Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR l. ÁGÚST 1986 •• gafe.!g| Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Framkvæmdirá Öshlíðganga vel Framkvæmdir við 90 metra langar vegsvalir á Óshlíðarvegi, milli Hnífsdals og Bolungarvíkur, ganga samkvæmt áætlun, að sögn Ornólfs Guðmundssonar verktaka. Nú er verið að ljúka við að steypa veggina og innan tíðar verður hafist handa við uppslátt fyrir þekjuna. Myndin var tekin þegar verið var að steypa lokaáfanga hærri veggjarins, sem er nær hlíðinni, en einnig sjást undirstöður lægri veggjarins fjær hlíðinni. Hvalaviðræður í Washington á miðvikudaginn Frá Jóni Ásgeiri Sigurdssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Bandaríkjunum. Reykjavík: Útsvar 135 milljón- ir umfram áætlun Útsvar og aðstöðugjöld á landsvísu lítillega umfram spár Þjóðhagsstofnunar ÁLAGT útsvar á árinu 1986 hækkaði á landsmeðaltali um 37,91% frá fyrra ári en álögð aðstöðugjöld hækkuðu um 40,59%. í Reykjavík hækkaði álagt útsvar um 44%. þessu ári, en afgangurinn kæmi væntanlega til góða á árinu 1987. Hversu miklu tækist að ná inn á þessu ári, vildi Eggert ekki tjá sig um, nema hvað að innheimtan gengi verr nú en á sama tíma í fyrra. Miðvikudaginn 6. ágúst næst- komandi mun Halldór As- grímsson sjávarútvegsráð- herra ræða við Malcolm Baldrige viðskiptaráðherra Bandarikjanna í Washington um hvalveiðar Islendinga. Af hálfu íslands fara til Wash- ington þeir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra, Guðmund- ur Eiríksson þjóðréttarfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu, Kjart- an Júlíusson aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra og Jóhann Sigurjónsson hvalasérfræðingur Hafrannsóknastofnunar. Enn- fremur taka líklega þeir Jakob Jakobsson forstjóri Hafrann- sóknastofnunar og Hans G. Andersen sendiherra þátt í við- ræðunum. Af hálfu Bandaríkjamanna taka þátt í viðræðunum auk Baldrige viðskiptaráðherra nokkrir aðrir bandarískir emb- ættismenn frá bandarísku utan- ríkis- og viðskiptaráðuneytunum. Búist er við að þeirra á meðal verði Dr. Anthony J. Calio sem veitir forstöðu þeirri deild við- skiptaráðuneytis Bandaríkjanna, sem hefur með hafrannsóknir, veðurathuganir og sjávarútvegs- mál að gera (National Oceanic and Atmospheric Administrat- ion). Dr. Calio er ennfremur fulltrúi Bandaríkjanna í Alþjóða hvalveiðiráðinu og átti þátt í við- ræðunum við Halldór Ásgrímsson í Washington í ágústbyijun. Blönduós: Settu stol- ið greiðslu- kort í pant LÖGREGLAN á Blönduósi þurfti í gærkveldi að hafa afskipti af þremur mönnum frá Reykjavík, sem reyndust hafa stolið Visa- greiðslukorti. Mennirnir þrír komu með leigu- bifreið til hótelsins á Blönduósi, en þegar erfíðlega gekk að greiða gjaldið fyrir ferðina létu þeir bifreið- arstjórann fá kortið til vörslu og átti það að vera trygging fyrir greiðslu. Bifreiðarstjórinn ók síðan heim til Sauðárkróks, en þar taldi hann ráðlegast að láta lögregluna vita af málinu. Kom þá í ljós að kortinu hafði verið stolið í Reykjavík á þriðjudag. Enn er ekki vitað hve mikið hefur verið greitt með kort- Samanlagt útsvar á þessu nam 5.373.307.000 krónum, en í fyrra var álagt útsvar 3.896.296.000. Hækkunin á milli ára nemur 37,91%, en í spá Þjóð- hagsstofnunar hafði verið gert ráð fyrir 37,5% hækkun. Samanlögð aðstöðugjöld á þessu ári nema 1.662.659.000 krónum, en í fyrra voru álögð útgjöld 1.182.671.000. Hækkunin á milli ára nemur 40,59%, en í spánni var gert ráð fyrir 38,0% hækkun. í Reykjavík nam álagt útsvar á þessu ári 2.085.776.790 krónum, en í fyrra var það um 1.503.000.000 krónur. Hækkunin á milli ára nemur 38,77%, en í áætlun Þjóðhagsstofnunar var gert ráð fyr- ir 37,5 % hækkun. Það sem Reykjavíkurborg hlýtur í aukið út- svar frá því, sem gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun, er 135 milljónir. í apríl síðastliðnum sendi Þjóð- hagsstofnun Reykjavíkurborg þær upplýsingar, sem einnig voru sendar fjármálaráðuneytinu, að samkvæmt úrtaki því, er stofnunin hafði tekið úr skattframtölum í apríl, hefði tekjubreyting á milli áranna 1984 og 1985 orðið mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir í spánni, og því myndi útsvar auk- ast frá því sem gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun Reykjavíkur. Þrátt fyrir þessar upplýsingar var fjárhagsáætlun ekki breytt. Eggert Jónsson borgarhagfræð- ingur sagði í viðtali við Morgun- blaðið, að ástæðurnar fyrir því að ekki var fylgt upplýsingum Þjóð- hagsstofnunar, væru aðallega tvær. í fyrsta lagi var ekki talið, að unnt væri að reiða sig á úrtak Þjóð- hagsstofnunar vegna mismunandi tekjuþróunar einstakra tekjuhópa og í öðru lagi það, að á þessum tíma voru ný viðhorf komin til sög- unnar, þ.e.a.s. þau að sýnt var að launaútgjöld yrðu hærri en gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætl- un, en auk þessa kæmi í þriðja lagi til, að aðeins þrír mánuðir væru frá því að upplýsingar þjóðhagsstofn- unar bærust og þar til útsvarið væri lagt á. Eggert sagði, að þessum 135 milljónum yrði að mestu ráðstafað til hinna auknu launaútgjalda á Njálssaga: Síðustu sýningar 9. og 10. ágúst SÍÐUSTU sýningar á Njálssögu í Rauðhólum í sumar verða laug- ardaginn 9. ágúst og sunnudag- inn 10. ágúst kl. 17 báða dagana. „Söguleikarhir" standa að sýn- ingunni. Helga Bachmann og Helgi Skúlason eru leikstjórar, tónlist er eftir Leif Þórarinsson, og flytja Hákon Leifsson, Þorkell Jóelsson og Kormákur Geirharðsson hana. Messíana Tómasdóttir hannaði bún- ingana og Krístín Guðjónsdóttir saumaði. Tólf leikarar leika í sýningunni. Erlingui Gíslason leikur Njál, Ásdís Skúladóttir leikur Bergþóru konu hans, Valdimar Flygenring leikur Skaiphéðin, Þröstur Leo Gunnars- son leikur Grím, Jakob Þór Einars- son leikur Höskuld Hvítanesgoða, Bryndís Petra Bragadóttir leikur Hildigunni konu hans, Aðalsteinn Bergdal leikur Mörð Valgarðsson, Guðrún Þórðardóttir leikur Þór- kötlu konu hans, Rúrik Haraldsson leikur Valgarð goða og Flosa, Skúli Gautason leikur Kára. Eiríkur Guð- mundsson og Helga Vala Helga- dóttir leika þræl og þernu. Miðar eru seldir í Rauðhólum fyrir sýningar en einnig í Girnli við Lækjargötu og ferðaskrifstofunni Faranda, Vesturgötu 3. SITUR bU I I Ulm w*%JP I SVONA STÓL? Vegna mistaka á árunum 1980-1982 voru seldir nokkrir Facit Caravelle skrifstofustólar, framleiðslunúmer 9704-6 1-xx-41 . með stillanlegri gaslyftu. í ijós hefur komið að í vissum tilfellum getur verið slysahætta af stólum þessum. Óttast er að einhverjir stólar af þessari gerð séu enn í notkun hér á landi. Eru það vinsamieg tilmæli til eigenda slikra stóla að þeirhafi samband við söludeild okkar hið fyrsta ísima 641222. GÍSLI J. JOHNSEN SF. NÝBVLAveGl 16 • PO BOX 397* 202 KÓPAVOGUR ♦ SÍMI 641222 n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.