Morgunblaðið - 07.10.1986, Page 72

Morgunblaðið - 07.10.1986, Page 72
ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Karfa- kílóið á 60 kr. ÖGRI RE seldi í gær 160,2 lest- ir af karfa í Þýzkalandi og fékk að meðaltali um 60 krónur fyr- ir hvert kíló. Það er talsvert hærra en verðið var í siðustu viku. Ögri seldi alls 106,2 lestir, mest karfa í Bremerhaven. Heild- arverð var 9.610.800 krónur, meðalverð 59,98. í afla Ögra voru einnig tvær stórlúður, en þær höfðu ekki verið seldar síðdegis í gær, vegna þess að venjan er að mæla innihald kvikasilfurs f lúðu, sem landað er f Þýzkalandi. Skóla- starfið hafið í "Grímsey Barnaskólinn í Grímsey var sett- ur sl. föstudag og hófst þar kennsla í gær samkvæmt stund- arskrá. Sautján nemendur verða í skól- anum í vetur, en það er fjórum nemendum færra en í fyrra. Fjórir 7.-bekkingar fluttu burtu úr eynni til frekara náms í landi og tveir sex ára nemendur hófu skólagöngu sína í Grímsey nú. Nýr skólastjóri tók til starfa í haust, Lára Ósk Sigurðardóttir, úr Norður-Þingeyjarsýslu. Hún er tvítug að aldri og er stúdent frá ''JMenntaskólanum á Egilsstöðum. Þá var einnig ráðinn nýr kennari við skólann, Þorgils Baldursson frá Seltjamamesi. Hann er 40 ára og hefur gagnfræðapróf. Nemendum bamaskólans er skipt niður í tvær deildir, annars vegar 6, 7, 8 og 9 ára böm og hins vegar 10, 11 og 12 ára böm. Hús umhverfis Höfða rýmd Morgunblaðið/RAX Hús í nágrenni við Höfða, fundarstað leiðtoganna verða væntanlega rýmd nú fyrir helgina, og umferðaræðum þar í nágrenninu lokað. Sjá fréttir bls. 80 og 31 og í miðopnu: Höfði - leiðtogafundur í þjóðsögulegu umhverfi. Gyðingar í Sovétríkjunum: Málamiðlunar leitað í dómsmálaráðuneyti JERRY Strober, fulltrúi samtak- anna „The National Council for Soviet Jewry“, sem berjast fyrir rétti gyðinga i Sovétríkjunum, lýsti yfir því i gær að dómsmála- ráðuneytið hefði neitað leigu- flugvél með hópi gyðinga um borð um lendingarleyfi næsta föstudag. Um 50 málsmetandi gyðingar í Bandarikjunum ætl- uðu að koma með vélinni hingað til Iands tii að vekja athygli á málstað gyðinga i Sovétríkjun- Strober sagði í viðtali við Morg- unblaðið að sér hefði verið tilkynnt á föstudag að vélin fengi ekki lend- ingarleyfl. Aftur á móti hefði þetta mál nú tekið nýja stefnu og ætti Strober að koma til fundar í dóms- málaráðuneytinu í dag. Kvaðst . Beinast ekki gegn Gyðingum Forsætisráðherra um hertar lendingarreglur: Segir ummæli sín hafa verið tekin úr samhengi FORSÆTISRÁÐHERRA segir hertar reglur um komur inn í landið og um lendingar flug- véla alls ekki beinast gegn Gyðingum, og yfir höfuð ekki gegn neinum. „Við höfum á hinn bóginn sagt, að það gleddi okkur mikið, ef allir þeir hóp- ar, sem kynnu að hafa hug á að hafa einhver mótmæli í frammi, á meðan á fundinum stendur, létu af þeirri fyrirætl- an sinni,“ sagði Steingrimur Hermannsson í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Forsætisráðherra sagði íslensk stjómvöld telja það afar mikil- vægt, að leiðtogar stórveldanna fengju að ræðast við, án utanað- komandi truflana. „Með þessum orðum mínum, er ég síður en svo að leggja stein í götu Gyðinga," sagði forsætisráðherra og bætti við: „ég hef tvisvar sinnum verið gestur í ísrael og tel mig skilja mjög vel aðstæður þeirra. Það sem ég sagði um að ég vonaði að engir mótmælahópar kæmu hingað, hvorki frá ísrael, né ann- ars staðar frá, hefur einfaldlega verið tekið úr samhengi, og af- flutt," sagði Steingrímur. Steingrímur sagði að öiyggis- fulltrúar stórveldanna hefðu í viðræðum við íslensk stjómvöld lagt áherslu á að gripið yrði til allra hugsanlegra varðúðarráð- stafana hér á landi vegna komu leiðtoganna, og að hert eftirlit með komum útlendinga inn í landið, og hertar reglur um veit- ingu lendingarleyfa flugvéla væru aðeins liður í því að verða við þeim óskum. Forsætisráðherra var spurður hvort hann teldi að íslenskum stjómvöldum væri stætt á því að meina flugvél um lendingarleyfí, og farþegum um inngöngu í landið, ef þeir hefðu öll sín skilríki í lagi, og hygðust hverfa af landi brott samdægurs, eins og sá hóp- ur Gyðinga hugðist gera, sem ráðgerði ferð hingað til landsins: „Ef reglunum er fylgt, og farið fram á lendingarleyfí með 24 stunda fyrirvara, og síðan farið frá landinu samdægurs, þá fæ ég ekki séð hvemig við gætum kom- ið í veg fyrir það. Þetta er fíjálst land. A hinn bóginn þætti mér það mjög miður ef þeir kæmu hingað til þess að mótmæla, því ég held að slíkt væri ekki í þágu þeirra málsstaðar. Við förum því fram á það við slíka hópa, í fullri vinsemd, að þeir sem gjaman vildu hafa í frammi mótmæli, hætti við þau.“ Strober vonast til þess að þar yrði komist að niðurstöðu, sem báðir aðiljar gerðu sig ánægða með. Haft er eftir ónafngreindum heimildum að Strober ætli að leggja til við Þorstein Geirsson, ráðuneyt- isstjóra í dómsmálaráðuneytinu, að tíu málsmetandi, bandarískir gyð- ingar komi með flugvél á föstudag. Þeir muni fara aftur samdægurs og muni því ekki reyna á reglur þær, sem dómsmálaráðuneytið setti 3. október sl. Þar kveður á um að erlendum ferðamönnum verði ekki hleypt inn í landið frá 3. til 13. október nema að þeir hafí í höndum staðfestingu á því að þeir eigi víst húsnæði á íslandi meðan á dvöl þeirra stendur. Strober sagði að í upphafi hefði ætlunin verið sú að 50 manns kæmu til Reykjavíkur og yrðu hér um fjór- ar klukkustundir. „Við ætluðum að standa fyrir þögulli athöfn og ég lagði áherslu á að ekki yrði um mótmælaaðgerð- ir að ræða í þeim skilningi að við ætluðum að ganga um með mót- mælaspjöld og blása í lúðra,“ sagði Strober. „Okkar tilgangur er að benda umheiminum á það hvað gyðingar í Sovétríkjunum þurfa að þola. I Sovétríkjunum eru nú þijár milljónir gyðinga í ánauð." Sjá forystugrein Morgun- blaðsins í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.