Morgunblaðið - 07.10.1986, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 07.10.1986, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 Ljóð, ævintýraskáldsaga o.fl. góðmeti frá Norsk Gyldendal Erlendar baekur Jóhanna Kristjónsdóttir 2. grein Norsk Gyldendal-forlagið hefur 8ent okkur nokkrar fleiri nýjar bækur og skal þeirra getið, enda sýnist mér þær hinar fýsilegustu. Þá ber fýrst að nefna: Fabula Rasa eftir Annelita S. Buuyiiukakan. Þetta er fyrsta bók höfundarins, sem er fæddur f Montreal árið 1952. Bókin hlaut viðurkenningu f sam- keppni foriagsins sem var kölluð „Norges skrivende kvinner". Fabula Rasa er eins og titillinn gefur til kynna eins konar ævin- týri. Þar segir frá Ríkarði unga og leit hans að Rebekku, elskunni sinni, en hún hvarf á brúðkaups- daginn þeirra. Ríkarður lendir í hinum ótrúlegustu ævintýrum og eru sum heldur óhugnarleg. Sögu- sviðið færist milli heimshluta, sveiflast til í tíma og rúmi og höf- undur sýnir mikla leikni í skrifun- um. Þetta er óneitanlega furðuleg bók, hreint kostuleg og dálítið þreytandi á stundum, þegar maður fær á tilflnninguna að Annelita sé í þann veginn að fara yfir strikið og muni nú missa allt úr böndunum f hamsleysi sínu og mikilli ritgleði. En hún hefur undraverðan sjálfsaga mitt í því sem virðist fullkomið agaleysi. Eftirtektarveður höfundur og út af fyrir sig ekkert skrítið þótt bók af þessari gerð hafi fengið misjafn- ar viðtökur í Noregi. Virvl eftir Nikolaj Frobenius hefur inni að halda ljóð og prósa og skiptist í fimm kafla. I fyrsta kaflanum horfir sjö ára drengur á heiminn, síðasti kaflinn eru kveðju- orð frá öldruðum manni á dánar- beði. Milli þessara tveggja nefndu upp- hafs- og endakafla er okkur boðið í ferð með ungum manni, sem fer til framandi lands. Þar reynir hann að átta sig á og gera upp við sig hver sé virkileiki hans, en kemst á snoðir um að virkileiki verður ekki skilgreindur eftir venjulegum lög- málum. Veruleiki unga mannsins — eða það sem hann telur vera svo — er í senn óútreiknanlegur, hættu- leg- ur og fullkomlega ófyrirséður. í nokkrum ljóðanna skemmtir Nikolaj sér við að blanda saman goðsögnum og föstum siðvenjum og nær skemmtilegum áhrifum og nokkuð nýstárlegum. í fjórða hlut- anum gerist höfundur melódrama- tfskur — greinilega meðvitað — og Birgitta Trotsig Gunnar Staalesen var það einna snjallasi hluti bókar- innar að mínum dómi, fullur af húmor og viti. Nikolaj viðurkennir engin skils- mörk milli prósa og ljóðs, textana má túlka svona nokkum veginn eftir því hvað hveijum og einum dettur í hug. Og það er kostur við þessa bók, að manni dettur svo ansi margt sniðugt — að eigin dómi — í hug við lestur hennar. Nikoíaj Frobenius er fæddur í Osló 1965 og þetta er fyrsta bókin sem hann sendir frá sér. Þriðja bókin sem getið skal hér er þýdd úr sænsku og heitir Dynd- kongens Datter eftir Birgitta Trotzig. Birgitta Trotzig er mörg- um íslenzkum lesendum kunn, enda ein þekktasta skáldkona Svíþjóðar. Hún var hér á íslandi fyrir skemmstu, ásamt manni sínum, Ulf, sem einnig er listamaður og las hún úr verkum sínum í Norræna húsinu. Ekki man ég til að bók eftir Birg- ittu hafi verið þýdd á íslenzku en margt væri vitlausara en það. Birgitta Trotzig er fædd 1929. Hún sendi frá sér fyrstu bók sína 1951, það var smásagnasafn, Ur de álskandes liv. Þótti bókin lofa góðu og orðstír skáldkonunnar hef- ur vaxið með hverri bók. Hún hefur auk smásagnabóka sent frá sér nokkrar skáldsögur og mér skilst að Sjukdommen frá 1972 þyki þar hvað merkust. Norðmenn hafa ekki fyrr gefíð út bók eftir hana í norskri þýðingu. Johanna Schwarz snarar Dyndkongens datter úr sænsku. Birgitta Trotzig fékk Dobloug- verðlaunin fyrir Sjukdommen og í fyrra, eftir að Dyndkongens Datter kom út, fékk hún hin nýju Pilot- verðlaun. Bókin sem hér um ræðir er vönd- uð smíð og með skírskotun til hefða ævintýrasagna spinnur höfundur þráð örlaganna í lífí tveggja kvenna, móðurinnar og dótturinnar. Komið er þá að sfðustu bókinni frá Gyldendal að sinni, Heksering- en eftir Gunnar Staalesen. Þetta mun vera sjötta bók Staalesens þar sem segir frá einkaspæjaranum frá Björgvin, Varg Veum. Það er býsna vinsælt að höfundur skrifi heilu bókaflokkana um lejmilögreglu- mennina sína og ekki nýtt af nálinni í enskumælandi löndum. Áður og fyrrum voru þessir einkaspæjarar meiri háttar töffarar, óskeikulir, iðil fagrir, liprir kvennamenn og almennt svo miklum ytri og innri kostum búnir að stundum tók út yfir allan þjófabálk. Spæjaramir núna eru yfirleitt voða manneskju- legir, stundum dálftið klaufskir og hallærislegir í útliti, en jrfirleitt eru þetta klókindamenn og oft sniðugir náungar. í Hekseringen gerast hinir fer- legustu atburðir. Ung stúlka er beitt flárkúgun og ekki látið þar við siija. Leikari nokkur sem er að debútera í hlutverki Hamlets hverf- ur skyndilega. Og svo einn góðan veðurdag skjögrar maður inn á skrifstofu spæjarans Veums með hníf í bakinu. Honum tekst að stynja upp nafni á skáldi nokkru, að því er virðist út í bláinn — eða hvað — og andast svo. Unglingurinn Sara stiýkur úr foreldrahúsum til að losna við að fylgjast með því sem er að gerast í galdrahringnum. Maður nokkur fer út á sjó á trill- unni sinni og svo finnst báturinn auðvitað mannlaus. Þá má nefna að einn af fyrirmyndarfeðrum Björgvinar tekur upp á því að skjóta böm sín tvö og síðan sjálfan sig. Og auðvitað er leitað til Veums með allar þessar gátur. Og merki- legt nokk tekst honum ágætlega að glíma við þetta. Enda klár ná- ungi í meira lagi. Og bókin ágætis afþreying. Eigum gott úrval af undir og náttfatnaði. Lady of Paris, Laugavegi 84. Sími 12858. ■■■■■ • Pólóskyrtur verð kr. 690. • Gallabuxur stæröir 6-16 verð kr. 825. • Sængurverasett með myndum kr. 840. • Sængurveraléreft 140 sm á breldd kr. 155.- • Peysur I miklu úrvali S-M-L verð frá 740. e Stuttermabollr m/mynd verð kr. 340. ® Þykklr herra-mlttisjakkar kr. 2.400.- og 2.990.- • Úlpur m/hettu stærðir 6-8-10-11-12-14 mjög gott verð • Jogging-gallar marglr lltlr verð kr. 890,- tfl 950, • Lakaléreft 240 cm á breidd kr. 222,- pr.m • Lakaléreft 140 cm á breidd kr. 140,- pr.m. * Gallabuxur verð kr. 995.- til 2.300.- eGammósfur stærðir 0-16 verð frá 190,- • Kvenbuxur stærðir 25-32 kr. 1.050. * Handklæðl kr. 145.- til 238.- e Viskastykki kr. 67, Vilt þú versla ódýrt? ALLT Á 100,- KR. Opiö frá 10.00 - 18.0Q Föstudaga 10.00 - 19.00 Laugardaga 10.00 - 16.00 Vöruloftíð IT! Sigtúni 3, Sími 83075 ÉJ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.