Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1992 15 Blekkingar VÍS hf. eftir Ragnar Ingimarsson í dreifibréfi Vátryggingaféiags Islands dags. 20. desember sl. er eftirfarandi setningu að finna: „Um þessar mundir berst nokkr- um hópi bifreiðaeigenda bréf frá fjöl- þjóðlegu félagi þar sem gefinn er ádráttur um lægri iðgjöld til ákveð- inna ökumanna í nafni réttlætis. Hér er á ferðinni hliðstæða við tilboð Hagtryggingar hf, á sínum tíma, en það félag hefur hætt störfum sem kunnugt er.“ I síðari setningu ofangreindrar málsgreinar felast lævíslegar blekk- ingar sem ekki verður hjá komist að bregðast við. Stofnun Hagtryggingar hf. Hagtrygging hf. var stofnuð vorið 1965 við mjög sérstakar aðstæður. Arið á undan höfðu tryggingar- iðgjöld bifreiða verið hækkuð um 50% (í 16% verðbólgu) og um það bil einum mánuði fyrir upphaf nýs tryggingatímabils vorið 1965 var tilkynnt um aðra hækkun sem yrði hvorki meiri né minni en 70% (í 12% verðbólgu). Það virtist ekki vera margt sem hægt var að gera til að sporna við þessari hækkun iðgjalda — þáverandi tryggingafélög, sem flest eru hætt rekstri bifreiðatrygg- inga, t.d. Brunabótafélag íslands og Sammvinnutryggingar, höfðu sam- stöðu um hækkunina. Það var á þessum tímamótum sem velt var grettistaki. Á einum mánuði var ■ CAFÉ ISLANDveitingastaður Hótel Islandshefur á boðstólum Heilsuhlaðborð í hádeginu alla virka daga frá kl. 12-14. Boðið er upp á úrval heilsurétta og er ýmis- legt á boðstóium fyrir fólk sem vill borða hollan og góðan mat í hádeg- inu, s.s. pastarétti, hrísgrjónarétti, sojakjötsrétti, baunarétti, salöt, úr- val grænmetis auk þess sem boðið er upp á heitan kjötrétt og/eða fisk- rétt fyrir þá sem það vilja. Einnig er boðið upp á úrval brauða, s.s. sólkjarnabrauð, bóndabrauð, þriggjakornabrauð, maltbrauð og rúgbrauð. Öll þau brauð sem boðið er upp á eru ný og bökuð á staðn- um. Á Café Island er einnig boðið upp á heilsudrykkinn „Fit Mineral" sem er steinefna- og vítamíndrykk- ur en þessi drykkur er nýr á mark- aðinum í dag auk annarra drykkja. Yfirmatreiðslumaður er Magnús Níelsson. Veitingaþjónn á Café Is- land er Agnar Hólm Jóhannesson. (Fréttatilkynning) „Það er umhugsunar- vert hvað þeim YÍS- mönnum gengur til í tilraun sinni til að kasta rýrð á þetta frábæra framtak.“ nýju tryggingafélagi komið á fót. Stofnuð voru tryggingaumboð um allt land, gengið var frá nauðsynleg- um leyfum og gengið var frá traust- um erlendum endurtryggingasamn- ingum. Þúsundir bifreiða voru tekn- ar í tryggingu hjá hinu nýja trygg- ingafélagi áður enn nýtt trygginga- tímabil hófst. Nýjungar í iðgjaldaákvörðunum Með Hagtryggingu hf. var ekki bara stofnað nýtt tryggingafélag. Fram til þess tíma hafði verið lítið tekið tillit til frammistöðu tryggj- enda við ákvörðun tryggingaiðgjalda — aðeins var um einn afslátt að ræða fyrir góða ökumenn, 30% ið- gjaldalækkun. Hagtrygging hf. setti upp margflokka iðgjaldaskrá sem byggði á tjónasögu tryggingartaka. Lökustu ökumennirnir gátu þurft að greiða þrefalt grunniðgjald, en þeir bestu minna en hálft grunniðgjaldið. Það er skemmst frá því að segja að þegar fram liðu stundir tóku öll tryggingafélögin upp svipað ið- gjaldakerfi og Hagtrygging hf. Iðgjaldahækkunin, 70%, kom í raun ekki til framkvæmda gagnvart góðum ökumönnum. Hvað varð um Hagtryggingu hf.? Hagtrygging hf. starfaði í 20 ár, fyrst og fremst sem bifreiðatrygg- ingafélag. Árið 1985 hafði Sjóvá- tryggingafélag íslands náð að kaupa meirihluta hlutabréfa Hagtrygging- ar hf. og sameinaði rekstur þess félags sínum eigin. í árslok 1988 var Hagtrygging hf. sameinuð Sjó- vátryggingafélagi íslands hf. Niðurlag Nú eru liðin 27 ár frá því að hóp- ur manna, flestir félagar í Félagi íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), unnu það afrek að stofna bifreiða- tryggingafélag á einum mánuði til að sporna við því sem þeir töldu óeðlilega iðgjaldahækkun. Þessir menn, sem margir hveijir eru nú til moldar gengnir, sýndu að mínu mati sérstakan dugnað og framtaks- semi, sem hefur í raun ekki ennþá fengið verðskuldaða umfjöllun. Það Ragnar Ingimarsson er umhugsunarvert hvað þeim VÍS- mönnum gengur til í tilraun sinni til að kasta rýrð á þetta frábæra framtak. Höfundur var stjórnarformaður Hagtryggingar hf. Stœrðlr: 13xl8cm. 18x24cm. 24 x 30 cm. Myndir sem birtast í Morgunblaöinu, teknar af Ijósmyndurum blaösins fást keyptar, hvort sem er til einkanota eöa birtingar. UOSMYNDADEILD „SALA MYNDA" Aðalstrœti 6, sími 691150 101 Reykjavík ÞORRINN I SKRUÐI / Sími29900 Við höfum bætt við þorramat á matseðilinn í Skrúði. Þar getið þið notið þessa þjóðlega matar í vistlegu umhverfi garðskálans. Að sjálf- sögðu er hlaðborðið glæsilega áfram á sínum stað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.