Morgunblaðið - 07.10.1986, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 07.10.1986, Qupperneq 32
MORGlíNBLAÐIt), ÞRIÐÍUDAGtíR 7. OKTÓBER 1986 PÍ2 Nancy Reagan Nancy féll en Washington, AP. NANCY Reagan, forsetafrú Bandaríkjanna, féll fram af sviði í Hvíta húsinu þegar píanóleikar- inn Vladimir Horowitz lék fyrir forsetahjónin og gesti þeirra. Hún slapp ómeidd. slapp ómeidd sannfærði viðstadda um að hún væri ómeidd. Um 200 manns voru viðstaddir tónleika Horowitz í Hvíta húsinu. Reagan sló á létta strengi þegar hann hafði fullvissað sig um að Nancy væri ómeidd. Hún féll þegar hann var að þakka Horowitz fyrir leikinn. Reagan sagði að þetta uppátæki frúarinnar hefði verið ótímabært því hún hefði ekki átt að láta sig detta nema fyrir honum yrði ekki klappað. Nancy var að hagræða kjól sínum og færði stólinn út á sviðsbrúna, reyndar einum of langt þvi hann fór fram af með miklum skruðning- um; fyrst ofan í blómaker og þaðan niður á gólf. Frúin steig upp og Meðaldrægu eld- flaugarnar: Næst sam- komulag í Reykjavík? London, AP. HAJROLÍ) Brown, fyrrum varn- armálaráðherra Bandaríkjanna, sagði á sunnudag, að næðu Bandaríkjamenn og Sovétmenn samkomulagi um að reisa jafnar skorður við fjölda meðaldrægra eldflauga um allan heim, yrði það meiriháttar sigur fyrir vestræn ríki. Brown, sem var ráðherra í ríkis- stjóm Jimmy Garters, sagði, að þær fréttir, sem hefðu lekið út um vænt- anlegan fund í Reykjavík, bentu til, að Sovétmenn væru reiðubúnir að gera miklar tilslakanir í samn- ingum um meðaldrægu eldflaug- amar. „Ef trúa má fréttunum hafa Sovétmenn fallist á ákveðinn hám- arksQölda meðaldrægra eldflauga um allan heim og að hann verði sá sami hjá báðum bandalögunum. í Evrópu yrði Qöldinn hjá hvoru um 100,“ sagði Brown. Gengi gjaldmiðla London, AP. BANDARÍKJADOLLAR lækk- aði í gær gagnvart flestum helztu gjaldmiðlum í Vestur-Evrópu. Hann hækkaði þó aðeins gagn- vart pundinu og jeninu. Verð á gulli var óstöðugt. I London kostaði sterlingspundið 1,4388 dollara (1,44225), en annars var gengi dollarans þannig, að fyr- ir hann fengust 1,9890 vestur-þýzk mörk (1,9965), 1,6208 svissneskir frankar (1,6155), 6,5270 franskir frankar (6,5365), 2,2510 hollenzk gyllini (2,2555), 1.378,25 ítalskar lírur (1.380,875), 1,3845 kanadískir dollarar (1,38675) og 154,25 jen (154,08). Mörg dauðaslys í kjamorkukafbátum Washington, AP. MÖRGHUNDRUÐ bandariskra og sovézkra bátsveija í kjarn- orkukafbátum hafa beðið bana í slysum, sem skip þeirra hafa orðið fyrir, frá því fyrsti kjarn- orkukafbáturinn, Nautilus, hljóp af stokkunum árið 1954. Hér á eftir er listi yfir slys, sem vitað er að kjamorkukafbátar hafa orðið fyrir. 6. október 1986: Sovézkur kjam- orkukafbátur sekkur austur af Bermúda í kjölfar sprengingar og eldsvoða um borð. Þrír bátsveijar biðu bana. Kafbáturinn var af gerð- inni Yankee og getur borið 16 kjamorkuflaugar. 29. apríl 1986: Bandarískur kaf- bátur, Atlanta, siglir í strand á siglingu um Gíbraltarsund. Sjóher- inn sagði éngan hafa sakað um borð. Ennfremur að ekkert tjón hafí orðið á aflkerfí bátsins og að hann hafí siglt til Gíbraltar af eigin rammleik. l.aprfl 1986: Bandarískur kaf- bátur, Nathaniel Green, búinn Poseidon-kjamorkuflaugum, strandar í írlandshafí. Enda þótt enginn hafí verið sagður slasast neyddist herinn til að leggja bátn- um. 21. marz 1984: Sovézkur kjam- orkukafbátur lendir í árekstri við bandaríska flugmóðurskipið Kitty Hawk undan Japansströndum. Ekki var skýrt frá hvort menn hefði sak- ' að. 27. september 1984: Bandarískur Poseidon-kafbátur, Sam Raybum, siglir á tunnur fullar af kjamorku- úrgangi undan strönd Bretlartds, að sögn samtaka, sem berjast gegn lqamorku. 21. september 1984: Bandarískur kafbátur, Jacksonville, rekst á flutnignaskip sjóhersins. Minnihátt- ar skemmdir urðu á kafbátnum. 20. september 1984: Sovézkur kjamorkukafbátur af Golf II-gerð rekur undan strönd Japans. Hvítur reykur liðast upp af stefni hans. Honum tókst að sigla af eigin rammleik til heimahafnar í Vladivo- stok-flotastöðinni. 23. desember 1983: Bandaríski sjóherinn skýrir frá því að Posei- don-kafbátur, Florida, hafí siglt á hlut, sem maraði í kafí, við æfíng- ar, en hafí ekki laskast. Sumarið 1983: Sovézkur kaf- bátur sekkur í Norður-Kyrrahafí. Með honum fórst 90 manna áhöfn, að sögn bandarískra leyniþjónustu- manna. 16. desember 1982: Tveir banda- riskir kafbátar, La Jolla og Permit, rekast saman við æfingar undan San Diego í Kalifomíu. Skipin lösk- uðust minniháttar. 30. nóvember 1982: Bandaríski kafbáturinn Thomas edison siglir á bandarískan tundurspillir í Suður- Kinahafí. Ekki var sagt hvort skipveija hefði sakað. 24. marz 1982: Bandaríski kaf- báturinn Jacksonville stórskemmist í ásiglingu á japanskt skip. Tveir skipveijar á japanska skipinu biðu bana og tjónið á kafbátnum nam 2 milljónum dollara. 27. október 1981: Sovézkur kaf- bátur af whiskey-gerð straftdar á hemaðarlegu bannsvæði við Karls- krona í Svíþjóð. 23. ágúst 1980: Eldur verður laus í sovézkum kjamorkukafbáti af Echo-l-gerð við Japan. Báturinn Sokaði eftir aðstoð og japönsk yfír- völd sögðu 9 menn úr áhöfn hans hafa beðið bana og þrír slasast. Slysið þótti mjög grunsamlegt og dularfullt. 5. febrúar 1977: Bandaríski kaf- báturinn Snook sigldi á hlustunar- dufl, sem skip sjóhersins hafði í eftirdragi. Sjónpípa og tum kaf- bátsins iaskaðist, en engan sakaði Sovézkir kafbátar af gerðinni Yankee, eins og sá sem fórst nnHan Bandaríkjaströndum í gærmorgun, er kjamorkuknú- inn. Þeir geta borið 16 kjam- orkuflaugar. Fyrsti bátur þessarar tegundar var tekinn í notkun 1967 og árið 1970 vom framleiddir 7-8 slíkir á ári. Síðasti kafbáturinn af þessari gerð var smíðaður 1974. Stærð: 10 þúsund tonn Mál: 130 metra langur, 10,5 metrar á hæð og 7,5 metrar í þvermál Ganghraði: 28 hnútar í kafi Aflvélar: Tveir kjaraorkuofn- ar, tvær gufutúrbínur, tvær skrúfur Vopn: Getur borið 16 SS-N-6 fjölodda kjaraorkuflaugar og 18 tundurskeyti. og engin geislavirk efni sluppu út. 21. maí 1968: Bandariski kjam- orkukafbáturinn Scorpion, ferst með 99 manns innanborðs undan Azoreyjum. Árið 1968: Sovézkur kafbátur sekkur í norðurhöfum undan Kola- skaga, samkvæmt leyniskýrslum, sem birtar vora nú nýverið. Árið 1968: Sovézkur kafbátur sekkur í Kyrrahafí. Bandaríkja- mönnum tókst að ná honum að hluta upp á yfírborðið: 10. apríl 1963: Bandaríski kaf- báturinn Thresher ferst 220 sjómíl- ur undan strönd New England með 129 manns innanborðs. Rannsókn leiddi í ljós að báturinn hafði verið sendur í reynslusiglingu án þess að viðhlítandi öryggisráðstafanir hefðu veirð gerðar. Árið 1961: Bátsveijar á sovézk- um kafbáti biðu bana af völdum geislunar í kjölfar slyss um borð í báti þeirra í Eystrasalti, samkvæmt nýlega birtum leynislqolum. Moskva: Sovétmenn hafa tilkynnt komu rúmlega 300 manna Moskvu, AP. SOVÉSKA sendinefndin á fund- inum í Reykjavík verður a.m.k. skipuð 300 mönnum og þar á meðal helstu ráðgjöfum Kreml- stjórnarinnar í afvopnunarmál- um og samskiptum stórveidanna. Var þetta í gær haft eftir heim- ildum í Moskvu. Heimildarmaðurinn, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði, að sovéska stjómin væri enn að til- kynna íslenska sendiráðinu í Moskvu um nöfn væntanlegra þátt- takenda í sendinefndinni ogað enn vantaði nöfn sumra æðstu embætt- ismannanna, sem búist er við, að komi til Reykjavíkur. Sagði hann ennfremur, að enn hefði ekki verið opinberlega skýrt fráþví hvenær Gorbachev og kona hans kæmu til Reykjavíkur. Meðal þeirra manna, sem búist er við, að komi til Reykjaýikur, er Eduard A. Shevardnadze, utanríkis- ráðherra, en hann átti mestan þátt í undirbúningi Reykjavíkurfundar- ins ásamt George Shultz, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna. Þá er nefndur til Anatoly Dobrynín, fyrr- um sendiherra í Washington en nú aðalritari alþjóðadeildamnar í mið- stjóm sovéska kommúnistaflokks- ins. Koma Dobiynins hefur enn ekki verið tilkynnt í íslenska sendi- ráðinu en heimildarmaðurinn sovéski kvaðst vita, að Gorbachev vildi hafa hann með sér. She- vardnadze og Dobrynin tóku þátt í Genfarfundinum í fyrrahaust. Til þessa hfa Sovétmenn boðað íslenska sendiráðinu komu 102 manna með diplómatísk réttindi og 200 manna, sem þau hafa ekki, t.d. fréttamanna. Af öðram mönnum í sovésku sendinefndinni má nefna: Viktor Karpov, aðalsamninga- mann Sovétstjómarinnar í afvopn- unarviðræðunum í Genf. Fýrr áárinuvar Karpov yfírmaður þeirrar deildar utanríkisráðuneytisins, sem fermeð vígbúnaðareftirlit, og var- það gert í tengslum við uppstokkun í utanríkisráðuneytinu. Alexander Bessmertnykh, að- stoðaratanríkisráðherra, fyrram yfírmaður Bandaríkjadeildar ut- anríkisráðuneytisins og sérfræðing- ur kí samskiptunum við Bandaríkin. Georgi Arbatov, félagi í mið- stjóminni og yfirmaður Bandaríkja- og Kanadadeildar sovésku vísinda- akademíunnar. Arbatov er sagður sérfræðingurí samskiptum stórveld- anna og kemur oft framsem talsmaður Kremlarstjómar á Vest- urlöndum. Anatoly Chemyayev, einn af ráð- gjöfum Gorbachevs. Þá má nefna Gennady Gera- simov, talsmann utanríkisráðuneyt- isins, sem annaðist samskiptin við fréttamenn á Genfarfundinum; Va- lentin Falin, yfírmann Novosti- fréttastofunnar, og Genrykh Borovik, helsta fréttaskýranda so- véska sjónvarpsins um samskipti stórveldanna. Það hefur komið fram hjá Sovét- mönnum, að þeir líta á Reykjavíkur- fundinn sem prófraun á það hvort vert er að efna til leiðtogafundar í Bandaríkjunum. Síðamefndi fund- urinn var ákveðinn í Genf en Gorbachev hefur til þessa frestað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.