Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986 17 • • Ollum er hollt að hlusta á aðra líka Athugasemd við ummæli forsætisráðherra eftir Halldór Blöndal Mig rak í rogastans þegar ég sá hér í Morgunblaðinu haft eftir for- sætisráðherra í fyrirsögn: „And- staða stjómenda Búnaðarbankans skiptir ekki máli." Mín fyrstu við- brögð voru þau að halda að blaða- maðurinn hefði tekið úr samhengi, en því miður hafði fyrirsögnin við rök að styðjast í ummælum forsæt- isráðherra. Hann lýsir í biaðinu þeirri skoðun sinni, að ríkissjóður eigi ekki að „endurreisa" fjárhag Útvegsbank- ans, — „heldur verði að koma til aðrar eignir ríkisins eins og Búnað- arbankinn til þess að endurreisa Útvegsbankann." Þá er hann spurður hvort and- staða stjórnenda Búnaðarbankans við samruna við Útvegsbankann gæti haft áhrif á ákvörðun stjóm- valda í þessum efnum. Hann svarar: „Mér er kunnugt um að ýmsir Bún- aðarbankamenn í báðum flokkum (sie) em mjög andsnúnir þessu, en þetta er eign ríkisins, þannig að andstaða þeirra skiptir í sjálfu sér engu máli. Vitanlega eigum við að gera það sem við teljum skynsam- legt.“ Svo mörg vom þau orð. Við þau hef ég þetta að athuga: 1. Orðin „í báðum flokkum" em óskiljanleg í þessu samhengi nema átt sé við bankaráðsmenn Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks, sem allir em þingmenn og hafa stutt Steingrím Her- mannsson í stöðu forsætisráð- herra. Hann segir, að andstaða okkar þremenninganna skipti í sjálfu sér ekki máli og talar nið- ur til okkar, enda sé hans valdið, mátturinn og dýrðin. hann gáir ekki að hinu, að upphafning hans varir ekki hóti lengur en okkur þingmönnum stjómar- flokkanna sýnist að hafa það svo. Og mér leyfist kannski að bæta við: Og þegar þangað kem- ur skiptir mig andstaða hans í sjálfu sér engu máli. 2. Mér hafa ekki verið kynnt þau gögn, sem Steingrímur Her- mannsson byggir á, þegar hann lætur á sér skilja, að eigið fé Búnaðarbankans dugi „til þess að endurreisa Útvegsbankann" enda þurfi frekari stuðningur af ríkisins hálfu ekki til að koma eins og ég skil hans orð. I áliti bankamálanefndar, jan- úar 1973, er rækilega fjallað um hugsanlegan samruna Búnaðar- banka og Útvegsbanka, sem kallaður er Sameiginlegi bank- inn til hægðarauka. Nefndin telur að slíkur sammni myndi „ekki ná þeim tilgangi sínum að skapa hagkvæmt ríkisbanka- kerfi, nema gerðar yrðu sérstak- ar ráðstafanir til að styrkja eiginfjárstöðu og lausafjárstöðu Sameinaða bankans. Telur nefndin að nauðsynlegt yrði að auka eigið fé bankans um allt að 500 milljónir króna með fram- lagi úr ríkissjóði,“ en lausafjár- stöðuna þyrfti að bæta um a.m.k. 200 milljónir króna til viðbótar, sem var talið lágmark þess að skapa Sameinaða bank- anum þolanlega lausaQ'árstöðu. Eftir þessar ráðstafanir yrði eig- inijárstaða Sameinaða bankans orðin jafngóð eiginfjárstöðu Landsbankans, sem var talið nauðsynlegt til að tryggja hon- um „eðlilega vaxtarmöguleika og sem jafnasta samkeppnis- stöðu við Landsbankann." Hafi þessi vamaðarorð átt við rök að styðjast fyrir 13 ámm eiga þau ekki síður við nú og raunar miklu fremur. í bankamálanefndinni áttu sæti bankastjórarnir Jóhannes Nordal, formaður, Ármann Jak- obsson, Björgvin Vilmundarson, Guðmundur Hjartarson, Jóhann- es Elíasson og Magnús Jónsson. 3. Bankamálanefndin gerði að um- talsefni hin ýmsu vandamál, sem fylgdu jafn viðamikilli breytingu á skipulagi bankamála og sam- einingu Búnaðarbanka og Útvegsbanka. Hún vakti sér- staka athygli á þeim vanda, sem fylgja myndi yfírtöku Sameinaða bankans á starfsfólki frá bönk- unum tveimur. Hún vakti athygli á, að hún hefði ekki haft aðstöðu til að kanna viðhorf þeirra við- skiptaaðila, sem bönkum þessum væri ætlað að þjóna, enda lægi ekkert fyrir um, að viðskipta- mennirnir, ekki síst innleggjend- ur, myndu fylgja með í kaupunum. Og loks lá hinn rekstrarlegi ávinningur samein- ingarinnar ekki fyrir. í því sambandi vek ég athygli á, að rekstur Búnaðarbankans hefur gengið vel og sýnist hann vera hagkvæm rekstrarleg eining. Auðvitað eru þessir erfiðleikar á sameiningu tveggja eða fleiri banka, ríkisbanka eða einka- banka, yfírstíganlegir, en verða að metast í því ljósi, að kostir sameiningarinnar séu eftirsókn- arverðir. Fram hjá því verður ekki gengið að bankakerfíð í heild er veikt og endurspeglar erfiðleika svo fámennrar þjóðar, sem við íslendingar erum, við Halldór Blöndal „Hann segir, að and- staða okkar þremenn- inganna skipti í sjáifu sér ekki máli og talar niður til okkar, enda sé hans valdið, mátturinn og dýrðin. Hann gáir ekki að hinu, að upp- hafning hans varir ekki hóti lengur en okkur þingmönnum stjórnar- flokkanna sýnist að hafa það svo. Og mér leyfist kannski að bæta við: Og þegar þangað kemur skiptir mig and- staða hans í sjálfu sér engu máli.“ að byggja upp efnahagslegt sjálfstæði og viðhalda því. Þyngsta áfallið, sem við höfum orðið fyrir, er vafalaust verð- bólgan. Peningaleg eign bank- anna rýmaði auðvitað að sama skapi og spariféð. 4. Búnaðarbankinn og Útvegs- bankinn eru eign ríkissjóðs, — það vitum við báðir, við Steingrímur Hermannsson. Við vitum líka, að það er á valdi Alþingis en ekki ríkisstjórnar að láta þá lifa eða deyja og um það höfum við báðir tillögurétt og eitt atkvæði hvor á Alþingi. Þessi staðreynd réttlætir ekki ummæli af því tagi, að andstaða stjómenda ríkisbanka „skipti í sjálfu sér engu máli.“ Þvert á móti kallar slík andstaða á, að alþingismenn og þá að sjálf- sögðu forsætisráðherra einnig, kynni sér, hvernig andstaðan sé vaxin og á hvaða rökum hún byggir. 5. Eg hef ekki fengið í hendur nein gögn, sem ég get byggt á varð- andi stöðu Útvegsbankans, sameiningu banka eða hugsan- lega uppstokkun bankakerfísins að öðru leyti eins og t.a.m. um það, hvort nauðsynlegt sé að endurskoða og gera nútímaleg gildandi lagaákvæði um innláns- deildir kaupfélaganna, en bankamálanefndin taldi bestu leiðina til lausnar á vanda þeirra að þeim yrði breytt í sparisjóði. Steingrími Hermannssyni getur því ekki verið kunnugt um, að ég sé „mjög andsnúinn" einu né neinu í því sambandi. Þó liggur fyrir, að ég er þess mjög fys- andi, að kannaðar verði til hlítar allar þær leiðir, sem færar þykja, svo að draumurinn um sterkan einkabanka verði að veruleika. Að lokum þetta: Um skoðanir Steingríms Hermannssonar get ég ekki sagt eins og hann virð- ist reiðubúinn að segja um mínar, að þær skipti í sjálfu sér engu máli. Bankamálin eru ekki þannig vaxin, að ég geti rétt- lætt það fyrir sjálfum mér að fjalla um þau í hálfkæringi. En einmitt vegna þess fannst mér, að ég þyrfti að svara hálfkær- ingi forsætisráðherra þegar hann fór í Morgunblaðið og kast- aði daus og ás. Höfundur er alþingismnður fyrir Sjáifstæðisflokk í Norðuriandskjör- dæmi eystra ogá sæti í bankaráði Búnaðarbankans. Verðkönmin á filmum og framköllun Neytendafélag Reykjavíkur og nágrennis, ASÍ og BSRB hafa gert verðkönnun á ljós- myndafilmum, framköllun og kópíeringu. Könnunin var gerð 23. og 24. júií og náði til 11 verslana á höfuðborgarsvæð- inu. í könnuninni kemur m.a. fram að endanlegur kostnaður við eina 36 mynda filmu er að meðaltali kr. 1139 og mun það vera nokkuð mikið í saman- burði við kostnað erlendis. í könnuninni eru fjórar tegundir af 35mm litfilmum til kópíeringar á pappír. í öllum tilfellum nema einu miðast kópíeringin við pappírsstærðina 9x13cm, fyrir- tækið Framköllun á stundinni er með pappírsstærðina 10x15 fyrir 35mm filmur. Sum fyrirtæki voru með sérstök afsláttarkjör fyrir viðskiptavini sína. Hjá Ljósmyndavörum var t.d. hægt að fá tvær Fuji-filmur, 24 mynda, 100 ASA, saman í pakka á kr. 481. Amatörverslunin veitir þeim sem þar kaupa filmur 10% afslátt af framköllun og kópíeringu og hjá Framköllun á stundinni er veittur 10% afsláttur ef verslað er fyrir 3.000 kr. eða meira. Hjá þremur fyrirtækjum fylgir plastal- búm með myndunum; það var hjá Amatörversluninni, Express-lit- myndum og Ljósmyndaþjón- ustunni. Fyrir þá sem hyggja á utan- landsferðir má geta þess að í Fríhöfninni á Keflavkurflugvelli kostar 36 mynda, 100 ASA filma 5 $ eða 204 kr. og munar það tæpum 99% miðað við meðalverð í Reykjavík. Verðmunur milli tegunda, miðaö við lægsta verð á hverrri tegund: Kr: %: 135/24 mynda 100 ASA 3 M (235) KODAK (294) 59 25,1 135/36 " 100 ASA KONICA (290) KODAK (385) 95 32,8 135/24 " 400 ASA KONICA (294) KODAK (365) 71 24,1 135/36 " 400 ASA FUJI (382) KODAK (495) 113 29,6 10.VERDKÖNNUN © 1NROH Amatörverslunin Laugavegi 82,R. Express-litmyndir Suðurlandsbraut 2,R. •H -D *o fti •H U tn -p >3 U) x: fö ‘O ■P c ‘O fú tn cn Fókus Lækjargötu 6b,R. Framköllun á stundinni Austurstræti 22,R. Gevafoto Austurstræti 6,R. Hans Petersen Bankastræti 4,R. Ljósmyndavörur Skipholti 31,R. G cd 4J • U) & c - G 00 *0 r- -f—l rH Xh fO -H T5 Cú C <D >• > E rö cn cn SD 3 *n fd Myndahúsió Dalshrauni l3,Hafnarf. d f- •H -P U -P U) u d •H 4-> 1 U) ‘>1 c < Munur á lægsta Kr: hæsta og verói %: FUJI 135/24 mynda 100 ASA 267* 267* 280 13 4,9 135/36 " 100 ASA 380* 38C* 400 20 5,3 135/24 " 400 ASA 342 295* 47 15,9 135/36 " 400 ASA 445 445 450 382* 68 17,8 KODAK 135/24 " 100 ASA 325 325 295 325 325 301 300 330 325 294* 36 12,2 135/36 ” 100 ASA 411 406 395 411 411 411 410 420 385* 405 35 9,1 135/24 " 400 ASA 403 378 365*1 378 378 378 380 420 404 375 55 15,1 135/36 " 4 00 ASA 508 508 495* 508 508 510 508 15 3,0 KONICA 135/24 ” 100 ASA 240* 280 280 40 16,7 135/36 ” 100 ASA 290* 378 400 110 37,9 135/24 " 4 00 ASA 340* 360 20 5,9 3 M 135/24 " 100 ASA 235* 235* 0 o o 135/36 " 100 ASA 314* 0 0,0 135/24 " 4 00 ASA 294 290-¥ 4 1,4 Framköllun á 1 filmu 90* 90* 100 100 100 100 100 100 100 100 100 10 11,1 Kópiering á 1 mynd 17* 17* 18 18 19 18 18 17i» 18 18 18 Lægsta verð i töflunni er merkt með stjörnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.