Morgunblaðið - 07.10.1986, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 07.10.1986, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 17 sen). Bjuggu þau um árabil í húsi Bjama riddara. Þau slitu samvist- um um 1930; en góð vinátta hélzt með þeim til æviloka. Hanna Daví- ðsson lézt árið 1966. Þau eignuðust tvær dætur, Huldu Davíðsson (f. 1913) og Elínu Davíðsson (f. 1920—1971). Alls eru niðjar þeirra, sem enn eru á lífi, auk dótturinnar, fjögur bamaböm og ellefu bama- bamaböm. Eins og ég vék að hér að framan hlaut afi margar góðar vöggugjafir. Músíkalskur var hann með afbrigð- um, spilaði á hvaða hljóðfæri sem var enda þótt hann hefði aldrei lært að lesa nótur. Sítarinn, fiðl- una, mandólínið, píanóið, já og síðar sögina, lék hann á, sér og vinahópn- um til óblandinnar ánægju. íþrótta- maður var hann af lífi og sál, iðkaði lengi fram eftir ævi þrekæfíngar og átti kynstrin öll af æfingatækj- um. Hann var mikill sundmaður, lét sér ekki muna um að stinga sér alltaf til stunds á sumardaginn fyrzta úti í Orfirisey fram á áttræð- isaldur. Mér segir svo hugur um að þó nokkmm leigubílstjórum hér í borg hafí hreint ekki staðið á sama, þegar út í Örfirisey var kom- ið og það jafnvel í hríðarmuggu, að horfa upp á hann stinga sér út í jökulkaldan sjóinn. Kapp og áræðni skorti hann aldrei. Hann var til dæmis fyrzti flugfarþeginn á íslandi 4. september 1919 en þá var hingað kominn brezki flug- kappinn Faber fyrir atbeina hins nýstofnaða Flugfélags Islands. Það má geta þess hér, að hann var einn þeirra fimm manna sem var í undir- búningsnefndinni, sem boðaði til fundar hinn 1. mars 1919 um stofn- un flugfélags í Reykjavík (eins og lesa má í Annálum íslenskra flug- mála 1917—1928). Þeir hinir sömu boðuðu síðan til stofnfundar Flugfé- Iags íslands hinn 22. mars 1919. Faber kom til þess að sýna listflug og jafnframt gefa íslendingum kost á að fljúga hér yfir bæinn í fimm mínútur (fyrir 25 krónur). Fram kemur í viðtali sem Matthías Jo- hannessen átti við afa í Morgun- blaðinu 29. ágúst 1959, að hann hafi nokkrum dögum síðar flogið með Faber: „Þá flaug hann með til Keflavíkur og út með Garði og til baka aftur. A þessum árum átti ég mikil viðskipti við Suðumesjamenn og keypti einkum af þeim fisk. Þegar við flugum yfir þorpin þama suður frá, kallaði ég niður tilkynn- ingu til viðskiptamanna minna og lauk henni með þessum orðum: Ykkar í loftinu, Ólafur Davíðsson."!! Hann var með fyrztu mönnum sem eignaðist bifreið hér á landi og muni ég rétt þá var skírteini hans númer fjögur. Þótti mönnum hann æði oft aka geyst, ja allt að því fara í loftköstum á milli Hafnar- fjarðar og Reykjavíkur. Það þótti vissulega tíðindum sæta, þegar hann einn góðan veðurdag kom akandi yfír vegleysur í hlaðið að Kaldaðamesi. Eftir því sem sögur herma urðu þó kýmar mest undr- andi, en þær létu sem óðar væm og hlupu baulandi á eftir bifreið- inni. Dansmaður var hann góður. Ég var ekki lítið stolt þegar hann, teinréttur í baki og léttur í spori, dansaði við mig „sagte vals med tryk“ sem fyrzti herrann eftir brúð- arvalsinn, þá 75 ára. Já, þær em margar minningam- ar sem koma upp í hugann og mörg skemmtileg atvikin sem hann sagði mér af langri og stundum stormasamri ævi, en hæst ber þó að í meðlæti jafnt sem mótlæti, var hann ætíð örlátur, greiðvikinn og glaður, lundin viðkvæm og hjartað stórt. Blessuð sé minning hans. Að lokum langar mig til þess að gefa Jóhannesi á Borg orðið en í bókinni Jóhannes á Borg, minn- ingar glímukappans, segir hann svo frá: „Ég hygg að Ólafur hafí verið öllum ungum mönnum glæsi- legri, sem ég hef séð um ævina. Ef til vill að franski hnefaleikarinn Carpentier hafi komizt í jöfnu við hann. Hann var manna hæstur á vöxt, herðamar miklar og afrennd- ar, miðmjór og allra manna bezt limaður. Hann var vasklegur í fasi og svo léttur og stæltur í spori, að það var engu líkara að þessir löngu, þróttmiklu leggir dönsuðu beinlínis af kæti yfir því að bera jafn íturvax- inn mann og Ólaf Valdimarsson. Ofan á allt annað var Ólafur svip- fallegur og drengilegur svo af bar.“ Þórshöfn: Hráefnis- skortur hjá frystihúsinu Þórshöfn. Skuttogarinn okkar bv. Stak- fell er á leið til Englands i söluferð með ýsaðan fisk, 90 til 100 tonn. Tveir stærstu bátamir em á rækjuveiðum og landa afla sínum á Kópaskeri. Lítið hefur aflast hjá minni bátunum, aðallega vegna lítilla gæfta. Hráefnisskortur er því hjá frystihúsinu og vinna liggur þar niðri þessa dagana. Því finnst mörg- um þessi ákvörðun um siglingu togarans til Englands nú harla ein- kennileg. Einleikur Á þessum elleftu tónleikum Nor- rænu tónlistardaganna vom ein- göngu flutt sólóverk fyrir sembal, orgel, hörpu og básúnu. Fyrsta verkið var Fandango eftir Jukka Tiensuu, fyrir sembal og var einleik- ari Anna Magúsdóttir. Tiensuu nam við Sibelíusar-akademínuna og einnig í Bandaríkjunum og Frakk- landi. Verkið er byggt á sammna „þess gamla og nýja“ sem hann skammstafar sem „harpsíkord, still- ingu, fandango og tango“. Hljóm- borðin vom misstillt, sem gaf verkinu sérkennilegan blæ og leikið var með einfalt lagferli í bland við hljómklasa. Anna lék verkið ágæt- lega vel og verður fróðlegt að heyra meira til hennar á sembalinn. For orgel IV er nafn á verki eft- ir Axel Bomp-Jörgensen, sem Þröstur Eiríksson lék. Ekki er þetta merkilegt verk, hvort sem því veld- ur leikmátinn, því trúlega má leika einstaka þætti verksins með meiri tilþrifum en Þröstur gerði, þó leikur hans að öðm leyti væri skýr. Fjögur næturljóð eftir Usko Mer- iláinen vom flutt af Satu Salo og var þar margt fallegt að heyra, bæði frá hendi einleikarans og í tónmáli höfundar. Meriláinen lærði hjá Merikanto, Krenek og Vogel og var lengi mikil „tólftónamaður". Vel má merkja þau áhrif en þó einn- ig eitthvað persónulegt og tilfínn- ingaþmngið. Síðasta verkið á tónleikunum var Basta fyrir básúnu eftir Folke Rabe og var það flutt af básúnusnillingnum Christian Lindberg. Það þarf ekki að tíunda að flutningur hans var frábær en verkið er í raun leiktæknirevía, sem kom einkar vel út í mikilli enduróm- an kirkjunnar, sérstaklega þegar blandað var saman samhljómunum (sungið í básúnuna), stuttum djúp- um tónum og lagbrotum á hásvið- inu, svo hratt að í hljómun kirkjunnar náðu þau að mynda sér- kennilega samhljóman. Lindberg er hreinn galdramaður á básúnuna, en verkið Basta er aðeins leikur með tækniatriði. Sam- kvæmt raddskránni á einleikarinn að koma snögglega inn, hefja leik- inn strax og stökkva svo út af sviðinu um leið og verkinu er lokið. Þessi gamansemi er ágæt, svo langt sem hún nær, en setur svolítinn revíublæ á verkið. Þessum síma halda engin bönd. Símtækiö liggur á boröinu en símtóliö geturðu fariö meö um allt hús, út í garð, inn í bílskúr, hvert sem er. Þetta er NEC - Þráðlausi síminn. Þú getur stööugt veriö í sambandi og þarft ekki lengur aö hafa áhyggjur af flæktum snúrum eöa flóknum framlengingum. Þaö er hægt aö hringja og taka á móti upphringingum í allt aö 300 metra fjarlægð frá borðtækinu. Samskipti borö- og handtækis NEC - Þráðlausa símans fara fram á viðurkenndri tíðni (900 MHz) og því er engin hætta á aö aðrir heyri símtölin eða truflanir verði milli rása. NEC er fyrsti þráðlausi síminn sem samþykktur er til notkunar hér á landi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.