Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1992 t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANDREA LAUFEY JÓNSDÓTTIR, Austurbrún 2, áður Njarðargötu 37, Reykjavík, lést í Landspítalanum 28. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma, langamma og vinkona, BERGUÓT STURLUDÓTTIR, Yrsufelli 11, Reykjavik, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 31. janúar kl. 15.00. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Elfar Berg Sigurðsson, Guðfinna Sigurbjörnsdóttir, Sigurrós Berg Sigurðardóttir, Ingimar Hólm Ellertsson, Kristín H. Berg Martino, Anthony Martino Jr. Sturla Berg Sigurðsson, Dagný Gioría Sigurðsson, Lilja Rut Berg Sigurðardóttir, Pálmi Sveinsson, Hera Garðarsdóttir, Árni Hansen, barnabörn, barnabarnabörn og Magnús Þórðarson. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN ELÍAS WEIHE, verður jarðsunginn frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugardag- inn 1. febrúar kl. 14.00. Guðjón Weihe, Erla Snorradóttir, Helena Weihe, Egill Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur faðir okkar, fósturbróðir og afi, JÓN MÁR GESTSSON, Hringbraut 119, verður jarðsunginn frá Dómkírkjunni föstudaginn 31. janúar kl. 13.30. Kolbrún Jónsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Jón Már Jónsson, Guðlaug Gunnarsdóttir og barnabörn. Eiginmaður minn, + faðir og stjúpfaðir, KRISTJÁN KNÚTSSON, Aðalstræti 8, Reykjavík, verður jarðsungínn frá Fossvogskirkju mánudaginn 3. febrúar kl. 15.00. Kristín Friðrika Jónsdóttir, Þórey Kristjánsdóttir, Jóhanna Kristjánsdóttir, Jón Egill Bergþórsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, séra RAGNAR BENEDIKTSSON, lést af slysförum 19. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Sigfríður Nieljohníusdóttir, Guðmundur B. Ársælsson, Jónína Nieljohníusdóttir, Lárus Guðmundsson og fjölskyldur. Lára Guðjónsdóttir Akranesi - Minning Fædd 24. október 1904 Dáin 27. janúar 1992 í dag er kvödd frá Akranes- kirkju mín góða vinkona Lára. Hún var löngu tilbúin að kveðja og því þakkarefni að hún þarf ekki að bagsa meira þessa heims. En um nokkur árabil hefur hún verið á sjúkrahúsi þar sem heilsu hennar hefur verið að smá hraka. Hún var fædd á Grundarhóli í Bolungarvík, dóttir hjónanna Guð- jóns Guðmundssonar sjómanns og Hansínu Hannesdóttur húsmóður. Lára ólst upp í Víkinni eins og hún sjálf nefndi jafnan sínar æsku- stöðvar. í Víkinni lærði hún fyrst og fremst að vinna og vinna mik- ið. Sá lærdómur kom henni vel á langri vegferð ásamt óþijótandi vestfirskri seiglu. Til Akraness flutti Lára 28 ára gömul með foreldrum sínum, en af átta systkinum fluttust fimm þeirra til Akraness. Eftir að til Akraness var komið hóf hún störf hjá Haraldi Böðvars- syni og vann upp frá því ýmist við fyrirtæki Haraldar eða á heimilum íjölskyldunnar allt þar til starfs- kraftar þrutu. Fyrir 18 árum kynntumst við vinkonurnar Lára og ég. Þau kynni hófust með því að tengdafaðir minn heitinn og Lára tóku þá ákvörðun að hún réðist til heimilis- starfa hjá mér, en þá var fjölskylda mín að flytja í hús sem Lára hafði lengi verið í. Ég, ung konan, neit- aði þessari ráðstöfun harðlega, en á mig var ekki hlustað, sem betur fer. En skemmst er frá því að segja að frá fyrsta degi tókst með okkur traust vináttusamband. Engin mér óskyld manneskja hefur verið mér betri en Lára, engin sýnt mér jafn takmarkalausa umhyggju og óeig- ingirni, hef ég þó kynnst tugum góðra manna og kvenna. Sú vin- átta sem Lára sýndi mér og mínu fólki var án þess að hún ætlaðist nokkum tíma til nokkurs í staðinn. Það má segja með sanni að frá Láru fékk ég allt fyrir ekkert. Það var sama hvað lítið gert var fyrir hana, hversu lítill greiði henni var gerður var viðkvæðið: „Hveijum á ég þetta að þakka nema þér.“ Jafn- vel það sem himnafaðirinn hafði úthlutað henni átt hún til með að þakka mér kærlega fýrir. Þetta vora auðvitað afar hagstæð býtti fyrir mig sem þetta ritar. Sonum mínum var hún eins og best verður á kosið, enda sérstak- lega barngóð. Hún gladdist yfir nýjum fjölskyldumeðlimum og sagði oft, farðu nú að eiga stelp- una á meðan eitthvað gagn er í minni vinnu. Mér tókst að vísu ekki að verða við þeirri áskorun hennar. En í hvert skipti sem eitt- hvað var rætt um einhvern sona minna sagði hún: „Hann er ekki hvað sístur þessi drengur.“ Lýsir það hug hennar til þeirra. Það sem var mest áberandi í fari hennar var nægjusemin og nýtni þegar hún sjálf átti í hlut. En stórkostlegur höfðingsskapur við aðra og þá var ekkert til spar- að. Þá var ekkert nógu gott. Hún var lágvaxin, grönn og kvik í hreyfingum. Þekkti ekki fyr- irbrigðið leti. Henni lá aldrei hátt rómur, varð gjarnan utan við sig í ijölmenni og feimin. En við tvær áttum margar góð- ar stundir og hlógum oft innilega saman, því hún sá vel það spaugi- lega í kringum sig. Stundum feng- um við okkur sherrytár í eggjabik- ar, þá sagði hún mér frá löngu liðn- um dögum í Víkinni, frá móður sinni sem hún dáði mjög, frá mynd- arlegu sjómönnunum sem vildu dansa við hana forðum daga. Lára giftist ekki og eignaðist ekki börn. En hún átti fallegt heim- ili á Sunnubraut 19, í skjóli bróður síns og mágkonu. Börn Þórarins bróður hennar og afkomendur þeirra sýndu henni ávallt mikla ræktarsemi. Við ijölskyldan á Vesturgötu 32 kveðjum gamlan og góðan félaga um leið og við þökkum henni allt það sem hún var okkur. Ingibjörg Pálmadóttir. Bergljót Sturlu- dóttir - Minning Hún amma okkar, Bergljót Sturludóttir, er farin og var fljót í heimanbúningi eins og hún var vön. Þannig hefur það alltaf verið, hún var aldrei að tvínóna við hlut- ina og sagði líka ætíð meiningu sína, hver sem í hlut átti. Hrein- skilni og dugnaður var hennar aðalsmerki og eins hitt að vera ekki með neitt víl, þó á móti blési. Allir vissu líka að ef hún bauð hjálp sína lagði hún ekki hangandi hönd á plóginn og eins hitt að hjálpsemi hennar var okkur ætíð auðfengin og þá heldur ekki innheimt daglaun að kvöldi, því það er mála sannast að við þurftum tæpast að orða það sem vantaði, svo hún ekki reyndi að bæta úr. Það sem við kemur veraldlegu hliðinni og þeim þáttum sem mölur og ryð fær grandað er hægt að nefna ótal dæmi um, en það er nú svo skrítið að þeir hlutir skipta ósköp litlu máli þegar verið er að kveðja. Hitt er svo miklu verðmætara t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls JÓNS EINARSSONAR frá Tungufelli. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Suðurlands fyrir góða umonnun. Einar Jónsson og fjölskylda. Lokað eftir hádegi í dag, vegna jarðarfarar AÐALSTEINS HALLGRÍMSSONAR. Lögmannsstofan, Síðumúla 31, Þorsteinn Eggertsson hdl. VANDAÐAR ÚTFARARSKREYTINGAR fP)lóm (S2 Mjstmunir BORGARKRINGLUNNI SÍMI687075 sem ekki er hægt að leggja á mál og vog — vináttuna — hjartahlýj- una, já og ástina sem var alltaf hægt að sækja til ömmu og auðvit- að er það þar sem við skuldum henni mest. Auðvitað trúa allir því að það sé ætíð nógur tími til þess að gera upp það sem maður skuldar sínum nánustu fyrir umhyggju og blíðu, já og gleðina og hláturinn sem þeir hafa gefið manni en svona fór nú hjá okkur að tíminn með henni varð ekki nógu langur til að koma þessu að, en við gerum það núna og þökkum fyrir allt. Einhver sagði að þar sem hjarta- rýmið er nóg, þar skorti aldrei húspláss, sannarlega var það þann- ig hjá ömmu og aldrei varð þröngt um okkur í hjarta hennar, sama hvað fjölskyldan bætti við mörgum barnabörnum og barnabarnabörn- um, aliir voru boðnir velkomnir og öilum vísað til sætis við háborðið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Barnabörn og barna- barnabörn. Minningarkort Bandalags íslenskra skáta Sími: 91-23190 GE5ŒI 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.