Morgunblaðið - 07.10.1986, Page 54

Morgunblaðið - 07.10.1986, Page 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 Fyrsta SAS flugið var frá Stokkhólmi til New York fyrir 40 árum. Á myndinni sést Douglas DC 4 vélin „Dan Viking“ yflr Manhattan-eyju f þessu fyrsta flugi. SAS 40 ára liorgunblaðið/Gunnar Þorsteinsson Sfðustu ár hefur SAS lagt vaxandi áherslu á að bæta þjónustu við farþega sína, sérstaklega við kaupsýslumenn og þá em starfs síns vegna þurfa að fljúga mikið og reglulega. í þvf skyni var tekið upp nýtt farrými á Evrópuleiðum, Euro Class, sem hefur mælst vel fyrir. 160 þúsund gestir komu í tveggja daga afmælisveislu SAS á Kastrupflugvellinum við Kaupmannahöfn. Þar kynnt SAS starfsemi sína, sýndi gamlar og nýjar flugvélar, bauð upp á útsýnisflug, skemmtiatriði og ókeypis veitingar. Flug Gunnar Þorsteinsson í tilefni af fjörtiu ára afmæli sínu efndi SAS flugfélagið til mkillar afmælisveislu um alla Skandinavfu. Veisluhöldum þess- um er nú nýlokið og er talið að 500—600 þúsund mannshafi tekið þátt í þeim. Af hálfu SAS var áhersla lögð á að afmælið yrði fyrst og fremst hátíð almennings og það virðist hafa tekist með glæsibrag. Afmælið hófst 20. júní sl. með því að boðið var sérstakt afmælis- fargjald milli Danmerkur, Svíþjóð- arog Noregs, svo og innanlands f þessum löndum sem standa að SAS. Fargjaldið, sem gilti til 16. ágúst sl., fékk sérlega góðar undir- tektir því um 125 þúsund farþegar notfærðu sér það. Á sama tímabili í fyrra flutti SAS á þessum leiðum aðeins um 50 þúsund farþega, svo sjá má að aukningin er veruleg. Gerð var skoðanakönnun meðal farþeganna sem flugu áafmælis- fargjaldinu og kom í Ijós að þeir kunnu helst að meta hve ódýrt það var, hve reglur um takmörk þess voru einfaldar og allar leiðbeiningar auðskiljanlegar. Margir farþeganna voru að fara í sína fyrstu flugferð innan Skandinavíu. Þá kom enn- fremur í ljós að um 40% höfðu ekki ráðgert að kaupa flugfar þetta sumarið en sögðust hafa skipt um skoðun eftir að afmælisfargjaldið var kynnt í fjölmiðlum. í tilefni afmælisins efndi SAS til svokallaðra „opinna húsa“ í Skand- inavíu og var það fyrsta í tvo daga á Kastrupflugvellinum við Kaup- mannahöfn um miðjan ágúst en það síðasta nú um miðjan september í Osló. Þar var starfsemi félagsins kynnt, gamlar og nýjar flugvélar sýndar og frægir skemmtikraftar tróðu upp. Gestunum gafst kostur á að bregða sérí stutt útsýnisflug með DC 9 þotum og Fokker F 27 flugvélum og þeir sem vildu gátu brugðið sér í siglingu með loft- púðaskipi, en SAS er eina flugfélag- ið í heiminum sem rekur slík faratæki. Flugeldhús SAS reiddu fram ókeypis matar- og drykkjar- fóng. A þessum tímamótum í sögu nágrannaflugfélags okkar er ekki úr vegi að rifja sögu þess upp í stórum dráttum. Erfið fæðing SAS, eða Scandinavian Airlines System, var formlega stofnað 1. ágúst 1946 með samstarfssamningi flugfélaganna í Noregi (DNL), Dan- mörku (DDL) og Svíþjóð (ABA). Áður höfðu flugfélögin hvert í sínu lagi kannað möguleikann á að færa út kvíamar með flugi til fjarlægari landa en komist að þeirri niðurstöðu að ekkert eitt þeirra hefði bolmagn til að keppa við flugfélög stærri og efnaðri þjóða. Forsvarsmenn félag- anna töldu að til þess að standa í slíkri samkeppni þyrfti sterkan flár- hag, stóran heimamarkað, mikla tækniþekkingu og eins mikil stjóm- málaleg áhrif og kostur væri á. Vegna þess að ekkert félaganna hafði bakgrunn í líkingu við þetta töldu forsvarsmennimir rökrétt að leita leiða til að sameina kraftana. í stuttu máli er þetta sagan og hugmyndin að baki stofnunar SAS. Það var svo hægara sagt en gert að hrinda hugmyndinni í fram- kvæmd. Flutningsþarfír landanna voru mismunandi, sömuleiðis lög og viðskiptavenjur og ekki síst voru uppi mismunandi skoðanir í löndun- um á því hvemig eignarhaldi á samgöngufyrirtælqum væri best háttað. Þrátt fyrir þetta ætluðu flugfélögin þrjú að reyna sameigin- legt flugbátaflug milli Bergen og New York árið 1938, sjö ámm áður en SAS var formlega stofnað. Flug- bátaflugið féli um sjálft sig því áður en leggja átti upp í fyrstu ferð- ina höfðu nasistar hemumíð Danmörku og Noreg. En hugmynd- in var geymd en ekki gleymd. Af og til í seinni heimsstyijöldinni var SAS umræðunni haldið áfram og lagt á ráðin um að hefja Atlants- hafsflug strax að henni lokinni. Vegna hlutleysis síns gátu svíar starfað nær óhindraðir á alþjóða- vettfangi. Því stofnuðu einkaaðilar þar í landi flugfélagið Swedish Int- ercontinental Airlines (SILA, sem síðar varð hluti af SAS) og hófu undirbúning að því að fá flugvélar frá Bandaríkjunum um leið og stríðinu lyki. Þessi ráðstöfun var liður í undirbúningnum að stofnum SAS. Þegar hér var komið við sögu, höfðu landflugvélar leyst flugbát- ana af hólmi í farþegafluginu. Fyrstu flugvélar SILA voru af gerð- inni B 17 en eru betur þekktar sem sprengjuflugvélamar „Fljúgandi virki“. Þær voru þijár og höfðu af ýmsum orsökum orðið að lenda í Svíþjóð í stríðinu og þar voru þær kyrrsettar vegna hlutleysis lands- ins. Fékk SILA hvetja vél fyrir 1 dollar en SAAB fékk það hlutverk að breyta þeim í farþegaflugvélar. Áður hafði SILA, fyrst flugfélaga í heiminum, pantað 10 Douglas DC 4 flugvélar beint frá verksmiðjunum þó að öll þijú flugfélögin greiddu vélamar. SILA var engöngu leppur í þessum viðskiptum því ekki mátti koma fram að Danir og Norðmenn stæðu einnig að kaupunum vegna þess að löndin voru hemumin. Til dæmis þurftu Danir að fara miklar krókaleiðir til að smygla sfnum greiðslum úr landi í formi gjaldeyr- is. Tíföld íbúatala flutt á 40 árum Fyrsta flugið undir merkjum SAS var farið 17. september 1946, sex vikum eftir formlega stofnun flug- félagsins. Farið var frá Stokkhólmi til New York á Douglas DC 4 flug- vél sem skartaði drekahöfðinu fræga er átti eftir að vera einkenni SAS þangað til fyrir fáum árum. Tveimur mánuðum síiðar hófst flug til S-Ameríku. Stofnsamningur SAS gilti aðeins um Atlantshafsflug í fyrstu og því héldu flugfélögin áfram Evrópu- og innanlandsflugi hvert í sínu lagi. Árið 1948 var Evrópuflug þeirra sameinað undir merkjum SÁS og það var svo ekki fyrr en 1951 að allur flugreksturinn var sameinaður og grunnurinn Iagður að félaginu eins og við þekkjum það í dag. Eignaraðildin að SAS skiptist þann- ig, að ríkissjóðir Noregs, Dan- merkur og Svíþjóðar eiga helminginn á móti gömlu flugfélög- um landanna' sem enn eru í einka- eigu. Að sjálfsögðu annast þau ekki flugrekstur lengur. Á 40 ára ferli hafa ýmsir merkir áfangar verið settir og komið SAS ofarlega á spjöld alþjóðlegrar flug- sögu fyrir vikið. Þannig var SAS brautryðjandi í áætlunarflugi yfír Norðurpólinn með fyrsta fluginu til Bandaríkjanna árið 1957 og svo austur um til Japans árið 1960. SAS var fyrst flugfélaga til að taka frönsku Caravelle þotuna í notkun í áætlunarflugi, fyrst með langfley- gustu gerðina af Douglas DC 8 þotunum, DC 8-62 og einnig fyrsta félagið sem byijaði að fljúga Dou- glas DC 9-41 og -61 þotunum. Raunar hefur SAS í gegnum tíðina verið traustur viðskiptavinur Dou- glas verksmiðjanna. Þegar litið er á samvinnu SAS við önnur flugfélög er einkum tvennt sem ber hæst á þessum Qór- um áratugum. Hið fyrra er, að SAS tók þátt í stofnun tveggja flugfé- laga í fjarlægum löndum á sjötta áratugnum. Annað var síamska flugfélagið Thai Intemational sem enn starfar og dafnar vel en hitt var mexíkanskt innanlandsflugfé- lag, Guest Aerovias, sem gekk brösulega og var að lokum samein- að öðru mexíkönsku félagi eftir að SAS dró sig í hlé. Síðara markverða atriðið er lýtur að samvinnu SAS við önnur félög er aðildin að svoköll- uðum KSSU hóp. Nafnið KSSU er myndað af upphafsstöfum flugfé- laganna er mynda hópinn, þ.e. KLM, Swissair, SAS og UTÁ í Frakklandi, en þau skipta með sér verkum við viðhald og skoðanir á þeim flugvélagerðum sem öll félög- in reka. Með þessu fyrirkomulagi fæst sérhæflng og stórkostlegur spamaður næst fyrir alla aðila. Fyrsta starfsárið flutti SAS 21 þúsund farþega og samtals 300 tonn af frakt og pósti. Þá taldi flug- flotinn aðeins 7 DC 4 vélar og starfsliðið aðeins 1100 manns. Á síðasta ári vom farþegamir orðnir rúmlega 11 milljónir og um 150 þúsund tonn af frakt og pósti vom flutt. í dag nær leiðarkerfíð tl 90 ákvörðunarstaða í 80 löndum, flug- flotinn orðinn 98 vélar og starfs- mennimir um 19 þúsund talsins. Auk núverandi flugvélaskorts á fé- lagið 12 eða 14 Douglas MD 80 þotur í pöntun (ný gerð DC9) og erþeim ætlað að mæta auknum flutningum sem spáð er 1988—’90. Samanlagt em farþegar SAS orðn- ir um 170 milljón en það jafngildir næstum tífaldri íbúatölu Skand- inavíu. Samskipti við íslend- inga Á sjötta og sjöunda áratugnum elduðu SAS og Loftleiðir grátt slfur og var deila þeirra nefnd „Loftleiða- deilan" hér á landi. Hún hófst er SAS brást harkalega við þegar Loftleiðir hófu að bjóða lágu far-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.