Morgunblaðið - 07.10.1986, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.10.1986, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 Sala saltsíldar til Sovétríkjanna: Vænti þess að mál- ið skýrist, þeg- ar líður á vikuna Segir Gunnar Flóvenz, framkvæmda- stjóri Síldarútvegsnefndar „ÞAÐ má í rauninni segja, að samningaumleitanir við Sovét- menn hafi staðið yfir all lengi, þótt formlegar viðræður hefjist ekki fyrr en á miðvikudag. Það er rétt að mikið ber á milli aðilja varðandi ýmis atriði og um þau mál verður fjallað á fundi Síldar- útvegsnefndar og stjórnar salt- endafélaganna á þriðjudag,“ sagði Gunnar Flóvenz, fram- kvæmdastjóri SUdarútvegs- nefndar á mánudag, er Morgunblaðið innti hann eftir stöðunni í sölu saltsUdar til Sov- étríkjanna. „Þar sem formlegar viðræður he§ast á miðvikudagsmorgun við Sovétmenn, tel ég ekki rétt að tjá mig frekar um stöðuna. Ég vænti þess, að málið muni skýrast, þegar líða tekur á vikuna, en vil engu spá um úrslit,“ sagði Gunnar Flóvenz. Eins og áður hefur komið fram í fréttum Morgunblaðsins, ákvað sovézka sendinefndin frá Prodin- torg að flýta komu sinni hingað til lands og hefja samningaviðræður á miðvikudag í stað síðari tíma, sem hún hafði áður ákveðið. Gunnar Flóvenz var spurður hvort hann teldi eitthvert samband milli þess og fundar æðstu manna Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna hér á landi um helgina: „Ég tel það afar ólík- legt,“ sagði Gunnar. INNLENT Stofnfund- ur utflutn- ingsráðsins FORMLEGUR stofnfundur Út- flutningsráðs íslands verður haldinn á Hótel Sögu klukkan 14 í dag. Búizt er við því, að í lok fundarins verði stjóm ut- flutningsráðsins endanlega skipuð til tveggja ára og hafi skipt með sér verkum. Það er viðskiptaráðherra, sem boðar til fundarins þá aðila, sem samkvæmt lögum skulu eiga sæti í ráðinu. Jafnframt er gert ráð fyrir því, að aðrir útflytjendur geti gengið í ráðið, óski þeir þess. S^óm Utflutningsráðsins skipa 7 fulltrúar lögskipaðra útflytjenda og samtaka þeirra og einn frá öðrum útflytjendum. Lögin um útflutningsráðið tóku gildi hinn 1. október síðastliðinn og var Út- flutningsmiðstöð iðnaðarins jafn- framt lögð niður. Bifreiðamar tvær eftir áreksturinn í gærkvöld Þrennt á slysadeild eftir árekstur ÞRENNT var flutt á slysadeild eftir árekstur tveggja fólksbíla á mótum Ofanbyggðavegar og Suðurlandsvegar rétt við Rauðavatn um kl. 19.30 í gær- kvöld. Meiðsl þeirra vom þó ekki talin alvarleg. Bifreið sú er kom Ofanbyggða- veg fór beint inn á Suðurlandsveg án þess að virða biðskyldu, sem þar var á gatnamótunum, og kom hinn bfllinn akandi Suðurlandsveg með fyrrgreindum afleiðingum. Báðar bifreiðamar voru mikið skemmdar og voru þær fjarlægðar með krana, óökufærar. Leiðtogafundurinn: Margrét Indriðadóttir hættir hjá útvarpinu Engin veisluhöld að ósk leiðtoganna MARGRÉT Indriðadóttir, fréttasljóri hjá Ríkisútvarp- inu, hefur sagt upp störfum frá og með næstu áramótum. Hún hefur starfað hjá útvarp- inu í 36 ár. „Ástæðan er sú að ég er búin að vera hér nógu lengi", sagði Margrét í samtali við Morgun- blaðið. Hún kvaðst ekki vera á leiðinni yfír á annan fjölmiðil, Konaá miðjum aldri fyr- ir árás RÁÐIST var á liðlega fimm- tuga konu í gamla kirkjugarð- inum við Suðurgötu um hádegisbil í gær. Konan kærði stuttu síðar og er árásar- mannsins nú leitað. Málið er í rannsókn hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins og þegar blaðið fór í prentun í gær, var ekki hægt að fá nánari upplýs- ingar um málið. en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um hvað hún hyggðist taka sér fyrir hendur eftir áramót. „ÞAÐ VERÐA engar opinberar veislur haldnar hér, þeim Ron- ald Reagan og Mikhail Gorbac- hev til heiðurs," sagði Ingvi S. Ingvarsson, ráðuneytisstjóri ut- anríkisráðimeytisins, er blaða- maður Morgunblaðsins spurði hann hvort mikil veisluhöld yrðu á vegum opinberra íslenskrar aðila þjóðarleiðtog- unum til heiðurs. Ingvi sagði að stjómvöld hér á landi hefðu viljað sýna viðeigandi gestrisni, en þau svör hefðu bo- rist, að vinnan sæti fyrir. „Þeir hafa þakkað fyrir þessa gestr- isni,“ sagði Ingvi, „en þeir telja sig ekki koma til með að hafa tím atil að njóta hennar.“ Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi: Færri gefa kost á sér í prófkjör vegna harkalegrar baráttu - segir Kjartan Gunnarsson „ÉG held að þessi þróun muni leiða til þess að kjördæmisráðin á hveijum stað, sem fara með framboðsmál flokksins, muni mjög hugsa sinn gang, hvort efnt verði til prófkjörs eða ekki,“ sagði Kjartan Gunnars- son framkvæmdarstjóri Sjálf- stæðisflokksins þegar tillaga kjömefndar flokksins í Reykja- neskjördæmi um að falla frá prófkjöri var borin undir hann. „Þegar Sjálfstæðisflokkurinn tók upp árið 1970 hin víðtæku almennu opnu prófkjör, voru frambjóðendur í þeim gjaman margir tugir, sjötíu tii áttatíu manns," sagði Kjartan. „Það var meðal annars kappkostað að hafa svona marga frambjóðendur til að sýna fram á hina miklu breidd innan flokksins." Kjartan sagði að í fyrstu prófkjörum sem haldin voru hafi ekki verið um eiginlega kosningarbaráttu að ræða milli frambjóðenda og breytingar hafi ekki orðið miklar á framboðslist- unum miðað við fyrri lista. „Fljót- lega þróaðist prófkjör hins vegar út í mjög harkalega baráttu að dómi margra á milli einstakra frambjóenda um tiltekin sæti á framboðslistanum," sagði Kjart- an. „Þá varð æ erfiðara að fá aðra til að vera í framboði heldur en þá sem sjálfír gáfu kost á sér. Afleiðingin er sú að átökin í próf- kjörunum hafa orðið enn harðari." Hann benti á að einungis þeir sem gáfu sjálfir kost á sér, tækju þátt í prófkjöri í Reykjavík í haust. „Ef prófkjörin eru eingöngu orðin harkaleg átök um tiltekin sæti á framboðslistum meðal nok- kurra frambjóðenda fer maður að spyija sjálfan sig að því hvor það sé hagur flokksins að efna til slíkra átaka í eigin röðum,“ sagði Kjartan. Hann sagði að sú aðferð að lqömefnd velji framboðslista væri að margra dómi þröng og gæfi ekki almennum flokksmönn- um mikil tækifæri til að hafa áhrif á skipan framboðslistanna. „Aðrar leiðir milli kjömefndar og próflqörs eru mögulegar, til dæm- is sú leið sem farin er í Vestur- landskjördæmi en þar er efnt til allvíðtækrar skoiðanakönnunar meðal trúnaðarmanna í flokks- stofnunum í kjördæminu," sagði Kjartan. „Reynsla okkar af próf- kjörum í Sjálfstæðisflokknum er sæmileg en það er ekkert sem segir að þau séu eina rétta leiðin við val á framboðslista. Athugan- ir hafa sýnt að þegar borin er saman endumýjun og breyting á framboðslistum, annars vegar völdum í próflqorum og hins veg- ar stillt upp af uppstillingamefnd- um, þá er síst meiri endumýjun eða breyting á þeim listum, sem valdir em í prófkjömm. En ein af höfuð röksemdum fyrir próf- kjörum hefur einmitt verið sú að þau auðvelduðu nýjum mönnum að komast á framboðslista. Þá má og geta þess að ef borinn er saman árangur flokksins í kosn- ingum þegar listum hefur verið stillt upp með prófkjömm og af uppstillingameftidum gefur ekki tilefni til að ætla að prófkjörin sem slík auki fylgið."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.