Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986 Margeir með vinn- ingsforskot í Gausdal MARGEIR meistari, Pétursson, stór- vann tékkneska Margeir Pétursson stórmeistarann Plachetka í sjöttu umferð á alþjóðlega skákmótinu í Gausdal í gær. Margeir hefur 5*/2 vinning, en næstu menn, tékkneski stórmeist- arinn Jansa og Emst, alþjóðlegur meistari frá Svíþjóð, koma næstir með 4>/2 vinning hvor. Karl á betri biðskák gegn Espen Agdestein (Noregi), en Hannes Hlífar Stefánsson tapaði fynr From frá Danmörku og Þröstur Ámason fyrir alþjóðlega meistaranum Leif Ogaard frá Noregi. Sjöunda umferð verður tefld í dag, og teflir Margeir við Tomas Emst frá Svíþjóð, en hann hefur oft reynst íslendingum erfiður. Tilboðsfrestur í Þörungavinnsluna runninn út: Einungis heima- menn gerðu tilboð Þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins notuðu tækifærið til að skoða atvinnufyrirtæki á Sauðárkróki. Morgunblaðið/Kári Jónsson Þingflokkur sjálfstæðismanna: Engin niðurstaða um Utvegsbankann FRESTUR til að skila inn til- boðum í eignir Þörungavinnsl- unnar á Reykhólum rann út í gær. Að sögn Haraldar Blönd- al hrl., bústjóra Þörunga- vinnslunnar, barst aðeins eitt tilboð, frá heimamönnum. Haraldur vildi ekki gefa upplýs- ingar um innihald tilbqðsins. Aðspurður hvort tilboðsfrestur yrði framlengdur ef tilboðið reyndist ekki fullnægjandi, sagði Haraldur: „Tilboðsfrestur verður ekki fram- lengdur. Ef tilboðið reynist of lágt, reynum við að hækka það. Takist það ekki, verður efnt til uppboðs." ÞINGFLOKKUR Sjálfstæðis- manna komst ekki að neinni niðurstöðu um málefni Útvegs- bankans á tveggja daga fundi á Sauðárkróki er lauk í gær. Það er ljóst að mjög skiptar skoð- anir em meðal þingmanna flokksins um það hvemig taka eigi á og leysa vandamál Útvegsbankans. A fund- inum var samþykkt að veita ráðherrum flokksins umboð til þess að kanna hugsanlegar leiðir til lausnar. Ólafur G. Einarsson for- maður þingflokksins sagði í gær að fullkomin samstaða hefði verið um þetta. Þorsteinn Pálsson, ijármálaráð- herra, hefur lýst því yfir að ekki komi til greina að veita fé úr rikis- sjóði til þess að „bjarga" Útvegs- bankanum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er meirihluti þing- manna Sjálfstæðisflokksins sammála þessari skoðun ráðherr- ans. Þeir em hinsvegar nokkrir sem telja að þessi leið sé fysileg og góð- ur kostur. Skemmdir á skógrækt SKEMMDIR voru unnar á skógræktarsvæði við Kald- árselsveg í fyrrakvöld eða aðfaranótt gærdagsins og nokkuð af plöntum eyðilagt. Lögreglan í Hafnarfirði sagði það óskiljanlegt hvemig nokkur gæti skemmt sér við slíka eyðileggingu, en auk þess sem plöntur vom eyðilagðar vom unnin skemmdarverk á kaffískúr. Lögregluna í Hafn- arfirði fysir mjög að fá upplýsingar um mannaferðir við svæðið á þeim tíma sem ódæðið hefur verið unnið. Misvægíð í skattvísitölunni kemur hart niður á sjómönnum — í fjárlögnm var gert ráð fyrir 36% tekjuhækkun þeirra á milli 1984 og 85 en í apríl var ljóst að hún myndi vera 44—5% SAMKVÆMT úrtakskönnun, sem Þjóðhagsstofnun gerði á skattframtölum í april s.l., varð tekjuaukning hjá sjómönnum á milli áranna 1984 og 85 um 44-45 %, en meðaltalshækkun yfir landið var 42%. Þegar skattur var hins vegar lagður á sjómenn, var notuð skattvísitala fjárlag- anna, eða 36%. Athugandi er, hvaða áhrif þetta hefur á skatt- byrði sjómanna og hveijir þeirra komi verst út úr misvægi milli raunverulegrar tekjuaukningar og forsendu fjárlaga. Að sögn Hólmgeirs Jónsson hag- fræðings Sjómannasambands íslands, hefur misvægið þá þýðingu fyrir, að stærri hluti tekna fer í efri skattþrepin, þ.a. það gefi auga- leið að skattbyrðin þyngist. Hins vegar sé skattbyrðin mjög mismun- andi enda tekjubreytingin á milli áranna 1984 og ’85 mismikil eftir landshlutum og hvaða veiðar eru stundaðar og einnig sé það að mestu leyti óvisst hvemig árið í ár komi út fyrir sjómenn, þ.a. ekki liggi fyrir hvemig sjómönnum muni ganga að afla tekna til að borga skattinn. Samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi útgerðarmanna var afkoma útgerðar og um leið sjó- manna almennt mun betri en á árinu áður. Það sem helst kemur til, eru loðnuveiðamar, betri af- koma frystitogara, aukinn útflutn- ingur á gámafiski og aukin sala á fiski erlendis. Taldi Sveinn Hjörtur Hjartarson hagfræðingur L.Í.Ú. að almennt mætti gera ráð fyrir því, að tekjubreytingar væm mestar hjá loðnusjómönnum og sjómönnum á frystitogurum. Nú ríkir mikil óvissa með loðnu- veiðar á vertíðinni í ár. Það loðnu- verð, sem ákveðið var nýlega og gildir í sex vikur, er 20 % lægra en í fyrra, þ.a. ef það helst, þýðir það 20 % tekjulækkun hjá loðnusjó- monnum. Flotamálaráðuneytið gefur út nýja reglugerð í reksraráætlun Þjóðhagsstofn- unar er gert ráð fyrir því að árið 1986 verði betra fyrir útgerð í landinu en oftast áður, og veruleg aukning á gámaútflutningi það sem af er árinu, bendir til þess, að sú spá muni standast og ef áætlunin stenst, ættu almennt ekki að vera miklir örðugleikar á því fyrir sjó- menn að greiða þessa auknu skatta. Loðnan er hins vegar mikill óvissu- þáttur í þessari áætlun Þjóðhags- stofnunar, enda em þar ýmsar blikur á lofti. Þing Sjómannasambands íslands verður haldið í haust og mun þá m.a. verða rætt um þessar auknu skattaálögur á sjómenn og viðbrögð við þeim. Frá Jóni Ásgeiri Sigurðssyni, fréttaritara Morgunblaðsins I Itandaríkjunum. ÍSLENSK skipafélög gætu átt kost á að gera tilboð í flutninga fyr- ir Bandaríkjaher á næstunni, þegar ný reglugerð bandariska varnarmálaráðuneytisins viðvíkjandi sjóflutningum fyrir herinn tek- ur gildi. Ef flotamálaráðherra Bandaríkjanna þykir sannað að farmgjöld skipafélagsins Rainbow Navigation séu óhófleg eða ósann- lörn, verður væntanlega óskað eftir tilboðum í flutninga milli ins telja að ef sannað þyki að farmgjöld séu óhófleg, opnist þar- með möguleikar á að eriend skipa- félög annist flutninga fyrir Bandaríkjaher. Á sínum tíma taldi Bandaríkja- stjóm sig hafa fundið heimild. í lögunum frá 1904 til að bjóða út flutningana, ef í ljós kæmi að Rain- bow Navigation tæki of há farm- gjöld. Skipafélagið höfðaði mál sem það vann. í dómsúrskurði var með- ö ílands og Bandaríkjanna. Vamarmálaráðuneytið gaf út drög að reglugerð síðastliðinn þriðjudag 29. júlí um túlkun á for- gangslögunum frá 1904, en bandaríska skipafélagið Rainbow Navigation var stofnað á grundvelli þeirra. í reglugerðardrögunum seg- ir að nota skuli skip sem sigla undir bandarískum fána „nema farmgjöld sem sett eru upp, séu óhófleg eða á annan hátt ósanngjöm". Heimild- armenn fréttaritara Morgunblaðs- al annars bent á að ekki væm fyrir hendi nein viðmiðunarákvæði til að ákveða að farmgjöldin væm of há. Slík ákvæði er að finna í áðumefnd- um reglugerðardrögum. Vamarmálaráðnuneytið birti þessi drög að reglugerð í banda- rískum þingtíðindum og er sam- kvæmt lögum óskað eftir athugasemdum þeirra sem telja sig hafa hagsmuna að gæta innan 30 daga frá birtingu. Ráðuneytið flall- ar svo um athugasemdir sem kunna að koma fram og gerir þær breyt- ingar sem þurfa þykir. Reglugerðin tekur síðan gildi með auglýsingu í þingtíðindum. Talsmaður Rainbow Navigation varðist allra frétta og efaðist um að Mark Young forstjóri félagsins hefði fregnað af þessum reglugerð- ardrögum vamarmálaráðuneytis- ins, en hann_ er á leið til Banda- ríkjanna frá íslandi. INNLENT Vinsældalisti rásar 2: Húsvíkingar á toppinn ÍSLENZKAR hljómsveitir höfðu sætaskipti þegar vinsælasta lag vinsældalista rásar 2 var tilkynnt í gærkvöldi. Bítlavinafélagið féll af toppnum með lagið „Þrisvar í viku“ eftir þijár vikur í toppsætinu og við tóku Greifamir frá Húsavík með lagið „Útihátíð". Plata Greifanna er sú fyrsta, sem sveitin gefur út. Þess má geta í lokin, að húsvískir listamenn hafa ekki áður náð toppsæti á vinsælda- lista.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.