænum ríkjum og þá einkum Bretlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.