Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1992 Miklír hagsmun- ir í húfi í GATT eftirÞuríði Jónsdóttur Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað mikið um drög að nýju GATT-samkomulagi og hefur þar mest borið á umræðunni um land- búnaðarmál, jafnvel svo að margir halda að þessi nýi samningur ijalli eingöngu um landbúnaðarmál. Stjómir Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda hafa sent frá sér ályktun þar sem með- al annars kemur fram að stórfelld- ur samdráttur búvöruframleiðsl- unnar yrði óumflýjanlegur í kjölfar hugsanlegs samnings og þar með fækkun starfa í sveitum og við vinnslu búvara. Forystumenn bænda telja að samningnum myndi fylgja ógnvekjandi röskun á byggð í landinu og jafnvel eyðing heilla byggðarlaga. Island gerðist bráðabirgðaaðili að GATT, sem stendur fyrir Gener- al Agreement of Tariffs and Trade, eða almennt samkomulag um tolla og viðskipti, árið 1964 og varð fullgildur aðili í lok Kennedy-við- ræðnanna 1968. Sú þátttaka varð árangursrík. Meðal annars var samið um afnám tolla á fískblokk í Bandaríkjunum og tollalækkun á ýmsum sjávarafurðum. Þá var samið um tollalækkanir á lagmeti og ullarvörum og ýmsum öðrum iðnaðarvörum. Með Tókýóviðræðunum sem lauk 1979 fékkst góð niðurstaða fyrir Island. Tollur á frystum fiskflökum lækkaði verulega í Bandaríkjunum með opnum toll- kvóta fyrir þá vöru. Þá lækkuðu tollar á ýmsum öðrum sjávarafurð- um í Bandaríkjunum, svo sem á lagmeti, humar, hörpudiski, heil- frystum físki, þorskalýsi og fleiru. Þá urðu talsverðar tollalækkanir á ullarvörum og tollkvóti fyrir ost var stækkaður. Jafnframt lækkuðu tollar á osti. Einnig fengust um- talsverðar tollalækkanir á mikil- vægum íslenskum útflutningsvör- um í Kanada, Japan og víðar. Nú á fyrri hluta þessa árs stend- ur til að ljúka Úrugvæ-viðræðun- um í GATT. Þetta eru umfangs- mestu viðskiptaviðræður sem haldnar hafa verið á vettvangi GATT frá upphafí. Ná þær yfir öll svið vöruviðskiptanna, auk þess sem nú er í fyrsta skipti rætt um þjónustuviðskiptin og hugverk í viðskiptum. Landbúnaðurinn ísland hefur tekið virkan þátt í þessum viðræðum í samvinnu við hin Norðurlöndin. Stefnt er að al- mennri lækkun tolla um 30 pró- sent og hefur Island gert tilboð í þá veru. Island hefur gert kröfur í þá veru. ísland hefur gert kröfur í nokkrum ríkjum um tollalækkan- ir fyrir lagmeti, ullarvörur, út- gerðarvörur, fiskvinnsluvélar og fleira í Bandaríkjunum. Lagðar hafa verið fram kröfur um fiskaf- urðir í Japan og Kóreu og ullarvör- ur í Kanada. Erfíðasti þátturinn í þessum samningaviðræðum er viðskiptin með landbúnaðarvörur, en í raun hefur landbúnaður staðið utan GATT til þessa. Mjög þýðingar- mikið er að árangur náist í land- búnaðarviðræðunum, sem flest rík- in geta sætt sig við, þar sem niður- staða samningaviðræðnanna mun byggjast á heildaijafnvægi yfir öll svið viðræðnanna. Samkvæmt Úrugvæ-viðræðun- um munu skuldbindingar um meg- inreglur, markaðsaðgang og út- flutningsbætur gilda einnig um landbúnaðarafurðir. Sérstakar reglur munu einnig gilda um það hvernig takmarka megi innflutn- ing vegna heilbrigðiseftirlits með dýrum og jurtum. Dregið úr styrkjum Stuðningsaðgerðum við land- búnað er skipt í þijá flokka; þær sem eru óheimilar, þær sem ber að minnka og heimilt er að grípa til aðgerða gegn og loks eru þær grænu, sem einnig hafa gengið undir nafninu „græna boxið“. Það eru aðgerðir sem eru viðurkenndar og heimilar. Þar er einkum um að ræða styrki til umhverfisverndar, byggðastyrki og styrki til breyt- inga á búskaparháttum. Styrkir sem beint tengjast framleiðslu flokkast ekki undir græna boxið. Styrkir til innanlandsframleiðslu skulu Iækkaðir um 20 prósent mið- að við styrki veitta á tímabilinu 1986-1988. Gert er ráð fyrir að tollar komi í stað annarra við- skiptahindrana (t.d. innflutnings: banns og magntakmarkana). í upphafi nemur tollur mismun á innanlandsverði og heimsmarkaðs- verði er gert er ráð fyrir því að- hann lækki í áföngum á tímabilinu 1993-1998 um 36 prósent að meðaltali. Svigrúm er til að gera upp á milli afurða, en lækka ber tolla á öllum afurðum um minnst 15 af hundraði. Einnig er skylt að sjá til þess að leyfður verði inn- flutningur á lágum tollum á magni sem samsvarar þremur af hundr- aði af innanlandsneyslu og á það magn að hækka í fimm af hundr- aði á samningstímabilinu. Tilboð íslands Gert er ráð fyrir því að dregið verði úr útflutningsstyrkjum um 36 prósent. Svigrúm er í texta þessum til þess að halda fram strangari kröfum en aðrir samningsaðilar að því er varðar heilbrigðiseftirlit með dýrum og jurtum. ísland lagði fram tilboð sitt í viðræðunum um landbúnaðarvörur í nóvember 1991. Þar er boðið að Þuríður Jónsdóttir „Með auknum alþjóð- legum viðskiptum með landbúnaðarvörur sem og annað munu fram- leiðendur fá nauðsyn- legt aðhald við fram- leiðsluna og neytendur fá samanburð við það besta sem á boðstólum er og lægra verð.“ dregið verði úr innanlandsstuðn- ingi um allt að 25 prósent og að ýmsum viðskiptahindrunum verði breytt í tolla. Loks að þeir tollar verði lækkaðir um 30 prósent og leyfður innflutningur á unnum landbúnaðarvörum. Hins vegar er tekið fram í tilboðinu að áfram OPNAÐAR verða tvær nýjar sýn- ingar í Þjóðminjasafninu laugar- daginn 1. febrúar. Það er um að ræða sýningu í Bogasal þar sem sýndar verða óþekktar ljósmyndir úr fórum safnsins. Markmið sýningarinnar er að sýningargestir veiti upplýs- ingar um myndefnið, beri kennsl á fólk, staði og atburði. Yfir 1.000 óþekktar myndir eru til sýnis eftir tæplega 20 Ijósmyndara sem störf- uðu víða um land. Það eru bæði frummyndir ljósmyndanna og nýjar eftirtökur eftir ljósmyndaplötum. verði hömlur á innflutningi lifandi dýra, nýmjólkur og hráu kjöti af heilbrigðisástæðum. Þá er einnig gert ráð fyrir því í tilboðinu að lögð verði breytileg innflutnings- gjöld á unnar landbúnaðarvörur til að jafna mismun á innanlandsverði og heimsmarkaðsverði á landbún- aðarhráefnum. Að lokum er í til- boði íslands gert ráð fyrir lækkun útflutningsbóta um allt að 65 pró- sent. í raun er hér gengið skemur en ákvæði núgildandi búvörusamn- ings, en þar er gert ráð fyrir að útflutningi búvara verði með öllu hætt. Miklir hagsmunir Ef við sjáum okkur ekki fært að gerast aðilar að þessu sam- komulagi munum við að öllum lík- indum tapa gríðarlegum hagsmun- um sem við höfum áunnið okkur í fyrri tveimur GATT-viðræðum. Samkvæmt viðræðunum í dag virð- ist til dæmis heimsmarkaðsverð á korni hækka til muna sem myndi þýða hækkun á vöruverði til neyt- enda. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr skiptir það engu máli fyr- ir stóru samningsaðilana, það er Bandaríkin og Evrópubandalagið, hvort við hér göngum að þessu samkomulagi eður ei, því vegna smæðar okkar höfum við engin áhrif á heimsmarkaðsverð land- búnaðai'vara. Hins vegar verðum við að líta björtum augum til framtíðar og reyna að samræma okkar sjónar- mið og skoðanir að Úrugvæ-við- ræðunum, því að með auknum al- þjóðlegum viðskiptum með land- búnaðarvörur sem og annað munu framleiðendur fá nauðsynlegt að- hald við framleiðsluna og neytend- ur fá samanburð við það besta sem á boðstólum er og lægra verð. Höfundur er lögfræðingur og gjaldkeri Neytendasamtakanna. Myndirnar eru frá tímabilinu um 1890-1940. Sýningin hefur tvíþætt gildi, að afla upplýsinga um mynd- irnar og að sýna brot úr sögu ís- lenskrar ljósmyndunar. Hin sýningin verður á vaxmynd- um sem eru mörgum kunnar. Mikið er spurt um myndir þessar en sam- tals eru þær 32, 18 kunnir íslend- ingar og 14 útlendingar. Safn þetta var stofnað árið 1951 til minningar um Óskar Theodór Óskarsson en hann var sonur Óskars Halldórsson- ar útgerðarmanns og dó ungur að aldri. Óskar lagði fé í gerð mynd- anna, sem voru gerðar í London af færum vaxmyndasmið, Robert Lee að nafni. Frá 1. febrúar til 15. maí er opn- unartími safnsins 12-16 þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnu- daga. Sumaropnun hefst 16. maí og þá verður opið alla daga nema mánudaga. Laugardaginn 1. febrú- ar kl. 14 verður leiðsögn um Þjóð- minjasafnið. Þór Magnússon þjóð- minjavörður mun fylgja gestum um safnið og greina frá munum og sögu þeirra. Slík leiðsögn verður veitt safngestum á laugardögum framvegis kl. 14 og munu sérfræð- ingar safnsins skiptast á um það. (Úr Frcttatilkyimingu) -------» ♦ ♦--------- ■ VERKAKVENNAFÉLAGIÐ Framsókn mótmælir harðlega auk- inni gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu, s.s. lokunum á öldrunar- og sjúkra- deildum. Með þessum aðgerðum er vegið harkalega að þeim sem minnst mega sín, s.s. öldruðum, öryrkjum, sjúkum og barnafjöl- skyldum, og má þar nefna tekju- tengingu barnabóta. Fundurinn tel- ur að afla hefði mátt ríkissjóði tekna með skatti á íjármagnstekjur , og skattþrepi á hærri tekjur. Herra Marc Jeantet, lögmaður 90, rue Paul Bert 69003 Lyon FJARVERA Með dómi, sem kveðinn var upp hinn 6. desember 1991 og tilkynntur var saksóknara lýðveldisins (Procureur de la République) í LYON hinn 18. desember 1991, hefur ráð yfirréttar Lyonborgar (Chambre du Conseil du Tribunal de Grande Instance de LYON) fellt eftirfarandi úrskurð: „Lýsir yfir fjarveru herra Bernards Journets sem fæddur er hinn 9. júní 1946 í AMBERIEU EN BUGEY (AIN) og búsettur var í REYKJAVÍK, ÍSLANDI." Birt samkvæmt ákvæðum 127. greinar einkamálaréttar (Code Civil). Orðréttur útdráttur, Marc JEANTET, lögmaður. BIÐIÐ EFTIR MER þAD ER þESS VIRDI A1 BÓKAMARKAÐURINN KRINGLUNNI 20.feb 5.mars Félag ísl. bókaútgefenda Tvær nýjar sýningar í Þjóðininjasafninu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.