Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1992 Kristinn Gíslason, Hlíð - Minning Fæddur 5. nóvember 1917 Dáinn 24. janúar 1992 Kristinn lést 24. þessa mánaðar á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Hann átti við vanheilsu að stríða hin síðari ár, barðist við erfiðan sjúkdóm. Dvaldi hann á sínu heim- ili fram undir það síðasta í góðri og nærgætinni umsjá Hólmfríðar eiginkonu sinnar. Kristinn var fæddur í Straumi við Straumsvík þ. 5. nóvember 1917. Á þeim tíma var Straumur í Garðahreppi, sem náði yfir allmikið landsvæði á þeim árum. Norðurmörkin við Kópavogs- læk og í suður að Vatnsleysustrand- arhreppi og til vestur að Álftanes- eða Bessastaðahreppi. Á liðnum árum hefur stór hluti af Garða- hreppi verið lagður undir Hafnar- fjörð og áður Garðahreppi breytti í Garðabæ. Foreldrar Kristins voru þau hjón- in Ragnheiður Jósepsdóttir, Hún- vetningur að ætt og Gísli Guðjóns- son fæddur og uppalinn í Garða- hreppi. Þau hjón bjuggu um það bil 2 ár í Straumi en fluttust þá ásamt frændfólki og vinum til Krísuvíkur vorið 1918. Þar bjuggu þau í þriggja fjölskyldna sambýli í eitt ár, sem reyndist þeim fjölskyld- um erfitt m.a. vegna þess að hin alræmda spánska veiki barst um veturinn þangað og lagði nær alla fjölskyldumeðlimina í rúmið, sem skapaði að sjálfsögðu margvíslega örðugleika ekki hvað síst gagnvart hirðingu á búfénaði á þessum kalda vetri. Gísli hafði tryggt sér ábúð á jörðinni Hlíð í Garðahverfi, Garða- hreppi. í Hlíð var tvíbýli á þessum árum. í austurbænum bjó Sigurður Jónsson með konu sinni og mörgum börnum. Einn af sonum þeirra hjóna var Ólafur Jóhann, síðar þekktur rithöfundur. Ólafur var ári yngri en Kristinn. Fjölskyldan fluttist frá Hlíð austur í Grafning þegar Ólafur var 5 ára gamall. Hann kom þó af og til í heimsókn til Kidda vinar síns og dvaldi þar á stundum nokkra orlofsdaga. í fyrstu barnabók Ól- afs: Við Álftavatn, er saga sem heitir: „Kiddi flæðir úti á skeri“ og segir frá ævintýri þeirra drengja sem voru þá tólf og þrettán ára. Sjórinn heillaði ávallt unga drengi og minnist ég flæðiævintýra með Kidda á nefndu skeri, sem að jafn- aði var nefnd Klöppin en hún stóð uppúr sjó, nema þegar stórstreymt var. Þegar Sigurður lét af ábúð í aust- urbænum í Hlíð, 1923 fékk Gísli hann einnig til ábúðar og enn síðar aðliggjandi jörð, Móakot. Margt var gert til þess að bæta jörð og hí- býli. Byggt var nýtt íbúðarhús og nokkru síðar gripahús. Túnin voru sléttuð og nýræktir gerðar á mýrar- flákum allfjarri heimilinu. Störfin á þessum sjávarbýlum voru æði fjöl- breytt. Fyrr á árum gekk fiskur oft allmikið inní fjörðinn á vetrarvertíð. Sameinuðust þá bændur í Garða- hverfi um að róa fil fiskjar. Fiskurinn var verkaður í salt heima fyrir. Þá var hrognkelsaveiði stunduð í ríkum mæli á vorin. Kart- öflurækt var mikið stunduð í Hlíð um áratuga skeið. öllum þessum fjölbreyttu störfum kynntist Krist- inn á uppvaxtarárum sínum og tók snemma virkan þátt í þeim. Hann reyndist snemma vera mjög verk- laginn maður, sem kom sér einkar vel við störf að fjölbreyttri búsýslu. Þá starfaði hann nokkuð utan heimilis að ýmisskonar „iðnaðar- störfum" þegara tími gafst til, þótt ólærður væri. Um tíma starfaði hann hjá skipasmíðastöðinni Dröfn í Hafnarfirði. Hann lagði miðstöðv- arlagnir hjá ýmsum vinum og ná- grönnum. Ég fékk Kristinn til þess að aðstoða mig við endurgerð á lít- illi íbúð okkar hjóna í Reykjavík. Einnig vann hann um tíma hjá Rafveitu Hafnarfjarðar er ég starf- aði þar og sá m.a. um lagningu háspennulínu frá Hafnarfirði til Garðahverfis og Álftanesi ásamt dreifikerfum á þeim tíma er ég starfaði hjá Rafveitunni. Kristinn var mjög laginn, vand- virkur og trúr verkamaður til allra þeirra starfa er hann lagði hönd að. Kristinn kvæntist eftirlifandi konu sinni Hólmfríði Sigurðardótt- ur, fædd 7. janúar 1925 á Lækjar- móti í Vestur-Húnavatnssýslu. Þau eignuðust tvo drengi: Sigurgísla, fæddur 8. júní 1955 og Ragnar, fæddur 19. nóvember 1956. Sigur- gísli kvæntist Sólveigu Sigurðar- dóttur og eignuðust þau tvö börn: Kristbjörgu Hólmfríði, fædd 21. febrúar 1975 og Kristinn Snorra, fæddur 22 mars 1980. Sigurgísli og Sólveig skildu. Kynni okkar Kristins voru sem að líkum lætur hvað nánust á okk- Emilía J. Einarsdóttir, Hafnarfirði - Minning Fædd 16. mars 1904 Dáin 26. janúar 1992 Okkur langar til að minnast hennar ömmu okkar, Emilíu Jónu Einarsdóttur, sem lést á Sólvangi 26. janúar sl. Amma uppi, en það kölluðum við hana alltaf, því hún bjó í sama húsi og við systur ólumst upp í, á Köldukinn 5, en á hæðinni fyrir ofan. Oft var gott að geta laumað sér upp til ömmu og fá hjá henni kleinubita eða eitthvert annað góð- gæti sem hún átti alla tíð í poka- horninu. En réttlætiskennd hennar var sterk og hún tók þátt í að leggja okkur lífsreglurnar, með boðum og bönnum. Og eftir á að hyggja kunn- um við henni okkar bestu þakkir fyrir það. Amma var „Vesturbæ- ingur“ eins og hún sagði okkur svo oft, fædd og uppalin í vesturbæ Reykjavíkur, en hún bjó flest sín búskaparár í Hafnarfirði. Síðustu árin hefur hún dvalið á Sólvangi og lét hún vei af öllu þar. Langar okkur til að koma á framfæri þakk- læti til starfsfólks þar fyrir góða umönnun. Guð geymi elsku ömmu uppi. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu’ og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið Ljósið kveiktu mér hjá. Salome, Emelía og Hulda Einarsdætur. ar barnsárum með því að ég var í fóstri hjá foreldrum hans frá því að ég var á þriðja ári fram á sjö- unda árið og eftir það tíma og tíma að sumrinu til næstu árin. Stundum var bátskænan sett á flot og leitað fiskjar rétt utan við landsteinana og var þar oft að fá kola og þara- þyrsling, hvorttveggja lostæti. Stundum flaut prestssonurinn í Görðum, Þorvaldur, með okkur en hann hafði mikinn áhuga fyrir þátt- töku í uppátækjum okkar yngri strákanna. En eins og gengur í líf- inu stijáluðust samfundir okkar Kristins með árunum en ávallt hélst vinskapurinn. Kristinn hefur átt sitt heimili í Hlíð alla tíð og meðan heilsan leyfði unnið að búskapnum og ýmsum öðrum verkum sem áður var minnst á. Sameiginlegum búskap var hald- ið lítt breyttum áfram eftir að Krist- inn kvæntist. Ragnheiður móðir Kristins lést 8. apríl 1966. Gísli faðir hans lést 31. desember 1986 rúmlega 95 ára að aldri. Sem að líkum lætur færðist búskapurinn og heimilishaldið yfir á yngri hjón- in. Gísla, sem var einstaklega sýnt um allt sem að sauðfénu laut sinnti þeirri grein búskaparins lengi fram eftir árum, eins og heilsan leyfði. Hafist var handa um endurbygg- ingu Garðakirkju á árunum 1955 til 1966 er kirkjan var vígð að nýju. Það vildi svo til að lík móður Krist- ins, Ragnheiðar, var hið fyrsta, sem borið vr inn í hið endurbyggða Guðshús. Kristinn var meðhjálpari í Garðakirkju árið 1976-1989. Það var Kvenfélag Garðahrepps (síðar Kvenfélag Garðabæjar) sem hófst handa um endurreisn Garða- kirkju og Kirkjuhvols, safnaðar- heimilis Garðakirkju. Þegar litið er til baka má telja að hér hafi næstum einstætt þrekvirki verið unnið. Kvenfélag stofnað í fámennum hreppi (um 500 manns á þeim tíma) með það höfuðverkefni að endur- byggja Garðakirkju sem talin er vera með elstu kirkjustöðum á land- inu. Engir ijármunir voru til staðar aðeins óbilandi trú á að markmiðinu yrði náð og kjarkur, og það tókst á ótrúlega skömmum tíma. Má þar til sanns vegar færa að trúin flytur fjöll. Kristinn og Hólmfríður kona hans tóku ómældan þátt í þessu endurbyggingarstarfi. Ég get ekki látið hjá líða að ljúka þessum minningarorðum um Krist- inn Gíslason vin minn um langan aldur, er ég hafði að niðurlagsorð- um í minningargrein um föður hans Gísla: „Garðahverfi er ein af þeim fáu landspildum á höfuðborgarsvæðinu, sem fram til þessa hefur verið laus við hverskonar krana, ýtur, graftól og steinmúra. En hversu lengi var- ir friðurinn? Það yrðu hörmuleg örlög þessa á margan hátt sérkenni- lega landsvæðis, sem að stórum hluta liggur mót suð-vestri með líð- andi halla frá Garðaholti niður í sjó fram, ef það yrði enn eitt af fórn- arlömbum steinsteypu og graftóla, án þess að hugað væri að manneskj- ulegri meðferð þess. Það væri samboðið minningunni um Gísla og marga aðra þá góðu Garðhverfinga, sem gengnir eru til feðra sinna eftir langa og starfsama ævi í þessu byggðarlagi að hér yrði að öllu farið með gát.“ Þessi orð sem sett voru á blað yfir um það bil sex árum síðan eiga enn við þegar horft er yfir Garða- hverfi af Garðaholti þar sem hluta þessarar gijóthæðar hefur verið breitt í gróskumikinn skógarreit. Blessuð sé minningin um góðan vin. Fjölskyldu hans votta ég mína innilegustu samúð. Guðjón Guðmundsson. Jón M. Gestsson fulltrúi - Minning Þegar ég fékk skilaboð á dögun- um um að æskuvinur minn, Jón Már Gestsson væri allur, birtust mér fyrir hugskotssjónum á einu augnabliki æsku- og táningsárin, sem við áttum saman. Bamaskóla- árin í Austurbæjarskólanum. Fyrstu árin í „gaggó“ Aust. Skát- arnir. Bernskubrekin og stráka- stælarnir. Dansæfingarnar, þar sem maður komst fyrst í snertingu við stelpurnar. Vífilsgata 11, þar sem Jón Már ólst upp í Mýrinni. Ýmislegt fleira ljómaði í huganum rétt eins og í kvikmynd á breið- tjaldi. í kjölfar minninganna kom svo bláköld tilveran. Jón Már hringir ekki framar. Jón Már lítur ekki oftar við á skrifstofunni og segir: „Er ekki til kaffi hérna?“ Hann lést á heimili sínu aðeins fáum dögum eftir að móðir hans, Steinunn Sigurðardóttir, var lögð til hinstu hvíldar á 88. aldursári. Jóni Má leið illa eftir að hann missti móður sína, enda var hún honum alla tíð kær. Hún var viðmiðun hans í lífinu. Hann var búinn að vera sjúkling- ur í fjöldamörg ár, eða síðan hann varð fyrir því áfalli að mikil hand- vömm átti sér stað á Landspítalan- um þegar Jón Már var skorinn upp við bijósklosi. í kjölfarið fylgdi röð af læknisfræðilegum slysum og óhöppum, sem skildu hann eftir um tíma sem likamlegt rekald. Með seiglu barðist hann áfram ótrauður og reyndi ætíð að rækja störf sín vel á skrifstofu Vegagerð- arinnar, þótt kraftarnir væru sjaldnast upp á marga fiska. En hann kvartaði sjaldan. Bar sig eins vel og kraftarnir leyfðu og á stund- um lét hann sem ekkert væri, þótt þrautirnar væru ill þolanlegar. Að undanförnu varð hann að fara tvi- svar í viku í nýrnatæki Landspítal- ans og gekk það mjög nærri hon- um. Hann var oft gjörsamlega uppgefinn eftir tarnirnar í tólum læknavísindanna, sem áttu að bjarga honum en eyðilögðu heils- una í staðinn. Loks gafst líkaminn upp eftir ójafna baráttu. Jón Már fékk hægt andlát að kvöldi dags. Jón Már var fæddur undir mið- nætti 11. september 1941. Ég fæddist tólf tímum á eftir honum á sömu stofu. Þar urðu fyrstu fund- ir okkar. Hann var einkabarn for- eldra sinna Steinunnar og Gests Ólafssonar, fyrrverandi forstöðu- manns Bifreiðaeftirlits ríkisins, sem er látinn fyrir all mörgum árum. Þar átti hann og Guðlaug Gunnarsdóttir uppeldissystir hans, hlýtt og gott heimili. Þangað var ætíð gott að koma. í Mörg ár kom ég þangað á leið ofan úr Hlíðum í skólann. Við félagarnir fylgdumst svo að upp Skólavörðuholtið þar sem kennararnir biðu eftir að koma einhveijum fróðleik í kollinn á okk- ur. Stundum var það erfitt verk fyrir það ágæta fólk, enda hugur ungra stráka jafnan fjarri kennslu- stofunni. Við vorum t.d. miklir snillingar í sjóorrustum og enn betri í því að koma í veg fyrir að kennarinn stæði okkur að verki, þótt að hann legði sig fram um að góma okkur. Það kom þó fyrir að annar hvor okkar varð að víkja úr kennslustund, þegar kennaran- um þótti nóg um uppátækin. Kraft- inn fengum við úr iýsinu sem Svava hellti í okkur krakkana í skólanum á hveijum morgni úr handmálaðri postulínskaffikönnu. Leiðir okkar skildu þegar ég fór vestur til Bandaríkjanna til fram- haldsnáms, en Jón Már fór að vinna hjá Samvinnutryggingum. í gegnum árin höfum við samt alltaf haldið sambandi. Stundum miklu, stundum litlu. En alltaf fylgdumst við hvor með öðrum. Jón Már stundaði alla tíð skrifstofustörf og það orð fór af honum að hann væri afar vandvirkur og hæfur starfsmaður á því sviði. Hann gerði allt vel sem hann tók sér fyrir hendur. Heiðarleikinn, sem hann lærði í föðurhúsum, var hans leið- arljós. Jón Már var pólitískur og hafði gaman af stjórnmálum. Við vorum ekki háir í loftinu þegar við fórum að sendast fyrir Sjálfstæðis- flokkinn á kjördag. Hann fylgdist vel með þjóðfélagsumræðunni og góður félagsmálamaður var hann. Hann kærði sig ekki, sem ungur maður, um langskólanám. Greind hans var góð. Jón Már hefði kom- ist lengra í lífinu ef hann hefði gengið menntabrautina. Einn óvin átti Jón Már, sem hann glímdi við með misgóðum árangri. Það var Bakkus. Hann lék lífshlaup Jóns illa. Eyddi Jón oft löngum stundum í samskiptum sínum við þann sjúk- dóm. Á seinni árum hafði Jón oft- ast betur í þeirri viðureign, en þá sótti heilsuleysið að með auknum þunga. Jón Már var tvíkvæntur og tvískilinn. Hann á þijú uppkomin mannkosta börn og nokkur barna- börn. Síðustu árin átti hann heima vestast í vesturbænum, rétt niður undir Selsvör, þar sem sólin skart- ar sínu fegursta á síðsumarskvöld- um þegar hún sest handan Snæ- fellsjökuls. Nú er lífssól Jóns Más einnig sest út við sjóndeildarhring lífsins. Eftir lifir minningin um góðan dreng og æskuvin. Heiðar- legan mann sem oft þurfti að fara um dimman dal í leit að ljósi og sannleika. Hann hefur nú fundið þann bjarta stað, sáttur við Guð og menn. Fyrir hönd okkar Áslaugar vil ég að leiðarlokum færa Kolbrúnu, Áslaugu, Jóni Má og Gully, börnum þeirra og mökum okkar innilegustu samúðarkveðjur á sorgarstundu. Jón Hákon Magnússon. -------» ♦ 4------- ■ KOLAPORTIÐ verður nú einn- ig opið á sunnudögum fram á sum- ar. A síðasta ári var aðsókn næstum tvöfalt meiri en árið á undan og aðstandendur Kolaportsins reikna með mikilli aukningu á þessu ári. Kolaportið er opið á laugardögum kl. 10-6 og á sunnudögum kl. 11-17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.