Morgunblaðið - 07.10.1986, Page 55

Morgunblaðið - 07.10.1986, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 55 Bubbi í tónleikaferð til styrktar Kvennaathvarfi - ásamt f leiri skemmtikröftum gjöldin yfir Atlantshafið. Svíar sögðu upp loftferðasamningi við íslendinga ogsíðan varf þrætt um lendingarétt Loftleiðavéla í hinum skandinavísku löndunum. Inn í deil- una fléttuðust m.a. samningar um flugréttindi Loftleiða í Bretlandi og Þýskalandi og svo urðu ítarlegar viðræður við bandarísk stjómvöld vegna þessa alls. Á meðan Loftleiðir og SAS deldu átti SAS gott samstarf við Flugfé- lag íslands á meðan það var og hét. Um tínrn hélt SAS uppi áætlun- arflugi til íslands. Talsverð sam- vnna hefur verið á milli Flugleiða og SAS og má í því sambandi nefna samvinnu um Grænlandsflug und- anfarin ár, að SAS vann fyrir Flugleiðir, í pílagrímaflugi fyrir nokkrum árum, eins að Flugleiðir hafa flogið fyrir SAS í Skandinavíu og svo hafa félögin jafnan átt gott samstarf á sviði tæknimála. NýjaSAS í kjölfar tapreksturs sem varð árin 1979—’81 var reksturinn end- urskipulagður og ráðinn nýr for- sijóri, Jan Carlzon. Þá var'imynd félagsins breytt, tekið upp nýtt merki, nýr einkennisbúningur, flug- vélamar málaðar í nýjum litum o.s. frv. Markmiðið var auðvitað að koma rekstrinum á réttan kjöl en ekki síður að ná fótfestu sem uppá- haldsflugfélag kaupsýslumanna og annarra sem starfs síns vegna þurfa að ferðast mikið og reglulega. í þessu skyni var lögð gífurleg áhersla á að bæta þjónustuna því þessi hópur flugfarþega gerir strangari kröfyr en hinn almenni ferðamaður. Áherslan var sem sé lögð á að bæta þjónustuna og eins að fá þá frekar færri farþega á full fargjöld en marga á lægri far- gjöldum. Sjálfir segja SAS menn að þeir hafi verið að fjárfesta í þjónustunni með því að fara þessa leið og með henni treyst samskipti SAS starfs- fólksins við viðskiptavinina. Þannig vom fullborgandi farþegar laðaðir að enda grimm samkeppni milli flugfélaga um þennan hóp. Árangurinn lét líka ekki á sér standa. Tapi var strax snúið upp í hagnað og um það tala tölur gleggstu máli. Oftast hefur rekstur SAS skilað hagnaði en árin 1979—'81 var mikið tap. Eftir taptímabilið var 150 milljónum sænskra króna (870 millj. ísl. kr. á núgildandi verðlagi) varið til þess að beyta ímjmdinni og bæta þjón- ustuna. Á síðasta ári varð 1.017 milljóna sænskra króna rekstrar- hagnaður hjá SAS (um 6 milljarðar fsl. kr.) og var það í fyrsta sinn sem hagnaðurinn fór jrfir 1 miljarð sæn- skra króna. Ekkert skandinaví- skara en SAS Á þessum 40 árum hefur SAS breyst úr flugfélagi í risavaxna samsteypu 20 dóttur- og hlutdeild- arfyrirtækja er flest tengjast flutn- ingum, ferðalögum og veitinga- rekstri. í þessum hópi eru ferðaskrifstofur, leiguflugfélög, innanlandsflugfélög, mötuneyti á olíuborpöllum, veitingahúsarekstur, hótelkeðja með 20 hótelum, frakt- miðlun, jafnvel tryggingafélag og skipamiðlun og Diners greiðslu- kortafyrirtækið Diners Club á Norðurlöndum bættist síðast í hóp- inn. í augum íbúa Skandinavíu er líklega ekkert skandinavískra en SAS í öllu sínu veldi enda er félag- ið gott dæmi um vel heppnaða samvinnu skandinavíku landanna. Ef miðað er við ársveltu, er SAS í hópi 20 stærstu fyrirtækja Skand- inavíu með 20 milljarða sænskar krónur (116 milljarðar ísl. kr.) í veltu á síðasta ári. Á alþjóðlegan mælikvarða er SAS í hópi 25 stærstu flugfélaga heims en lendir í mismunandi sætum eftir því við hvað er miðað, veltu, farþegafjölda, flogna kílómetra eða stærð flugflot- ans. Þegar litið ertil baka er ekki annað hægt að segja en að SAS hafí dafnað vel á þessum fjórum áratugum. En það er gaman að velta því fyrir sér hvemig flugmál- um í Skandinavíu væri háttað í dag ef SAS hefði aldrei verið stofnað þó ekkert verði farið út í þá sálma hér. Það erengan bilbug að finna á stjómendum SAS. Fyrir djrum stendur að endumýja flugflotann og nýlega tilkynnt Jan Carlzon í Osló að á næstu tveimur áratugum yrði félagið að kaupa 130 flugvélar fyrir a.m.k. 200 milljarða íslenskra króna. Þá er SAS að búa sig undir að mæta vaxandi samkeppni því á næstu ámm er búist við að innleidd verði mun fijálsari flugmálastefna innan Evrópu en hingað til hefur tíðkast. Með auknu frelsi í Evrópsk- um flugmálum kemur SAS til með að standa frammi fyrir nýjum vandamálum því hingað til hefur félagið verið vemdað af stjómvöld- um í Skandinavíu. Oft er haft á orði að allt sé fertugum fært og samkvæmt því ætti SAS að spjara sig í framtíðinni þó aukinni sam- keppni verði að mæta úr öllum áttum. BUBBI Morthens stendur fyrir fimm tónleikum á næstunni ásamt fjölda annarra skemmti- krafta til styrktar Kvennaat- hvarfinu í Reykjavík. Fyrst er ferðinni heitið norður á Akur- ejrri nk. fimmtudag og verða það kvöld tvennir tónleikar, samtimis í Dynheimum og í Sjallanum. Tónleikamir í Dynheimum hefj- ast kl. 21.00 á fimmtudagskvöld og koma þar fram ásamt Bubba, Bjami Tryggva Skriðjöklar og Dansstúdtó Alís. I Sjallanum hefjast tónleikamir hálftíma síðar, eða kl. 21.30 og skemmta þar allir þeir sem fram koma í Djmheimum auk hljómsveitar Ingimars Eydal. Að sögn Viðars Amarsonar, verða eflaust mikil hlaup skemmtikraf- tanna á milli Djmheima og Sjallans þetta kvöld þár sem sömu skemmti- kraftamir skemmta á báðum stöðunum. Þriðju tónleikamir verða í Hótel Selfossi nk. föstudagskvöld. Þar koma fram Bubbi, Megas, dúett Guðjóns Guðmundssonar og Kristj- áns Hrafnssonar, unglingahljóm- sveitin Triniti frá Selfossi og að lokum mun hljómsveitin Kikk leika fyrir dansleik. Fýrirhugaðir vora tónleikar í Háskólabíói á laugar- dagskvöldið, en honum verður frestað um viku vegna leiðtoga- fundarins. Þeir verða haldnir í staðinn 18. október. Á sunnudaginn kl. 14.00 verða tónleikar í Félags- bíói í Keflavík. Miðaverð á alla tónleikana er 600 krónur en miða- verð á tónleikana í Dynheimum verður 400 krónur. Ágóði rennur óskiptur til Kvennaathvarfsins. Viðar sagði að þessi byggðarlög hefðu verið valin með tilliti til þess að frá þeim hefur mikið af bömum og konum leitað í Kvennaathvarfíð í lengri eða skemmri tíma. Frá Akureyri hafa 11 konur og 3 böm komið, frá Selfossi og nágrenni hefur 21 kona og 16 böm komið og frá Suðumesjum hafa 25 konur og 29 böm dvalið í Kvennaathvarf- inu. „Við vonumst til að geta safnað 600-700 þúsund krónum og vonum að með því sem við eram að gera geti athvarfið lifað svo lengi sem áhugi er fyrir rekstri þess.“ Viðar sagði að nægt fé væri til fyrir reksturinn, en það þjnrfti að lagfæra húsið og væri fyrst og fremst verið að safna peningum til þess að koma því í sæmilegt horf. Bubbi hélt tónleika í sumar í Roxy og safnaði þá 270.000 krónum, sem runnu til Kvennaathvarfsins. J 1|* , MÉMMiajjg ! ■'v.- v/íSlllÍl Frá kr. 21.488, ÞAÐ MÆLIR ALLT MEÐ ÞVI AÐ ÞU BREGÐIR ÞÉR MEÐ BEINU FLUGI TIL ORLANDO. Þaðersagtað veðrið hafi aldrei veriðbetra. Eittervíst. Verðiðhefur sjaldan veriðbetra. Dollarinn erá góðu verði-ogþín bíða lystisemdir Fiórída, allt frá dýrindis mat og ævintýraheimi Walts Disneys til tónleika og skemmtana undir berum himni. Líttu til dæmis á þennan útreikning: Verð* Hótel Staður Dvöl A Kr.21.488 Days Inn Orlando 11 dagar B Kr. 23.952 Days Inn Orlando 18dagar C Kr. 23.766 Gateway St. Pete 11 dagar D Kr. 27.686 Gateway St. Pete 18dagar Innifalið flugferðir, akstur til og frá ftugvelli og gisting. * Verð á mann í 4ra manna fjölskyldu (tvö böm undir 12 ára aldri). Ótal fleiri ótrúlega ódýrir möguleikar. Frekari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn og ferðaskrifstofur. Söluskrifstofan Lœkjargötu sfmi 690100, Hótel Esju sími 690100, Alfabakka 10 simi 690100. Upplýsingasími: 25100

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.