Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986 * 45 Brooke Shields himin- sæl með nýja herrann Hin unga og undurfagra leikkona Brooke Shields, er ein þeirra, sem enn hefur ekki heitið neinum herramanni ævilangri trú og tryggð. í gegnum árin hafa fjölmiðlarnir þó verið iðnir við að orða hana við hina ýmsu menn, allt frá Albert Mónakóprins til Michael Jacksons. Ollum þessum get- gátum hefur Brooke tekið með jafnaðargeði, brosað góðlátlega til blaðamanna og fullyrt að ekkert væri hæft í sögusögnum þeirra. „Ég er ung og á allt lífið framund- an,“ benti hún þeim á. „Af hveiju í ósköpunum ætti ég að fara að binda mig í báða skó með eiginmann og börn þegar ég á kost á frelsi, frægð og frama. Ég sé ekki nokkra skynsamlega ástæðu til þess.“ En ekki virðist Amor hafa verið fyllilega sáttur við þessar skýringar snótarinnar, þvi hann tók sig víst til um daginn, dustaði rykið af boga sínum og skaut einni vel kryddaðri ör beint í hjarta Brooke. Þegar þetta fréttist, ætlaði allt um koll að keyra. Ljósmyndarar fengu ávítur fyrir að hafa nú sofnað á verðinum, ekki fylgst nógu vel með, hvaða Samband þeirra skötuhjúa kom blaða- mönnum algerlega í opna skjöldu. Leikkonan Brooke Shields og kærasti hennar, David Sawyer. frægu forstjórar og fyrir- menn byðu Brooke út að borða. Við nánari athugun kom þó í Ijós, að ekki var við Ijósmyndarana að sakast, þvi stefnumótin fóru vist öll fram innan skólabyggingar- innar. Kærastinn var sem sagt hvorki af konunglegum ættum né frægur fyrir afrek sín á hvíta tjaldinu, heldur algerlega óþekktur skóla- drengur, David Sawyer að nafni. „Kannske var það ein- mitt þess vegna sem ég gaf honum auga,“ sagði Brooke og hló, þegar hún kynnti hann fyrir furðu lostnum blaðamönnum. „Hann er svo ólikur öllum þeim mönnum, sem ég hef áður kynnst. Hann er blíður og tillitssam- ur, hógvær og hjartahlýr og algerlega ómeðvitaður um eigið ágæti. Ég hef alist upp í stjörnufans frá því ég var pínulítil og var sennilega bara búin að fá nóg af hroka- gikkum og monthönum. Það var því hreinasta himnasend- ing þegar ég hitti ' David fyrst. Eg kom auga á hann á dansleik einum, sem hald- inn var í skólanum. Hann var og er reyndar enn í skóla- hljómsveitinni „The Prince- ton Tigertones", og lenti ég svo með honum í partýi á eftir. Fyrst vildi hann ekkert við mig tala, fannst ég bara lítil dekurdúkka, stjama, sem héldi að allir menn myndu falla fyrir sér. Með smá klækjum tókst mér þó að vekja áhuga hans og nú erum við saman öllum stund- um. „Hann á afmæli í dag...“ söng sund- „Ja, ég veit eiginlega ekki hvað segja skal,“ sagði drottningin hástöfum þar sem hún hans hátign vandræðalegur á svip. „En þúsund þakk- svamlaði með blómin í köldum sjónum. ir.“ Til hamingju með daginn, yðar hátign Hann er einfari að eigin ósk, hefur litla þörf fyrir að blanda geði við aðra sem honum finnst hann hvort eð er eiga lítið sameiginlegt með. Sköpunarþrá og uppgötvunargleði eru hans aðaieinkenni og venjulega á hann sér eitt eða tvö áhugamál, sem hann hellir sér út í af lífí og sál,“ bætti hann við. „Sérvitring- amir eru afskaplega forvitnir og erfiðir í sambúð. Þeir hafa ákveðn- ar skoðanir á flestum málum og fara ekki leynt með þær. Mjög al- gengt er að þeir kjósi að sofa á gólfinu, séu grænmetisætur og þoli ekki innihaldslausar samræður um veður og verðlag. Auðsærðir eru þeir allir með tölu og líða fólki flest annað en fávisku," segir dr. Weeks. „Það er einkenni á þeim öllum að þeir hirða ekki um neinar hindran- ir, ryðja þeim öllum úr vegi án nokkurra vandræða. Ein konan, sem við höfum til rannsóknar hefur t.a.m. mikinn áhuga á píanóum af öllum stærðum og gerðum. Hún keypti sér eitt sinn íbúð á ijórðu hæð í húsi, sem væri ekki í frásög- ur færandi nema vegna þess að til þess að koma hljóðfærunum í hús varð að bijóta niður fleiri veggi, raska öllu skipulaginu í húsinu. Hún hafði þó ekki búið þar nema eina viku, þegar hún ákvað að þetta húsnæði hentaði henni ekki nógu vel og innan mánaðar var hún flutt. Þessi kona er dæmigerður sérvitr- ingur, elst 3ja systkina, sefur á gólfinu, greind og víðlesin," upplýs- ir hann. Fróðlegt, ekki satt? Hans hátign, Ólafur Noregs- konungur, fékk heldur betur óvænta sendingu á 83ja ára af- mælisdegi sínum, er hann brá sér út á bát og ætlaði að hafa það náðugt, með veiðistöngina sína. Ekki hafði hann dorgað lengi, þegar hann heyrði mikið skvamp á bak við sig og leit um öxl. Sér hann þá hvar kona ein kemur syndandi með rósabúnt í hendi sér. Konungur kallaði til lífverði sína og fylgdarmenn og aðstoð- uðu þeir konuna við að koma kveðju sinni til skila. „Þetta er nú einhver sú einkennilegasta sending, sem ég hef fengið á annars nokkuð viðburðaríkri ævi,“ sagði Ólafur. „Það gerist sko ekki á hveijum degi að manni eru réttar tuttugu rauðar rósir úti á reginhafí. En mér þótti af- skaplega vænt um þennan virð- ingarvott og vona bara að konan hafí ekki kvefast af þessu svamli sínu.“ — Ja, segiði svo að óvænt- ar uppákomur gefí lífínu ekki lit. COSPER ©PIB CBMPMCU Fullur? Já, af ánægjunni af þvi að vera kominn heim. Þegar lömb- in grétu eftir Sigvrð Pétursson Eitt það minnisstæðasta frá mínum unglingsárum er þegar ég eitt sinn snemma sumars tók þátt í því að reka fráfærulömb til fíalls, nánar tiltekið inn á Landmannaaf- rétt, en þann afrétt notuðu bændur bæði úr Landsveit og Holtahreppi. Afréttur þessi er mjög stór, tekur yfir allt svæðið noiðan Heklu og Torfajökuls og takmarkast að vest- an af Þjórsá, en að norðan og austan af Tungná. Leiðin, sem við rákum lömbin inná og inneftir af- réttinum, er hin svokallaða Fjalla- baksleið nyrðri, og liggur hún allt austur í Skaptártungur, þó að ekki færum við lengra með reksturinn en austur í grennd við Landmanna- helli. Lagt hafði verið af stað árla morguns hjá bænum Galtalæk efst í Landsveit. Haldið var uppeftir hraunrimanum milli Þjórsár og Ytri-Rangár, með Þjórsá og Búrfell á vinstri hönd, en Rangárbotna og Heklu til hægri. Beygt var inn fyr- ir Rangárbotna og farið austur Sölvahraun. Leiðin lá svo framhjá Valahnjúkum og áfram austur að Sauðleysum og Heilisfjalli, en það dregur nafn sitt af Landmanna- helli, sem er alþekktur áningarstað- ur. Lengra voru lömbin ekki rekin, og hafði þá verið haldið áfram við- stöðulaust heilan dag, nóttina á eftir og framyfir hádegi næsta dag. Það var þó ekki hið stórbrotna landslag öræfanna, með öllum þess fjöllum, hraunum, söndum, stöðu- vötnum og ám, sem gerðu mér þennan lambarekstur svo minnis- stæðan, heldur var það hinn harmþrungni jarmur, eða öllu held- ur grátur lambanna, sem aldrei líður mér úr minni. Allan tímann frá því að lagt var af stað, hafði þessi jarmur stöðugt kveðið við. Gleymist mér aldrei þessi harmagrátur, er auðvitað leiddi af viðskilnaði lambanna við mæður sínar, og var svo sár, að ég gat meira að segja viknað við að hlusta á hann. í djúpri þögn öræfanna hljómaði þessi jarmur lambanna allan tímann, eins og tilbreytingarlítil harmþrungin hljómkviða. Og á þeysireið aftur til byggða og lagstur út af til að sofa, ómaði jarmurinn stöðugt fyrir eyrum mér. En fyrir hugskotssjónum stóð þetta stór- brotna landslag eins og í fögrum draumi. Sviðið þar sem harmleikur- inn fór fram. Tíguleg fíöll víða með grænar hlíðar og háir tindar, sem gnæfðu yfir hálfgróin hraun og svarta sanda. Þar inn á milli bætt- ust svo fagurtær fíallavötn, ár og jafnvel kolmórauð jökulfljót. Og yfir sviðið skein töfrandi birta há- bjartrar sumamæturinnar. En lömbin sem skiptu nokkrum hundruðum, hvað varð um þau? Þau dreifðu sér um afréttinn, gleymdu brátt móðurmjólkinni sinni, en nutu af fersku kjamgóðu grásinu og hættu að gráta. Og mæðumar dreifðust um hagana heima, þær hættu fljótt að jarma og bám harm sinn í hljóði. Þær söknuðu að sjálf- sögðu lambanna sinna fyrst í stað. En allt tók þetta enda, sorgimar gleymdust öllum þegar leið á sum- arið. Tíminn læknar sorgir vafa- laust mun fljótar í ámm eða dögum talið hjá sauðkindinni, en hjá mann- fólkinu, því að ævihraði hennar er meiri. Svo nálgast haustið, og kuldaleg- ur svipur færðist yfir afréttinn. Þá kom að því, að lömbin vom sótt aftur inn á afréttinn, og hét það, að fara í göngur. Nú vom lömbin orðin stór og bústin, stygg og óþæg í rekstri. Reyndi nú bæði á hesta og hunda að halda safninu saman, enda hafði bæzt í það margt fullorð- ið fé. Jarmurinn var nú ósköp blátt áfram, samræður um hitt og þetta, eins og þegar réttarbændur tala um Sigurður Pétursson „í djúpri þögfn öræf- anna hljómaði þessi jarmur lambanna allan tímann eins og tiibreyt- ingarlítil harmþrungin hljómkviða.“ daginn og veginn. AIls enginn grát- ur. Leiðin lá nú niður með Rangá og niður í Réttames, en þar vom Landréttir, þar sem féð var dregið í sundur i smærri hópa eftir sveitar- félögum og komst síðan í sína heimahaga. Skömmu seinna hófust skilaréttir, en þá smalaði hver bóndi sitt heimaland. Var þá margur bóndinn orðinn æði fjármargur, en allir höfðu bætt nokkm við. Hófst nú sláturtíðin með örlagaríkri ákvarðanatöku um líf og dauða hvers lambs. Fór hún þannig fram að eigandinn tók lambið í fang sér, hossaði því lítið eitt og sagði með íhyglissvip „nær 10 kílóum" eða ekki, en þeirri þyngd varð sjálfur skrokkur lambsins að ná, til þess að komast í 1. flokk. Næðist þessi þyngd fyrirsjáanlega ekki, var lambinu slátrað heima eða sett á, einkum gimbrarlömbin. Vafasamar kynbætur það! Heimslátmn áður fyrr var um- svifalaus hálsskurður, ekki lengra síðan en svo, að ég man eftir því, enda oft látinn halda fótunum. Þetta er nú allt orðið mannúðlegra. Nákvæma lýsingu á þessari gamal- dags slátmn skrifaði skáldið Gestur Pálsson (1852—1891) í blað sitt Suðra árið 1884 og nefndi „Sauð- fjárskurður". Misjöfn og oft slæm meðferð á skepnum hefur að jafnaði verið lát- in afskiptalítil, og þó að ótrúlegt megi virðast, þá munu rætur þessa kæmleysis mannsins vera að rekja til sjálfrar Biblíunnar, en þar stend- ur í sköpunarsögunni í Fyrstu bók Mósesar I. kapitula 27.-29. versi: „hann skapaði þau karl og konu. Og Guð blessaði þau, og Guð sagði við þau: Verið frjósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina, og gjörið ykkur hana undirgefna, og drottnið yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir öllum dýmm, sem hrærast á jörðinni!" Hvers konar drottnun þetta hefur verið, er ljóst af því, sem hér á undan var sagt. Ekkert orð um góða meðferð á dýram, að vísu skyldu þau ræktuð, eins og það hét, en ræktun húsdýra var ekki alltaf mjúkhent. í heilagri ritningu hef ég hvergi rekist á fyrirmæli um það, að fara ætti vel með skepnur. En frá spumingunum hjá prestinum á Breiðabólsstað mínnist ég þó þess, að hafa fengið slík fyrirmæli, t.d. að draga kindur á homunum, en ekki á ullinni. Þá gall við einn af fermingarbræðmm mínum og spurði: „En kollóttar kindur?" Þessu er víst ennþá ósvarað af hendi kirkj- unnar. Höfundur er geriafrsedingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.