Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986 41 skyldi samt breytt í sigur, sársauk- anum og skelfingunni umbreytt í fegurð og takmarkalausan kær- leika, sem Sigríður Þóra var full- vissuð um að myndi útmá landamæri lífs og dauða því „anda sem unnast fær aldregi eilífð að skilið". Smæð mín og fleiri sem við sjúkrabeðinn stóðu í Landspítalan- um óx í öfugu hlutfalli við æðruleysi og andlega stærð móðurinnar, sem sat daga og nætur yfir veiku bam- inu og linaði þjár.ingar þess eftir mætti, bæði andlegar og líkamleg- ar. Hún bjó bamið undir dauðann með þeim hætti að einstakt hlýtur að teljast. Hún hafði sjálf fengið að kynnast þjáningunni á unga aldri og nú ummyndaði hún foreldra- missi sinn og sína djúpu reynslu í blessun fyrir bamið sitt. Og Hörður kom með þekkingu sína og sitt létta viðmót og öryggi og virtist geta létt þungann. Saman var haldið í gegnum dimmuna hönd í hönd, tal- að um umskiptin, sem verða myndu, og allir nærstaddir búnir undir þau af þeim undraverða styrkleika, sem ég held að sá einn eigi yfir að ráða sem býr yfir trúarlegri fullvissu og gengið hefur í gegnum þungar raunir og sigrast á þeim án beiskju og biturleika. Og náð guðs mátti svo sannar- lega greina við sjúkrabeðinn hennar Sigríðar Þóru. Þegar ég síðast kom að honum og kvaddi hana 17. júní sl. var eins og ég væri að ganga inn í helgidóm, inn að altari. Kristur lofaði okkur aldrei þjáningarlausu lífi en hann lofaði okkur að vera okkur nálægur á hveiju sem gengi og sagði „minn frið gef ég yður“. Það leyndi sér ekki að hann hafði gefið henni sinn frið og verið henni nálægur því að lokum huggaði hún sjálf þá sem nærstaddir vom. „Ekki gráta," sagði hún við vinkonu okk- ar, sem kom eins og ég þennan dag til að kveðja hana. Kæm Svanfríður og Hörður. Þið hafið þegar sýnt öðmm að þrautir og þjáningar geta eflt andleg verð- mæti, dýpkað skilning, gefið nýtt innsæi og innri styrk, sem allt leið- ir af sér nýja lífssýn. Megi hin nýja lífssýn gefa ykkur og bömunum ykkar styrk til þess að þið getið, þrátt fyrir allt, verið glöð á meðan þið lifið. Ég veit að á mínum efsta degi bíður mín útspmngin rós í varpa, fegurðardís í fullum skrúða, og tek- ur á móti mér eins og við töluðum um og segir mér að við eigum líka að vera glöð þótt við séum dáin. Stefanía V. Stefánsdóttir Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtmg- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum & ritstjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góð- um fýrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki em tekin til birtingar fmmort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta Ijóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Megin- regla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar em birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrit- uð og með góðu línubili. Efnilegir Greifar Hljomplötur Sigurður Sverrisson Greifarnir — Blátt blóð Frami Greifanna frá Húsavík hefur verið mikill og skjótur og virðist hafa komið þeim sjálfum álíka mikið á óvart og flestum öðmm. En þrátt fyrir ungan aldur hafa strákamir sent frá sér fjög- urra laga plötu af hveijum tvö hafa mikið verið leikin í útvarpi. Þau em líka mun betri helmingur- inn af plötunni. í rauninni hefði Greifunum alveg nægt að gefa út tveggja laga plötu því þrátt fyrir ágætis tilþrif skortir sveitina auðheyrilega þroska til þess að geta farið inn í hljóðver og komið út með góða plötu. Allténd em þeir þó með eigið „sánd“, búa yfir hæfileikum og hafa kímni- gáfu. Það ætti að fleyta þeim langt ef þeir halda saman. Makalaus dúett Eurythmics — Revenge Óhætt er að segja að Euryth- mics-dúettinn sé hreint ótrúlegur. Hann hefur á undanfömum ámm sent frá sér skotheldar plötur og nú er enn ein slík komin frá þeim Dave Stewart og Annie Lennox. Við fyrstu heym taldi ég eigi færri en 5 lög á þessari plötu sem náð gætu langt á vinsældalistum. Tvö hafa þegar gert það gott, When tomorrow comes og Mis- sionary man og önnur virðast líkleg til afreka. í tónlist Euryth- mics koma fram allir helstu kostir dægurtónlistar nútímans: góð lög, frábær söngur, meistaralegar út- setningar og tæknivinna á heimsmælikvarða. Útkoman get- ur aldrei orðið annað en skotheld. Stjörnugjöf: ☆☆☆☆ Góður Gabríel Peter Gabriel — So Á sama tíma og fyrmm félagi hans í Genesis, Phil Collins, hefur baðað sig í frægðinni á undan- fömum ámm hefur fremur verið hljótt um Peter Gabriel, hinn óum- deilanlega fmmkvöðul Genesis. Vissulega hefur hann sent frá sér plötur með reglulegu millibili en þær hafa ekki náð viðlíka hylli og plötur Collins eða hinar popp- uðu plötur Genesis. Á So fetar Gabriel að vissu leyti í fótspor fyrrum starfsfélaga sinna og _ „poppar“ tónlist sína talsvert. Útkoman er m.a. stór- smellurinn Sledgehammer. Og þegar öllu er á botninn hvolft má finna harla margt sameiginlegt með nýútkominni plötu Genesis, Invisible touch, og So. Söngurinn er afar líkur, spilamennskan sömuleiðis, meira að segja áhersl- ur keimlíkar en það er heldur meira lagt í útsetningar hjá Gabri- el auk þess sem plata hans er með heldur rólegra yfírbragði. Engu að síður nauðalíkt á köflum. En Gabriel hefur vinninginn finnst mér og er hér með hörkugóða plötu í pokahorninu. Stjömugjöf: ☆ ☆ ☆ ☆ Þar kom að því Big Country - The seer Allt frá fyrstu plötu Big Country kepptust gagnrýnendur við að lofa þessa skosku sveit í hástert en þrátt fyrir ágæt tilþrif á frumburðinum sem og Steel- town, sem á eftir fylgdi, fannst mér vanta meiri heildarsvip á verk fjórmenninganna. Hann er kom- inn hér á The seer og útkoman er fantagóð skífa. Tónlist Big Country er kröftug, einföld og byggir á t.d. mjög sterkum trommuhljómi svo og sérstökum söng Stuart Adamson. Á The seer er að finna mörg góð lög, Look away hefur þegar sleg- ið í gegn en önnur á borð við I walk the hill, Remembrance day, Teacher, þar sem gítarsándið minnir á Shadows, og The sailor. Sumsé, hörkugripur. Stjömu- gjöf: ☆ ☆ ☆ ☆ Þjóðráð Sveins Hauks- sonar bregðast ekki Hljómplötur ÁrniJohnsen Alíslensk þjóðráð Sveins Haukssonar er skemmtileg plata og vel unnin. Sveinn Hauksson hefur góðan stfl í lagasmíð sinni og nær breidd í útsetningum, ljóð- rænum útsetningum þar sem hin ýmsu hljóðfæri njóta sín vel í sam- býli með öðru. Lög Sveins eru falleg og hlýleg. Fyrsta lag plöt- unnar, til dæmis, I huga mér, er einkar hugljúft lag og skemmti- lega útsett í einfaldleika sínum. Það er svolítill bóleró í því, hrífandi taktur og melódía. Adam og Eva er frábærlega vel sungið lag hjá Kristrúnu Sig- urðardóttur og þar sem hún tvísyngur má segja að hún syngi einstaklega skemmtilega með sjálfri sér. Lagið er hörkugott lag. Þá má nefna Appelsínugulan borgarstarfsmann sem er eins konar vísnalag en textinn fellur ekki nógu vel að laginu, eða öfugt eftir því hvemig á það er litið, en lagið er skemmtilega útsett. Þá er lagið Aldrei, nett lag en nokkuð fjarrænn spjalltónn í text- anum. Flamengo er hins vegar skemmtilegt tónverk hjá Sveini Haukssyni og fagurlega útsett, enda blómstra hæfileikar flytj- enda eins og blómabreiða á vori. Það er syngjandi gleði í þessu verki Sveins og lagið gefur plöt- unni aukið gildi. í heild er Alíslenskt þjóðráð plata sem augljóst er að höfðar til margra, því hún er smíðuð upp úr eðlilegum jarðvegi, engum sóðáskap, engum hávaða eða öskrum, hún rímar á móti lífsgleð- inni sjálfri þótt sumir textamir séu eilítið háfleygir, en lögin em styrkur plötunnar og mjög góður flutningur. Einn galli er á plötu- umslagi eins og reyndar er æði oft á plötuumslögum. Gallinn er sá að hafa ekki nöfn fólks undir myndum, því þess ber að gæta að flestir sem koma til með að kaupa plötuna þekkja ekki hver er hvað á myndunum og myndim- ar eiga að vera fyrir aðra en þá sem em á þeim, a.m.k. líka. Þetta er þó smámál, en það þarf að hugsa allt til enda, ekki aðeins endinn á ágætum lögum þessarar hljómplötu Sveins Haukssonar. Ferðablaðið LAND - Ómissandi ferðafélaqi! unið að taka eintakið ykkar af LANDI með í ferða- lagið, þessa mestu ferðahelgi ársins. Ferðablaðið Land geymir fróðleik um allar sveitir og byggðalög landsins, ítarlega úttekt á allri ferðamannaþjónustu utan höfuðborg- arsvæðisins og yfir 70 áhugaverðar greinar um Island og Islendinga. Póstþjónustan og einkaaðilar dreifðu blaðinu inn á hvert heim- ili á liðnu vori. Fyrir þá sem ekki hafa ennþá fengið eintak, liggur blað- ið frammi hjá Markaðsútgáfunni. Ármúla 19, sími 687868 og á Umferðarmiðstöðinni, BSI. Þeir sem þess óska geta fengið blaðið sent. Að gefnu tilefni vill Markaðsútgáfan koma á framfæri leiðréttingum á tveimur símanúmerum sem misprentuðust í Landi. Símanúmer Sumarhótelsins á Flúðum í Hrunamannahreppi er 99-6630. Símanúmer Hótel Snæfells á Seyðisfirði er 97-2460. GÓÐA FERD! MARKAÐSUTGAFAN Ármúla 19 Sími 687868
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.