Morgunblaðið - 07.10.1986, Síða 30

Morgunblaðið - 07.10.1986, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 LEIÐTOGAFUNDURIIMN í REYKJAVÍK Tvö rússnesk skip á leið til íslands: Gorbachev væntan- lega um borð í Baltiku Rússar óska eftir að starfsemi við höfnina, þar sem skipin munu liggja falli niður um helgina, auk þess sem reynt yrði, samkvæmt þeirra óskum, að takmarka mjög umferð um svæðið. Sovétmenn óskuðu eftir því að umferð um höfnina yrði ekki meiri, en nauðsynlegt væri, sérstaklega fundardagana," sagði Gunnar. Sovéskir öryggisverðir hafa sýnt öryggisráðstöfunum umhverfis höfnina miklu meiri áhuga en í nágrenni við Hótel Sögu og þykir það enn benda til þess, að Gorbac- hev hafi aðsetur þar. TVÖ sovésk skip, Georg Ots og Baltika eru á leið hingað til lands og er talið líklegast að Gorbac- hev búi um borð í því síðar- nefnda, á meðan hann dvelur hér á landi. Nú er verið að dýpka höfnina við Ægisgarð, þar sem sovésku skipin eiga að liggja, auk þess sem verið er að jafna jarðveg og útbúa bfla- stæði. Þá þarf að flytja skip úr höfninni, svo sem hvalbátana. Gunnar B. Guðmundsson, hafti- arstjóri, var í gær spiirður hverjar óskir Sovétmenn hefðu haft fram að færa, vegna skipanna. „Sovét- menn hafa óskað eftir því, að starfsemi við Ægisgarð á vegum Reykjavíkur og hafnarinnar, fari ekki fram á meðan á fundinum stendur og þeir óska jafnvel eftir því að hún liggi einnig niðri á föstu- dag,“ sagði Gunnar. Haftiarstjóri sagði, að hann hefði heyrt látið að því liggja að Gorbachev myndi búa á Baltiku, en hann hefði ekki feng- ið það staðfest. Gunnar sagði, að yfirvöld hefðu óskað eftir því við hafnarstjóm, að farið yrði að óskum Sovétmann- anna, og því yrði ekki um neina starfsemi að ræða við Ægisgarð Unnið er af kappi við framkvæmdir við Ægisgarð. Nauðsyn- legt reyndist að dýpka höfnina við Ægisgarð, svo að Baltika og Georg Ots, sovésku skipin, sem eru vænt- anleg, geti lagst að. Þá eru vinnuvélar að slétta jarðveginn við Ægisgarð, og und- irbúa bílastæði, sem verða væntanlega not- uð af sovésku sendi- nefndinni og fréttamönnum. Morgunblaðið/Ámi Sœberg Raisa Gorbacheva Eiginkonur leiðtoga risaveldannar Raisa Gorbachev kemur til Islands Nancy Reagan kemur ekki ÁKVEÐIÐ var í fyrradag að Raisa Gorbachev kæmi hingað til lands í fylgd með eiginmanni sinum. Ekki hefur verið ákveðið hver dagskrá Raisa verður, en þegar útlínur hennar liggja fyr- ir, verða þær Iagðar fyrir frú Gorbachev til samþykktar. Talsmaður Hvíta hússins greindi frá því i gær að Nancy Reagan, eiginkona Bandaríkjafor- seta, yrði ekki með forsetanum í íslandsförinni. Bandarískir blaðamenn, sem her eru staddir, sögðu í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, að talsverðrar óánægju gætti meðal ráðamanna í Washington með þá ákvörðun að eiginkona Gorbachevs yrði með í förinni til íslands. í fyrsta lagi hafí þeim borist fregnin seint á sunnudags- kvöldi, frá íslandi, og í öðru lagi, hafi ávallt verið um það rætt, að Reykjavíkurfundurinn yrði vinnu- fundur, og því ekki ástæða til þess að eiginkonumar væru með í förinni. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, að hann hefði orðið var við mis- skilning vestan hafs vegna komu frú Gorbachevs hingað til lands. Hann sagði að ýmsir teldu, að íslendingar hefðu boðið frú Gorbachev hingað. „Þetta er al- gjör misskilningur því það var bara haft samband við mig kl. 17 á sunnudag og mér greint frá því að frúin hefði áhuga á að koma hingað," sagði Steingrímur. „Hún er að sjálfsögðu velkomin," sagði Steingrímur, „og það er Nancy Reagan einnig." Hús við Höf ða tæmd o g vöktuð Götur í nágrenninu og nærri dvalarstöð- um leiðtoganna verða einnig lokaðar ÖLL húsin umhverfís Höfða, fundarstað leiðtoganna, verða að öllum líkindum tæmd og öryggisvörðum komið þar fyrir, sam- kvæmt upplýsingum Steingríms Hermannssonar forsætisráð- herra. Hann sagði jafnframt að umferðaræðum í kringum Höfða, og öðrum byggingum þar sem leiðtogarnir kæmu til með að dvelja yrði lokað. „Það bendir allt til þess að húsin umhverfís Höfða verði tæmd, og umferðaræðum þar í kring lokað," sagði forsætisráð- herra í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Hann kvaðst ekki telja mikla örðugleika a þessu, þar sem fundurinn yrði um helgi, og hér væri svo til eingöngu um skrifstofuhúsnæði að ræða, auk þess sem um helmingur þess- ara húsa væri í eigu rikisins. Sovéskir læknar og öryggis- verðir fóru i gær í fylgd Olafs ólafssonar landlæknis i Borg- arspitalann og kynntu sér staðhætti og þá þjónustu sem þar er að fá. Auk þess skoðaði , sovéski læknirinn, sem fór fyr- ir Sovétmönnunum neyðar- bílinn, og tæki hans og tól. Forsætisráðherra taldi fullvíst að fólk yrði samvinnuþýtt í þessu eftii, enda hefði svo verið á öllum sviðum. Forsætisráðherra sagði, að ör- yggisverðir yrðu í húsunum umhverfís Höfða og uppi á þaki þeirra. Hann sagði, að götum yrði einnig lokað í nágrenni þeirra staða þar sem leiðtogamir hefðu aðsetur sín. Ljóst væri að Reagan myndi dvelja í bandaríska sendi- ráðinu. Steingrímur sagðist gera sér grein fyrir þvf að íbúar í ná- grenni bandaríska sendiráðsins yrðu fyrir einhveijum óþægind- um, vegna lokana, en nú væri verið að reyna að fínna lausn á því, svo sem með útgáfu sérstakra íbúapassa. Eins og annars staðar kemur fram er nú talið, að Gorbachev búi um borð í skipinu Baltiku í Reykjavíkurhöfn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.