Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöl innanlands. i lausasölu 40 kr. elntakiö. Hlutverk útvarpsráðs Innflutningsl í Bandaríkiui Nokkrar deilur hafa orðið um það síðustu daga, hvert sé hlutverk útvarpsráðs. Tilefnið er setning reglugerðar á grund- velli nýrra útvarpslaga og ummæli Markúsar Amar Ant- onssonar, útvarpsstjóra, um hana í fréttatíma sjónvarpsins. Viðfangsefnið snertir mikils- verðan þátt í starfí útvarpsráðs, þar sem það snýst um rétt þess til að hafa afskipti af útvarps- efni, áður en það er flutt. í gömlu útvarpslögunum er það áskilið, að útvarpsráð leggi „fullnaðarsamþykkt á dagskrá, áður en hún kemur til fram- kvæmda". En í hinum nýju segir, að ráðið taki ákvarðanir um hversu útvarpsefni skuli haga í höfuðdráttum innart marka fjárhagsáætlunar. Með vísan til þessa segir í hinni nýju reglugerð, að dagskrá skuli lögð fyrir útvarpsráð „til kynningar", áður en hún kemur til fram- kvæmda. A því getur ekki leikið neinn vafi, að með hinum nýju lögum hefur orðið breyting á hlutverki útvarpsráðs. Tilgangur breyt- ingarinnar er skýrður í greinar- gerð með útvarpslagafrumvarp- inu, þar sem segir, að ástæðulaust sé fyrir útvarpsráð að eyða miklum tíma sínum „til umfjöllunar um einstaka dag- skrárliði, og þá oft smávægileg atriði“. Og enn segir í greinar- gerðinni: „Þykir útvarpslaga- nefnd það meginatriði að útvarpsráð móti fyrst og fremst dagskrárstefnuna. Þessi breyt- ing eykur hlut og þar með ábyrgð dagskrárstjóranna." Þeir starfshættir tíðkast í út- varpsráði, að drög að dag- skránni í smáatriðum eru lögð fyrir það. Samkvæmt gömlu Iög- unum þurfti ráðið að veita fullnaðarsamþykki sitt, til að unnt væri að vinna eftir þessum drögum. Nú nægir, að þau hafi verið kynnt ráðinu. A orðunum „fullnaðarsamþykkt“ og „kynn- ing“ er þessi ótvíræði munur. Því ber að fagna, að opin- berar umræður hafa orðið um þetta ákvæði í nýju útvarpslög- unum og reglugerðinni um útvarpið. Með þeim hefur verið vakin athygli á mikilli breytingu. A hinn bóginn er það ekki af- farasælt, að ágreiningur ríki milli útvarpsstjóra og útvarps- ráðs um þetta mál. Hljóta báðir aðilar að leggja sig fram um snurðulausa framkvæmd hinna nýju laga. Komi í ljós, að þau leiði til lausungar í stjóm þessa opinbera fyrirtækis, sem starfar í hvað mestu návígi við almenn- ing, verða fulltrúar hans á Alþingi að grípa í taumana og setja dagskrárstjóminni að nýju þrengri skorður. Nokkuð hefur borið á því að unfanfömu, að einstakir dag- skrárliðir séu næsta lausir í rásinni, ef þannig má orða það. Síminn er orðinn nær því jafn mikilvægt tæki fyrir suma út- varpsmenn og hljóðneminn. í tíma og ótíma er útvarpað þátt- um, sem byggjast á sundurlausu símarabbi um allt og ekki neitt. Auðvitað er engin leið fyrir út- varpsráð að veita fullnaðarsam- þykki við því fyrirfram, hvað gerist í slíkum þáttum. Minni afskipti þess og aukin ábyrgð dagskrárstjóra mega ekki verða til þess, að það dragi úr metn- aði við dagskrárgerð eða að brotið sé gegn gmndvallarregl- unni um óhlutdrægni. Könnun út- varpsins Aþað var bent hér á þessum stað fyrir nokkru, að skoð- anakönnun á vegum útvarpsins um afstöðu fólks til nokkurra þátta í starfsemi stofnunarinnar hefði leitt í ljós, að meira en helmingur þátttakenda teldi fréttaflutning sjónvarpsins markast í ríkara mæli en áður af æsifréttastíl. Um þetta segir Markús Á. Einarsson, varafor- maður útvarpsráðs, í Morgun- blaðsgrein: „Varla dettur nokkrum manni í hug að auknar æsifréttir leiði til aukins trausts til frambúðar." Varaformaður útvarpsráðs gagnrýnir réttilega þá spum- ingu í könnuninni, þar sem þátttakendur voru beðnir að segja álit sitt á því, hve ábyrgar og trúverðugar fréttir sjón- varpsins og útvarpsins væru í samanburði við það dagblað eða dagblöð sem viðkomandi læsi yfirleitt. Markús Á. Einarsson segir: „Skyldi nokkur efast um að notkun dagblaða með þessum hætti sé ósanngjam saman- burður við aðra þjónustu og lítið í anda reglna sem Ríkisútvarpið ætlast til að aðrir fari eftir. Ég tel það Ríkisútvarpinu til lítils sóma að vega þannig að öðrum mikilvægum flölmiðli." Um leið og tekið er undir þessa gagnrýni Markúsar Á. Einarssonar skal sú skoðun áréttuð, að telji menn sér á ann- að borð fært að stunda saman- burð af þessu tagi í skoðana- könnunum, er það með öllu óverjandi að setja öll dagblöðin undir sama hatt. eftir Sigmar Þormar Okkur íslendingum brá er þær fréttir bárust frá Bandaríkjunum að áform væru uppi um viðskipta- þvinganir gagnvart okkur vegna hvalveiða hér við land. Þó mikið hafi verið rætt um þessi mál að undanfomu hefur ekki verið fjallað ýtarlega um hvers eðlis þær aðgerðir eru sem Bandaríkjamenn hóta okkur. Alþjóðasamþykktir eiga að takmarka notkun innflutnings- hafta. Aðilar í Bandaríkunum telja Islendinga hafa brotið alþjóðasam- þykkt með því að flytja út hvalaaf- urðir. Hins vegar má einnig túlka það svo að Bandaríkjamenn séu sjálfir að bijóta alþjóðasamþykkt, svonefnt GATT-samkomulag, ef þeir takmarka vöruinnflutning frá Islandi. Að undanfömu hafa Bandaríkja- menn beitt nágrannaþjóð sína, Kanadamenn, innflutningshöftum af ýmsu tagi. Ástæða þess að tollar hafa verið hækkaðir á kanadískar vömr em ekki ágreiningur vegna dýrafriðunarmála heldur aukinn þrýstingur af hendi hagsmunahópa atvinnulífsins í Bandaríkjunum. Hér verður gerð grein fyrir því hvemig Bandaríkjamenn hafa á undanfömum ámm sýnt aukna til- hneigingu til að takmarka aðgang að markaði landsins. Þessar aðgerð- ir hafa oft brotið gegn alþjóðasam- þykktum sem þeir hafa sjálfir undirritað. Skoðum þessi mál nán- ar. Innflutningshöft Ríkisstjómir geta takmarkað innflutning á vömm með hækkun á tollum eða jafnvel algem banni við innflutningi ákveðinna vömteg- unda. Algengt er að grípa til slíkra aðgerða til „vemdar“ framleiðslu- greinum sem keppa við hinar innfluttu vömr. Aðal ókostur slíkra hafta er vitanlega sá að þau em alger andstæða frjálsrar verslunar og þeirrar hugmyndar að þjóðir flytji út þær vömr sem hagkvæm- ast er fyrir þær að framleiða. Haftastefna er gamall fylgifiskur alþjóðaverslunar. I kreppunni miklu á fjórða áratugnum kepptust lönd við að leggja tolla á innflutning í þeim tilgangi að vemda innlendar iðngreinar. Á alþjóðavettvangi hef- ur hins vegar verið markvisst unnið gegn tollmúmm. Lönd em hvött til að taka upp frjálsa og skilyrðislausa verslun sín í milli. Bandaríkjamenn sjálfir hafa löngum talið sig mikla andstæðinga tollmúra og hverskon- ar hafta á verslun jafnt innanlands sem utan. Eftir seinni heimsstyijöldina var unnið að alþjóðasamningum um ftjálsa verslun. Talið var æskilegt að koma í veg fyrir að svipað ástand skapaðist og raunin varð á í krepp- unni miklu er þjóðir reyndu að vemda atvinnugreinar sínar gegn innflutningi með tollmúmm. í kreppunni hnignaði alþjóðaverslun, fijáls viðskipti viku fyrir hafta- stefnu, en þetta er talið hafa hert enn á kreppunni. G ATT viðræður Árið 1947 hófust viðræður undir heitinu „Alþjóðlegt samkomulag um tolla og verslun" sem skamm- stafað er á ensku GATT. Tilgangur þessara viðræðna var að vinna að lækkun og niðurfellingu tolla. Að því stóðu Bandaríkin og tuttugu og tvær aðrar þjóðir. Þær þjóðir sem undirrituðu fyrsta GATT-sam- komulagið skuldbundu sig til að lækka samtals um 45.000 tolla. Einnig var fallist á ýmsar nýjar reglur varðandi alþjóðaverslun. I þeim samþykktum sem undirrit- aðar hafa verið í kjölfar GATT viðræðna er áhersla lögð á að sem mest frelsi ríki í alþjóðaverslun. Innflutningshömlum á ekki að beita vegna krafna um vemd gegn sam- keppni. Einnig er kveðið á um að viðskiptahömlum megi ekki beita sem vopni til að ná fram pólitískum markmiðum, t.d. þegar þjóð vill þrýsta á aðra þjóð varðandi ákveðin málefni, nema í undantekningartil- vikum. GATT viðræður fara fram með reglulegu millibili, með hléum á milli. Viðræðumar eru í svokölluð- um lotum (rounds) en hver viðræðu- lota varir í nokkur ár. Lotumar em nú orðnar sjö frá upphafi GATT. Merkilegasta og líklega árang- ursríkasta lotan var svonefnd Kennedy-lota á sjöunda áratugnum. Aðildarríki GATT samþykktu þá verulegar tollalækkanir og í sumum tilvikum jafnvel algera afléttingu tolla. Kennedy-lotan var einnig merkileg að því leyti að þátttökurík- in virtu almennt vel ákvæði sem samkomulag náðist um innan GATT, en nokkur misbrestur hefur orðið á því síðar. Á áttunda ára- tugnum fór fram Tókýó-lota GATT viðræðna, en þar var reynt að létta á hömlum, ekki aðeins af vöravið- skiptum, heldur einnig þjónustuvið- skiptum. Útflutningur á þjónustu hefur verið ört vaxandi. íslendingar gerðust bráðabirgða- aðilar að GATT árið 1964 en fullgildir aðilar 1967. í gegnum GATT viðræður fengum við í Kennedy-lotunni algera niðurfell- ingu á tollum á fískblokk sem fer inn á Bandaríkjamarkað og vera- lega lækkun á tollum á fiskflökum í Tókýó-Iotunni. Tollur á fískflökum er nú orðinn óveralegur eða um 2 bandarísk sent á hvert pund sem samsvarar um 1,25% af söluverði. GATT viðræðumar virðast hafa skilað mestum árangri á upp- gangsáram sjötta og sjöunda áratugsins. Eftir að hin alþjóðlega efnahagskreppa hélt innreið sína uppúr 1970 hefur gengið verr að fá ríki til að virða ákvæði GATT. Kröfur um tollavemd hafa aukist veralega innan einstakra landa vegna atvinnugreina í erfíðleikum. Fyrirtæki sem hafa orðið undir í samkeppni við erlendar vörar sjá sig tilneydd að segja upp starfs- fólki. Algengt er að þetta fólk lendi á atvinnuleysisskrá því önnur störf bjóðast ekki. Forsvarsmenn at- vinnugreina leita til opinberra aðila um tollavemd til að koma í veg fyrir frekara atvinnuleysi. Haftastefna í Banda- ríkjunum í Bandaríkjunum hefur þrýsting- ur af þessu tagi verið sérstaklega mikill. Þar kemur til sterk staða dollarans undanfarin ár. Það er aðeins nú nýlega að dollarinn er farinn að falla gagnvart helstu Evrópugjaldmiðlum. Sterk staða dollarans veldur því að erlendir framleiðendur sækjast eftir að selja til Bandaríkjanna (sterkur dollari þýðir t.d. óvenju margar krónur fyrir hvem dollara). Verð þeirra vara sem fara inn á Bandaríkja- markað er því hátt í gjaldmiðli framleiðslulandsins. Óhagstæðara verður hins vegar fyrir bandaríska aðila að flytja vörar út. Sterk staða dollarans olli því að erlendar vörar flæddu inn á Banda- ríkjamarkað. Innlend fyrirtæki stóðust ekki samkeppnina. Þrýsti- hópar kröfðust að sett yrðu lög sem auðveldaði málarekstur á hendur innfluttum vöram. Málarekstur og tollahækkanir sem fylgja í kjölfarið halda áfram þó dollarinn hafí lækk- að á ný. Margar greinar bandarísks atvinnulífs hafa og orðið á eftir í tækniþróun miðað við svipaðar at- vinnugreinar í öðram löndum (t.d. Japan). Talsmenn þessara greina krefjast tollavemdar því öðravísi standast þeir ekki erlenda sam- keppni. Aukinn áhugi í Bandaríkjunum á tollamúram birtist á nokkuð sér- kennilegan hátt. Það er yfirlýst markmið bandarískra stjómvalda, ekki síst þeirrar stjómar, sem nú er við völd, að verslun skuli vera sem ftjálsust. Tollamúrar era and- stæða fijálsrar verslunar. Hins vegar kemur til greina að í fram- leiðslulandi sé útflutningsfram- leiðsla ríkisstyrkt. Þetta er oft gert Sigmar Þormar „Aðilar í Bandaríkjun- um telja Islendinga hafa brotið alþjóðasam- þykkt með því að flytja út hvalaafurðir. Hins vegar má einnig túlka það svo að Bandaríkja- menn séu sjálfir að brjóta alþjóðasam- þykkt, svonefnt G ATT-samkomulag, ef þeir takmarka vöruinn- flutning frá íslandi.“ til að auðvelda útflytjendum að ná fótfestu á erlendum markaði eða til að losa sig við offramleiðslu inn- anlands með því að flytja slíkar vörar út (svonefnt dumping). Alþjóðasamkomulagið GATT heimilar að bragðist sé við slíku í innflutningslandinu með því að bæta gjaldi eða skatti ofaná inn- flutningsverð vörannar. Segja má að í slíkum tilvikum leyfi GATT hindranir á innflutningi því beinir ríkisstyrkir era taldir gefa erlendu vöranni óeðlilegt forskot fram yfir aðrar vörar. Tollaálögur á innfluttar vörar sem njóta opinbers stuðnings í framleiðslulandi era því leyfðar í alþjóðalögum. Áður en tollur fæst lagður á innfluttar vörar þarf þó fyrst skv. GATT að sýna greinilega framá að vöraframleiðsla njóti opin- bers fjárstuðnings eða að markvisst hafi verið reynt að losna við um- framframleiðslu með því að flytja vöramar á erlendan markað. Bandaríkjamenn hafa hins vegar á undanfömum áram tekið óvænta stefnu í þessum málum. Þar í landi er farið að skilgreina mjög vítt hugtökin „opinber stuðningur" og „óheiðarlegir" eða „óeðlilegir" við- skiptahættir. Svo rammt hefur kveðið að þessu að Bandaríkjamenn hafa þegar margfarið út fyrir þau ákvæði sem höfð era til hliðsjónar í GATT samkomulaginu við að meta hvort framleiðsla á ákveðinni vöra sé ríkisstyrkt eða ekki. Til dæmis hefur verið talið nóg, að framleiðendur hafi notið góðs af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.