Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C/D 25. tbl. 80. árg. FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Rússland: Álútflutn- ingur tak- markaður? Brussel. Reuter. FULLTRÚAR Evrópubanda- lagsins (EB) hafa hafið óform- legar viðræður við Rússa um hugsanlegar leiðir til að draga úr útflutningi á ódýru áli frá samveldislöndunum, sem kemur að langmestu leyti frá Rúss- landi. „Við erum að reyna að beita þá ákveðnum þrýstingi til að fá þá til að takmarka sjálfir útflutn- inginn,“ sagði embættismaður hjá EB er ekki vildi láta nafn síns getið. „Áliðnaði okkar er ógnað vegna þessa útflutnings,“ sagði hann. Samkvæmt upplýsingum EB hefur álútflutningur Rússa nær þrefaldast á allra síðustu árum og nemur nú um einni milljón tonna á ári en það samsvarar tæplega þriðjungi af álnotkun í bandalags- ríkjunum, sem er 3,5 milljónir tonna. Iðnjöfrar í EB-ríkjunum halda því fram að álútflutpingur Rússa ógni framleiðsluiðnaði sem eigi erfitt uppdráttar vegna hás orku- verðs og launakostnaðar, lágs af- urðaverðs og mikillar birgðasöfn- unar vegna offramboðs. Líklegt er talið að tilraunir til að vernda evrópskan áliðnað með því að fá Rússa til að takmarka útflutning á vöru sem aflar þeim gjaldeyris mæti mótspyrnu yfir- valda í Moskvu. Talið er að það muni koma þeim spánskt fyrir sjónir að verða beittir slíkum þrýstingi á sama tíma og EB seg- ist í orði kveðnu vilja stuðla að og styðja við uppbyggingu fijáls markaðskerfis í samveldisríkjun- um. Azerar hóta hefndum Keuter Ayaz Mutalibov, forseti Azerbajdzhans, boðaði til skyndifundar í öryggisráði landsins í gær og hvatti til þess að Azerar gripu til hefndaraðgerða gegn armenskum skæruliðum sem þeir saka um að hafa skotið niður þyrlu í héraðinu Nagorno-Karabak á þriðjudag með þeim afleiðingum að 30 biðu bana. Rúmlega 1.000 manns hafa fallið í bardögum Arm- ena og Azera á undanförnum fjórum árum vegna deilu þeirra um þetta hérað, sem er einkum byggt Armenum en lýtur stjórn Azera. Myndin var tekin í þorpi í Nagorno-Karabak við útför Armena, sem biðu bana í bardögum nýlega. Bandaríkin: Boða frek- arifækkun hermanna 1 Evrópu Washing^on. Reuter. BANDÁRÍSKA varnarmálaráðu- neytið tilkynnti í gær frekari fækkun hermanna í herstöðvum í Evrópu, einkum í Þýskalandi. Hermönnunum verður fækkað um 17.000 en áður hafði ráðuneytið tilkynnt að 86.600 hermenn yrðu fluttir frá Evrópu á fjárhagsárinu sem lýkur 1. október. Fækkunin nær til 83 herstöðva og verður hluta þeirra lokað. Þar af eru aðeins þtjár utan Þýskalands; ein er í Bretlandi, önnur á Italíu og sú þriðja í Hollandi. Bandarískum hermönnum í álf- unni hefur fækkað úr 314.000 í sept- ember árið 1990 í 227.000 og gert er ráð fyrir að þeir verði 208.000 í lok september. Bandaríkjastjórn áætlar að hermönnunum verði fækk- að niður í 150.000 fyrir lok ársins 1995. Auk hermannanna 17.000 verður óbreyttum bandarískum borgurum í þjónustu hersins fækkað um 1.300 og evrópskum starfsmönnum um 7.500. Leiðtogafundur öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna: Bretar berjast fyrir því að halda fastafulltrúa sínum Lundúnum, New York. Reuter, The Daily FAST er nú lagt að Bretum og Frökkum að afsala sér sætum fastafulltrúa í öryggisráði Sam- Reuter HlýU á Li Peng Li Peng, forsæt- isráðherra Kína, ávarpaði í gær árlegan fund at- kvæðamikilla fjármála- og stjórnmálamanna í fjallabænum Davos í Sviss í gær. Hann sagði að kínversk stjórnvöld myndu koma á efna- hagslegum um- bótum en hvorki falla frá komm- únismanum né láta pólitískt and- óf viðgangast. Á myndinni hlýðir Noborfi Takes- hita, fyriverandi forsætisráðherra Japans, á ræðu Li Pengs, sem sést á stórum skjá fyrir ofan hann. Telegraph. | einuðu þjóðanna og víkja fyrir hinum nýju efnahagsstórveldum | heimsins, Þýskalandi og Japan. John Major, forsætisráðherra Bretlands, hélt í gærkvöldi til New York til að taka þátt í leið- togafundi öryggisráðsins og var staðráðinn í að láta ekki undan þessum þrýstingi. Auk Breta og Frakka eiga Kín- verjar, Rússar og Bandaríkjamenn fastafulltrúa í öryggisráði Samein- uðu þjóðanna. Æ meira hefur borið á kröfum um að Þjóðverjar og Jap- anir fái fastaaðild að ráðinu vegna efnahagslegra áhrifa þeirra í heim- inum og til að hvetja þá til að axla meiri ábyrgð í alþjóðamálum. Verði gengið að þessum kröfum er talið að Bretar og Frakkar verði að láta sætin af hendi. John Major sagði í viðtali við breska útvarpið BBC í gær að ekki væri nauðsyniegt að gera breyting- ar á öryggisráðinu. „Hvers vegna ættum við að breyta sigurliðinu?" spurði hann og bætti við að öryggis- ráðið hefði átt mikinn þátt í friðar- þróuninni í heiminum á undanförn- um árum. Major ræddi í gær við Borís Jelts- ín Rússlandsforseta, sem kom við í Lundúnum á leið sinni til New York til að taka formlega við sæti fastafulltrúa Sovétríkjanna í örygg- isráðinu. Leiðtogarnir skrifuðu undir sam- eiginlega yfirlýsingu sem kallast „Bræðralag á tíunda áratugnum“. Fjallar hún um friðsamlega lausn ágreiningsmála, eftirlit með gereyð- ingarvopnum og útbreiðslu kjarn- orkuvopna. Leiðtogarnir ákváðu einnig að koma á fót beinu síma- sambandi sín á milli til að geta rætt hvenær sem er um aðkallandi úrlausnarefni. Varaforseti Rússlands: Vill standa vörð um „helga jörð Rússlands“ Moskvu, Kiev. Reuter. ALEXANDER Rútskoj, varaforseti Rússlands, sagði í grein, sem hann ritaði í dagblaðið Prövdu í gær að Rússar myndu ekki láta af hendi „svo mikið sem handfylli af helgri jörð Rússlands“ og gaf sterklega í skyn að hann teldi rétt að krefjast þess að Rússar endur- heimtu Krímskaga frá Úkraínu. Rútskoj gagnrýndi einnig stjórn- völd í Rússlandi harðlega og sagði hættu á að lýðveldið liðaðist í sund- ur líkt og Sovétríkin fyrrverandi. Upplausnin í landinu kynni jafnvel að ganga svo langt að einstök þorp yrðu í framtíðinni með eigin her. „Verk nokkurra helstu „gáfna- ljósa“ okkar og feðra rússnesks „lýðræðis“ gætu orðið til þess að við stæðum að lokum uppi með hundruð bananalýðvelda. Það myndi henta þeim sem segja slíkt vera söguleg örlög Rússlands," sagði Rútskoj meðal annars í Prövdu-grein sinni. Rútskoj þykir mikill þjóðernis- sinni og hann hefur einangrast mjög innan rússnesku stjórnarinnar frá ,því hann og Borís Jeltsín Rúss- landsforseti komust til valda í júní. Vitold Fokin, forsætisráðherra Úkraínu, hvatti vestræna lánar- drottna til að skipta upp skuldum Sovétríkjanna fyrrverandi eftir lýð- veldum. Sagði Fokin Úkraínumenn vera reiðubúna að greiða það sem þeir teldu vera sinn hlut af skuld- inni eða 16,37%. Hann bætti því við að einnig bæri að dreifa eignum Sovétríkjanna til lýðveldanna í rétt- um hlutföllum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.