Morgunblaðið - 07.10.1986, Síða 14

Morgunblaðið - 07.10.1986, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 RITVINNSLUKERFIÐ w 0 R C Ritvinnsla er nú fastur liður i störfum á flestum skrif- stofum. Ritvinnslukerfið WORD er eitt öflugasta og mest notaða ritvinnslukerfið hériendis. Auk hefð- bundinna ritvinnsluaðgerða býður Word m.a. upp á samruna skjala ,,merging“, stafsetningarleiðréttingar og fjölbreyttar útlitsgerðir sama skjals, ,,style sheet". Tilgangur þessa námskeiðs er tvíþættur. Annars veg- ar að þjálfa þátttakendur í notkun ritvinnslukerfisins WORD en einnig að kenna uppsetningu skjala og bréfa, með sérstöku tilliti til þeirra möguleika sem Word býður uppá. Efni: — Helstu skipanir kerfisins — íslenskir staðlar — Æfingar — Helstu skipanir stýrikerfis Námskeiðið er ætlað öllum notendum IBM einkatölva eða samhæfðra véla. Leiðbeinandi er Ragna Sigurðardóttir Guðjohnsen, ritvinnslukennari. Auk þess að hafa kennt notkun fjölda ritvinnslukerfa hefur Ragna mikla reynslu sem ritari. Tími: 13.-16. október, kl. 13.30-17.30. Scjúrnunðrfélðg islands Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66 Fullyrðing um áhættulaus spariskírteini stenst ekki eftir Gunnar Helga Hálfdanarson Að gefnu tilefni þykir rétt að gera sparifjáreigendum grein fyrir áhættu, sem fylgt getur fjárráðstöf- unum þeirra, þegar fé er fest í verðbréfum s.s. spariskírteinum, öðrum verðbréfum ogjafnvel bund- inni bók í innlánsstofnun. Arðsemi og mismun- andi tegundir áhættu Með áhættu er átt við líkumar á því, að arðsemin (ársávöxtun) verði minni en að var stefnt, en þau frá- vik geta stafað af þeim fimm tegundum áhættu, sem nú verður greint frá: 1. Vanskila- og tapsáhætta: Þessi tegund áhættu kemur til vegna hugsanlegrar ónógrar greiðslugetu skuldara svo og ónógra trygginga. Ef greiðandi getur ekki greitt á gjalddaga og tryggingar bregðast, geta viðkom- andi Qármunir tapast. Dæmi: Ríkissjóður _er talinn traustasti greiðandinn á íslandi. Því hafa ríkisskuldabréf s.s. spariskír- teini og þær innlánsbækur og verðbréf, sem ríkisbankamir ábyrgjast, verið talin áhættulaus með tilliti tii endurgreiðslu á gjald- daga. Aðrir skuldarar eru taldir geta borið síðri tryggingu fyrir end- urgreiðslu, þó að í mörgum tilvikum megj vart greina á milli. 2. Fjárlosunaráhætta: Sé þörf á að losa fé fyrir gjald- daga verðbréfs, t.d. með sölu þess, reynir á, hversu tryggur (virkur) endursölumarkaður er fyrir viðkom- andi verðbréf. Dæmi: Þegar kaupendur að til- teknum flokki verðbréfa em fáir og/eða smáir getur seljandi þurft að taka meiri afföllum en búast má við, þegar fleiri og stærri kaup- endur eru fyrir hendi. Þar sem verðbréfamarkaður á íslandi hefur verið í mótun og því ekki nægjan- lega virkur í gegnum árin, hefur þessi áhætta verið fyrir hendi gagn- vart þeim eigendum verðbréfa, sem þurft hafa að selja verðbréf áður en komið er að gjalddaga þess. Spariskírteinin hafa ekki verið hér nein undantekning. Vonir standa til, að með hlutverki Seðlabankans sem viðskiptavaka á Verðbréfaþingi íslands megi tryggja betur en áður endursölumarkað fyrir spariskír- teini og hefur miðað nokkuð í þá átt, þó að enn vanti herslumuninn. 3. Verðbólguáhætta: Verðbólgan er sá áhættuþáttur, sem mest gætir við fjárfestingu á íslandi í dag. Verðbólgan rýrir kaupmátt þeirra greiðslna, sem ber- ast af óverðtryggðum verðbréfum. Verðtryggð verðbréf eru því áhættuminni en sambærileg óverð- tryggð. 4. Skattaáhætta: Nýir skattar eða auknir geta rýrt arðsemina, ef þeir tengjast viðkom- andi flármun, t.d. innlánsbók eða verðbréfi. 5. Áhætta vegna vaxtabreyt- inga: Vaxtahækkanir í þjóðfélaginu geta valdið því að fjármunir lækka í verði (gengi), ef tekjur, s.s. nafn- vextir, hækka ekki í takt við arðsemiskröfu spariijáreigenda. Sveiflan verður því meiri, sem bindi- tími fjárfestingarinnar er lengri. Við endursölu verður sparifjáreig- andi því fyrir gengistapi, hækki markaðsvextir, eftir að kaup eiga sér stað. Eigi hann hins vegar verð- bréfið áfram, verður hann engu að síður fyrir vaxtatapi. í framhaldi af upptalningu þeirra tegunda áhættu, sem fyrir hendi geta verið, verður nú gerður saman- burður á því, hvemig þessi atriði snerta þau áhættulitlu verðbréf, sem vinsælust eru nú hjá hinum almenna sparifjáreiganda: Fyrr á árum mátti segja með nálgun, að spariskírteini væru áhættulaus í samanburði við aðra kosti, sem sparifjáreigendum stóð til boða, m.a. vegna fárra kosta og vegna þess að markaðsöflin höfðu ekki eins mikil áhrif og nú. Af framangreindu yfirliti sést hins vegar, að spariskírteini eru nú í reynd alls ekki áhættulaus, þó að Gunnar Helgi Hálfdanarson Af framangreindu yfir- liti sést hins vegar, að spariskírteini eru nú í reynd alls ekki áhættu- laus, þó að þau séu til lengdar áhættuminnst verðbréfa. þau séu til lengdar áhættuminnst verðbréfa. Á meðan endursölu- markaður fyrir spariskírteini er ekki orðinn fullvirkur kunna þau jafnvel á einstökum tímapunktum að hafa í för með sér meiri endur- söluáhættu en sum önnur traust og viðurkennd verðbréf, svo að dæmi sé nefnt. Arðsemi og áhættu- dreifing Af framangreindu er ljóst, að rökin fyrir myndun verðbréfasjóða felast ekki eingöngu í áhættudreif- ingu með tilliti til ólíkra skuldara og trygginga heldur einnig með til- liti til hinna áhættutegundanna. Minnkun áhættunnar með áhættu- dreifingu gerir verðbréfasjóðum kleift að ná fram ávöxtun, sem ella krefðist meiri áhættu, ef keypt væri stakt verðbréf t.d. skuldabréf. Þá gerir hinn vanþróaði íslenski fjármagnsmarkaður með ölium Tegund verðbréfa Arðsemi og tegundir áhættu Spariskirteini Skuldabréf m/ ábyrgðinn- lánsst. og skyld bréf Verðbréf vel fjölbreyttra (áhættu- dreifðra) verð- bréfasjóða Núverandi arðsemi góð betri best 1. Vanskila-ogtapsáhætta engin engin/lítil lítil 2. Fjárlosunaráhætta lítil lítil lítil 3. Verðbólguáhætta engin (ef verðtr.) engin (ef verðtr.) engin (ef eigpiir verðtr.) 4. Skattaáhætta lítil lítil lítil 6. Áhætta vegna vaxtabreytinga nokkur nokkur minnst Ráðherra skipar lektor án meðmæla skólaráðs: „Sáttur við þessi úrslit“ - segir rektor KHÍ um skipau ráðherra í stöðuna Menntamálaráðherra hefur sett Anton Bjarnason lektor í íþróttum og líkamsrækt við Kennaraháskóla Islands. Með- mæli skólaráðs hlaut Bergur Heimir Bergsson en í skor hlaut dr. Ingimar Jónsson þijú atkvæði og Bergur eitt. Níu umsækj- endur voru um stöðuna. „Ég mat langa starfsreynslu Antons með þeim hætti að hann væri best til þess fallinn að gegna stöðunni,“ sagði Sverrir Hermannson í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. „Ég hef heimild til þess að taka ekki mið af þessum niðurstöðum, og ákvörðun minni hefur ekki verið mótmælt." Að sögn Jónasar Pálssonar, rekt- or KHÍ, taldi skólaráð og matsnefnd sem það skipaði sig bundið af þeim reglum sem gilda um úthlutun þess- arar stöðu. Sá umsækjenda sem uppfyllti menntunarskilyrði best hafi því hlotið stuðning þeirra. „Ég er hinsvegar sáttur við þessi úrslit og tel Anton Bjamason ágætlega til þess fallinn að gegna stöðunni." Jónas sagði að það væri stefna skól- ans að umsækjendur um kennara- stöður í verk- og listgreinum skuli uppfylla jafn ströng skilyrði og þeir sem kenna hefðbundnar greinar. Þó mætti ekki horfa fram hjá gildi starfsreynslu. Sagðist hann vita að flestir væru sammála um að Anton væri tvímælalaust reyndastur. Vissi hann ekki til að því hefði verið andæft að hann væri settur í stöð- una.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.