Morgunblaðið - 07.10.1986, Síða 58

Morgunblaðið - 07.10.1986, Síða 58
eð 58 aSGI H3ffÖT)IO T HTJOAGUI.GIfl'J .GIGAJffVITIOflOM MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 Hanna og systur hennar Kvlkmyndlr Arnaldur Indriðason Hanna og systur hennar (Hannah and Her Sisters). Stjörnugjöf: ★ ★ ★ ★ Bandarísk: Leikstjóri og hand- ritahöfundur: Woody Allen. Framleiðendur: Jack Rollins og Charles H. Joffe. Kvikmyndataka: Carlo Di Palma. Helstu hlutverk: Michael Caine, Woody Allen, Mia Farrow, Barbara Hershey, Dianne Wiest, Max Von Sydow, Carrie Fisher. Þegar allt kenmr til alls er kannski einfaldast að segja að nýjasta mynd Woodys Allen, Hanna og systur hennar, sem sýnd er í Regnboganum, sé óður hans til lífsins. Ailen elskar lífið þessa stundina; bölsýnin og drunginn víkur fyrir bjartsýninni og trúin á manninn og lífíð sjálft kemur í stað óttalegra pælinga um guð og dauðann og tilgangs- leysi lífsins. Og Allen tekst i þessari töfrandi mynd sinni að miðla okkur, eða sumum okkar, af lífsgleði sinni og fá okkur til að hrífast með sér. Hann er glað- ur og reifur og vill að við séum það líka. Kannski hefur hann fundið það sem hann hefur leitað að svo lengi og kannski er „Hanna" upphafíð að einhveiju nýju og gerólíku því sem hann hefur áður fengist við. Það verður a.m.k. gaman að sjá hvemig næsta mynd hans verður. Hann hefur aldrei verið eins afkastamikill (^órar myndir á þremur árum vitna um það) og „Hanna“ er hans lengsta mynd til þessa. Hann hefur sjaldan eða aldrei flallað um manninn og mannleg samskipti á jafn tilfínn- inganæman, hlýjan og viðkvæm- an hátt og persónur hans hafa sjaldan verið heilsteyptari eða meira sannfærandi og fengið mann til að fínna til með sér á jafnsterkan hátt og í „Hönnu". Hann á úrvalsliði leikara mikið að þakka og þeir ekki síður honum fyrir að gera „Hönnu“ að indælli mynd. Það er valinn maður í hveiju rúmi, eins og sagt er, allt frá Michael Caine (aldrei bjóst maður við að sjá hann í Allen- mynd) til Miu Farrow og Barböru Hershey til Max Von Sydow og Allen sjálfs. „Hanna“ segir frá nokkmm einstaklingum í stórri fjölskyldu og hefst á Qölskyldusamkomu á Þakkargjörðardaginn og lýkur á samskonar samkomu tveimur ámm seinna. Þetta minnir óneit- anlega á Fanny og Alexander eftir Ingmar Bergman þar sem ijöl- skyldan var hinn trausti og ömggi bakgmnnur sögunnar. Við fáum að kynnast nokkmm meðlimum fjölskyldu Hönnu nánar, leið þeirra úr óstöðugleika og ófull- nægju til lífsfyllingar og gleði þar til allir hafa fundið það sem þeir leita að, nefnilega hamingju. Hanna (Mia Farrow) er stoð fjölskyldunnar og stytta. Hún er eiginlega sú eina sem ekki er þjök- uð af vandamálum og þess vegna fínnst öllum sjálfsagt að leita til hennar með vandamál sín. Elliott (Michael Caine) er eiginmaður- hennar, sem er bálskotinn í systur Hönnu, Lee (Barbara Hershey), og heldur við hana en nýtur þess ekki alveg vegna þess að honum fínnst vænna um Hönnu en hann vill vera Iáta. Lee leiðir honum á endanum þetta fyrir sjónir eftir að slitnað hefur upp úr fram- hjáhaldi þeirra og hún tekið upp samband við kennara sinn f há- skólanum. Lee er indælust systr- anna og sú sem öllum þykir vænt um og þykir vænt um að þykja vænt um. Sambýlismaður hennar í upphafí myndarinnar er mynd- listarmaðurinn Frederick (Max Von Sydow), þunglyndur, hrút- leiðinlegur og hrokafullur maður sem allt þykist vita best. Holly (Dianne Wiest) er þriðja systirin og vandræðagemlingurinn í fjöl- skyldunni. Hún veit ekki hvað húh vill með lífí sínu, er að reyna við leiklistina en fínnur sig loksins í hlutverki rithöfundarins og skrif- ar bækur, sem byggja talsvert á því sem gerist innan íjölskyldunn- ar. Og svo er það Mickey, hinn ímyndunarveiki fyrrum eigin- maður Hönnu. Hann á í veruleg- um erfiðleikum þvf hann er haldinn stöðugum ótta um að hann sé lífshættulega veikur. Hann er eins og fjarlægt bergmál frá eldri og spaugilegri myndum Allens og eini fulltrúi gamla tfmans í myndinni. Þegar hann fær staðfestingu á því að hann muni ekki deyja í nánustu framtíð a.m.k. tekur efínn við hjá honum. Til hvers er þetta líf sem við lif- um, hver er tilgangur þess að halda áfram dag eftir dag ef ekk- ert bíður manns nema dauðinn að lokum. Er líf eftir dauðann eða er þetta okkar eina líf? í tilraun til að fínna svar við þessum spum- ingum dregur Mickey sig úr umheiminum og lokast inni í skel. Hann reynir ýmis trúarbrögð, m.a. kaþólsku, og reynir að trúa á Jesúm Krist (ég veit að það hljómar skrítilega, segir hann við föður sinn, gyðinginn). Og þegar hann fínnur ekkert svar reynir hann að fremja sjálfsmorð. Hon- um mistekst það eins og allt annað og flækist í bíó í þungum þönkum. Woody Allen og Mta Farrow I í ljós kemur að verið er að sýna eina af gamanmyndum Marx- bræðra og þeir eru að gera alls konar fáránlega hluti á tjaldinu og allt í einu vaknar Mickey til vitundar um að lífíð er leikur; það er engin hörmung eftir allt og ef það er eina lífíð sem við eigum þá ættum við ekki að eyða því í leit að svömm við eilífðarspurs- málunum heldur njóta þess og njóta þess vel. Og þar með er Mickey reiðubúinn að takast á við lífíð að nýju. Kannski sprettur gleði Allens af þessari einfoldu lífsspeki. Það má vera að einhveijum fínnist hér um einfaldar lausnir að ræða og ódýrar en em ekki einföldu lausn- imar einmitt bestu lausnimar? „H«nnu“. Annars er myndin ekkert frekar um Mickey en aðra í flölskyld- unni. Myndin flallar fyrst og fremst um konur, systumar Hönnu, Lee og Holly. Konur hafa ætíð verið ofarlega í huga Allens og þessar þijár em hverri annarri indælli og elskulegri undir hans stjóm. Hanna fær að heyra það hjá Elliott að hún sé of góð og traust og hjálpleg. Hún gefur sífellt en þiggur ekkert á móti. Holly er tilfinningalegt brak þar til hún hittir Mickey að hún kemst í jafnvægi og Lee fínnur ham- ingju í hjónabandi eftir hliðar spor með Elliott. AUar fínna þær ham- ingju í ástinni að lokum og það sama er að segja um Elliott og Mickey á endanum. Taran og Gurgi I Svarta pottmum. Teiknimyndin Svarti Svarti potturinn (The Black Cauldron). Sýnd í Bíóhöllinni. Stjömugjöf: ★ ★ ★ Bandarísk, framleidd af Walt Disney-fyrirtækinu. Leikstjórar: Richard Rich og Ter Bermon. Tónlist: Elmer Bemstein. Raddir: John Hurt, Nigel Hawthome, John Byner, Freddie Jones og Grant Bardsley o.fl. Myndin er byggð á sögum Lloyd Alexanders, Arbækur Prydain. Afsakið krakkar. Mætti aðeins tmfla ykkur frá myndböndunum, tölvuleikjunum og geimævintýr- unum og kynna ykkur fyrir manni sem gerði teiknimyndir þegar amma var ung og Spielberg í sandkassaleik. Þið kannist sjálf- sagt ekki mikið við hann þótt eldri systkini ykkar gæti vel munað eftir honum. Hann hét Walt Disn- ey. Jú, það er einmitt náunginn sem gerði Mikka mús og Andrés önd og Feitmúla. En hann gerði líka teiknaðar bíómyndir í fullri lengd eins og Mjallhvít og dverg- ana sjö og Gosa. Disney dó fyrir tuttugu ámm en fyrirtækið hans starfar enn og sendi nýlega frá sér teiknimynd í fullri lengd, sem gerð er í anda Disney gamla og það tók heil sjö ár að gera hana. Hún heitir Svarti potturinn og það er verið að sýna hana í Bíóhöllinni. Myndin er um vondan, marg- hymdan konung, sem býr í stómm myrkum kastala langt, langt í burtu á plánetunni Prydain. Hann dreymir um að fínna Svarta pott- inn því það er enginn venjulegur pottur heldur býr hann yfír iilum krafti og hver sem ræður yfír potturinn honum ræður yfír heiminum. Tar- an er strákur sem dreymir um að gerast mikill stríðsmaður en það virðist seint ætla að rætast úr honum þangað til hann fær það verkefni að gæta eina dýrsins í öllum heiminum sem bent getur konunginum illa á hvar potturinn liggur. Það er lítill, sætur og vina- legur grís. En Taran missir hann auðvitað í hendumar á konungin- um og þá er baráttan hafín uppá líf og dauða og örlög heimsins alls. Þetta er sannkölluðu ævintýra- mynd, gamaldags og góð skemmtun fyrir yngstu bíógestina með illmennum og góðmennum, töfrasverði og álfum og hinum spaugilega Gurgi, sem bjargar heiminum, og prinsessu sem Tar- an kallinn verður að sjálfsögðu skotinn í. Rétt eins og í gamla daga. Sextán ára japönsk stúlka með margvísleg áhugamál vill skrifast á við 14-25 ára íslendinga af báðum kynjum: Mayumi Nishikawa, 3-9-1-315 Aoto, Katsushika, Tokyo, 125 Japan. Sextán ára sænsk stúlka með áhuga á skíðum og tónlist: Annika Nordin, Strandgatan 6, S-82400 Hudiksvall, Sweden. Tvítug Ghana-stúlka með áhuga á ferðalögum, skokki, matargerð, kvikmyndum o.fl.: Anita Peggy Kumi, Shrine Saloon, Box 361, Oguaa City, Ghana. Japönsk kona, 34 ára gömul, vill skrifast á við íslenzkar konur á svipuðum aldri: Masako Noguchi, 3-33 Nukata-cho, Higashi Osaka City, 579 Japan. Kanadamaður á fertugsaldri, starfar sem öryggisvörður í stóru verzlunarhúsi, vill skrifast á við fólk af báðum kynjum: Kristoffer Cumas, Stn. „H“-C.P. 1693, Montreal, Qubec, Canada H3G 2N6. f Frá Ghaoa skrifar 27 ára kona með áhuga á sundi, kvikmyndum, tónlist o.fl.: Mary L. Offei, Shrine Saloon, Box 361, Oguaa City, Ghana. Sautján ára japönsk stúlka með áhuga á íþróttum: Yoshiko Takano, 299 Horitate Kurotsuch-cho, Fukuoka, 828 Japan. Frá Japan skrifar 24 ára kona, enskukennarí. Hefur áhuga á tón- list, garðyrkju, dýrum, ferðalögum, tungumálum, frímerkjum og póst- kortum. Yumiko Fukunaga, 271 Shiboguchi Takatsu-ku, Kawasaki-shi Kanagawa, 213 Japan. Nítján ára japönsk stúlka með áhuga á tónlíst og íþróttum skrifar okkur öðru sinni. Við höfum birt nafn hennar áður og hún fékk nokk- ur bréf frá íslandi. Hún segist hafa svarað þeim öllum en siðan ekki fengið nein svarbréf. Vonast hún til að verða heppnari að þessu sinni: Urara Kasuga, 6-3 Ichinoura machi, Ohmuta rity, Fukuoka, 836 Japan. Frá Ghana skrifar 21 árs piltur með áhuga á íþróttum og póstkort- um: Stalo Moore, P.O.Box 465, Cape Coast, Ghana. Átján ára japönsk stúlka með áhuga á píanóleik, tónlist, póstkort- um: Yukiko Nishida, 960-4 Haze-cho, Sakai City, Osaka, 593 Japan. Átján ára sænsk stúlka með áhuga á íþróttum, ferðalögum, hestum, tungumálum o.fl.: Eva-Marie Ström, Utanmyra 537, 79043 SoUerön, Sverige.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.