Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBIiAÐIÐ PÖSTUDAGUR 31: JANÚAR' 1992 Eru tannskemmdir óhjákvæmilegar? eftir Gunnar Rósarsson Svarið við þessari spurningu er stutt og laggott: NEI! Tilgangurinn með þessum pistli er að skýra hvers vegna. Af þeim sjúkdómum sem heija á tennur og aðlæga vefi eru tannskemmdir (karies á erlendum málum) lang skæðastar, einkum framan af mannsævinni. Tannsýklan Séu tennurnar ekki burstaðar myndast á þeim svonefnd tann- sýkla. Þetta er skán, sem saman- stendur af milljörðum sýkla og efni er þeir framleiða sjálfir úr sykri, og límir þá fasta við tennumar. Þessir sýklar eru sníkjudýr, er vinna hýsli sínum aðeins tjón en aldrei gagn. Þessi ófögnuður byggir af- komu sína á sykri, án hans fær tannsýklan síður þrifist. Fái hún frið fjölgar íbúum hennar ört, hún þykknar og æ skæðari sýklar fá þar vaxið. Sykurinn Um sykurinn er það að segja, að einu gildir hvort hann er einn sér, blandaður öðrum fæðutegund- um eða mikið eða lítið unninn. Margir trúa því að lítt unnar sykur- vörur (hunang, mólassar, hrásykur, púðursykur o.s.frv.), séu tönnunum síður skaðlegar en hvítur sykur. Þetta er misskilningur. Allar þessar afurðir eru, að meginhluta til, syk- ur. Tannskemmdarsýklunum er sama hvaðan gott kemur, fyrir þeim er sykur bara sykur. Sýruárásir Samspil sýklanna og sykursins við myndun tannskemmda er í grófum dráttum með eftirfarandi hætti: Syk- ur er sýklunum fæða, úr honum vinna þeir orku sér til viðurværis. Við þá vinnslu bijóta þeir sykurinn niður í lífrænar sýrur. Þessar sýrur safnast fyrir í tannsýklunni, sem vamar því að munnvatnið nái að skola þeim burt. Fari magn sýmnnar yfir ákveðin mörk leysir hún kalkfos- fat tannanna upp. M.ö.o. tærir sýran burt byggingarefni tannanna, svo á þær detta sár. Þessi sýruárás stend- ur yfir u.þ.b. 30 mínútum eftir hvert skipti sem sykurs er neytt og er tímalengd árásanna lítið háð magni þess sykurs sem etinn er. Af framan- sögðu er ljóst, að því oftar sem syk- urs er neytt, því lengri tíma dagsins sæta tennurnar sýruárásum, og því hraðar skemmast þær. Meðfylgjandi mynd sýnir þá þætti sem þurfa að vera fyrir hendi til að tannskemmd myndist. En þeir eru: Sýklar, sykur og tími til skemmdarverka. Pjarlægi eigandi tannarinnar sýklana og sykurinn, skemmist tönnin ekki. Svo einfalt er það. Nú er því ljóst að tennur hafa þá sérstöðu meðal ytri líkams- hluta manna að þær skemmast séu þær ekki þrifnar. Önnur sérstaða tannanna gerir þetta bagalegra en ella væri, en hún er sú að tannsár eða -skemmdir gróa ekki af sjálfsd- áðum eins og hjá öðrum lifandi vefjum líkamans. Tannlæknar heyra stundum sjúklinga sína tala um að þeir hafi svo ónýtar tennur. Vitna þeir þá gjaman til ein- hvers skyld- mennis sem eins er ástatt fyrir, máli sínu til stuðnings. Vissulega hafa einstaklingarnir missterkar varn- ir gegn fyrr- nefndum sýruárásum, og þar með tannskemmdum. _ En það breytir ekki þeirri staðreynd að ef engin er sykurinn eða sýkillinn, skemmast tennur ekki. Það er ljóst. Því geta einstaklingar sem þjást af tíðum tannskemmdum, hæglega snar- stöðvað myndun tannskemmda með bættri munnhirðu og breyttu mat- aræði. Hollráð til varnar sýruárásum 1. Burstið tennurnar allar vel a.m.k. kvölds og morgna. Helst með flúortannkremi, en flúor gerir tenn- urnar þolnari gegn sýruárásum eft- ir sykurát. 2. Haldið sykurneyslu í lágmarki og munið að jafn mikið situr eftir á tönnunum hvort sem sælgætisbit- inn var stór eða smár. Sú aðferð að takmarka sælgætisneysluna við ákveðna „nammidaga" er afar tannvæn. 3. Látið athuga tennurnar reglu- Gunnar Rósarsson lega hjá tannlækni. Eftirlit á 6-12 mánaða fresti er hæfilegt fyrir flesta. 4. Tannhreinsityggjó svonefnd hafa nýlega vakið athygli. Þau eru 17 hentug hjálpartæki til tannhreins- unar í hita og þunga dagsins, þótt aldrei komi þau í staðinn fyrir tann- burstun eftir kúnstarinnar reglum. Þessar tyggigúmmístegundir eru sykurlausar, en innihalda þess í stað dísæta sykuralkóhóla, sem tann- skemmdasýklarnir geta ekki breytt í sýrur. Alkóhólar þessir virðast einnig draga úr krafti sýruárás- anna, sem fylgja í kjölfar sykuráts. Hér virðist alkóhólið xylitol fremst meðal jafningja. Börnin Börn eru besta fólk og eiga gott eitt skilið. Burstum því sjálf tennur barna okkar á hveiju kvöldi a.m.k. fram til 8 ára aldurs, en höfum hönd í bagga eftir það. Þótt þau maldi í móinn, sum hver, er leikur einn að ná samvinnu þeirra með lagni. Öruggt er að fá verk skila meiri árangri en slík tannburstun, miðað við þá vinnu sem leggja þarf í hana. Enda mun fullsannað að: „Hreinar tennur skemmast ekki.“ Höfundur er tannlæknir. NÝTT! SERUTGAFA TAKMARKAÐUR FJÖLDI kíb mwHuuumi sÉmðmw. jjfr/i □ Stuöarar, vatnskassahlíf, hliöarlistar, huröahandföng og útispeglar, allt í sama llt og yfirbyggingin Heilir hjólkoppar O Rafstýrðir og rafhitaðlr útispeglar ED Vindkljúfur á framstuðara Sætaáklæði / gólfteppi - ný gerð O Vindkljúfur að aftan (Lancer stallbakur og Colt) O Sportstýrishjól A MITSUBISHi MOTORS A MITSUBISHI MOTORS MITSUBISHI COLT-EXE MITSUBISHI LANCEH stallbakur-EXE MITSUBISHI LANCEH hlaðbakur-EXE ALLIR MED 12 VENTLA HREYFIL MED FJÖLINNSPRAUTUN ALLIR MED AFLSTÝRI - ALLIR MED HVARFAKÚT ÞRIGGJA ÁRA ÁRYRGD HVARFAKÚTUR MINNI MENGUN HEKLA LAUGAVEGI 174 SÍMI695500 toN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.