Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986 Með Grínurum og Spaugurum í Þrautakeppni Á flipp og metasvæði lands- mótsins, þar sem keppt er í ýmsum þrautum, hitti blaðamað- ur frískan hóp úr Skátafélagi Sólheima. Félagið skiptist í tvo Hér er verið að keppa um hvor flokkurinn getur komið fleirum fyrir á litlum kassa og eru Spaugarar hér komnir með sex manna á kassann. flokka Spaugara og Grínara og var ekki annað að sjá en að það væri réttnefni þar sem mikil kæti ríkti í þrautakeppninni. Fyrsta þrautin fóist í því að kasta lassó yfir staur og gekk það hvorki né rak hjá hvorugum flokknum þrátt fyrir glæsilegar tilraunir. Næst var keppt um hvor flokkur- inn gæti troðið fleirum á lítin pall og stóðu Spaugarar sig langtum betur, komu sex manns á pallinn með því að standa þétt saman en Grínarar aðeins þremur. Þá spreyttu menn sig á jafnvægislist á rá og var þar þyngsta þrautin að mæta manni á miðri leið og reyna að komast framhjá honum. Enduðu þessar tilraunir flestar með að báð- ir aðilar duttu af ránni og fengu mjúka lendingu á þýfðu túninu. „Þau eru búin að vera mjög spennt að komast á mótið. Þau pluma sig vel, blanda geði við aðra á mótinu, taka þátt í dagskrá af krafti og skemmta sér hið besta," sögðu þeir Guðjón Sigmundsson og Guðmundur Pálsson sem að félag- inu standa ásamt Einarí Daníels- syni. „Skátafélag Sólheima stofnuðum við í október í fyrra og er þetta fyrsta skátafélag á landinu fyrir fatlaða. Þetta kom þannig til að við félagamir unnum saman i sumarbúðum skáta á Úlfljótsvatni í fyrra sumar og fannst þegar við réðum okkur sem starfsmenn á Sólheimum í fyrrahaust að upplagt væri að heQa þama skátastarf. MikiII áhugi reyndist fyrir þessu og em fímmtán af fjörutíu vistmönnum í skátafélaginu. Starfið hefur verið Glæsilegar tilraunir voru gerðar til að koma lassó yfír staur en án árangurs. Morgunbia&a/Börkur gróskumikið. Við höfum fundi einu sinni í viku þar sem á dagskrá em sögur, söngur grín og gleði. í vetur fómm við tvisvar í útilegu á Úlf- ljótsvatn og í vettfangsferð um öryggismál þar sem við heimsóttum meðal annars Landhelgisgæsluna, Slökkvistöðina og Hjálparsveit Skáta. Að loknu landsmóti mun félagið svo vinna ötulega að undir- búningi íþrótta- og ^ölskyldumóts Sólheima sem haldið verður 29-31 ágúst. Það er mikil þörf á félagslífí í þessum dúr fyrir fatlaða hér á landi og emm við þar aftarlega á mer- inni á miðað við hin Norðurlöndin. Okkur hefur gegnið vel að sníða skátastarfið að þörfum félagsins í Sólheimum og hafa þær stórkost- legu viðtökur sem við höfum fengið hvarvetna létt starfíð mikið.“ Gróskumikið starf hefur verið hjá Skátafélagi Sólheima í vetur en félagið er það fyrsta sem stofnað er fyrir fatlaða hér á landi. Hér má sjá stofnendur félagsins og foringja þá Guðmund Pálsson og Guðjón Sigmundsson spreyta sig á jafnvægislist. „Halda þeir að við séum fakírar sem sofum á hraunnibbum?“ Hrefna Tynes rifjar upp atburði af landsmótum fyrri ára Ég hafði verið skáti í 19 ár, og aldrei farið á iandsmót. Hvernig gat það átt sér stað? Ósköp einfalt mál, fyrstu 10 árin var ég skáti norður á Siglufirði, engin landsmót. Næstu 7 árin, þar með talin styijaldarárin í Noregi var skátahreyfingin fljótlega bönnuð, hún var þyrnir í augum nazista, sem vildu láta hana sameinast ungnaz- istahreyfingunni. En nei sögðu forystumenn skátahreyfingarinnar. Þar með var lagt haid á eignir skátafélaga. Ailt var tekið, skáiar, tjöld, útbúnaður, skátabúningar, merki, bækur og peningar, litlu var hægt að koma undan. Allt bannað að viðlagðri þungri refsingu. Foringjar voru látnir mæta hjá „yfírvöldum" og skrifa undir yfírlýsingu þess eðlis, að þeir myndu ekki halda skátafund eða neitt annað sem flokkaðist undir skátastarf. Bannað var að syngja þjóðsönginn, flagga með norska fánanum og halda hátíðlegan þjóð- hátíðardaginn. Ég hugsaði þeim þegjandi þörf- ina, þegar ég var að skrifa undir þetta. Afhenti fundargerðarbókina með nafnalista, skipti síðan pening- unum á milli stelpnanna, tók fánann, sem ég var nýbúin að gefa félaginu, og hann ekki kominn á blað, geymdi hann öll stríðsárin og gaf hann félaginu, sem stofnað var áður en við fórum heim til íslands. Þetta tókst af því að lögreglustjór- inn á staðnum lokaði augum og eyrum, þegar hann mögulega gat. Skátahreyfingin bönnuð, engar eignir, ekkert landsmót. Tveim árum eftir heimkomuna var haldið landsmót á Þingvöllum 1948, stórt og glæsilegt mót. Páll Gíslason fyrrv. skátahöfðingi var mótstjóri. Að sjá tjaldborgina og alla fán- ana inn á leirunum var ógleymanleg sjón. Veðrið var líka dásamlegt — allt var stórkostlegt, og svo þessi magnþrungna sameiningartilfinn- ing, skátar frá mörgum þjóðum, sama skátaheitið, sömu lögin, sama markmiðið. Þetta gleymist ekki þeim sem einu sinni fá að upplifa það. Ég viðurkenni að skátahug- sjónin náði tökum á mér strax í upphafi.Bræðralag, getur nokkur bent á betri lausn daglegra vanda- mála? Auðvitað gerðist margt skemmti- legt, það gerist á öllum mótum. Stelpumar í skátaskólanum höfðu æft af kappi, bæði skátakunnáttu sína og einnig skemmtiatriði. Þær vildu helst verða skjaldmeyjar áður en þær færu á mótið, það kostar II: fl. próf og 6 sérpróf, þar á með- al Hjálp í viðlögum. Helgi Ess kom til mín einn dag- inn, og spurði hvort ég ætti ekki eitthvað í fórum mínum til að hafa á varðeldi. Ég sagðist eiga hálfkar- aðan brag undir Palavú-lagi. „Það er gott, ég get klárað hann," sagði Helgi. „Ég kann hvort eð er ekkert annað lag.“ Þegar leið að því að stóri varðeldurinn í Hvannagjá ætti að fara að byrja kemur Eiríkur Frá Landsmótinu 1948. Frá hægri Helgi Tómasson, skátahöfðingi, Wilson aðalframkvæmdastjóri Alþjóðabandalagana, Sigurgeir Sig- ursson, biskup, Guðrún Pétursdóttir, biskupsfrú og Hrefna Tynes. Jóhannesson, í daglegu tali nefndur Eiríkur Jóh. Hann segir mér að Skarphéðinn Össurarson úr Keflavík ætli að syngja svo sniðug- ar vísur sem Helgi Ess hafí látið hann hafa. Ég fór til Skarphéðins, það tísti í honum, þegar hann sagði að þar væri svo sniðug vísa um mig. „Þú syngur ekkert fyrr en ég er búin að búa til vísu um Helga." Ég varð að hafa hraðan á og klambra einhveiju saman um Helga. Eiríkur kom með mér og gætti þess að eg yrði ekki ónáðuð. Þá kemur Helgi og segir: „Hvað eru þið að gera? Á ég að hjálpa ykkur?“ „Nei, þakka þér fyrir, þetta er að verða búið, Skotamir eru bara að gera mig ærða, þeir eru héma hinu megin við homið að æfa sig. Það var allsstaðar verið að æfa sig.“ Össi kom. „Hvar er ljóðið?" Það skríkti í honum, hann var reglu- legur brandarakall. Hann sagði alltaf, ef einhver sagði eitthvað sniðugt: „Nú verður gaman f Keflavík eftir hálfan mánuð," þá færi hann að skilja fyndnina og færi að hlæja. En, nú, já skátalíf hefur margar hliðar. Þama komu forsetahjónin, kliðurinn þagnaði, þau vom færð í bláu skikkjumar, hátíðleikinn breiddist yfír þingheim. Nú gat a|lt hafíst. Söngur upp- hófst, hrópin bergmáluðu á milli klettanna. í lokin komu Norðmenn- imir í ljós uppi á klettabrúnunum, allvígalegir að hætti víkinga, stukku og hlupu um allt með ópum og óhljóðum. En enginn féll fyrir vopnum þeirra. Deginum lauk með bræðralagssöngnum og kvöld- söngnum eins og venjulega. Eg fer nú að hugsa, því í ósköp-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.