Morgunblaðið - 07.10.1986, Síða 5

Morgunblaðið - 07.10.1986, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 5 Skrifstofa stuöningsmanna er að Nóatúni 17. Símar 20020,21551 og 23556. Kæri félagi, Eins og þér er kunnugt, stendur prófkjör í flokki okkar fyrir dyrum. Það er haldið til ákvörðunar um skipan efstu sæta á framboðslista flokksins í kosningum til Alþingis að vori. Ég hef verið í efsta sæti á framboðslista flokksins í Reykjavík, samkvæmt ákvörðun flokksfélaga minna í prófkjöri, og alltaf staðið framarlega í þeirri sveit sem reykvískir kjósendur hafa sent á Alþingi. Ég hef farið með umboð það, sem þú hefur veitt mér til setu á Alþingi, eftir bestu samvisku og haldið fram hlut Reykjavíkur og landsins alls í athöfnum mínum sem þingmaður og ráðherra. Nú heiti ég á stuðning þinn, félagi góður, til að ná enn einu sinni þeirri framvarðarlínu, sem þið flokksfélagar mínir hafið fram að þessu kosið að ég skipaði. Mun ég ekki bregðast trausti þínu, hverju sem andstæðingar Sjálfstæðisflokksins kunna að blása upp í kringum nafn mitt. Með kveðju,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.