Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986 53 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS MáMlltk UJn/ 'U If Bréfritari telur rádlegfra að úða þörungavökva á plöntur en hefðbundnu skordýraeitri. Um varnir gegn skordýrum á tijám og öðrum plöntum V.H. skrifar: „Undanfarið hafa birst bréf í Velvakanda, þar sem ræddar hafa verið þær hættur, sem eru samfara því, að nota sterk skordýralyf á tré. Réttilega hefur verið á það bent, að þessi lyf gera ekki „manna- mun“, þegar þau komast í snertingu við það lífríki, sem þeim er ætlað að vernda. Drepa þau jafnt skor- dýr, sem valda skaða og þau, sem eru til mikils gagns á margan hátt, og stuðla að því að viðhalda við- kvæmu jafnvægi lífríkisins. Þarna er ræktunarfólki vandi á hondum, annars vegar býðst þeim sá möguleiki, að horfa upp á margra ára ræktunarstarf fara í súginn vegna ágangs skordýra, og hins vegar að nota sterk lyf, sem drepa allt kvikt, sem þau komast í snert- ingu við. Þar að auki er það hvimleitt að geta ekki gengið um sinn eiginn garð um lengri eða skemmri tíma hins stutta íslenska sumars, meðan mestu eitrunar- áhrifin eru að dofna. Hvorugur kosturinn er góður. Og þá er ég kominn að erindi þessa bréfs, en það er að benda á þriðja möguleik- ann, sem felur í sér fækkun skað- legra skordýra á gróðri, án þess þó að jafnvægi náttúrunnar sé rask- að á nokkum hátt. Langt er síðan að ræktendur er- lendis tóku eftir því, að notkun þangvökva á gróður minnkaði veru- lega lússækni þeirra plantna, sem þeir ræktuðu. Hægt væri að telja hér upp mörg dæmi um þetta, en þó verður látið nægja að nefna, að allar rannsóknir, sem hafa verið gerðar á áhrifum þangvökva á ýmisskonar blaðlýs og maura á plöntum, gáfu þær niðurstöður, að notkun þangvökva fækkaði þessum dýrum mjög mikið. í einni mikil- vægri tilraun kom í ljós, að úðun plantna með þangvökva, þynntum í vatni, veitti næstum eins góða vöm og úðun með hefðbundnum skordýralyfjum. Ekki er vitað með fullri vissu, hvaða þættir það eru, sem valda þessum áhrifum þörungavökvans. Þó hafa vísindamenn tekið eftir því, að fijósemi skordýranna minnkar að miklum mun, og að þær plöntur, sem hafa verið úðaðar með þömngavökva verða á einhvem hátt ekki eins eftirsóknarverðar til dvalar fyrir þessi dýr. Þetta hljóta að vera mikilvægar fréttir fyrir alla þá mörgu, sem láta sér annt um hreint og ómengað lífríki. Þó svo að þangvökvi veiti ekki alveg eins góða vöm og hefð- bundin skordýralyf, hlýtur mikið að vera fengið með þeirri stað- reynd, að hér er um að ræða ómengaða náttúruafurð, sem hefur alls engin eitmnaráhrif í för með sér. Fyrir utan þau áhrif, sem hér hafa þegar verið nefnd, hefur þang- vökvi og þangmjöl margs konar önnur jákvæð áhrif á gróður. þar á meðal má nefna aukinn vöxt og þroska og bætt heilbrigði plantna- anna. Ennfremur hefur komið í ljós, að þömngaafurðir auka frostþol jurta og varnir þeirra gegn sveppa- sýkingu. Þó svo að engu sé hægt að lofa í þessum efnum, þá hlýtur það að vera þess virði fyrir garðeigendur að gera tilraun með laufúðun plantna sinna með þangvökva. Til em handhægar úðadælur til þess- ara nota, og raunar em þeir margir, garðeigendumir, sem eiga slíkar dælur. Til að byrja með mætti reyna blöndunina 1 hluti þangvökvi á móti 120 hlutar vatns, og úða á hálfsmánaðar fresti. Samt sem áður má búast við því, að þeir, sem bera þröungamjöl á garða sína að hausti, megi vænta enn betri árangurs. Þömngamjöl hefur mjög jákvæð áhrif á rótar- þroska plantna, auk þess sem þau efni, sem valda þeim áhrifum, sem hér hefur verið lýst, berast að sjálf- sögðu frá rótunum og út um alla plöntuna. Á það má benda að lokum, að við íslendingar emm svo lánsamir, að hér á landi er framleitt þömnga- mjöl, sem skarar langt fram úr flestöllum öðmm tegundum þör- ungamjöls, sem framleitt er í heiminum í dag.“ Hagkaupshúsið og útlit Geir G. Gunnlaugsson skrifan „í Morgunblaðinu 14. júlí skrifar ónafngreindur kjósandi grein um nýja Hagkaupshúsið, Kringluna, sem verið er að byggja, og telur það ljótt og væntanlega sóma sér illa á þessum stað. En ég hef rætt við marga sem hafa skoðað húsið og em sama sinnis og ég, að það sé völundarsmíði. Það er ævintýra- höll með forvitnilegum tilbrigðum í byggingarlist hvar sem á það er litið. Á húsinu em engir eyðilegir frystihúsafletir og það fellur vel inn í umhverfíð. Það er að sjá sterklega byggt og eflaust teiknað af viður- kenndum arkitektum. Enn er mikil vinna eftir við bygginguna en þegar búið er að klára húsið, mála það og fjarlægja alla byggingarefnisaf- ganga, leggja gangstíga og ganga frá lóðinni mun húsið verða hin mesta borgarpiýði og vitna um hveiju frjáls verslun getur fengið áorkað, þótt verðlaginu sé í hóf stillt. Eg óska eigendum hússins til hamingju og velfamaðar á rekstri þess. Oánægði kjósandinn á eflaust eftir að fara margar innkaupsferðir í Kringluna og njóta þar hag- kvæmra viðskipta sem munu vonandi breyta hugarfari hans í garð byggingarinnar." þess borgarprýði. ÍLALEIGA FLUGLEIDA Til sölu Galant 1600 station 1982 VW Golf 1982 Til sýnis á Bílaleigu Flugleiða sími 690200. — er hiö mesta hnossgæti og ÍSFUGL er fyrstur til að kynna þetta Ijúfmeti á íslenskum matvæla- markaöi. Kjúklingurinn er gufusoðinn og léttreyktur, tilbúinn til neyslu kaldur eöa upphitaöur. Sérlega bragðgóður og frábær í feröalagiö GOTT-HOLLT OG ÓÐÝRT isfucjl Sími: 666103 « Gódan daginn! NÝTTSÍMANÚMER ÁdBHI.............. Auglýsingar 22480 • Afgreiðsla 83033
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.