Morgunblaðið - 01.08.1986, Síða 17

Morgunblaðið - 01.08.1986, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986 17 • • Ollum er hollt að hlusta á aðra líka Athugasemd við ummæli forsætisráðherra eftir Halldór Blöndal Mig rak í rogastans þegar ég sá hér í Morgunblaðinu haft eftir for- sætisráðherra í fyrirsögn: „And- staða stjómenda Búnaðarbankans skiptir ekki máli." Mín fyrstu við- brögð voru þau að halda að blaða- maðurinn hefði tekið úr samhengi, en því miður hafði fyrirsögnin við rök að styðjast í ummælum forsæt- isráðherra. Hann lýsir í biaðinu þeirri skoðun sinni, að ríkissjóður eigi ekki að „endurreisa" fjárhag Útvegsbank- ans, — „heldur verði að koma til aðrar eignir ríkisins eins og Búnað- arbankinn til þess að endurreisa Útvegsbankann." Þá er hann spurður hvort and- staða stjórnenda Búnaðarbankans við samruna við Útvegsbankann gæti haft áhrif á ákvörðun stjóm- valda í þessum efnum. Hann svarar: „Mér er kunnugt um að ýmsir Bún- aðarbankamenn í báðum flokkum (sie) em mjög andsnúnir þessu, en þetta er eign ríkisins, þannig að andstaða þeirra skiptir í sjálfu sér engu máli. Vitanlega eigum við að gera það sem við teljum skynsam- legt.“ Svo mörg vom þau orð. Við þau hef ég þetta að athuga: 1. Orðin „í báðum flokkum" em óskiljanleg í þessu samhengi nema átt sé við bankaráðsmenn Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks, sem allir em þingmenn og hafa stutt Steingrím Her- mannsson í stöðu forsætisráð- herra. Hann segir, að andstaða okkar þremenninganna skipti í sjálfu sér ekki máli og talar nið- ur til okkar, enda sé hans valdið, mátturinn og dýrðin. hann gáir ekki að hinu, að upphafning hans varir ekki hóti lengur en okkur þingmönnum stjómar- flokkanna sýnist að hafa það svo. Og mér leyfist kannski að bæta við: Og þegar þangað kem- ur skiptir mig andstaða hans í sjálfu sér engu máli. 2. Mér hafa ekki verið kynnt þau gögn, sem Steingrímur Her- mannsson byggir á, þegar hann lætur á sér skilja, að eigið fé Búnaðarbankans dugi „til þess að endurreisa Útvegsbankann" enda þurfi frekari stuðningur af ríkisins hálfu ekki til að koma eins og ég skil hans orð. I áliti bankamálanefndar, jan- úar 1973, er rækilega fjallað um hugsanlegan samruna Búnaðar- banka og Útvegsbanka, sem kallaður er Sameiginlegi bank- inn til hægðarauka. Nefndin telur að slíkur sammni myndi „ekki ná þeim tilgangi sínum að skapa hagkvæmt ríkisbanka- kerfi, nema gerðar yrðu sérstak- ar ráðstafanir til að styrkja eiginfjárstöðu og lausafjárstöðu Sameinaða bankans. Telur nefndin að nauðsynlegt yrði að auka eigið fé bankans um allt að 500 milljónir króna með fram- lagi úr ríkissjóði,“ en lausafjár- stöðuna þyrfti að bæta um a.m.k. 200 milljónir króna til viðbótar, sem var talið lágmark þess að skapa Sameinaða bank- anum þolanlega lausaQ'árstöðu. Eftir þessar ráðstafanir yrði eig- inijárstaða Sameinaða bankans orðin jafngóð eiginfjárstöðu Landsbankans, sem var talið nauðsynlegt til að tryggja hon- um „eðlilega vaxtarmöguleika og sem jafnasta samkeppnis- stöðu við Landsbankann." Hafi þessi vamaðarorð átt við rök að styðjast fyrir 13 ámm eiga þau ekki síður við nú og raunar miklu fremur. í bankamálanefndinni áttu sæti bankastjórarnir Jóhannes Nordal, formaður, Ármann Jak- obsson, Björgvin Vilmundarson, Guðmundur Hjartarson, Jóhann- es Elíasson og Magnús Jónsson. 3. Bankamálanefndin gerði að um- talsefni hin ýmsu vandamál, sem fylgdu jafn viðamikilli breytingu á skipulagi bankamála og sam- einingu Búnaðarbanka og Útvegsbanka. Hún vakti sér- staka athygli á þeim vanda, sem fylgja myndi yfírtöku Sameinaða bankans á starfsfólki frá bönk- unum tveimur. Hún vakti athygli á, að hún hefði ekki haft aðstöðu til að kanna viðhorf þeirra við- skiptaaðila, sem bönkum þessum væri ætlað að þjóna, enda lægi ekkert fyrir um, að viðskipta- mennirnir, ekki síst innleggjend- ur, myndu fylgja með í kaupunum. Og loks lá hinn rekstrarlegi ávinningur samein- ingarinnar ekki fyrir. í því sambandi vek ég athygli á, að rekstur Búnaðarbankans hefur gengið vel og sýnist hann vera hagkvæm rekstrarleg eining. Auðvitað eru þessir erfiðleikar á sameiningu tveggja eða fleiri banka, ríkisbanka eða einka- banka, yfírstíganlegir, en verða að metast í því ljósi, að kostir sameiningarinnar séu eftirsókn- arverðir. Fram hjá því verður ekki gengið að bankakerfíð í heild er veikt og endurspeglar erfiðleika svo fámennrar þjóðar, sem við íslendingar erum, við Halldór Blöndal „Hann segir, að and- staða okkar þremenn- inganna skipti í sjáifu sér ekki máli og talar niður til okkar, enda sé hans valdið, mátturinn og dýrðin. Hann gáir ekki að hinu, að upp- hafning hans varir ekki hóti lengur en okkur þingmönnum stjórnar- flokkanna sýnist að hafa það svo. Og mér leyfist kannski að bæta við: Og þegar þangað kemur skiptir mig and- staða hans í sjálfu sér engu máli.“ að byggja upp efnahagslegt sjálfstæði og viðhalda því. Þyngsta áfallið, sem við höfum orðið fyrir, er vafalaust verð- bólgan. Peningaleg eign bank- anna rýmaði auðvitað að sama skapi og spariféð. 4. Búnaðarbankinn og Útvegs- bankinn eru eign ríkissjóðs, — það vitum við báðir, við Steingrímur Hermannsson. Við vitum líka, að það er á valdi Alþingis en ekki ríkisstjórnar að láta þá lifa eða deyja og um það höfum við báðir tillögurétt og eitt atkvæði hvor á Alþingi. Þessi staðreynd réttlætir ekki ummæli af því tagi, að andstaða stjómenda ríkisbanka „skipti í sjálfu sér engu máli.“ Þvert á móti kallar slík andstaða á, að alþingismenn og þá að sjálf- sögðu forsætisráðherra einnig, kynni sér, hvernig andstaðan sé vaxin og á hvaða rökum hún byggir. 5. Eg hef ekki fengið í hendur nein gögn, sem ég get byggt á varð- andi stöðu Útvegsbankans, sameiningu banka eða hugsan- lega uppstokkun bankakerfísins að öðru leyti eins og t.a.m. um það, hvort nauðsynlegt sé að endurskoða og gera nútímaleg gildandi lagaákvæði um innláns- deildir kaupfélaganna, en bankamálanefndin taldi bestu leiðina til lausnar á vanda þeirra að þeim yrði breytt í sparisjóði. Steingrími Hermannssyni getur því ekki verið kunnugt um, að ég sé „mjög andsnúinn" einu né neinu í því sambandi. Þó liggur fyrir, að ég er þess mjög fys- andi, að kannaðar verði til hlítar allar þær leiðir, sem færar þykja, svo að draumurinn um sterkan einkabanka verði að veruleika. Að lokum þetta: Um skoðanir Steingríms Hermannssonar get ég ekki sagt eins og hann virð- ist reiðubúinn að segja um mínar, að þær skipti í sjálfu sér engu máli. Bankamálin eru ekki þannig vaxin, að ég geti rétt- lætt það fyrir sjálfum mér að fjalla um þau í hálfkæringi. En einmitt vegna þess fannst mér, að ég þyrfti að svara hálfkær- ingi forsætisráðherra þegar hann fór í Morgunblaðið og kast- aði daus og ás. Höfundur er alþingismnður fyrir Sjáifstæðisflokk í Norðuriandskjör- dæmi eystra ogá sæti í bankaráði Búnaðarbankans. Verðkönmin á filmum og framköllun Neytendafélag Reykjavíkur og nágrennis, ASÍ og BSRB hafa gert verðkönnun á ljós- myndafilmum, framköllun og kópíeringu. Könnunin var gerð 23. og 24. júií og náði til 11 verslana á höfuðborgarsvæð- inu. í könnuninni kemur m.a. fram að endanlegur kostnaður við eina 36 mynda filmu er að meðaltali kr. 1139 og mun það vera nokkuð mikið í saman- burði við kostnað erlendis. í könnuninni eru fjórar tegundir af 35mm litfilmum til kópíeringar á pappír. í öllum tilfellum nema einu miðast kópíeringin við pappírsstærðina 9x13cm, fyrir- tækið Framköllun á stundinni er með pappírsstærðina 10x15 fyrir 35mm filmur. Sum fyrirtæki voru með sérstök afsláttarkjör fyrir viðskiptavini sína. Hjá Ljósmyndavörum var t.d. hægt að fá tvær Fuji-filmur, 24 mynda, 100 ASA, saman í pakka á kr. 481. Amatörverslunin veitir þeim sem þar kaupa filmur 10% afslátt af framköllun og kópíeringu og hjá Framköllun á stundinni er veittur 10% afsláttur ef verslað er fyrir 3.000 kr. eða meira. Hjá þremur fyrirtækjum fylgir plastal- búm með myndunum; það var hjá Amatörversluninni, Express-lit- myndum og Ljósmyndaþjón- ustunni. Fyrir þá sem hyggja á utan- landsferðir má geta þess að í Fríhöfninni á Keflavkurflugvelli kostar 36 mynda, 100 ASA filma 5 $ eða 204 kr. og munar það tæpum 99% miðað við meðalverð í Reykjavík. Verðmunur milli tegunda, miðaö við lægsta verð á hverrri tegund: Kr: %: 135/24 mynda 100 ASA 3 M (235) KODAK (294) 59 25,1 135/36 " 100 ASA KONICA (290) KODAK (385) 95 32,8 135/24 " 400 ASA KONICA (294) KODAK (365) 71 24,1 135/36 " 400 ASA FUJI (382) KODAK (495) 113 29,6 10.VERDKÖNNUN © 1NROH Amatörverslunin Laugavegi 82,R. Express-litmyndir Suðurlandsbraut 2,R. •H -D *o fti •H U tn -p >3 U) x: fö ‘O ■P c ‘O fú tn cn Fókus Lækjargötu 6b,R. Framköllun á stundinni Austurstræti 22,R. Gevafoto Austurstræti 6,R. Hans Petersen Bankastræti 4,R. Ljósmyndavörur Skipholti 31,R. G cd 4J • U) & c - G 00 *0 r- -f—l rH Xh fO -H T5 Cú C <D >• > E rö cn cn SD 3 *n fd Myndahúsió Dalshrauni l3,Hafnarf. d f- •H -P U -P U) u d •H 4-> 1 U) ‘>1 c < Munur á lægsta Kr: hæsta og verói %: FUJI 135/24 mynda 100 ASA 267* 267* 280 13 4,9 135/36 " 100 ASA 380* 38C* 400 20 5,3 135/24 " 400 ASA 342 295* 47 15,9 135/36 " 400 ASA 445 445 450 382* 68 17,8 KODAK 135/24 " 100 ASA 325 325 295 325 325 301 300 330 325 294* 36 12,2 135/36 ” 100 ASA 411 406 395 411 411 411 410 420 385* 405 35 9,1 135/24 " 400 ASA 403 378 365*1 378 378 378 380 420 404 375 55 15,1 135/36 " 4 00 ASA 508 508 495* 508 508 510 508 15 3,0 KONICA 135/24 ” 100 ASA 240* 280 280 40 16,7 135/36 ” 100 ASA 290* 378 400 110 37,9 135/24 " 4 00 ASA 340* 360 20 5,9 3 M 135/24 " 100 ASA 235* 235* 0 o o 135/36 " 100 ASA 314* 0 0,0 135/24 " 4 00 ASA 294 290-¥ 4 1,4 Framköllun á 1 filmu 90* 90* 100 100 100 100 100 100 100 100 100 10 11,1 Kópiering á 1 mynd 17* 17* 18 18 19 18 18 17i» 18 18 18 Lægsta verð i töflunni er merkt með stjörnu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.