Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 31
MÖRGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 'l. ÁGÚST 1986 31 | HELGAR- TILBOÐ 1 I FJALLA- LAMB Soðin svið, grillaðir kjúklingar, Læri 257 kr. kg. kartöflusalat, soðin egg í bökkum, Hryggur 261 kr. kg. tilbúnar ömmu flatkökur m. kæfu, Kótilettur 260 kr. kg. hangikjöti eða spægipylsu. Framhryggur 347 kr. kg. Lærissneiðar I. fl. 354 kr. kg. 1721. gos; Coke og Pepsi og náttúru- II. fl. 212 kr. kg. lega Svali á hlægilegu verði. ísl. grillkol 179 kr., kveikilögur fylgir. Meiriháttar níðsterkir samfestingar kr. 540,- Opið föstudag kl. 9—20 — laugardagkl. 9—14. Kint ntí fÍGkiir skeuabraut54 XmJUL t/g A10Xm.UA SÍMAR: 74200, 74201. Útiskákmót á Lækjartorgi TÍMARITIÐ Skák hefur tekið að sér að gangast fyrir skákmóti alla góðviðrisdaga við útitaflið á Lækjartorgi. Mótin hefjast alla daga kl. 15.00 og standa í tvo til þijá tíma hvert sinn. I þremur fyrstu mótunum hafa úrslit orðið sem hér segir: Fyrsta mótið var teflt föstudag- inn 18. júlí og lauk með sigri Flugleiða sem hlaut 6V2 vinning af 7 mögulegum. Karl Þorsteins, al- þjóðlegur skákmeistari, tefldi fyrir þeirra hönd. 2. Bókaútgáfan Þjóðsaga 6 v. (Sæv- ar Bjamason alþjm.), 3. Skeljungur 5 v. (Láras Jóhannesson), 4. Bíla- leiga Akureyrar 4'/2 v. (Áskell Ö. Kárason). Útiskákmót nr. 2: 1. Flugleiðir 6V2 v. (Róbert Harðar- son), 2. Svart á Hvítu 6 v. (Jón Torfason), 3. Halldór Karlsson Smíðast. 5 v. (Sævar Bjamason alþjm.), 4. Miðfell hf. 4V2 v. (Þórar- inn Guðmundsson). Útiskákmót nr. 3: 1. Flugleiðir 6 v. (Róbert Harðar- son), 2. Hoffell hf. 6 v. (Þorsteinn Þorsteinsson), 3. Halldór Karlsson Smíðast. 5V2 v. (Tómas Bjömsson), 4. Tesa Límbönd hf. 4_‘/2 v. (Þor- valdur Logason), 5. ÍSAL 4 v. (Ágúst Ingimundarson), 6. Veltir hf. 4 v. (Jörandur Hilmarsson). Nafn féll niður í umsögn í Morgunblaðinu á fímmtudag um bók ísraelska skáldsins Amos Oz, féll niður nafn Jóhönnu Kristjónsdóttur sem skrif- aði umsögnina. íþróttamiðstöðin í Vestmannaeyjum: Tvær milljónir gesta á tíu árum Vestmannaeyj um. UM ÞESSAR mundir eru liðin tiu ár frá því að íþróttamiðstöðin í Vestmannaeyjum var tekin í notkun og hafa rúmlega tvær miUjónir gesta sótt í aðstöðuna á þessum árum. Framkvæmdir við þetta stóra og rismikla mannvirki hófust 31. maí 1975 og var sundlaugarbyggingin tekin formlega í notkun 10. júlí 1976 og íþróttasalurinn og þar með bygg- ingin öll, í september sama ár. Byggingarframkvæmdum var því lokið á liðlega einu ári, sem mun vera einsdæmi í byggingu íþrótta- mannvirkja hér á landi. Húsið er danskt, úr límtréseiningum og era laugarkerið og gólfflötur íþrótta- hússins af löglegri keppnisstærð. Mikil og góð aðsókn hefur verið að íþróttamiðstöðinni þessi tíu ár og hefur þessi stórbætta aðstaða orðið íþróttaiðkun eyjabúa mikil lyftistöng. Áður en íþróttamiðstöðin reis voru aðeins tveir litlir og alls ófullkomnir leikfimisalir í skólunum og lítil úti- sundlaug fór undir hraun í gosinu 1973. Frá því mannvirkin vora tekin í notkun og fram til 10. júlí sl. höfðu alls 2.087.858 gestir komið í mið- stöðina til margvíslegustu íþróttaiðk- ana og kappleikja. Þá höfðu 1.088.109 komið í sundlaugina og er þá talin aðsókn almennings, skóla- sund, æfingar sunddeildar ÍBV og sundnámskeið. Í íþróttahúsið höfðu þá komið alls 999.749 gestir á tæp- lega tíu áram. í þeirri tölu era æfingar íþróttafélaga og hópa, áhorfendur að kappleikjum, svo og skólaleikfimi. Mesta aðsókn á einu ári var í fyrra, en þá voru gestir íþróttamiðstöðvarinnar alls 230.542. Framundan er stækkun íþrótta- miðstöðvarinnar og á næsta ári verður byggð sérstök sjúkralaug, með 33 gráðu heitu vatni. Hafinn er undirbúningur að byggingu nýs íþróttasalar norðan við Iþróttamið- stöðina, en núverandi salur er í fullri notkun frá morgni til kvölds níu mánuði á ári og er þá ekki hægt að sinna ötlum óskum um æfíngartíma. Framkvæmdastjóri íþróttamiðstöðv- arinnar er Vignir Guðnason og hefur hann gegnt því starfí frá upphafi. — hkj. Athugasemd frá Pósti og síma MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Póst- og símamálastofnuninni: Vegna ummæla, sem höfð eru eft- ir Bjarna Felixsyni, íþróttafréttarit- ara sjónvarpsins, í Morgunblaðinu miðvikudaginn 30. júlí 1986 um greiðslur fyrir gervitunglasendingar í sambandi við heimsmeistarakeppn- ina í knattspymu óskar Póst- og símamálastoftiunin að koma eftirfar- andi upplýsingum á framfæri: Fyrir sjónvarpssendingar um jarð- stöðina Skyggni gilda nú taxtar, sem era með því lægsta, sem þekkist í V-Evrópu en þar að auki hefur stofn- unin veitt Ríkisútvarpinu afslátt allt að _55% t.d. fyrir knattspymuleiki. íþróttafréttaritarinn sagði að rétt- indakostnaður næmi tæpum 1.840.000 krónum en annar kostnað- ur er einkum afnot af gervihnetti. nAf honum greiðum við 170.000 krónur fyrir uppskot efnisins frá Mexíkó, en móttaka efnisins hér á landi er u.þ.b. tífalt dýrari, þrátt fyrir 55% afslátt, sem Ríkisútvarpið fékk frá Pósti og síma.“ Vegna þess að hér er sögð hálf saga mun almenningur líklega draga þá ályktun að taxtar Pósts og síma séu tíu sinnum hærri en annars stað- ar. Staðreyndin er hins vegar sú að reikningurinn frá Mexíkó fyrir uppskotið deilist niður á alla þá aðila, sem fengu leikina um gervitungl og Ríkisútvarpið borg- ar þess vegna eingöngu brot af kostnaðinum en er eina sjónvarps- stöðin hér, sem nýtur þjónustu frá Skyggni og greiðir þar af leiðandi eitt það gjald, sem gildir fyrir þessa þjónustu. Það væri fróðlegt að vita hvaða taxti var settur upp í Mexíkó og hvort Ríkisútvarpið og aðrir þeir, sem nutu sendinganna, hafi fengið 55% afslátt hjá Mexíkönum. 1 U£.o / uuu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.