Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986 fclk í fréttum Góða veislu gj ora skal Kevin Kline heitir ungfur og efnilegur leikari vestan hafs, sem verið hefur sérlega sniðugur í að sanka að sér konum úr sömu stétt — konum, sem þegar eru orðnar þekktar. Eiginlega skilur enginn hvemig hann komst í kynni við hinar skæru stjömur, hvað þá heldur hvaða brögðum hann beitti til að verða festur á fílmu — allt í einu var hann bara mættur á staðinn og farinn að leika af mikilli innlifun. Kæmstu krækti hann sér fljót- lega í og heitir hún Phoebe Cates. Phoebe hefur það sér helst til frægðar unnið, að hafa farið með hlutverk frægrar fyrirsætu, sem átti við sálrænar flækjur að stríða í myndaflokknum „Lace“. Ekki alls fyrir löngu mættu þau skötuhjú Cates og Kline í sam- kvæmi eitt, sem haldið var í Hollywood-hverfínu í Los Ang- eles. Gestgjafínn var enginn önnur en leikkonan Brooke Adams og tilefnið var stofnun fyrirtækis, sem Adams veitir forstöðu. Tilgangur og markmið fyrir- tækisins er fjármögnun söngleikja og annarra álíka sviðsverka þar vestra. í veislu þessa var flestu frægu fólki boðið og þess um leið vænst að það léti eitthvað af hendi rakna til framtaksins. Ekki stóð nú heldur á því — seðlamir streymdu inn í sjóðinn, enda metn- aðurinn mikill milli stjamanna, svo upphæðimar urðu sífellt hærri. Það má því reikna með að söngleikjum fari fjölgandi á fjöl- unum í nánustu framtíð. Báðar brosa þær ósköp blítt, leikkonumar Brooke Adams og Pho- ebe Cates. Phoebe er ástf&ngin upp fyrir haus af manninum á myndinni, leikaranum Kevin Kline. Astæðan fyrir kátinu Adams er hinsvegar allt önnur — traustur fjárhagur þess fyrirtækis, sem hún veitir forstöðu. Púki í peysufötum. Hún er óneitanlega pínulítill prakkari í sér leikkonan Sophia Loren. Hvítar lygar og rauðar rósir Italska leikkonan Sophia Loren hefur löngum verið þekkt fyrir dálítið dularfulla og daðurslega framkomu, tvíræð og stríðnis- leg svör. Ekki brást henni heldur bogalistin nú um daginn, hleypti öllu í bál og brand, er blaðamenn inntu hana eftir viðhorfum hennar til hinna svokölluðu ftjálsu ásta, framhjáhalds og þess háttar mála. „Hvítar lygar eru eins og rauðar rósir,“ sagði leik- konan skáldleg á svip. „Hvort tveggja er nauðsynlegt til að lífga upp á rómantíkina." — Ja, hvað ætli páfinn segi nú? tf- KT\ð «•» % # m*. f— r)J ■ rXr* v--, ’-Nte Ert þú elsta barnið? Sefur þú á gólfinu? Þú gætir verið sérvitur! xC5 -r'i Það er óhætt að fullyrða að þau eru fá þjóðfélögin sem sýnt hafa sérvitringum jafnmikið um- burðarlyndi og tillitssemi og það breska í gegnum tíðina. Alls konar dillum og duttlungum náunga sinna hafa Bretamir tekið með jafnaðar- geði, brosað út í annað og sagt svona léttruglað fólk ágætis krydd í tilveruna, lífga upp á bæjarbrag- inn. Ef til vill er það líka þess vegna, sem furðufuglar virðast vera fleiri í Bretlandi en annars staðar í heiminum, þar þora þeir einfald- lega að láta ijós sín skína, fram- kvæma það sem aðrir láta sig aðeins dreyma um í laumi. Nú er svo kom- ið að háskólinn í Edinborg hefur ráðist í hið umfangsmikla verk að rannsaka eðli sérviskunnar, orsakir og afleiðingar, í þeirri von að leiða megi í ijós uppruna skapandi hugs- unar. Könnun þessi nær til 200 viður- kenndra sérvitringa, sem margir hverjir eru þó ósköp eðlilegir í dag- legu háttemi. Einn er til að mynda sérfræðingur í öryggiskerfum sem ætluð eru bönkum. Þessi virðulegi maður skiptir hins vegar algerlega um hlutverk er heim kemur, kallar sig þá Hróa hött, klæðist hinum hefðbundna búningi útlagans, gengur um vopnaður boga og örv- um og labbar hann gjaman langar leiðir til ágóða fyrir líknarfélög, berfættur og í náttfötum. En eiga þessir sérvitringar eitt- hvað annað sameiginlegt en geysi- legt hugmyndaflug? Forseti sálfræðideildar Edinborgarháskóla, dr. Weeks, lýsir sérvitringum á þessa leið: „Þeir eru einbeittir á þröngu sviði, gáfaðir og fylgnir sér. Þeir eru líka mikils virði í þjóð- félagi, sem verður sífelit staðlaðra með ári hveiju.“ Eins og við mátti búast hefur rannsókn þessi vakið mikla athygli vísindamanna, sem bíða spenntir eftir niðurstöðunum. Meðal þeirra sem Iagt hafa dr. Weeks lið í viðleitninni er tölvu- framleiðslufyrirtækið Intemational Computer. Lögðu þeir fram styrkt- arfé í von um að fá fleiri „orginala" til liðs við sig. Ahugi dr. Weeks á þessu máli kviknaði fyrir tveimur árum þegar honum varð ljóst að sjúkdómsgrein- ingin „sérvitringur“ var notuð sem ruslakista á geðdeildum landsins. Allir þeir sem ekki vora alveg eins og fólk er flest voru afgreiddir og útskrifaðir með þennan sérvisku- stimpil á bakinu. „Þó svo við eigum enn nokkuð langt í land með að geta sagt með fullri vissu hvað það er sem orsakar sérviskuna, höfum við þegar orðið nokkurs vísari," uppiýsti dr. Weeks fyrir skömmu. „Sérviskupúkinn er oftast annað hvort einkabam eða elsta bamið í systkinahópnum. Venjulega hefur hann líka notið mikillar vemdar í uppvexti sínum, verið vandlega gætt. Hann er sjaldan metnaðar- gjam og kann ilia við aila hópvinnu, hvort heldur sem er í starfí eða leik. ,0", m Sð2^aaUt nae9tum tfvl „Þrátt fyrir að sérvitr- ingar geti verið fjöl- breytilegir í útliti eiga þeir ýmis- legt sameig- inlegt, þegar betur er að gáð,‘‘ fullyrðir dr. Weeks m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.