Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986 Kvennagolf hjá GS: Þrjú fjörug mót á stuttum tíma • Sævar Jónsson UNDANFARNA daga hafa verið haldin þrjú kvennamót í golfi hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Lancome-keppnin var haldin þar og var óvenju mikill vindur þegar keppnin fór fram, og það svo að keppendur áttu í mestu erfiðleik- um með að standa á vellinum. Yngsti keppandinn lét það ekki á sig fá og sigraði í keppninni, bæði með og án forgjafar. Sú heitir Karen Sævarsdóttir úr GS og er hún aðeins 13 ára gömul. Þessi keppni var sú síðasta sem haldin var frá gamla klúbbhúsi Suðurnesjamanna og var viss söknuður í mönnum. Karen vann eins og áður segir, lék á 88 högg- um, en móðir hennar, Guðfinna Sigurþórsdóttir lék á 96 höggum og nældi í annað sætið. Aðalheiður Jörgensen úr GR varð þriðja á 101 höggi. Karen lék á 68 höggum nettó og það varð Katla Olafs- dóttir úr GR í öðru sæti með 76 högg en Guðfinna í því þriðja með 77 högg. Guerlain: Þetta er í annað sinn sem Guerlain-mótið er haldið og er þetta punktakeppni sem er góð tilbreyting frá höggleiknum þvi þá geta menn tekið upp boltann ef þeir fá „sprengju" og sleppt þvi að skrifa skorið. Aðalheiður Jörgensen úr GR vann þetta mót með 34 punkta en Hildur Þorsteinsdóttir GK varð önnur með 31 punkt og Steinunn Sæmundsdóttir fékk einnig 31 punkt í þriðja sætið. Jóhanna Ing- ólfsdóttir, en hún og Steinunn eru í GR, varð fjórða með 30 punkta. Kosta Boda: Jóhanna Ingólfs- dóttir úr GR varð fyrst, bæði í keppninni með og án forgjafar. Notaði alls 85 högg en nettó fór hún á 73 höggum. Ásgerður Sverr- isdóttir varð önnur í keppninni án forgjafar á 89 höggum og Þórdís Geirsdóttir þriðja á 89 höggum. Ágústa Guðmundsdóttir varð önn- ur með forgjöf á 76 höggum og Kristín Sveinbjörnsdóttir lék einnig á 76 höggum í þriðja sætið. Norska Dagblaðið um Sævar Jónsson: Sterkur sem uxi Frá Bjama Jóhannessyní fréttaritara Morgunblaðsins í Osló. Cram sigraði í 800 m hlaupi BRANN, liðið sem Bjarni Sigurðs- son og Sævar Jónsson leika með, er efst í annarri deild, B-riðli, eft- ir hálfnað mót — en aðeins tveimur stigum á undan næsta liði. Þessi árangur Brann kemur engum á óvart hér í Noregi, þvi margir góðir leikmenn gengu til liðs við félagið fyrir keppnistíma- bilið. Þjálfara þessa liðs kannast allir islendingar við, en það er gamli refurinn Tony Knapp. Fólk í Bergen M hefur verið óánægt með knatt- spyrnuna sem Brann spilar, þykir hún ekki nógu áferðarfalleg, og einnig er kvartað yfir því að liðið skori ekki nægilega mikið af mörk- um. Þetta hefur m.a. orðið til þess að færri og færri hafa sótt leiki Brann. Brann virðist hinsvegar hafa notað sumarfríið til að fínpússa leikstíl sinn og hefur staðið sig mjög vel í þeim leikjum sem þeir hafa spilað í júlí. Má þar nefna 5:0-sigur Brann á HamKam, en það lið er í öðru sæti í fyrstu deild. Um síðustu helgi lék síðan Brann við Mjöndalen, liðið sem er númer eitt í fyrstu deild, og ekki var það hindrun heldur því Brann sigraði 2:0. Það hefur vakið athygli hve Brann fær fá mörk á sig og er það fyrst og fremst þakkað sterkri vörn og góðri markvörslu Bjarna. Sævar Jónsson skoraði annað mark Brann á móti Mjöndalen, og þótti standa sig mjög vel í leiknum. Norska Dagblaðið sagði um Sævar eftir leikinn: „Hinn íslenski lands- liðsmaður, Sævar Jónsson, er byrjaður að sækja framar á völlinn úr miðvarðarstöðunni, hann er sterkur sem uxi, fljótur með bolt- ann, og skýtur eins og hestur.“ Hvort þetta eru góð ummæli eða slæm um knattspyrnumann er ekki gott að segja. STEVE Cram sigraði f 800 m hlaupi á Samveldisleikunum í gær og setti nýtt Samveldisleikjamet, þegar hann hljóp á 1:43,22 mínútu, sem er jafnframt besti tími sem náðst hefur í greininni á árinu. Cram tók forystuna í hlaupinu þegar 200 metrar voru eftir og hélt henni til loka. Gert var ráð fyrir að hápunktur Samveldisleik- anna yrði einvígi Sebastian Coe og Steve Cram í 1500 m og 800 m hlaupi, en þeir hafa ekki keppt á sama móti á þessu ári. Coe varð að hætta við þátttöku vegna veik- inda, en heimsmet hans í 800 m hlaupi er 1:41,73 mínúta. Fjarvera Coes var mótshöldurunum mikið áfall, en flest hefur gengið á aftur- fótunum sem hefði getað gert Samveldisleikana að því stórmóti sem þeir voru áður. Sem kunnugt er hættu fjölmörg ríki við þátttöku vegna afstöðu bresku stjórnarinn- ar í Suður-Afríku. Kirsty Wade sigraði í 800 m hlaupi kvenna á 2:00,94 mínútu, sem er nýtt Samveldisleikjamet. Norsku meistararnir: Reka þjálfara á sama árstfma Frá Bjarna Jóhannesoyni frótta- rrtara Morgunblaðsins í Noregi. LÍTIÐ hefur farið fyrir fótbolta hér í Noregi að undanförnu þar sem frændur okkar hafa þann sið að taka sér sumarfrí altan júlímánuð. Reyndar má segja að dauft hafi verið yfir fótboltamálum hér í alit sum- ar. Heimsmeistarakeppnin i Mexíkó tók sinn toll enda kusu margir að sitja heima fyrir framan sjónvarpið með ölið sitt, í stað þess að fara á völl- inn. Nú er keppnin í hinum 10 deildum nákvæmlega hálfnuð, og keppnin í fyrstu deild er mjög jöfn og spennandi. Mjön- dalen er efst með 15 stig og HamKam sem vann sér sæti í 1. deild á síðasta keppnistíma- bili er í öðru sæti með 14 stig. Lilleström er með 12 stig, en því liði er áfram spáð sigri i deildinni þrátt fyrir að vera að- eins í 4.-5. sæti nú. Rosenborg, meistararnir frá í fyrra, eru að- eins með 9 stig og hafa valdið miklum vonbrigðum það sem af er. Viking frá Stavanger, liðið sem Pétur Arnþórsson leikur með, er næst neðst í deildinni og á því erfitt haust í vændum. Rosenborg rak nýlega þjálf- ara sinn og réð í staðinn Arne Dokken, gamlan landsliðs- mann. Svo skemmtilega vill til að nákvæmlega það sama gerðist á síðasta keppnistíma- bili hjá sama félagi. Þjálfarinn sem þá var fékk sparkið og sami Árne Dokkan tók við liðinu á miðju sumri þegar það var 7 stigum á eftir toppliðunum — en Dokkan gerði kraftaverkið og Rosenborg vann deildina í lokin. WILLIAMS-liðið er óstöðvandi í heimsmeistarakeppninni í Formula 1 kappakstri. Á sunnu- daginn sigraði Brasilíumaður- inn Nelson Piquet í vestur- þýska kappakstrinum á Will- iams, en félagi hans, Bretinn Nigel Mansell, varð þriðji. Mansell hefur sigrað fjórum sinnum í keppni á árinu, en átti í vandræðum með keppnisbíl sinn núna. Brasilíumaðurinn Ayrton Senna á Lotus náði öðru sæti. Kappaksturinn á Hokkenheim-brautinni var sá tíundi af sextán, sem í heims- meistarakeppninni eru. Williams-liðið hefur náð góðum árangri, aðallega vegna þess að vélarnar sem liðið notar eru þær bestu. Þær koma frá Honda í Japan, en auk þess hefur Nigel Mansell blómstrað í ökumanns- sætinu. Hann átti þó erfitt uppdráttar um helgina, fjöðrunin í bílnum var skökk og undirvagn- inn eitthvað losaralegur. Venju- lega hefur Piquet þurft að slást við bilaðan bíl, en dæmið snerist við um helgina. Finninn Keke Rosberg náði forystu á Hokken- heim-brautinni, slapp við ringul- reið í startinu. Rosberg ekurfyrir • Williams-liðið hefur skákað veldi McLaren og er efst. McLaren, en hyggst hætta kapp- akstri í lok ársins. Piquet kom Rosberg næstur í byrjunarhringj- unum, síðan komu Senna á Lotus og heimsmeistarinn Alain Prost á McLaren. Staðan hélst lengi sú sama, eða þar til í 15. hring að Piquet lét skipta um öll dekk og féll við það niður í fjórða sætið. Prost skaust fram úr Ros- berg, en lét síðan skipta um dekk. Piquet náði síðan fyrsta sæt- inu að nýju í 20. hring, en lét skipta um dekk í 27. hring, á meðan McLaren bílar Prost og Rosberg voru á sömu dekkjum. Aukið grip gaf Williams Piquet meiri stöðugleika og hann fór fram úr Rosberg þegar aðeins Formula 1-kappakstur: Williams-liðið óstöðvandi Rosberg, sem báðir stöðvuðust á brautinni. Prost reyndi að ýta sínum bil síðustu metrana en gafst upp og endaði í sjötta sæti. Á meðan fóru bæði Mans- ell og Réne Arnoux á Ligier framhjá og nældu í dýrmæt stig í heimsmeistarakeppninni. Lokastaðan 1. Nelson Piquet, Williams 1.22.08 klst. 2. Ayrton Senna, Lotus 1.22.23 klst. 3. Nigel Mansell, Williams 1.22.52 klst. 4. René Arnour, Ligier 1.23.23 klst. 5. Keke Rosberg, McLaren hring á eftir 6. Alain Prost, McLaren hring á eftir 7. Dereck Warwick, Brabham hring á eftir 8. Patrick Tambay, lokahring á eftir Staðan i heimsmeistarakeppni ökumanna: 1. Nigel Mansell, Bretlandi 51 2. Alain Prost, Frakklandi 44 3. Ayrton Senna, Brasilíu 42 4. Nelson Piquet, Brasilíu 38 5. Keke Rosberg, Finnlandi 19 6. Jaques Laffiee, Frakklandi 14 6. Rene Arnoux, Frakklandi 14 fimm hringir voru eftir og hélt forystunni til baka. I lokahringnum fóru vélar i þremur af forystubílunum að hiksta, Lotus Senna, McLaren bílar Rosberg og Prost. Senna skutlaði sínum bíl til og frá á brautinni og náði þannig að skvetta bensíni inn á vélina og skreið fram úr bílum Prost og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.