Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 32
32 MÓRGUNBLÁÐIÐ, PÖSTUDÁGUR 1. ÁGÚST 1986 } .X Eru Reykvíkingar rólegri ökumenn en af er látið? „Ég er í tímahraki“ í Álfheimunum var bifreiðum lögreglunnar aftur komið fyrir og aftur greip Broddi til tónkvísl- arinnar góðu til að kanna radar- inn. Blaðamaður ákvað að flytja sig í bifreið Kristjáns Kristjáns- sonar og Júlíusar Óla Einarsson- ar, sem grípa áttu glóðvolga þá sem reyndust aka of greitt. Þeir félagar sögðust hafa verið mikið við mælingar að undanfömu og Fáir óku of greitt þegar fylgst var með hraðamælingu ÆTLI Reykvíkingar séu ró- legri en af er látið í umferð- inni, eða er áróður undan- farinna daga farinn að ná til fólksins? Þegar blaðamaður fylgdist með hraðamælingum lögreglunnar í gær voru fáir sem fóru yfir löglegan hraða, en nokkrir töldu sig þó þurfa að aka greitt til að nýta há- degið sem best. Þegar blaðamaður og Júlíus ljósmyndari höfðu komið sér vel fyrir í bifreið lögreglunnar var ekið inn á Langholtsveg, þar sem ætlunin var að kanna hraða öku- tækja. Þegar þangað var komið tók Broddi Kristjánsson lögreglu- þjónn upp tónkvísl og sló henni við mælaborðið. Máski er hann í lögreglukómum en ekki reyndist hann þó ætla að taka lagið, því Svanur Elísson, félagi hans, út- skýrði að tónkvísl þessi væri borin að radamum til að kanna hvort hann væri ekki í lagi. Tónkvíslin á að fá radarinn til að sýna 80 kílómetra hraða ef allt er með felidu og svo reyndist í þetta sinn. Þar með var unnt að heíja mælingar og var önnur lögreglubifreið staðsett skammt frá á Langholtsvegi til að stöðva þá ökumenn sem þyrfti að ræða við. Tíðindalítið á Langholtsvegi Á Langholtsvegi er 50 kíló- metra hámarkshraði á klukku- stund, eins og alls staðar innan borgarmarkanna, nema annað sé sérstaklega merkt. Flestir öku- manna virtust þekkja þessa reglu vel og óku rólega. Voru þeir Svanur og Broddi ánægðir með rólegheitin og sögðu Reykvíkinga greinilega vita af því að nú væri mikið um hraðamælingar. Tíminn leið og radarinn sýndi alltaf tölur nálægt fimmta tugn- um, svo engin ástæða virtist til að örvænta um umferðarmenn- inguna. Svanur og Broddi voru inntir eftir því hvort það væri rétt að lögreglan reyndi að leyna bifreiðum þeim sem mæla hraða, en þeir kváðu það aðeins út- breiddan misskilning. „Við reynum að hafa sem minnst truflandi áhrif á umferðina og því getum við alls ekki haft bif- reiðina á miðri götu,“ sagði Svanur með þunga. „Það er því ósköp eðlilegt að við leggjum henni fyrir utan veg, án þess þó að við séum neitt að fela hana sérstaklega." Að þessum orðum töluðum tók radarinn mikinn kipp því eftir Langholtsvegi æddi blá sendibif- reið og var mjög til efs að ökumaður hennar þekkti reglur um hraðatakmarkanir. Hraði bif- reiðarinnar reyndist vera 70 kílómetrar á klukkustund og fé- lagar Svans og Brodda stöðvuðu hana af röggsemi. Sendibifreiðarstjórinn virtist vera undantekning á reglunni, þvi ekki fóru fleiri um Langholts- veginn á of miklum hraða í þetta sinn. Var því ákveðið að flytja sig um set niður í Álfheimana og athuga hvort ástandið þar væri jafn gott. á svona bíl,“ sagði hann nokkuð rogginn. „Ég veit að löglegur hraði hér er 50 kílómetrar á klukkustund, en ég var vist að flýta mér of rnikið." Hann lofaði bót og betrun og kvaðst ætla að líta oftar á hraðamælinn hér eft- ir. „Mér þykir afskaplega leitt að vera komin í hóp þeirra sem aka of hratt, því ég hef alltaf verið mjög á móti of miklum hraða í umferðinni," sagði ung kona skömmu síðar, þegar Júlíus stöðvaði hana og benti henni á að hún hefði ekið á 61 kílómetra hraða þar sem aðeins mætti aka Svanur Elísson og Broddi Kristjánsson komu sér vel fyrir á Lang- holtveginum, þegar þeir fylgdust með hraða bifreiða þar. Blikkandi ljós: Þú ekur of hratt Nú fór klukkan að nálgast tólf á hádegi og þeir Broddi og Svan- ur ákváðu að aka upp Ártúns- brekku og skamman spöl út úr bænum. Radarinn var að sjálf- sögðu hafður á og mældur hraði bifreiða sem á móti komu. Allir reyndust þeir aka á löglegum hraða, eða a.m.k. nærri því. Þeg- ar komið var að borgarmörkum við Mosfellssveit var bifreiðinni snúið við og ekið aftur til baka. Skömmu síðar sýndi radarinn 97 kílómetra hraða og lítill FIAT kom þjótandi á móti. Þegar öku- maður hans kom auga á lögregl- una færðist talan á radamum undraskjótt niður, þar til hann sýndi 67 kílómetra hraða. Þegar bifreiðin fór hjá var ökumaður hennar fölleitur mjög á bak við stór sólgleraugu. Heldur var ferðin til baka tíðindalítil, en þó kom það fyrir að lögreglumennimir blikkuðu ljósum bifreiðarinnar til að gefa mönnum vinsamlega ábendingu um að fara sér ofurlítið hægar. Var því vel tekið, enda menn sjálfsagt fegnir að fá tækifæri til að sleppa með svo ljúfa áminn- ingu. Einn ökumaður varð svo kátur að hann blikkaði til baka og hægði verulega ferðina. Þannig fór nú um sjóferð þá og Reykvíkingar virðast ætla að hegða sér vel í umferðinni á næstunni. Og fyrir þá sem ætla í ferðalag um helgiija má geta þess að lögreglan ætlar að vera iðin við að stöðva ferðaianga, löghlýðna sem lögbijóta, og færa þeim eintak af bæklingnum „Ferðafélaginn", þar sem er að finna ýmsan fróðleik og skemmtiefni. Lögreglan ætlar einnig að fylgjast með umferð- inni úr lofti og hefur fengið til þess þyrlu. Góða ferð! Texti: Ragnhildur Sverrisdóttir Myndir: Júlíus Siguijónsson Morgunblaðið/Júlíus Þegar ekið var Vesturlandsveg, að borgarmörkum, reyndust færri aka hraðar en búist hafði verið við. á 50. „Þetta hefur bara skeð í hugsunarleysi þegar ég fór niður hallann héma og ég gæti þess alltaf að aka löglega," sagði hún og reyndist því vera eini ökumað- urinn sem iðraðist synda sinna af einlægni. Nú var rólegt í Álfheimunum um stund, en svo gall við tilkynn- ing í talstöðinni: „Hvítur Volvo er á ofsahraða á leið til ykkar“! Júlíus snaraði sér út úr bifreið- inni, en ekki þurfti hann að fást við lögbijót að þessu sinni, því hvíti Volvoinn var bíll félaganna Svans og Brodda og glottu þeir ferlega að fyndni sinni. þó ekki væri það gott þegar öku- menn væru að flýta sér gæti það stundum reynst verra ef þeir fara sér of hægt. „Við tókum einn í morgun sem fór öfugu megin fram úr vegna þess að bifreiðin á undan honum fór afar hægt og hann brast þolinmæði," sagði Kristján. „Þannig geta þeir sem of hægt fara skapað hættu sem er engu minni en sú sem skapast við of hraðan akstur.“ Nú heyrðist í þeim Svani og Brodda í taistöðinni og tilkynntu þeir að hvít Lada væri á leið nið- ur Álfheimana á 65 kflómetra hraða. Júlíus vatt sér út úr bif- reiðinni og benti ökumanninum að stöðva bifreið sfna við gang- stéttina. Okumaðurinn var ungur að árum, sagðist hafa fengið rétt- indi fyrir 3 árum og hefði aldrei verið stöðvaður fyrr. „Ég gerði mér grein fyrir á hvaða hraða ég var en ég er í tímahraki," sagði hann og var ekki mjög ið- randi. Hann sagðist telja lögregl- una standa rétt að mælingunum, en oft á tíðum feldu þeir sig bak við hóla og hæðir, svo illmögu- legt væri fyrir ökumenn að vara sig á þeim. Hann var þó sam- mála því að það væri nauðsynlegt að hafa hemil á hraða ökutækja og að þeim orðum töluðum ók hann í burtu, rólega. Skömmu síðar kom amerískur dreki niður Álfheimana og var enginn eftirbátur Rússans hvað hraða varðaði, ók á 64 kílómetra hraða. Undir stýri var ungur maður, sem fékk ökuréttindi fyr- ir einu ári. „Þeir segja að ég hafí verið á þessum hraða, en maður fínnur nú lítið fyrir hraða Júlíus Óli Einarsson hafði það hlutverk að rabba við þá ökumenn sem óku of greitt. Hérna er það ungur ökumaður sem fær föður- lega áminningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.