Morgunblaðið - 07.10.1986, Page 59

Morgunblaðið - 07.10.1986, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 59 „Stofnun en ekki hús“ Niels W. Vogensen forstjóri Norrænu stofnunarinnar á Grænlandi HÉR Á LANDI er nú staddur Niels W. Vogensen forstjóri Norrænu stof nunarinnar á Grænlandi. Hann var ráðinn til starfa í ágúst s.I., en var áður skólastjóri þar í landi. Skrifstofa Nonænu stofnunar- innar er í Nuuk. Á fundi með blaðamönnum sagði Vogensen að ákveðið hefði verið að nýta fjár- magn stofnunarinnar til þess að fara með sýningar og ýmis konar fróðleik um landið, kynna hin Norð- urlöndin og menningu þeirra á Grænlandi og Grænland á hinum Norðurlöndunum. Þessi leið hefði verið valin fremur en að reisa hús líkt Norrænu húsunum á íslandi og í Færeyjum. “Grænland er stórt land og fámennt" sagði hann “ef hús yrði reist í Nuuk myndi ein- göngu um 20 prósent þjóðarinnar njóta þess sem þar yrði boðið upp á.“ I staðinn er ætlunin að fara með farandsýningar um landið og setja upp i skólum og félagsheimilum, flytja norræna menningarviðburði svo sem myndverk, kvikmyndir og bókmenntir út á landsbyggðina. Þá verður lögð áhersla á að kjmna grænlenska menningu á Norðurl- öndunum, fengnir grænlenskir listamenn til að kynna verk sín. Vogensen sagði ennfremur að mikill áhugi væri fyrir öðrum sam- skiptum miili þjóðanna, svo sem heimsóknum skólanemenda milli landanna, og kynningu á mismun- andi verkmenningu, talsverð samskipti væru t.d. milli íslands og vesturstrandar Grænlands. Þá sagði hann aðstöðu fyrir listamenn, rithöfunda eða þá sem óska eftir að kynnast Grænlandi í Julianeháb Niels W. Vogensen forstjóri Norrænu stofnunarinnar í Nuuk eða Qaqortoq eins og staðurinn nefnist á grænlensku, og yrði Norr- æna stofnunin þeim innan handar sem óska eftir að dvelja þar. í stjóm stofnunarinnar er einn fulltrúi frá hverju Norðurlandanna, formaður er Olav Isaksson í Stokk- hólmi, fulltrúi íslands er Ámi Johnsen. Vogensen sagði að Græn- lendingar væntu góðs af þessu samstarfí, mikill áhugi væri fyrir stofnuninni þar í landi og góð sam- vinna milli hennar og heimastjóm- arinnar. Þeir sem vilja hafa samband við stofnunina geta skrifað til Nuuk, box 770, DK 3900 eða hringt í síma (009 299) 24733. Komdu með málin til okkar og við gerum tilboð þér að kostnaðarlausu. NÝJAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR Á SÉRLEGA GÓÐU VERÐI Viðja býður nú nýja gerð eldhúsinnréttinga, sem settar eru saman úr einingum eftir óskum viðskiptavinanna sjálfra Trésmiöjan Viöja hóf nýlega framleiöslu á vönduöum og sterkum eldhúsinnrétt- ingum sem eru afrakstur áralangrar þró- unar og reynslu starfsmanna fyrirtækis- ins. Þær byggjast á einingakerfi sem gerir kaupendunum kleift að ráða stærð, fyrirkomulagi og útliti innan ákveðinna marka. Hægt er að fá innréttingarnar í beyki, eik eða hvítu með sléttum hurðum. Auk þess eru hvítu innréttingarnar fáanlegar með fræsuðum hurðum (sjá mynd). Eldhúsinnréttingarnar frá Viðju eru auð- veldar í uppsetningu og hafa nánast óendanlega uppröðunar- og innréttinga möguleika ásamt miklu úrvali af grindum og körfum í skápa og skúffum á léttum brautum. Innréttingarnar einkennr.st af góðri nú- tímalegri hönnun og sígildu útliti sem stenst tímans tönn. Hurðabreiddir: 30 cm - 40 cm - 50 cm - 60 cm 20% útborgun 12 mánaða greiðslukjör. Trésmiðjan viðja Smiðjuvegi 2 Kópavogi sími 44444 þar sem góðu kaupin gerast. HAPPDRÆTTI DVAIARHEIMILIS ALDRAÐRA SJÓMANNA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.