Morgunblaðið - 07.10.1986, Síða 1

Morgunblaðið - 07.10.1986, Síða 1
80 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 225. tbl. 72. árg. ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 Prentsmiðja Morgtmblaðains Sænskt herskip í fjölskylduferð; Kvik- mynduðu kafbát Frá Erik Liden, fréttaritara Morgun- blaðsins í Stokkhólmi og AP. SÆNSKUR tundurduflaslæðari sigldi fram á óþekktan kafbát í júlí í sumar innan sænska skeijagarðsins en gat ekkert aðhafst þar sem fjölskyldur áhafnarinnar voru um borð. Dagblaðið Svenska Dagbladet skýrði frá þessu í gær og sagði þetta koma fram í óbirtri skýrslu sænsku herstjómarinn- ar. Atvikið átti sér stað 22. júlí skammt frá Kalmar í suð-austur- hluta Svíþjóðar. Áhöfn tundur- duflaslæðarans tók kvikmynd af kafbátnum á myndband en gat að öðru leyti ekkert gert þar sem skipið var í „fjölskylduferð". Skip- ið var ekki búið djúpsprengjum og ákvað skipstjórinn að beita ekki fallbyssu þess þar sem hann óttaðist að kafbáturinn myndi svara árásinni. Þar með hefðu óbreyttir borgarar verið í hættu staddir. Þegar skipstjóri tundurdufla- slæðarans „Skafto“ kom auga á kafbátinn gaf hann skipun um fulla ferð áfram. Áhöfnin tók at- vikið upp á myndband auk þess sem fjölmargar ljósmyndir voru teknar af kafbátnum. Þegar skip- ið var aðeins í nokkur hundruð metra fjarlægð frá kafbátnum hvarf hann í undirdjúp sjávar. Bengt Gustafsson, hinn nýi yfírmaður sænsku herstjómarinn- ar sagði í viðtali í síðustu viku að erlendra kafbáta yrði enn vart innan sænska skeijagarðsins og kvaðst brátt ætla að leggja fram myndir því til sönnunar. „Hreyfing komin á sam- skipti austurs og vesturs“ Kohl, kanslari Vestur-Þýzkalands fagnar því, að leiðtogafundurinn skuli haldinn í Reykjavík MORGUNBLAÐIÐ spurðist fyrir um það hjá Helmut Kohl, kanslara Vestur-Þýzkalands, hver væri afstaða stjórnar hans tíl leiðtogafundarins í Reykjavík og fékk blaðið þetta svar sent frá kansiaranum í gær: „Helmut Kohl kanslari og ríkis- stjóm Sambandslýðveldisins Þýzkalands fagnar því mjög, að Reagan, forseti Bandaríkjanna og Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna ætla að hittast í Reykjavík 11. og 12. október nk. Með þessari ákvörðun er það ljóst, að þær við- ræður, sem hófust í Genf í nóvember 1985, hafa reynzt var- anlegar og sannað gildi sitt. Fundurinn sýnir, að hreyfing er komin á samskipti austurs og vesturs og sambúð Bandaríkjanna og Sovétríkjanna og að vemlegur árangur er framundan, einkum á sviði efitlits með vígbúnaði. Kanslarinn og stjóm hans vilja láta í ljós ánægju sína með, að valinn skyldi sem vettvangur þessa fundar höfuðborg í landi, sem er aðildarríki að Atlantshafs- bandalaginu. Langt samstarf knýtir saman Sambandslýðveldið og ísland. Samstarf þetta er reist á trausti og sameiginlegum menn- ingarböndum og hugsjónum." Helmut Kohl kanslari. Símamynd/AP. Ætlar ekki tíl íslands Mynd þessi var tekin síðdegis í gær í rósagarði Hvíta hússins. Nancy Reagan brást þannig við, þegar hún var spurð, hvers vegna hún færi ekki til íslands eins og Raisa Gorbachev, að hún yppti aðeins öxlum. Sjá fréttir á bls. 30 til 33, miðopnu og forystugrein. Yuri Orlov kominn til Bandaríkjanna: Heitir frekari baráttu fyrir mannréttindum SOVÉSKI andófsmaðurinn Yuri Orlov kom til Bandaríkjanna á sunnudag eftir að hafa dvalist síðustu tíu ár ýmist í útlegð eða í vinnubúðum í Sovétríkjunum. Við komuna hét hann þvi að halda áfram baráttu sinni fyrir mannréttindum austan Járntialdsins. Sovétmenn féllust á að sleppa Orlov og bandaríska fréttamannn- inum Nicholas Daniloff í skiptum fyrir Gennadiy Zakarhov, sem handtekinn var í Bandaríkjunum grunaður um njósnir í þágu Sov- étríkjanna. Yuri Orlov er 62 ára gamall. Á laugardag var hann fluttur frá borginni Kobyia í Síberíu til Moskvu og þaðan hélt hann síðan til Banda- ríkjanna. Mikill íjöldi fréttamanna beið komu Yuri Orlov og eiginkonu hans Irinu á Kennedy-flugvelli í New York. Aðspurður kvaðst Orlov vitaskuld vera frelsinu feginn en bætti við að erfítt væri að kveðja bæði heimaland og vini. Oriov ræddi um þá fjölmörgu andófsmenn sem sitja í sovéskum fangelsum og þrælkunarbúðum og minntist sérstaklega á Andrei Sak- harov, sem dvelst i útlegð án þess að réttað hafí verið í máli hans. Yuri Orlov, sem er eðlisfræðingur að mennt, kvaðst ætla að sinna vísindastörfum í Bandaríkjunum jafnframt þvi sem hann hét því að betjast áfram fyrir mannréttindum íbúa Sovétríkjanna. Árið 1977 var hann dæmdur til sjö ára þrælkunarvinnu fyrir „andsovéskan áróður" en sú ákæra átti rætur sínar að rekja til afskipta hans af mannréttindabrotum stjómvalda í Sovétríkjunum. Yuri Orlov var einn stofnenda „Hels- inki-nefndarinnar“ sem sett var á laggimar til að fylgjast með því að Sovétstjómin virti ákvæði Hels- inki-samkomulagsins frá árinu 1975. Árið 1982 var „Helsinki- nefndin" lögð niður þar sem allir stofnendur hennar, að þremur undaskildum, höfðu verið dæmdir í útlegð. Sovéskur eldflaugakafbátur sekkur á Atlantshafi: Tass hafði eftir sovéskum sér- fræðingum að hvorki væri hætta á kjamorkusprengingu um borð í flakinu né heldur á mengun sjávar af völdum geislavirkra efna. Bátur- inn var af svonefndri Yankee-gerð en slíkir kafbátar em kjamorku- knúnir og geta borið 16 kjamorku- flaugar. Enn er ekki vitað hvað olli slysinu en talið er líklegt að sprenging hafi orðið um borð. Bandarískir embættismenn sögðust í gær telja „líklegt" að áhöfnin hefði öll komist frá borði og verið bjargað um borð í sovéskt skip, sem tekið hafði kafbátinn í tog. Venjulega er 120 manna áhöfn um borð í kafbátum af Yankee-gerð en talið er víst að stór hluti hennar hafí verið kominn um borð í sovésk kaupskip, sem héldu sig í grennd við slysstaðinn. Sjá ennfremur bls. 32. AP/SImamynd Kasparov hétt titlinimi LJÓST er, að Garri Kasparov heldur heimsmeistaratitlinumn í skák. í gær varð jafntefli í 23. skákinni í einvígi hans og Anatolys Karpovs. Kasparov er þá kominn með 12 vinninga en Karpov með 11 vinn- inga. Ein skák er eftir af einvíginu og verður hún væntanlega tefld á miðvikudag. En þar sem Kasparov nægir jafntefli í einvíginu til þess að halda heimsmeistaratitlinum, er ljóst að hann verður áfram heims- meistari. Mynd þessi var tekin við upphaf 23. skákarinnar í Len- ingrad. Sjá skákskýringar á bls. 40 Engín hætta talin á sprengingu í flakinu Moskvu og Waahington, AP. SOVÉSKA fréttastofan Tass I eyjaklasanum. í tilkynningu staðfesti í gær að kjarnorku- fréttastofunnar sagði að áhöfn- knúinn sovéskur kafbátur hefði in hefði öll komist frá borði.Á sokkið norður af Bermuda- I föstudag kom upp eldur í bátn- ekki var sagt hvar. Bandarískir embættismenn sögðu bátinn hafa sokkið rúmar 1.000 sjómílur austur af Norður-Karólínu fylki í Banda- ' ríkjunum. Vonskuveður var á þessum slóðum og er talið líklegt að kafbáturinn hafí fyllst af sjó. um og forust þá þrír menn. í tilkynningu fréttastofunnar sagði að kafbáturinn hefði sokkið um klukkan 8 í e'ærmorenn en

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.