Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUÐAGUR 3L JANÚAR 1992 Aðalsteinn Hall- grímsson - Minning Fæddur 1. desember 1940 ► Dáinn 23. janúar 1992 Andlát mágs míns kom öllum á óvart, því þótthann hefði átt í höggi við mjög erfiðan nýrnasjúkdóm, ríkti bjartsýni um að hann myndi fá mik- inn, eða jafnvel fullan bata við nýrnaígræðslu sem fyrir dyrum stóð. Seinustu dagarnir voru honum afar erfiðir, en það var ekki að skapi Alla að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Það er eins og hann hafi verið rifinn upp frá hálfnuðu verki, og slíkt átti alls ekki við hans skap- gerð. Aðalsteinn fæddist hér í Reykja- vík, foreldrar hans eru Kristín Aðal- steinsdóttir og Hallgrímur Péturs- son, skósmiður, en hann lést árið 1975 af sama sjúkdómi og sonur hans nú. Aðalsteinn var elstur fjög- urra systkina, en þau eru Friðjón, Pétur og Helga. Tvítugur kynntist Alli konuefninu sínu, Sigurbjörgu Ragnarsdóttur, hún er fædd 28. mars 1944, foreldr- ar hennar voru Svanlaug Gunn- laugsdóttir og Ragnar Á. Magnús- son, þau eru bæði látin. Þau gengu í hjónaband 1. júní 1963, er ekki ofsagt að þar hafi farið saman hjá þeim hjónum bæði gæfa og gjörvi- leiki. Þau eiga íjögur börn, elstur er Ragnar Svanur, fæddur 20. ágúst 1963, vélstjóri, hann er kvæntur Jónínu Magnúsdóttur kennara og eiga þau einn son, Hjalta og eru búsett á Siglufirði. Eggert er fædd- ur 13. febrúar 1966, hann starfar við blikksmíðar. Kristín er fædd 14. desember 1967, fatahönnuður, hún á einn son sem er óskírður. Yngst er Svanlaug, fædd 29. júní 1972, nemi í hárgreiðslu. Þrjú yngri böm- in eru öll búsett heima. Þau hjón áttu sömu þrá til lífsins og nutu sömu gleði. Það hefur verið mjög skemmtilegt að fá að taka þátt í því þegar draumar þeirra hafa ræst. Ekki er hægt að nefna þau hjón, nema að minnst sé sumar- bústaðinn þeirra, austur við Apa- vatn, en sumarbústaður var draum- ur þeirra allt frá því á fyrstu hjú- skaparárunum. Árið 1979 keyptu þau sér landið, fyrstu sumrin bjuggu þau á landinu í mikilli tjaldbúð á sumrin, þau gróðursettu mikið af tijám og jurtum, en sumarið 1984 reis þar fallegur bústaður. Hverri lausri stund eyddu þau í bústaðnum og hefur oft verið glatt á hjalla þar fyrir austan. Aðalsteinn í essinu sínu, sívinnandi, en þó alltaf með nægan tíma til að sinna gestum sem aldrei virtist skortur á. Best af öllu var þó ef hann tók harmonikkuna og lék nokkur lög fyrir gestina. Hann var mjög mikill áhugamaður um harmonikkuleik. Spilaði sjálfur mjög vel, hann var að mestu sjálf- lærður, en hafði hlotið nokkra til- sögn hjá Karli Jónatanssyni. Lengi varð hann að láta sér nægja að spila á gamla nikku sem hann hafði keypt sér áður en hann kvæntist, en fyrir nokkrum árum eignaðist hann mjög góða harmonikku, og naut þess að spila á hana. Hann var mikill aufúsugestur í veislum, og fengu margir aldrei nóg af harmon- ikkuleiknum. Alli var líka ágætlega hagmæltur en fór afskaplega leynt með það. Þegar minnst er Aðalsteins má ekki gleyma öðru áhugamáli hans, en það er skátahreyfingin. Hann starfaði mikið með skátunum sem ungur maður, og naut þess að taka þráðinn upp aftur þegar hann var orðinn fullorðinn og lífsbaráttan krafðist ekki allrar hans orku. Hann var heiðursfélagi í R.S. Hjörtum og átti þar mjög góða og trygga félaga sem reyndust honum mjög vel. Aðalsteinn var vélvirki að mennt, hann lærði í Landsmiðjunni og vann þar nokkum tíma, seinna vann hann nokkur ár á vélaverkstæði og var um nokkurra ára skeið vélstjóri á m/b Geir RE. Árið 1973 réð hann sig til Pósts og síma, starfaði fyrst við loranstöðina á Gufuskálum og síðan á Keflavíkurflugvelli. Hann átti góða vinnufélaga, með nokkrum hafði hann unnið allan tímann sem hann var hjá Pósti og síma, þeir hafa sýnt honum mikla umhyggju í veikindum hans. Alli var gæfumaður í sínu lífi og talaði oft um það hversu mikið hann mat fjölskyldu sína. Sl. haust fékk að vita hjá lækninum sínum að eina ráðið til þess að hann næði heilsu aftur, væri að hann gæti fengið nýrnaígræðslu. Sagði hann mér með stolti, að sama dag hefði Friðjón bróðir hans komið til sín og boðist til að gefa honum nýra úr sér, væri hægt að nota það. Alli talaði oft um það hversu vænt honum þótti um þessi orð, og var það mikið til- hlökkunarefni að fara í nýmaí- græðsluna, því að engin ástæða þótti til annars en að allt myndi takast vel. Mér finnst ástæða til þess að þakka starfsfólkinu á deild A-6 á Borgarspítalanum fyrir frá- bæra umönnun og nærgætni við Alla og íjölskyldu hans. í desember sl. þurfti Alli að gangast undir hætt- ulegan uppskurð á Borgarspítalan- um, þá spurði konan hans hann hvort hann væri ekki hræddur, hann svaraði, nei hér í þessu húsi er ég aldrei hræddur. Segir þetta mikið um starfsandann þar. Það er með miklum söknuði að ég kveð elskulegan mág minn og vin, aldrei hef ég komið til hans með svo smávægilegt vandamál að hann hafi ekki gefið sér tíma til að reyna að leysa þar úr. Mér finnst við hafa þekkst svo lengi en þó allt of stutt. Marta Ragnarsdóttir. Á vit hugans leita minningar um alúð og umhyggju, minningar um vönduð verk og stóra sigra, minn- ingar um ljúfan dreng og góðan vin, — minningin um Alla. Hann var ein af þessum hetjum hvunndagsins sem létu hvorki veg- semdarleit né efnislega umbun tefja sig frá hugsjónastörfum með börn- um og unglingum hér í bæ. Á vordögum 1976 var haflnn undirbúningur að stofnun skátafé- lags í Árbæjarhverfl, undirbúnings- nefnd var vandi á höndum, hverfíð var ungt og barnmargt og vel þurfti að takast til við val á forystu- manni, það þurfti engan framagosa eða lýðskrumara heldur skáta sem af þolinmæði, þrautseigju og heil- indum væri tilbúinn til að fórna óendanlegum tíma og fyrirhöfn í vinnu með börnum og unglingum í hverfinu. Þau fundu hann Alla og það þurfti sko ekki að leita lengur. Mikil var gæfa skátafélagsins okkar, í nær tíu ár stóð hann í stafni og vísaði veginn. Alltaf var hann Alli til staðar, alltaf bjargaði Alli málunum, Alli talar við þennan, Alli er búinn að því, hann Alli sá um það, hann Alli, hann Alli. .. Við sem óharðnaðir unglingar gátum ekki fengið betri leiðbein- anda, hann hvatti okkur til dáða, hann hlustaði á hugmyndir okkar og aðstoðaði við að koma þeim í framkvæmd. Þegar vel tókst til þá hrósaði hann okkur og þegar eitt- hvað mistókst þá gerði hann gott úr hlutunum, fór yflr það með okk- ur sem gera mátti betur og hvatti okkur til að prófa á nýjan leik. Svo gaukaði hann kannski að okkur frumortum skátatexta, dró upp harmonikkuna og spilaði og söng með okkur. Þær eru margar ógleymanlegar samverustundirnar, hvort heldur er á fundum í skátaheimilinu, í skáta- skála uppi á fjöllum eða á skátamót- unum að Hafravatni. Alltaf átti hann Alli tíma fyrir okkur, hvort heldur við vorum að skipuleggja næstu verkefni, smíða eða mála í skátaskálunum eða að leik og störf- um. Yndislegar voru kvöldvökurnar og varðeldarnir, þegar í bjarma báls- ins Alli sat með nikkuna og spilaði undir, þá skipti það ekki máli hvort við vorum fimm, fímmtíu eða fímm- hundruð, hver og einn fann sig sem mikilvægan einstakling og ómetan- legan hlekk heildarinnar. Á sínn mannlega og vingjarnlega hátt fékk hann okkur til að vinna saman og eins og segir í einum fjölmargra skátatexta hans: Ofurlitla ást við viljum öllum sýna í heimi hér A þann hátt við allir skiijum að við erum friðarher. Höfum öll í hugum okkar, hugsjón sem ér siifur tær, einbeitt gerum heiminn okkar aðeins betri en var í gær. (Birta - skátasöngbók) Nú þegar ungiingsárin eru að baki og við flest tekin tii við hið daglega amstur hversdagsins, að koma okkur þaki yfir höfuðið, stíga bernskusporin með börnunum okkar og eigandi fullt í fangi með að láta' krónurnar jafna útgjöldin, þá getur maður ekki annað en dáðst að því að þegar hann Alli stóð í þessum sporum þá átti hann líka tíma fyrir okkur, skátana í Árbænum. Sibba Raggi, Eddi, Stína og Svana, við sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur og þökkum ykkur fyrir hann Alla. Vort hjarta er svo rikt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur - síðar. (Jóhannes úr Kötlum) Benjamín Axel Árnason, félagsforingi. Ég heyri óma harmonikkunnar koma á móti mér niður tröppurnar. Geng lengra og staldar við hurð nágranna míns. Fallegir tónar úr lagi eftir sænska lagahöfundinn Evert Taube fylla loftið. Líflegur hrynjandi nikkunnar heldur áfram. Ósjálfrátt verð ég léttari í spori. Aðalsteinn Hallgrímsson hefur spilað sitt síðasta lag, og allt er hljótt. Ég minnist funda okkar á gang- inum í léttu spjalli um sumarbústað- inn, börnin hans, barnabamið Hjalta og annað nýfætt, vinnuna, tónlistina og lífíð í dagsins önn. Lífsgöngu manns er lokið. Svo undarlegt hvernig lífið kviknar hjá einum og slokknar hjá öðrum. Hvemig sorgin nístir inn í kviku hjartans og við fáum engu breytt. Kæra fjölskylda, okkar hugur er hjá ykkur á erfíðri stundu. Blessuð sé minning Aðalsteins Hallgrímssonar. Birna og Erlingur. Hinsta kveðja frá íslensku skátahreyfingnnni Velgengni æskulýðsstarfs á borð við alþjóðlegu skátahreyfínguna byggist að mestu leyti á því að þeir einstaklingar sem ganga til liðs við hreyfínguna á unga aldri nái slíkum þroska í starfmu að þeir fínni hjá sér þörf til að láta aðra njóta góðs af veru sinni og reynslu í félags- skapnum. Þannig einstaklingur var Aðal- steinn Hallgrímsson sem ungur gerðist skáti og var frá þeim tíma meira og minna virkur í skátahreyf- ingunni. Meðal fjölmargra ábyrgð- arstarfa innan hreyfingarinnar gegndi hann m.a. starfí félagsfor- ingja skátafélagsins Árbúar í Reykjavík og formaður Skátasam- bands Reykjavíkur. Bandalag íslenskra skáta þakkar Aðalsteini hér með framlag hans til uppgangs skátahreyfíngarinnar á Islandi og sendir eiginkonu, börnum, vinum og vandamönnum innilegar samúðarkveðjur. Með skátakveðju, f.h. Bandalags íslenskra skáta Gunnar Eyjólfsson. Mig langar að minnast Aðalsteins í fáum orðum. Ég var svo heppin að fá tækifæri til að kynnast Alla sem barn þar sem hann var faðir æskuvinkonu minnar Kristínar. Ég var tíður gestur á heimili hans þar sem alltaf var vel tekið á móti manni. Það var gaman að koma heim til Stínu að loknum skóladegi þegar pabbi hennar var heima, því hann var oft heima á miðjum degi þar sem Alli vann vaktavinnu. Þá var mikið skrafað og helsta um- ræðuefnið var skátahreyfíngin. Alli var á þeim tíma félagsforingi skáta- félagsins Árbúa í Árbæjarhverfinu. Skátastarfíð var á þeim tíma mitt aðaláhugamál og þótti mér mjög gaman að ræða þau mál við Ália því hann hafði frá svo mörgu skemmtilegu að segja sem tengdist skátastarfinu og alltaf gaf hann sér tíma til að ræða málin. Alli var þeim kostum gæddur að skilja okkur unga fólkið svo vel og hann hafði mjög gaman af að vera innan um það og taka þátt í leik og starfí með því. Mér er það mjög minnisstætt þegar ég var 13 ára gömul og tók þá ákvörðun að fara í sveit í fyrsta skipti og dvelja þar sumarlangt, Alli hafði kynnst mér það vel í gegn- um árin að hann skynjaði að borgar- barnið kveið fyrir að fara út borg- inni frá vinunum og skátastarfínu. Þótt ég væri farin í sveit þá hafði Alli ekki gleymt mér því um leið og hann skrifaði dóttur sinni bréf í sveitina þá skrifaði hann mér einnig langt bréf og sagði mér frá því sem væri að gerast í skátastarfinu og sagði mér að honum hafí fundist það góð ákvörðun hjá mér að hafa farið í sveit og ég skyldi njóta þess að vera þar, því það væri svo margt sem maður gæti lært af því að vera í sveit. Enda kom það svo á daginn að þetta var eitt það besta sumar sem ég hafði lifað. Þó að samverustundum okkar Stínu fækkaði eftir að við höfðum lokið grunnskólanum, kom ég alltaf öðru hvoru við í Hraunbænum hvort sem Stína var á landinu eða ekki og heilsaði upp á Alla og Sibbu, AIli hafði yndi af því að segja mér frá því hvað dóttir sín væri að bralla í það og það skiptið og hvernig æskuvinkonu minni gengi á erlendri grundu. Elsku Stína mín ég er mjög þakk- iát fyrir að hafa fengið að kynnast föður þínum. Hann gaf mér mikið og mun ég ætíð minnast hans sem hress og lífsglaðs manns. Kæra fjölskylda, Sibba, Stína, Raggi, Eddi, Svana og Jónína megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg og veit ég að það mun ykkur takast með þeirri samstöðu sem þið hafið ætíð sýnt. Hafdís Viggósdóttir. Vinur okkar hann Aðalsteinn Hallgrímsson er dáinn. Góðir og traustir vinir, eru meðal þess dýrmætasta, sem sérhver mað- ur getur eignast, hvar og hvenær sem þau tengsl myndast. Vinátta, sem bundin er á æskuárum, og end- ist án alvarlegra bresta og skugga langt fram á fullorðinsár, er hverj- um, sem slíks fær notið, ómetanleg kjölfesta og uppspretta styrks og jafnvægis. Missir slíkra vina er því svo sár, svo erfiður að sætta sig við. Fyrir meira en aldarfjórðungi, stofnuðum við nokkrir ungir piltar, sem starfað höfðum í skátahreyfing- unni um nokkurra ára skeið sveit eldri skáta, sem að mestu voru hættir hefðbundnu skátastarfi. Verkefni okkar var undirbúningur fyrir fullorðinsárin, og stuðningur við starf hinna yngri. Á næstu tím- um fjölgaði svo í hópnum, og alls urðum við fjórtán félagar. Þetta var svokölluð Roversveit, og fékk hún nafnið Hirtir. Milli piltanna í Hjarta- sveitinni mynduðust þá þegar tengsl, sem síðar kom í ljós að myndu halda út lífið. Það var eitt af verkefnum Hjartanna að hlúa vel að þeim tengslum og rækta þau eftir megni. Þeir settu sér-nokkrar einfaldar reglur um samskipti sín. Hirtirnir óskuðu félagsskapar Alla Hallgríms, og kölluðu hann til þátttöku í sveit sinni. Hann gerðist Hjörtur og varð sérstakur heiðurs- félagi, og þar sem hann var nokkr- um árum eldri en flestir okkar hinna, varð þroski hans og reynsla okkur mikill fengur. Árin liðu, við ungu mennirnir eignuðumst fjölskyldur eins og gengur, og þannig stækkaði vina- hópurinn og efldist. Og þrátt fyrir áralangar fjarvistir nokkurr á er- lendri grund, hefur gamli félags- skapurinn að mestu haldið. Reyndar hefur mikilvægi sumra reglnanna dofnað með árunum, en aðrar hafa orðið að einskonar erfðavenjum, og þannig því enn mikilvægari. Dýr- mætust er samt vináttan, sem hefur enst í nær þrjá áratugi, og regluleg- ar samverustundir okkar, sem aldrei hafa niður fallið. Á hverju vori, í byrjun maí, öll þessi ár, höfum við hist til að eiga saman hátíðlegt kvöld, gleðistund, og notið þess að efla þannig sam- kenndina og vináttuna. Á þessum stundum hefur Alli Hallgríms verið uppspretta gleði og gáska með skemmtilegum tiltækjum sínum og kímnum frásögnum. Hann tók oft með sér nikkuna sína og þá voru slagarar sungnir og dansinn dun- aði. Hann Alli var sannur gleðimað- ur í þess orðs bestu og fallegustu merkingu. Aðalsteinn Hallgrímsson gekk ungur til liðs við skátahreyfinguna, og átti þar alla tíð síðan vini og starfsvettvang. Hann hófst til ábyrgðarstarfa, stundum fram yfír eigin óskir, en hann skoraðist ekki undan ef til hans var leitað. Ábyrgð var á hann sett vegna ótvíræðra hæfileika hans til að veita forystu í málum, sér í lagi þar sem úr vanda var að leysa, eða mikilla átaka, eða ósérhlífni var þörf. Hann hafði til að bera þá eiginleika að fá það besta fram í fólki, að stjóma án þess að beita valdi, að hrósa en ekki gagn- rýna og laða þannig aðra til að beita eigin frumkvæði. Slíkir eru góðir foringjar, og ekki á hveiju strái. Ósvikin alúð, leiftrandi kímni og sterk virðing fyrir gömlum hefðum, það vom aðalsmerki Alla. Aðalsteinn var í mörg ár deildar- foringi Birkibeina í Reykjavík, og síðar einnig Jómsvíkinga. Hann var einn af stofnendum skátafélagsins Árbúa í Árbæjarhverfí, og félagsfor- ingi þess í áratug, og starfi for- manns skátasambands Reykjavíkur gegndi hann í nokkur ár. Það má segja að til allra þessara starfa hafi hann verið kallaður, og ekki talið sig geta undan skorast. En áhugi hans var alla tíð fyrst á skólastarf- inu sjálfu, en ekki svo mjög á stjórn- uninni, sem honum þó fórst svo vel úr hendi. Vorið 1963 kvæntist Aðalsteinn Sigurbjörgu Ragnarsdóttur, og settu þau saman fallegt heimili, sem gjaman varð samkomustaður vina- hópsins. Böm þeirra Alla og Sibbu eru fjögur: Ragnar Svanur, f. 1963, Eggert Birgir, f. 1966, Kristín, f. 1967 og Svanlaug f. 1972. Barna- börnin eru tvö: Hjalti, sonur Ragn- ars, f. 1988, og óskírð dóttir Krist- ínar, f. 3. 12. 1991. Faðir Aðalsteins lést árið 1975, en hann var Hallgrímur Pétursson skósmiður en eftirlifandi kona hans, og móðir Aðalsteins, er Kristín Aðal- steinsdóttir. Systkini hans em Frið- jón, Pétur og Helga. Aðalsteinn lærði vélvirkjun í Landssmiðjunni, og lauk því námi 1971. Hann stundaði síðan störf tengd fagi sínu síðan. Eftir að tím- anum í Landssmiðjunni lauk var hann vélstjóri á bát um nokkurt skeið, en svo fluttist fjölskyldan að Gufuskálum, en þar starfaði hann á þriðja ár. Síðan réðst Aðalsteinn til starfa við Lóranstöðina í Kefla- vík, og þar starfaði hann til dauða- dags. Sjúkdómurinn hafði vissulega þjáð Alla síðustu tvö árin, en dauð- anum bjóst enginn við, ekki núna, hann var reyndar ekki hluti af því hugsanlega, ekki nálægur á nokk-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.