Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1992 19 Læknafélag íslands: Sparnaður snýst í andhverfu sína „í LJÓSI þeirra atburða sem nú eru að gerast sem afleiðing af sparnaði stjórnvalda í heil- brigðiskerfinu og þá síðast upp- sagnir starfsfólks á Landakoti og fyrirhugaður samdráttur og uppsagnir á öðrum sjúkrahús- um og í heilsugæslunni, lýsir sijórn Læknafélags íslands áhyggjum sínum vegna hins stórfellda niðurskurðar á fjár- framlögum til heilbrigðismála. Stjórnin varar alvarlega við áhrifum niðurskurðarins á vel- ferðarkerfið nú strax og eins þegar til lengri tíma er litið“, segir í ályktun frá stjórnarfundi Læknafélags íslands sem hald- inn var 28. janúar. „Stjórn Læknafélags Islands vekur athygli á, að eðlilegar skýr- ingar eru á því, að ijárframlög til heilbrigðismála hafa farið vaxandi á undanförnum árum. Auknar kröfur hafa verið gerðar til heil- brigðiskerfisins vegna framþróun- ar og þjóðfélagsbreytinga og reynt hefur -verið eftir megni að mæta þessum kröfum. Fjárframlög til heilbrigðismála eru enn hlutfalls- lega svipuð hér óg hjá þeim þjóð- um, sem við leitum jöfnunar við. Ekki er um það deilt, að gæði heilbrigðiskerfis okkar eru mikil og heilbrigðisþjónusta á flestum sviðum til fyrirmyndar og betri en víða annars staðar. Enginn ágreiningur er við læknasamtökin um nauðsyn stöð- ugrar endurskoðunar á skipulagi heilbrigðisþjónustunnar til þess m.a. að tryggja með markvissum hætti hámarksnýtingu fjárfram- laga til hennar. Raunar er ógern- ingur að ná slíku markmiði án áætlana, sem byggja á raunþekk- ingu og eru gerðar í samvinnu við heilbrigðisstéttirnar í landinu. Þau sannindi ættu að vera öllum aug- ljós. Það að ætla sér að ná fram hagkvæmni og sparnaði í heil- brigðisþjónustunni með fljótfærn- islegum og ómarkvissum aðgerð- um getur ekki aðeins snúist upp í andhverfu sína heldur jafnframt leitt til alvarlegrar skerðingar á nauðsynlegri heilbrigðisþj ónustu og til háskalegrar stöðnunar. Því miður hefur umræða um heilbrigðiskerfið oft einkennst af vanþekkingu hvort heldur íjallað Námskeið í sjálfsrækt DAGANA 3., 5., 7. og 10. febrúar mun Guðrún G. Bergmann gang- ast fyrir námskeiði í sjálfsrækt í sal Nýaldarsamtakanna, Lauga- vegi 66, 3. hæð. Guðrún var með nokkur slík nám- skeið á síðastliðnu ári, en undir orðið sjálfsrækt fellur allt það sem einstaklingurinn gerir til að verða meðvitaður um sjálfan sig - segir í frétt frá Nýaldarsamtökunum. Á námskeiðinu er meðal annars kennt að vinna með hið jákvæða í eigin fari, hvatt til jákvæðra aðferða við breytingar, lögð áhersla á eflda tjáningu og eðlisþætti, svo og að læra að setja sér markmið og æfa aðferðir til að ná þeim. Einnig er unnið með slökunaræfingar og hug- leiðslu. Guðrún, sem er framkvæmda- stjóri verslunarinnar Betra líf, hefur lagt stund á dáhugsun (hypnothink) í Englandi og verið í læri hjá Seneca indjánakonu að nafni Twylah Nitsch og er eftir það nám meðlim- ur í Wolf Clan Teaching Lodge. Hjá „Grandmother Twylah" lærði Guðrún að gera sérstök litakort tengd persónuleikanum, sem þátt- takendur á námskeiðinu munu einn- ig vinna. er um starfsemi innan eða utan stofnana. Sem dæmi má nefna fullyrðinguna um þijá hátæknisp- ítala á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Staðreyndin er sú, að hér er eng- inn hátæknispítali og verður senni- lega seint. Hugtakið er notað um nauðsynlegan búnað sjúkrahúss að kröfu nútímans svo að hægt sé að veita þar þá þjónustu, sem hver og einn — einnig gagnrýn- endur — gerir kröfu til fyrir sig og sína, þegar á reynir. Því fer víðs fjarri, að einhveiju sé ofaukið í búnaði sjúkrahúsanna eða honum dreift um of. Það hefur reynslan margendurtekið sýnt og sannað. Vara verður yfirvöld alvarlega við þeirri stöðnun, sem af því myndi leiða, ef ekki er fylgt markvissri áætlun í viðhaldi og aukningu tæknibúnaðar og ef ekki eru leyfð- ar nýráðningar í heilbrigðiskerfinu en með þeim er stöðugt veitt nýrri og sérhæfðri þekkingu inn í kerf- ið. Ekki þarf fleiri orð um hversu háskalegar afleiðingar stöðnun myndi hafa í för með sér í bráð og lengd og í þessu samhengi verð- ur án allrar bölsýni að vara við atgervisflótta. Misskilningur er, ef stjórnvöld telja, að með þeim niðurskurði, sem nú t.d. er á fjárframlögum til heilbrigðismála, verði hægt að veita sömu þjónustu og áður. Slíkt er fjarri sanni. Þjónustan getur tæpast orðið meiri og önnur en nauðsynlegasta bráðaþjónusta. Mikilvægt er þeim, sem ákvarðan- ir taka, að þekkja vel til starfs- þátta í heilbrigðiskerfinu. Það er ótvírætt ábyrgðarleysi að taka ákvarðanir um mikinn niðurskurð á fjárframlögum án þessarar þekkingar eða með því að loka skilningarvitum fyrir vitneskjunni um það, sem krafist er á hverju sviði þessa kerfis. Stjórn Læknafélags íslands hlýtur að hvetja stjórnvöld til þess að endurskoða ákvarðanir sínar um íjárframlög til heilbrigðismála svo ekki leiði öngþveiti af bráð- ræðislegum aðgerðum. Lækna- samtökin eru og hafa ávallt verið reiðubúin til þess að vinna með stjórnvöldum af skipulagi heil- brigðismála til þess m.a. að fjár- magn tii þeirra mála — sem er langt frá því að vera úr hófi fram — megi nýtast sem best. Lækna- samtökin hafa lagt fram margar hugmyndir með þetta markmið í huga enda er þeim ekki síður en öllum öðrum mikilvægt að fé til heilbrigðiskerfisins nýtist vel svo að það megi áfram verða styrkur stólpi í velferðarkerfinu og fært um að þróast og mæta auknum kröfum.“ 20-40% AFSLATTUR AF HAGÆÐA HLJOMTÆKJUM I MIKLU URVALI Æ Æ Æ Æ ACOUSTIC ACOUSTIC ACOUSTIC ACOUSTIC RESEARCH RESEARCH RESEARCH RESEARCH A-04 magnari 2x40 vött RMS A-06 magnari 2x60 vött RMS, fjarst. X-04 útvarpsmagnari 2x40 vött RMS X-06 útvarpsmagnari 2x60 vött RMS, fjarst. T-04 tuner, fjarstýrður C-06 formagnari, fjarstýrður Verð áður Verð nú (stgr.) 1 24.900 14.940 34.900 20.940 38.400 23.040 49.800 29.940 26.900 16.140 26.800 16.080 ■ KENWOOD K-4800 magnari 2x45 vött, surround, útvarp, 2-falt kassettutæki, fjarstýring Verð áður Verð nú (stgr.) | 44.000 26.400 KR-4020L útvarpsmagnari 2x45 vött 27.900 22.320 KA-7010 magnari 2x105 vött, efsti gæðaflokkur 54.600 43.680 KA-5020 magnari 2x95 vött, gæðamagnari 41.900 33.520 KA-4020 magnari 2x75 vött 31.900 25.520 KA-1010 magnari 2x65 vött 22.900 18.320 KA-4520 magnari 2x110 vött, fjarstýring 38.600 30.880 KT-1020L tuner 16.900 13.520 KX-4520 kassettutæki, 3ja hausa, topptæki 44.800 35.840 DP-7020 geislaspilari, 20 bita gæðaspilari 39.500 31.600 DP-7030 geislaspilari, 1 bita gæðaspilari 46.500 37.200 DP-5030 geislaspilari, 1 bita m/öllu 34.900 27.920 DPC-41 ferðageislaspilari 21.900 17.520 M-25 samstæða, magnari 2x35 vött, tónjafnari, útvarp, 2-falt kassettutæki, geislaspilari plötuspilari 79.900 63.920 M-34 samstæða, magnari 2x40 vött, útvarp, 2-falt kassettutæki, geislaspilari, plötuspilari 94.300 75.440 M-74 samstæða, magnari, 2x70 vött, útvarp, 2-falt kassettutæki, geislaspilari, plötuspilari 111.000 88.800 Goodmans 5000 magnari 2x40 vött, útvarp, geislaspilari, tónjafnari, kassettutæki, plötuspilari, 2 hátalarar Verð áður 43.900 Verð nú 26.340 (stgr.) OLL FERÐATÆKI MEÐ 40% AFSLÆTTI KENWOOD CR-100 m/kassettu Verð áður 10.990 Verð nú 6.594 (stgr.) ASAHI RD-1220 m/2-faldri kassettu Verð áður 9.500 Verð nú 5.700 (stgr.) ASAHI RD-1216 m/2-faldri kassettu lausir hátalarar Verð áður 12.750 Verð nú 7.650 (stgr.) GÆÐA HÁTALARAR MEÐ 20% AFSLÆTTI Æ M ACOUSTiC researck WHARFEDALE AR RED B0X-2/PI-2,100 vött AR RED B0X 4,150 vött AR Spirit 132,100 vött AR Spirit 142,100 vött AR SRT-260,150 vött WHARFEDALE 504,100 vött WHARFEDALE 505,100 vött WHARFEDALE 507,100 vött WHARFEDALE 510,100 vött WHARFEDALE ACT-DIAMOND með 2x20 vatta magnara Verð áður 23.900 73.600 37.900 54.900 58.900 25.900 35.900 38.900 56.900 19.600 Verð nú (stgr.) 19.120 58.880 30.320 43.920 47.120 20.720 28.720 31.120 45.520 15.680 meí mm POPP KLASSÍK JAZZ LÉH TÓWLIST ÍSLENSK TÓIMLIST ARMULA 17, REYKJAVÍK SÍMAR 688840, 685149, 813176

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.