Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1992 35 NEYTENDAMAL Fúsk í byggingariðnaði SIÐASTLIÐIÐ sumar var erlendum gestum ekið um íbúðar- hverfi Reykjavíkursvæðisins. Þeir störðu forðviða á skrautlegar sprunguviðgerðir nýlegra bygginga og spurðu hvað væri eigin- lega að hér? Lélegt ástand margra bygginga er vandamál sem setur fjárhag fjölda íbúða- og húseigenda gjörsamlega úr skorð- um. Þarna er raunar um falinn kostnað að ræða. Ibúðaeigendur tala ógjarnan um skemmdir sem koma fram á íbúðarhúsnæðinu og þann milljónakostnað sem því getur fylgt. Slík uppljóstrun gæti rýrt verðgildið eignarinnar og skaðað endursölumöguleika. I gegnum árin hefur mjög lítið farið fyrir umræðu um byggingar- iðnaðinn. Oft var þörf en nú er nauðsyn, þó ekki væri nema í ljósi þeirrar draumsýnar að gera íslenska verktækni og verklag að arðbærri tekjulind á erlendum markaði. Það hafa ekki marg- ir gert betur grein fyrir veilum í byggingariðnaði hér en Guð- brandur Steinþórsson rektor Tækniskólan Islands í tímaritinu „Tæknivísir", blaði byggingatækninema sem gefið var út á síðasta ári. Guðbrandur skrifar þar mjög fróðlega grein um „Fúsk í byggingariðnaði", sem viðgengist hefur hér á landi á undanförn- um árum. Hann segir þar að skortur á fagmennsku við hönnun bygginga, léleg vinnubrögð, æðibunugangur við framkvæmdir og ekkert eftirlit valdi því að sumar byggingar séu allt að því ónýtar áður en þær eru teknar til notkunar. Mál sem þessi tengjast fjárhag nánast hvers einasta íbúðareiganda í landinu, það lá því beint við að ræða við Guðbrand upp í Tækni- skóla og biðja hann að útskýra nánar fúsk í byggingariðnaði og lélega hönnun bygginga. Hönnun bygginga „Það sem ég á við með lélegri hönnun er að verkefnið er leyst á sem ódýrastan hátt,“ sagði Guð- brandur. „En með hönnun er átt við ferlið frá ákvörðun um útlit byggingar og þar til gengið er frá síðustu hönnunarteikningum. Menn hirða ekki um að vanda til hönnunarinnar. Þeir virðast ekki gera sér grein fyrir því, að ef meira fjármagni væri veitt í þennan und- irstöðuþátt, þá skilaði hann sér aftur í öðrum þáttum bygging- arferlisins.“ Hinn almenni húsbyggjandi fer gjarnan eftir ráðum vina og kunn- ingja, sem staðið hafa í byggingum áður og þeirri þjóðtrú að menn eiga að fá sem ódýrasta hönnun. Málin ganga þannig fyrir sig, að leitað er til einhvers aðila til að gera byggingamefndarteikningar og gjarnan einhvers sem er nógu ódýr. I stað þess að fá húsið full hann- að, þá er ein byggingarnefnd- arteikning látin duga og farið út í framkvæmdir. Menn horfa í verð á teikningum, en síðan má verðið á húsinu fara upp úr öllu valdi vegna galla og vankanta á teikningum. Menntun hönnuða - Hvaða kröfur eru gerðar til menntunar hönnuða? „Til að leggja fram byggingar- nefndarteikningu, sem er raun ekki annað en útlitsteikning og grunn- mynd byggingar, þarf arkitekt - strangt tekið. Síðan eru þó nokkuð margir aðilar sem teikna; bygging- arfræðingar og tæknifræðingar sem komin var einskonar hefð á þegar byggingarreglugerð var sett.“ Guðbrandur segir í grein sinni í „Tæknivísir" að á þessum ttndir- boðsmarkaði í hönnun séu oft slak- ir fagmenn sem e.t.v. hafi komið illa undirbúnir frá námi og hafi ekki skynjað þörf fyrir betri kunn- áttu í faginu. Þar sem þarna er um alvarlegt mál að ræða var Guð- brandur beðinn um að út skýra þennan þátt nánar. Hann sagði að það væru gjarnan slökustu nem- endurnir sem færu út í einkarekst- ur sem hönnuðir, þó væru til und- antekningar. Þetta væru aðilar sem taka að sér verk á undirboðsverði, án þess að hafa nægjanlega kunn- áttu til og vinna þau illa. - en þeir eru ódýrir, sagði hann. - Nú hefur fólk tilhneiginu til að treysta því að baki starfsheitis tæknifræðings, verkfræðings eða arkitekts sé ákveðin þekking til staðar. Hvernig getur hinn almenni húsbygjandi metið hæfni hönnuða? „Ef hægt er að ráðleggja fólki í því efni, þá væri það fá arkitekt til að teikna húsið fyrir sig. Það á ekki að láta nægja bygginga- nefndateikningar. Inni í þóknun arkitektsins á að vera innifalin öll hönnun á húsinu, ekki aðeins útlit- ið heldur einnig smíðateikningar, gluggateikningar og allt sem snert- ir útlit og frágang hússins. Og þegar kemur að tæknihönnuninni er mikilvægt að vanda val þeirra sem eiga að sinna þeim hluta og leita til verkfræði- og teiknistofu sem hefur gott orð á sér.“ Hönnunargallar í burðarvirki - Hveijir eru helstu hönnunar- gallarnir? „Sennilegast eru alvarlegustu hönnunargallar venjulegra hús- bygginga í burðarvirkinu. Gallinn er sá, að menn taka að sér burðar- virkjahönnun og hönnun lagna- kerfa fyrir lágmarksþóknun og taka sér ekki þann tíma sem þarf til að sinna verkinu vel. Útkoman verður sú, að teikningar eru sendar til byggingayfirvalda og fá sam- þykki nema á þeim séu augljósir áberandi gallar.“ Við framkvæmdina, þ.e. upp- steypu spara menn efnið. Steypan er orðin dýr. Sparnaður felst m.a. í því að hafa plöturnar þunnar. Hver sentimetri í plötu kostar tals- verðar fjárhæðir. Með því að þynna plötuna t.d. úr 20 í 15 sentimetra getur verið um miklar íjárhæðir að ræða í stóru húsi. Afleiðingin verður sú að plöturnar síga. Þetta má sjá í íbúðum þar sem hlaðnir innveggir eru að springa. Þegar plöturnar siga undan þeim verða þeir viðkvæmir, þeir þoja engar hreyfingar og springa. í sumum tilfellum sem ástandið svo slæmt að það hefur áhrif á innréttingar. í greinni „Fúsk í byggingariðn- aði“ segir Guðbrandur að dæmi sé um að annað hvert bendijárn í plöt- um húsa sé haft laust, þar til út- tekt ájárnalögninni hafi farið fram, þá sé þeim kippt í burtu. uðbrandur var spurður hvort þessi vinnubrögð væru algeng? Hann sagði að því miður hafi þetta átt sér stað í einstaka tilfell- um. Engar járnabindingar í veggjum „Stundum er líka verið að spara með því að setja engar járnabind- ingar í útveggi, þær eru ekki einu sinni settar á teikningarnar. Hér eru heilu íbúðarblokkirnar byggðar án járnabindinga í veggjum, sagði Guðbrandur, Þeir sem byggja og selja fara oft ódýrustu leiðina. Þeir leita gjarnan til þeirra sem hanna ódýrustu teikninguna og leggja áherslu á að byggingin verði nógu ódýr. Þeir ráða sér einn af þessum fúskurum til að hanna burðai'virkið og gera nánast hvað sem er til.að komast af með sem minnsta efni- snotkun, og spara þá oft á þeim stöðum sem alls ekki ætti að spara. Og það er algengt að menn spari steypustyrktaijárn í byggingar. Stálið sem fer í járnabindingar getur kostað nokkra tugi þúsunda í peningum en það er aðeins lítill hluti af heildarkostnaðinum. Það er eiginlega óskiljnanlegt að menn skuli vera spara þennan þátt, vit- andi það að hann getur skipt höf- uðmáli í sambandi við öryggi. Þessi sparnaður tengist einnig viðhaldi t.d. á útveggjum. Sprungur í veggj- um stórar og gapandi má í mörgum tilfellum rekja til sparnaðar á járni í veggina. Það mætti að mestu leyti koma í veg fyrir þær með því að járnbinda veggina nógu vel.“ - Hvað verður um byggingar sem ekki hafa járnabindingar í veggjum, ef hér kemur verulega sterkur jarðskjálfti? „í lágum einbýlishúsum einnar til tveggja hæða, breytir þetta ekki svo miklu. En þegar byggingar eru orðnar hærri, þá getur það skipt verulegu máli. Háar byggingar. sem ekki hafa tryggilega frágengn- ar jámabindingar, geta í versta falli gefið sig ..." Steypuæðið og skemmdir í steypu „Hér er til séríslenskt fyrirbæri sem kallað er „steypuæðið“,“ segir Guðbrandur. „Uppsteypan eða nið- urlögn á steypunni er sá þáttur í sjálfri framkvæmdinni sem menn verða að vanda sem mest. En hér er eins og menn verði gripnir æði á vinnupöllunum um leið og á að fara að steypa. Og til þess að vinn- an gangi hraðar fyrir sig, grípa menn til þess að hella vatni í steyp- una til að fá hana til að rennar hraðar í mótin, en of mikið vatn í steypunni er að öllu leyti af hinu vonda.“ - Bent hefur verið á að steypan nú komi öll frá steypustöðvunum. Þegar komi að steypuframkvæmd- inni sé steypubílum raðað upp og geti þeir þurft að bíða allt að tvo tíma með lagaða steypu, sem þegar sé farin að taka breytingum og harðna þegar hún er sett í mótin. Er þetta rétt? „Já, það er rétt, en við upp- steypu stærri bygginga gilda yfir- leitt ákveðnar reglur um hvað steypa má bíða lengi frá því farið að hræra hana og þar til hún er sett í mótin. En það hefur oft ver- ið erfitt að koma mönnum í skiln- ing um það, að steypa er mjög við- kvæmt og vandmeðfarið efni, og það er enginn vandi að eyðileggja góða steypu. Það sem hefur verið verst í því efni er sú tilhneiging að bæta í hana vatni til að gera hana meðfærilegri og það m.a. skemmir hana. I steypu á ekki að vera meira vatn en sem þarf til að í henni verði þær efnabreytingar sem þarf til að hún harðni. Allt sem er umfram það er til skaða.“ Alkalivirkni í steypu - A undanförnum árum hefur því verið haldið fram, að allar skemmdir í veggjum séu alkali- skemmdir og þannig fyrra menn sig ábyrgð. Hvernig lítur þú á þau mál? „Þrennt þarf að vera til staðar svo að alkalivirkni geti átt sér stað; það er sementið, mölin og sandur- inn, og vatnið. Til þess að alkali- skemmdir geti orðið þurfa efni eins og mölin eða sandurinn að vera það sem kallað er „virk“. Gott dæmi um virk fylliefni eru efni sem eru sótt í sjó. Sementið þarf einnig að hafa ákveðið efnasamband til að slíkar skemmdir geti farið af stað og síðast en ekki síst þarf að vera fyrir hendi nóg af vatni. Ef útilok- aður er aðeins einn þáttur af þess- um þrem eins og vatnið, þá verður engin virkni og þar af leiðandi eng- ar skemmdir. Síðan farið var að setja kísilrykið í sementið og hætt að nota fylliefni úr sjó, hefur dreg- ið úr alkalivirkni í steypu." Hönnun á þökum - Nú hefur orðið breyting á hönnun húsa á þann veg að þak- skegg eru engin, um leið og vætir úr lofti eru veggir húsa óvarðir og blautir. Hentar þessi hönnun hér á landi? „Það væri æskilegast að hanna hús þannig að hægt sé að komast hjá því að vatn renni niður vegg- ina. Smá þakrennur kosta ekki mikið. En þessi flennistóru þak- skegg, sem voru í tísku á tímabili, hafa litlu hlutverki að gegna og eru meira til skrauts." - Tilraunastarfsemi í hönnun húsa hefur oft reynst okkur dýr, má í því sambandi nefna flötu þök- in! „Eftir að þessi vandamál með flötu þökin fóru að koma upp, hafa menn tekið sem náttúrlögmál að flöt þök væru ómöguleg. Það er alls ekki rétt. Það er vel hægt að gera flöt þök sem eru í lagi, en það þarf að ganga rétt frá þeim. Ef leki er aftur á móti einu sinni byijaður getur verið mjög erfitt að eiga við hann. En í mörgum tilfell- um er alls ekki um leka að ræða heldur galla í þéttingu, raka.“ Guðbrandur sagði að á síðustu árumn hafi menn verið að taka þökin í gegn og lagfæra, ekki endi- lega flöt þök heldur alls konar þök. „Fólk heldur oft í byijun að þar sé leki til staðar en það er ekki nærri alltaf rétt. Vandamálið er oft rakinn sem kemur innanfrá og kemst í þakvirkið. Orsakirnar geta legið í hönnuninni eða í útfærslu. Til þess að þak virki rétt og fólk losni við þær gufur sem myndast inni í húsinu, þarf að hindra að raki komist upp í þakið. í þeim til- gangi eru sett rakavarnalög í þak- ið sem hindrar að raki komast upp í þakið. Það getur aldrei orðið svo þétt að raki komist ekki í gegn. Rakann þarf að losa út úr þakinu aftur og er það gert með því að setja þar loftop. Það hefur oft gerst fyrir handvömm að menn hafa lok- að fyrir þessar útloftunarleiðir og þá getur raki safnast fyrir.“ Byggingastaðlar - Nú voru lögteknir hönnunar- staðlar í fyrra, hvað felst í þeim? „Þessir staðlar gilda um burðar- virkið. Fólk misskilur gjarnan hvað átt er við þegar rætt er um staðla. Þarna er fyrst og fremst um örygg- iskröfur að ræða. Staðlar þessir flalla um álag á byggingar og hvernig eigi að hanna byggingar úr hinum ýmsum efnum miðað við þetta álag. í þessum hönnunar- stöðlum eru ákvæði vegna venju- legrar notkunar, álags vegna vinds, snjóa og jarðskjálfta. Þá er kafli um öryggi. Síðan koma þessir eiginlegu hönnunarstaðlar; einn fjallar um steinsteypu, annar um timbur og þriðji um stál. Sá fjórði fjallar um grundun eða niðurgrafn- ar undirstöður bygginga. Þessir staðlar voru lögteknir árið 1989 og eru aðeins lágmarkskröfur um öryggi bygginga og bygginga- hluta." - Er þessum stöðlum framfylgt? „Það kann að vera nokkur mis- brestur á því. Byggingarfulltrúar eiga að sjá til þess að hönnun á burðarvirkjum sé í samræmi við þessa staðla. Margir byggingarfull- trúar, sérstaklega í smærri byggar- lögum, hafa ekki menntun til að þekkja hvort farið hafi verið eftir þessum byggingarstöðlum. Til þess þurfa menn að vera annað hvort byggingatæknifræðingar eða verk- fræðingar." Jarðskjálftar og vindálag - Nú verða jarðskjálftar hér á landi. Eru hús hér hönnuð með til- liti til jarðskjálfta? „Ég er hræddur um að það sé ekki alltaf gert.“ - Hvernig á að hanna hús með tilliti til jarðskjálfta? „Það fer eftir því hvers konar hús verið er að ræða um. Það er mikið atriði, í lægri húsum eða blokkum að þar sé nóg af sterkum veggjum, í tvær áttir að minnsta kosti, vegna þess að hreyfingin getur komið úr hvaða átt sem er. Þessir veggir þurfa að vera sem samfelldastir þ.e. með sem minnst af opum, því að hætta er á sprung- um við opin á veggjunum. Ef menn gæta þess í skipulagi hússins að veggjum sé dreift sem jafnast þá þarf, þá þarf í fæstum tilfellum að hafa áhyggjur. Ef húsið er hærra en tvær hæðir á þarf að reikna álagið út sérstaklega." - í ákveðnum borgarhverfum hér er mikið vindálag á hús í ákveðnum áttum. Hreyfing getur orðið það mikil í stórviðrum að veggir hreyf- ast og sprungur myndast. Er tek- ið nægjanlegt tillit til vindálags húsa við hönnunina? „Trúlega er einhver misbrestur á þessu. Ef farið væri eftir gild- andi stöðlum, væru skemmdir af völdum veðurs líklega mjög fá- tíðar.“ Faglegur metnaður nauðsynlegur - Áttu góð ráð að lokum? „Það eru mjög margar brota- lamir í kerfinu okkar, eins og t.d. í menntun iðnaðarmanna. Það er að koma fram á síðustu árum og áratugum að sú fræðsla sem þeir fá í iðnmenntuninni er alls ekki nógu góð. Þeir koma út á vinnu- markaðinn án þess að þeim hafi verið innrætt nógu rækilega að þeir eigi að vinna mjög þýðingar- mikil störf. Það þarf að innræta þeim að þeir eigi að vanda sín vinnubrögð. Ég tel að faglegur metnaður hafí verið vanræktur í iðnfræðslunni. Þetta verður að skrifast bæði á reikning skóla og meistara. Þarna verður ekki alltaf borið við skorti á fjármagni. Þó að fjármagn til skóla sé skorið niður af stjórnvöldum, þá þýðir það ekki að fúsk sé leyfílegt. Fagmennska er ákveðið hugarfar. Menn eiga ekki að taka að sér störf nema þeir ætli sér að leggja metnað sinn í að skila þeim af sér vel unnum.“ M. Þorv. Guðbrandur Steinsþórsson rektor Tækniskóla íslands segir nauð- syn að örva faglegan metnað. Hann segir að menn eiga ekki að taka að sér störf nema þeir ætli sér leggja metnað í að skila þeim af sér vel unnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.