Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986 33 AKUREYRI Steypusala nærri fjórum sinnum minni en 1978 Samdráttur á nær öllum sviðum framkvæmda STOÐUGUR samdráttur hefur verið í sölu steinsteypu á Akur- eyri síðan árið 1978, en þá náði hún hámarki. Það ár voru notaðir á Akureyri og í nágrennu hennar um 32.000 rúmmetrar en í ár er áætluð notkun 9.000 rúmmetrar. Verulegur samdráttur hefur einnig orðið í sölu steinröra og skyldra hluta. Hólmsteinn Hólmsteinsson, framkvæmdastjóri steypustöðvar- innar Möl og sandur, sagði í samtali við Morgunblaðið, að sam- drátturinn stafaði fyrst og fremst af minni byggingum íbúðarhús- næðis, samdrætti í opinberum framkvæmdum og hjá bændum. Hann sagði, að menn hefði talið að á síðasta ári hefði botninum verið náð, en þá hefðu verið seld- irtæplega 12.000 rúmmetrar. Það væri hins vegar ekki raunin því að mista kosti 10% samdráttur, ef ekki meira, væri fyrirsjáanlegur á þessu ári. Sambærilegur sam- dráttur væri í sölu steinröra, aðallega vegna þess, að bærinn væri hættur að þenjast út. Enn- fremur væri nokkur samdráttur í eigu tækja til uppskipunar, sem bæði stafaði af því að flutningar Menntamála- ráðherrar heimsækja Norðurland Menntamálaráðherrar ís- lands og Danmerkur, Sverrir Hermannsson og Bertel Haard- er, fóru um Suður-Þingeyjar- sýslu og Akureyri í gær. En danski menntamálaráðherrann er staddur hér á landi vegna formlegrar undirritunar sam- komulags um handritamálið. Ráðherrarnir skoðuðu náttúru- undur Mývatnssveitar fyrri hluta dagsins, en síðdegis komu þeir til Akureyrar, þar sem þeir skoðuðu meðal annars Menntaskólann á Akureyri og Lystigarðinn. Um kvöldið sátu þeir boð bæjarstjóm- ar Akureyrar. hingað væru minni en áður og því, að mörg skip væru nú þannig búin, að þau gætu annast losun sjálf. „Vegna þessarar þróunar höf- um við ákveðið að auka ijölbreytni í starfsemi fyrirtækisins með því að hefja hellusteypu í vetur og halda áfram steypu hleðslusteina. I sumar var byijað á að steypa plön með sömu aðferð og malbik er lagt. Það skilaði góðum ár- angri og verður haldið áfram. Við höfum verið talsvert í jarðveg- svinnu og framundan eru tvö stór verkefni, sem við munum bjóða í. Það eru Leiruvegurinn að vest- anverðu og grunnar fyrir tvær blokkir, sem Byggir reisir á næst- unni. Við höfum boðið í fram- kvæmdir á vegum Vegagerðar- innar en gætt þess, að bjóða aldrei lægra en 75 til 80% af áætluðum kostnaði. Þess vegna höfum við ekkert verk fengið og segja má að það hafi bjargað miklu, því þau fyrirtæki, sem lægra hafa boðið og fengið verk fyrir 50 til 60% af kostnaðaráætlun, eru aðeins að ganga á eigið fé. Um síðustu áramót yfirtökum við malamámur í landi Glerár af Magnúsi Odds- syni og Maríu Sigurðardóttur og talsverð vinna hefur verið við akstur á uppfyllingarefni. Við höfum alltaf vonazt til þess, að úr þessu deyfðarástandi hér rættist og þess vegna höfum við ekki dregið saman í tækjakosti. Vegna þess hefur verið erfitt að halda fyrirtækinu gangandi, með- al annars vegna mikils íjármagns- kostnaðar af tækjum og búnaði, sem ekki er nægjanlega nýttur. Hins vegar held ég að eftirspum eftir húsnæði hér fari að aukast að nýju og hún hlýtur að skila sér í auknum íbúðarbyggingum,“ sagði Hólmsteinn Hólmsteinsson. Farþegar af sovézka skemmtiferðaskipinu stíga á land á Akureyri. Morgunblaðið/Hjörtur Gisiason Skemmtiferðaskip og sænskir mjólkursam- lagsmenn í heimsókn SOVÉZKA skemmtiferðaskipið Mikhail Kalinin kom hingað til Akureyrar á miðvikudaginn, en undanfarnar vikur hefur hafís hamlað komu skemmtiferða- skipa hingað. Talsverður fjöldi farþega var með skipinu og fóru flestir þeirra í skoðunar- ferð í Mývatnssveit. Þá komu hingað sama dag stjómendur mjólkursamlags í Svíþjóð og makar þeirra, 39 alls, en á öðmm farkosti eða norskri Fokker-flugvél. Þeir fara héðan aftur á föstudag. Hér skoða þeir mjólkursamlagið og tilraunabúið á Möðruvöllum, en síðan leggja þeir leið sína í Mývatnssveit. Þeir höfðu áður viðkomu í Reykjavík, þar sem þeir skoðuðu Mjólkurs- amsöluna, en einnig heimsóttu þeir bóndabæ og skoðuðu Gullfoss og Geysi. Fólkið er frá Dalanars Meijeri Forening í Svíþjóð, sem er rétt norðan Stokkhólms. Farkostur mjólkursamlagsmannanna sænsku á Akureyrarflugvelli. t Heimsmeistaraeinvígið í skák: Karpov hélt jöfnu Skák Bragi Kristjánsson Önnur einvígisskákin milli Kasparovs og Karpovs um heimsmeistaratitilinn var tefld til loka í gær. Þegar hún fór í bið á miðvikudagskvöldið, voru flestir skáksérfræðingar sam- mála um, að Kasparov ætti góða vinningsmöguleika. Rannsóknir á biðstöðunni leiddu í ljós, að Kasparov gat ekki unnið. Þegar meistaramir tóku til við biðskákina í gær, var greinilegt, að heimsmeistarinn hafði sætt sig við jafnteflið. Hann fómaði tveim peðum til að koma mönnum sínum í virkari stöðu, en Karpov leysti þá skákina upp í jafntefli. Biðstaðan í þessari skák er gott dæmi um það, hve sterkir skákmenn geta misreiknað sig illa í mati á biðstöðum. Nigel Short, stórmeistari frá Englandi, níundi stigahæsti skákmaður heims, taldi stöðuna unna, og sama er að segja um bandaríska stórmeist- arann, Kavalek, og sænska al- þjóðameistarann, Harry Schussl- er, þeir höfðu stór orð um vinningsstöðu Kasparovs. Þessi úrslit valda Kasparov miklum vonbrigðum, því hann missti af einfaldri vinningsleið skömmu fyrir bið á miðvikudags- kvöldið. Við skulum hefja skákina í þeirri stöðu: Hvitt: Kasparov Svart: Karpov Kasparov hafði fjórar mínútur til að ljúka 40 leikjunum, en hefur verið orðinn of spenntur, eða of öruggur með sig, því hann lék: 39. Re3T? - Eftir 39. Hc7! hefði Karpov getað gefist upp, því hann ræður ekki við hótanir hvíts 40. Hxd7+ og Rxe5, t.d. 39. - hc3 40. Kd2 - Hf3, 41. Rxe5 - Hf2+, 42. Ke3 - Hxh2, 43. Rxd7 - Kd6, 44. Ha7 og hvítur vinnur. 39. - Rf6, 40. Hxb6 - Rxe4, 41. Hxa6 í þessari stöðu fór skák- in í bið og Karpov lék biðleik. 41. - Hf2+, 42. Kd3 - Rd6, 43. Ha7+ Önnur leið er 43. a4 — Hxh2, 44. b5 — h4, 45. Rxg4 — hxg3!, 46. Rxh2 - g2, 47. Rf3 - e4+, 48. Ke3 - exf3, 49. Kf2 - Re4+, 50. Kgl - Rc3, 51. Hg6 — Rxa4 og bæði hvítu peðin falla og skákin verður jafntefli. 43. — Ke6, 44. Hh7 - e4+!, 45. Kc3 Ef hvítur leikur 45. Kd4 — Hxh2, 46. Hh6+ - Hh6+ - Kd7, 47. Kc5 — Hd2 getur svarta peðið á e3 orðið hættulegt. 45. — Rb5+, 46. Kc4 - Eða 46. Kb3 - Hf3 o.s.frv. 46. — Rxa3+, 47. Kd4 — Hxh2. Svartur á nú peði meira, en hvitu mennimir eru ógnandi. 48. He6 Eftir 48. Rxg4 - Hd2 49. Kxe4 — hxg4 nær hvítur peð- inu á g4 og skákin verður jafntefli. 48. - Kd7, 49. Rd5 - h4, 50. Hxh4 Eftir 50. gxh4 — g3 verður skákin einnig jafntefli. 50. — Hxh4, 51. gxh4 - g3, 52. Rf4 Eftir 52. Re3 - Rc2 53. Kxe4, (53. Rxc2 — g2 o.s.frv.) Rxb4 með sömu stöðu, og komið gat upp í skákinni. 52. — Rc2 og keppendur sömdu um jafntefli, enda lítið að gera eftir 53. Kxe4 — Rxb4. Staða í einvíginu er því enn jöfn, og verður þriðja skákin tefld í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.