Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 31. JANUAR 1992 Kvikmyndahátíð í Tours: Gísli valinn besti karl- leikarinn GÍSLI Halldórsson var kjörinn besti karlleikarinn í flokki leik- inna mynda á kvikmyndahátíðinni í Tours í Frakklandi 22.-27. jan- úar. Verðlaunin fékk Gísli fyrir leik sinn í Börnum náttúrunnar. Sýndar voru 50 kvikmýndir á há- tíðinni og var þeim skipt niður í 4 flokka. Besta leikna myndin var val- in „La flute de Rosiau“ í leikstjórn Yermek Shinardayev frá Pakistan. Besta aðalleikkonan var valin Laila Llwi frá Egyptalandi og besti karl- leikarinn Gísli Halldórsson. Friðrik Þór Friðriksson, leikstjóri Bama náttúrunnar, er um þessar mundir staddur í Japan þar sem hann undirbýr næstu kvikmynd sína. Myndin fjallar um japanskan dreng sem kemur til Islands. Milljarður í bamabætur NÚ um mánaðamótin verður rétt um einn milljarður króna greidd- ur út í barnabótum og barnabóta- auka, samanborið við tæpar 1.175 milljónir á síðasta ári, en áætlað er að í ár verði um 500 milljónum króna lægri upphæð greidd út í barnabótum en var á síðasta ári. Greiðslan er sú fyrsta af fjórum á árinu og tæplega 70 þúsund einstaklingar fá bæturn- ar. Rúmlega 27 þúsund manns fá barnabótaauka til viðbótar. Breytingar voru gerðar á lögum um tekju- og eignaskatt og barna- bætur lækkaðar til að ná fram 500 milljón króna spamaði. Lækkunin frá 4. ársfjórðungi nemur 5.008 krónum á fyrsta barn og 3.954 krónum á böm umfram það fyrsta. Á móti var barnabótaauki þeirra sem em undir ákveðnum tekju- mörkum hækkaður. Þeir sem hafa í íjölskyldutekjur 2,6 milljónir og þar yfir fá fulla skerðingu bamabóta. Það þýðir fyr- ir fjölskyldu með þijú börn, tvö undir sex ára og eitt eldra, að hún fær rúmar 30 þúsund krónur árs- fjórðungslega, en fékk rúmar 40 þúsund krónur ársfjórðungs á síð- asta ári. -------»..*•■»------- Lögreglumenn bera bruggkútana út úr húsinu í Kópavogi þar sem maðurinn bruggaði landa sinn. Morgunblaðið/Sverrir Lagt hald á 200 lítra af landa Grunur um sölu til unglinga LOGREGLAN í Reykjavík lagði í gær hald á um 200 lítra af landa í bílskúr í Kópavogi. Maður sem búsettur er í Reykjavík hefur játað að eiga landann. Lögregla hefur sann- anir fyrir því að framleiðsla mannsins hafi komist í hendur unglinga í Breiðholti en hann hefur neitað að hafa selt öðr- um en fullorðnum. Maðurinn var handtekinn í Breið- holti þar sem hann var að talið er í söluferð. Heima hjá honum í Reykjavík fundust aðeins 10 lítrar af landa en eftir yfirheyrsl- ur á lögreglustöðinni vísaði hann á aðstöðu sem hann hafði í Kópa- vogi og þar lagði lögreglan hald á um 200 lítra af landa í þremur kútum. Við yfirheyrslur játaði maður- inn á sig lítils háttar sölu en aðeins til fullorðinna eins og fyrr segir. Lögreglan telur sig hins vegar hafa sannanir fyrir því að framleiðsla hans hafi verið í umferð meðal unglinga í Breið- holtinu. Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra: Allar heilbrigðisstofnanir eiga rétt á fé úr 500 millj. sjóðnum Niðurskurðurinn ákveðinn fyrir 4 mánuðum og hefði ekki átt að koma á óvart Ekið í veg fyrir bifhjól ÖKUMAÐUR bifhjóls var fluttur á slysadeild eftir að fólksbíll ók í veg fyrir hann á Suðurlands- braut síðdegis í gær. Óhappið varð með þeim hætti að fólksbíllinn beygði af húsagötu austur Suðurlandsbraut og ók þá í veg fyrir bifhjólið. Grunur leikur á að það hafi verið Ijóslaust. SIGHVATUR Björgvinsson heilbrigðisráðherra segir að allar stofnanir sem tilheyri heilbrigðisráðuneytinu eigi rétt á fé úr þeim 500 milljóna króna varasjóð sem til er og nota á til að milda áhrif niðurskurðarins í heilbrigðiskerfinu. „Allar stofnanir sem tilheyra ráðuneytinu, spítal- ar, heilsugæslustöðvar, sjúkrahús á öllu landinu, Tryggingastofnun og fleiri eiga rétt á úthlutun úr þessum sjóði,“ segir Sighvatur. „Og ekki mun úthlutað úr honum í hlutfalli við stærð viðkomandi stofnunar heldur verður hvert tilfelli fyrir sig metið.“ í máli heilbrigðisráðherra kemur málaráðuneytið og fjárlaganefnd al- fram að allar fyrrgreindar stofnanir eigi að skila greiðsluáætlunum sínum nú fyrir mánaðamótin en síðan verði tíminn fram að 10. febrúar notaður til að fara yfir þær áætlanir og meta í samræmi við þær endurgreiðslur úr þessum 500 milljóna króna sjóði. Verður þetta gert í samvinnu við fjár- þingis. Sighvatur Björgvinsson hefur að undanfömu dvalist erlendis og er ekki væntanlegur til landsins fyrr en um helgina. Aðspurður um' þá hörðu gagnrýni sem áform hans um niðurskurð hafa vakið meðal stétta innan heilbrigðiskerfisins segir hann að hann hafi ekki haft tök að að fylgjast náið með þeim. „Hins vegar vil ég taka fram í þessu sambandi að þessi niðurskurður á ekki að hafa komið neinum á óvart nú því að þetta hefur verið vitað frá því að fjárlög voru lögð fram fyrir fjórum mánuð- um og síðan samþykkt fyrir jól,“ segir Sighvatur. Aðspurður um álit á þeirri leið sem stjórn Landakotsspítala valdi, það er að segja<öllu starfsfólki sínu upp, segir Sighvatur að Landakot sé sjálfseignarstofnun sem taki sínar eigin ákvarðanir. „Stjórn Landakots hefur tekið þessa ákvörðun á grund- velli þeirrar fjárveitingar sem lá fyr- Bensín líliinn lækkar inn 4,2% Olíufélögin óska eftir frjálsri verðlagningu VERÐ Á bensíni og gasolíu lækkar á morgun samkvæmt ákvörðun Verðlagsráðs frá því í gær. Lítri af 92 oktana bensíni lækkar um 2,40 krónur eða 4,2%. Gasolíulítrinn lækkar um 1,7% en svartolíu- verð helst óbreytt. Á fundi Verðlagsráðs var lögð fram beiðni olíufé- laganna um frjálsa verðlagninu á öllum olíuvörum. Ákvörðun um erindið var frestað. Lítrinn af 92 oktana bensíni lækkar á laugardag um 2,40 kr., úr 57,50 í 55,10, eða um 4,2%. Verðlagning á öðrum tegundum bensíns er fijáls. 95 oktana blý- laust bensín kostar nú 61,30 til 61,50 krónur hjá olíufélögunum og 98 oktana bensín kostar á bilinu 64,40 til 64,60 krónur lítrinn. Ef hlutfallslega sama lækkun kemur fram á þessum tegundum mun lítr- inn lækka um nálægt 2,60 og 2,70 krónur. 95 oktana bensínið mun þá kosta öðrum hvorum megin við 58,80 kr. og 98 oktana bensínið um 61,80 kr. Verð á gasolíulítra lækkar um 30 aura, úr 17,60 í 17,30 kr., eða um 1,7%. Svartolíutonnið kostar eftir sem áður 12.400 krónur. Ástæða verðlækkunar olíuvara er lækkað innkaupsverð, að sögn Gunnars Þorsteinssonar varaverð- lagsstjóra. Það verð sem nú gildir er innan við mánaðargamalt, frá 1. janúar sl. Við þá verðlagningu var stærri hluti verðlækkunar á gasolíu kominn fram en bensíni og því lækkar hún minna nú. Útstreymi er úr innkaupajöfnun- arreikningi olíuvara og kemur það fram í því að verðið sem ákveðið er nú er heldur lægra en heims- markaðsverðið í Rotterdam gefur tilefni til. Bensín sem keypt væri á því verði sem nú gildir ætti að kosta hér 55,30 kr. lítrinn en kost- ar 55,10. Fyrir fund Verðlagsráðs í gær voru lagðar fram beiðnir olíufélag- anna um fijálsa verðlagningu á öllum tegunduin bensíns og olíu. Er meðal annars vísað til þess að verðlagning á 95 og 98 oktana bensíni er fijáls og að búið sé að gefa innflutning allra olíuvara fijálsan. Afgreiðslu á erindi félag- anna var frestað, meðal annars vegna þess að það er tengt breyt- ingum á flutningsjöfnun sem ríkis- stjórn og stjórnarflokkar hafa haft til athugunar en ekki náð samkom- ulagi um til að leggja fram á Al- þingi. Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær áð verið væri að leita lausna milli stjórnarflokkanna í þessu máli sem báðir aðilar gætu sætt sig við og hann bindi vonir við að frumvarp um breytingu á lögum um flutningsjöfnun yrði lagt fram strax og þing kæmi saman að nýju. ir til spítalans og það er ekki mitt að dæma um með hvaða hætti við var brugðist," segir Sighvatur. Stjórnendur Landakots tilkynntu um uppsagnir allra starfsmanna spít- alans síðastliðinn laugardag vegna niðurskurðarins. Ákvarðanir Borgar- spítalans verða kynntar í dag. Hvað Landspítalann varðar liggja enn ekki fyrir endanlegar ákvarðanir um hvað gert verður til að mæta niðurskurðin- um. ------*_*_*----- Kelduhverfi: Is tekur af Víkingavatni Hraunbrún, Kelduhvcrfi. EINSTÖK veðurblíða hefur verið í Kelduhverfi eins og annars stað- ar á landinu nú í janúarmánuði. Mjög algengt hefur verið að sjá hitamælinn standa í 10 gráðum. Þetta óvenjulega veðurlag hefur í för með sér að ýmsir hlutir í náttúr- unni ruglast. Krókusar og túlipanar gægjast upp úr jörðinni, tún grænka og annar gróður tekur við sér. Það sem íbúum við Víkingavatn í Kelduhverfi kemur þó mest á óvart er þó að ísinn er að taka af vatninu. Is er alltaf á vatninu fram í apríl að minnsta_kosti og jafnvel fram í júní- mánuð. I gærmorgun var ísinn alveg farinn af ytri bolnum í vatninu. ís- skæni var enn á syðri hlutanum en útlit var fyrir að það hreinsaðist af í gær. Að sögn Þorgeirs Þórarinsson- ar á Grásíðu hefur ís ekki tekið af vatninu á þessum tíma svo lengi sem menn muna. Inora

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.