Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986 Vöm Norðurlanda skyndiárás gegn eftir Áke Sparring Undirbúningur og umræður um kjarn- orkuvopnaiaust svæði á Norðurlöndum eru sigldar í strand. Jafn- aðarmenn í Danmörku vinna einir að fram- gangi málsins. Frá Noregi er ekki að vænta tíðinda fyrr en stjórnmálaflokkarnir hafa sameinast um nýjan grundvöll í ör- yggismálum. Svíar hafa aldrei náð sér eftir áfallið vegna kaf- bátanna í skerjagarð- inum; Sovétmenn njóta lítils trausts og ríkisstjórnin vill forð- ast deilur um öryggis; mál þessa stundina. í Finnlandi er hug- myndin ekki ofariega á dagskrá eftir að Olof Palme, fyrrum forsæt- isráðherra Svíþjóðar, lýsti yfir að svæðið yrði einnig að ná til Eystrasalts. íslending- ar eru einfaldlega andvígir hugmynd- inni. Þeir hafa — og það með réttu — þung- ar áhyggjur af aukn- um umsvifum flota stórveldanna á haf- svæðinu milli íslands og Noregs. Erfitt er að gera sér grein fyrir áhrifum slyssins í Chernobyl-kjamorku- verinu á umræðuna. Sérfræðingar um öryggismál taka ríkjandi ládeyðu með jafnað- argeði. í þeirra hópi eru fáir, nema þá helst í Finnlandi, sem aðhyllast hugmyndina um kjam- orkuvopnalaust svæði á Norður- löndum. Hugmyndin hefur aftur á móti verið ofarlega í huga almenn- ings. Knut Frydenlund, utanrík- isráðherra Noregs, hefur sagt kjamorkuvopnaiaus Norðurlönd vera „sterkt og grípandi mál“. Þeir sem þannig líta á málið hljóta að ganga að því vísu að svæðið verði lýst kjamorku- vopnalaust jafnt á friðar- sem átakatímum. Vafalaust em margir þessarar skoðunar. Hins vegar hef ég aldrei hitt áhrifa- mikinn stjómmálamann frá einhverju Norðurlandanna, hvað þá sérfræðing, sem telur að Norðurlöndin geti verið eins kon- ar griðastaður ef til kjamorku- styrjaldar kæmi. Mér virðist sem þetta bil milli almennings og stjómmálaleiðtoga, milli stað- reynda og væntinga, valdi því, að ógjörlegt er að ræða önnur úrræði. Líklega er þetta ein ástæðan fyrir því að umræðan hefur nú siglt í strand. Þetta ber að harma. Þörf er á raunhæfum aðgerðum til að tak- marka vígbúnað. 30 ára hugmynd Nú em um 30 ár liðin frá því hugmyndin um kjamorkuvopna- laust svæði á Norðurlöndum kom fyrst fram. Fjölmargar ólíkar áætlanir hafa verið kynntar. Allar eiga þær það sameiginlegt að kjamorkuvopn skuli ekki fyrir- finnast á Norðurlöndum. Þegar Búlganín, þáverandi for- sætisráðherra Sovétríkjanna, varpaði hugmyndinni fyrst fram í janúar árið 1958 gerði hann ráð fyrir Norðurlöndum sem hluta af stærra kjamorkuvopnalausu svæði í Evrópu með þátttöku hlut- lausra ríkja. í þessari tillögu Sovétmanna var ekki gert ráð fyrir sérstöðu tiltekinna ríkja. í tillögu Kekkonens, þáverandi forseta Finnlands, frá 1963 var við það miðað, að kjamorku- vopnalaust svæði væri fyrst og fremst norrænt málefni. Sam- kvæmt hugmyndum hans áttu löndin að skuldbinda sig til að hýsa ekki kjamorkuvopn og þann- ig verða til að tryggja stöðugleika á friðartímum. Kekkonen áræddi ekki að gera sér miklar vonir um gildi svæðisins á ófriðartímum. Kekkonen breytti áætlun sinni á áttunda áratugnum og bætti við hugmyndum um tryggingu til handa ríkjum þeim sem lýst yrðu kjamorkuvopnalaus. Stórveldin áttu að skuldbinda sig til að beita hvorki kjamorkuvopnum gegn viðkomandi ríkjum né heldur hóta því að beita slíkum vopnum. Ekki fylgir sögunni hvort Kekkonen taldi þessa útgáfu áætlunarinnar geta dugað á átakatímum. Mér þykir það þó heldur ótrúlegt. Á meðan Sovétmenn studdu tillögur Kekkonens vöktu þær lengi aðeins reiði á hinum Norður- löndunum. Danir og Norðmenn gátu ekki skilið hvers vegna þeir ættu að afþakka hugsanlega hjálp frá bandamönnum sínum gegn óljósu loforði Sovétmanna. Þegar Norðmenn, Svíar og Danir breyttu afstöðu sinni í þessari röð, en það gerðist nánast með kúvendingu í byrjun þessa áratugar, var áætl- unin tengd hugmyndum um kjamorkuvopnalaust belti í gegn- um þvera Evrópu. Norðmenn bentu á að þetta væri ekki í sam- ræmi við upprunalegar tillögur Kekkonens. I raun jafngilti þetta yfirlýsingu um að kjamorku- vopnalaust svæði á Norðurlöndum hefði takmarkað gildi eitt og sér. Ágreining-ur Þessi stefnubreyting var í raun frekar í orði en á borði. Menn greindi strax á um framkvæmd hugmyndarinnar. Efasemdar- mennimir eða hinir varfæmu vildu bíða eftir því að Evrópuríkin kæmust að heildarsamkomulagi en hinir óþolinmóðu vildu þegar í stað setjast að samningaborðinu. Þeir hinir sömu töldu að á þann hátt fengju ríki í Mið-Evrópu og á Balkanskaga nauðsynlega hvatningu. Hinir varfæmu fóra með sigur af hólmi. Gagnstætt Finnum gerðu Skandinavíuríkin þá kröfu á hend- ur Sovétmönnum að þeir fjar- lægðu þau kjamorkuvopn, sem ætlað væri að beita gegn Norður- löndum á átakatímum, frá ákveðnum landamærasvæðum. Anker Jörgensen, fyrram forsæt- isráðherra Danmerkur, sem lengi var efíns um gildi tillögunnar, krafðist þess að Kólaskagi yrði talinn til þessara svæða. Með tilliti til hemaðarlegs mik- ilvægis Kólaskaga virðist sem Anker Jörgensen hafi viljað binda enda á umræðuna. Krafa Svía um að Eystrasalt yrði hluti svæðisins er ekki eins ósanngjöm en þó óaðgengileg fyrir Sovétmenn. Af þessum sökum komust Finnar að þeirri niðurstöðu, að málið væri ekki lengur á dagskrá. f fyrstu vísuðu Sovétmenn kröf- um Svía og Dana á bug. Afstaða þeirra til kröfunnar varðandi Eystrasalt hefur ekki breyst. Hins vegar hafa þeir gefið til kynna að einhverjar tilslakanir varðandi kjamorkuvopn á landi séu hugs- anlegar. Væntanlega telur Sovét- stjómin kröfur Norðurlanda óraunhæfar. í fyrsta lagi — og raunar var það Kraschev sem benti á þetta atriði — gætu Sovét- menn skotið kjamorkuflaugum að Norðurlöndunum frá skotpöllum lengra inni í landi. í öðru lagi væri auðveldlega unnt að færa eldflaugamar aftur til baka eftir að samkomulag hefði verið undir- ritað. Gildi vísbendinga af þessu tagi felst i því, að þær gefa til kynna, að Sovétmenn átti sig á því, að þeir þurfi sjálfir að leggja eitthvað af mörkum. Tryggingn skortir Við hinir varfæmu eram þeirr- ar skoðunar, að Sovétmenn hafi rétt fyrir sér. Samkvæmt rann- sóknum fínnska fræðimannsins Thomas Ries hafa Sovétmenn komið 1.350 kjamorkusprengjum þannig fyrir í landamærahérað- um, að þeim er unnt að beita gegn Svíþjóð. Þetta er mikill fjöldi. En jafnvel þótt þessi vopn yrðu fjarlægð, sem væri óhjá- kvæmilegt, ef komast ætti að samkomulagi, myndi það í raun engu breyta. Þau kjamorkuvopn sem eftir stæðu myndu nægja til að gera Svíþjóð óbyggilega. Hið sama á við um hin Norðurlöndin. Bandaríkjamenn, Frakkar og Bretar hafa einmitt hamrað á þessu atriði í viðræðum við Dani og Norðmenn. Eina tryggingin, sem Sovétmenn geta veitt, era nokkur orð á blaði, svo framarlega sem endurgjaldið tengist kjam- orkuvopnum. Sannast sagna skil ég ekki áhuga Sovétstjómarinnar á kjam- orkuvopnalausu svæði á Norður- löndum. Ég trúi því varla að sænsk stjómvöld taki á ný að íhuga framleiðslu kjamorku- vopna. Ég get ekki heldur ímyndað mér að stjómvöld í Nor- egi og Danmörku kalli á hjálp bandamanna sinna nema Sovét- menn hóti beinlínis að ráðast inn í löndin. Því tel ég, að gjörðir Sovétstjómarinnar ráði því hvort Norðurlöndin verða áfram kjam- orkuvopnalaus eða ekki. Sovétmenn vilja greinilega fá bindandi tryggingu. Að sjálfsögðu ræður þar mat þeirra sjálfra á eigin hagsmunum. Ef til átaka kemur era þeir vafalaust stað- ráðnir í að heyja stríðið eins vestarlega og mögulegt er. Ekk- ert er fjarlægara sovéska hemum en hemaðarstefna, sem byggist á ví að ögra ekki andstæðingnum. Skandinavíu vill sovéski herinn helst berjast án kjamorkuvopna, því að niðurstöður rannsókna Voroshilov-akademíunnar benda til þess, að yrði kjamorkuvopnum beitt í Skandinavíu myndi það auka á erfíðleika venjulega her- aflans. Menn geta með nokkram rétti efast um yfírburði Sovétmanna á sviði hefðbundins hemaðar í Mið- Evrópu en norðar í álfunni eru þeir ótvíræðir. Því þjónar kjam- orkuvopnalaust svæði á Norður- löndum hagsmunum Sovétmanna jafnt á stjómmála- sem hernaðar- sviðinu. Það er einnig hagsmunamál okkar að auka eigið öryggi. Við fáum ekkert við því gert, að Sov- étmenn geta grandað okkur með eldflaugum frá Mið-Asíu. í því efni verðum við að setja traust okkar á það, sem gerist í Genf- arviðræðunum. Hætta á skyndiárás Ef það, sem hér hefur verið sagt, er rétt, myndi samkomulag um kjarnorkuvopnalaus Norður- lönd óhjákvæmilega hafa í för með sér, ef jafnvægi ætti að hald- ast, að Norðurlönd yrðu að styrkja hefðbundinn herafla sinn, eða, það sem betra væri, að Sovétmenn skæra niður þann herafla, sem beint er gegn Skandinavíu. í þessu samhengi kemur fyrst upp í hug- ann sú áhersla, sem Sovétmenn hafa lagt á það undanfarin ár, að ráða yfír herafla, sem nota má til skyndiárása. Geta þeirra á þessu sviði ásamt hernaðaráætl- unum Sovétmanna valda því, að um þessar mundir ríkir enginn stöðugleiki í hernaðarlegu stöð- unni, hvorki við Eystrasalt né á Norðurkollu-svæðinu ( þ.e í norð- urhluta Finnlands, Svíþjóðar og Noregs). Vamir allra Norðurlanda byggjast fyrst og fremst á al- mennri herskyldu. Þetta er að mörgu leyti ágætt. Þegar allt liðið hefur verið kallað út, er fælingar- máttur þess mikill. Vandinn er sá, að viðbragðsflýtir er lítill. Þess vegna kallar viðbúnaðurinn á skyndiárás, ef svo má að orði kveða. Við ættum því að geta lagt það til, að í stað kjamorkuvopnaleysis okkar leggi Sovétmenn sitt af mörkum til að bæta okkur og einkum Dönum og Norðmönnum það upp, sem leiðir af því að kjam- orkuvopnum er hafnað. í raun myndi krafa þessi þýða, að Sovét- menn yrðu að fjarlægja land- göngusveitir og ákveðnar gerðir vopna, einkum langdrægar sprengjuflugvélar. Þá yrðu þeir einnig að láta af ákveðnum heræf- ingum á norðurslóðum. Traust milli ríkja Á þennan hátt mætti tengja hugmyndina um kjamorkuvopna- laus Norðurlönd þeim viðræðum, sem fram fara á Stokkhólmsráð- stefnunni um leiðir til að efla traust milli ríkja í hemaðarmálum og er hluti af viðræðunum á grandvelli samþykktanna um ör- yggi og samvinnu í Evrópu. Á Stokkhólmsráðstefnunni hefur hópur hlutlausra ríkja (NN-hópur- inn svonefndi), sem bæði Svíar og Finnar tilheyra, lagt ríka áherslu á það, að fyrirfram verði skýrt frá æfíngum, þar sem notuð eru „sérstaklega ógnvænleg vopn og vígbúnaður" og hafa land- göngusveitir og fallhlífasveitir einkum verið nefndar í þvi sam- bandi. Athygli vekur að Sovét- menn hafa ekki vísað þessum kröfum á bug. Skylda til að tilkynna heræfíng- ar fyrirfram er aðeins eitt skref í rétta átt. Umræður um svæði snúast um gagnkvæmar takmark- anir. Ekki þarf að skoða landakortið lengi til að átta sig á því, að eigi að útiloka skyndiárásir á ákveðnu svæði, þarf það einnig að ná til Austur-Þýskalands og Póljands. Norðurlöndin fjögur — ísland tengist alls ekki þessari hugmynd — mynda ekki afmarkaða her- fræðilega heild. Frá Málmey og Kaupmannahöfn er styttra til Moskvu en til Hammerfest í Norð- ur-Noregi. Næsta höfuðborg við Kaupmannahöfn er Berlín. Höfundur er fyrrverandi for- stjórí Sænsku utanríkisstofnun- arinnar. Hættan á sovéskri skyndiárás á Norðurlönd hefur aukist undanfarin ár. Venjulegum vopnum yrði beitt í slíkri árás. Hugmyndir eru uppi um að knýja Sovétmenn til samkomulags til að takmarka þessa hættu. Myndin sýnir sovéskar landgöngusveitir á æfingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.