Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.01.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1992 Orðræða nni orðræðu Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Spor í bókmenntafræði 20. ald- ar. (226 bls.) Ritstjórn: Garðar Baldvinsson, Kristín Birgisdótt- ir og Kristín Viðarsdóttir. Bók- menntafræðistofnun Háskóla íslands 1991. Hér er á ferðinni sjöunda fræði- rit Bókmenntafræðistofnunar Há- skóla íslands og er hátt í áratugur síðan seinasta ritið kom út, Leikrít á bók eftir Jón Viðar Jónsson. Og eins og til að bæta fyrir alllanga þögn eru fræðiritin nú tvö. Hitt er safn greina eftir Matthías Viðar Sæmundsson. í formála Garðars Baldvinssonar kemur fram að hugmyndin að verk- inu hafi kviknað fyrir nokkrum árum í hópi nemenda í bókmennta- fræði við HÍ. Og hugmyndin varð ekki orðin tóm heldur að bók. Um er að ræða tíu ritgerðir eftir fræga og viðurkennda bókmenntafræð- inga, heimspekinga og skáld: Viktor Shklovskíj, T.S. Eliot, Claude Lévi- Strauss, Roman Jakobson, Juliu Kristevu, Jacques Derrida, Umberto Eco, Roland Barthes og Michel Foucault. Hér ræður ekki fluguvigt samvalinu. Öðru nær. Allir eiga höfundarnir það sameiginlegt að teljast til mestu hugsuða og bók- menntafræðinga aldarinnar. Greinamar eru býsnar ólíkar enda höfundamir jafn margbreyti- legir og þeir eru margir. Mismunur er líka á aðgengileika greinanna. Sumar eru óneitanlega býsna harð- ar undir tönn meðan aðrar smjúga af krafti inn í hugskotin. Þýðend- urnir eru líka margir og þýðingarn- ar þess vegna eðlilega misjafnar. Það er engum vafa undirorpið að þýðendurnir hafa mætt ýmsum erfíðíeikum. Enda eru þeir á vissan hátt frumheijar. Það er alltaf kröfu- hart verkefni að þýða sértækan akademískan texta, sérstaklega ef frumtextinn er að auki ritaður í lærðum stíl sem ekki á sér neina hliðstæðu á íslensku. í þessu ljósi sýnist manni draumurinn um að íslenskan eigi orð yfír allt sem hugs- að er á Jörðu vera ailfjarri sanni — eflaust fjær sannleikanum en í mörgum öðrum evrópskum tung- um. Þess vegna má sú þijóska fá- mennrar þjóðar teljast þrekvirki að heimta á eigin tungu ijómann af franskri, enskri og þýskri hugsun. Andstætt okkur má segja að þegn- ar umræddra þjóða hljóti í vöggu- gjöf lykilinn að æðri hugsun. Hluti af daglegum orðaforða umræddra tungumála skírskotar um leið beint til sértækra heimspekilegra hug- taka. Og þýðendur þessarar bókar hafa oftar en ekki staðið frammi fyrir erfiðri ákvörðun þegar þýða átti einstök orð sem hafa kannski marghliða sögulega og fræðilega skírskotun á frumtungunni og þurfti að Ijá þeim nýja merking- arvídd á íslensku. í þessum ritdómi fýsir mig að staldra einkum við tvær ritgerðir bókarinnar og meta þær með hlið- sjón af aðgengileika — hvemig þær skila sér yfir á móðurmái okkar. Ein aðgengilegasta greinin er eftir Umberto Eco, Um möguleik- ana á því að mynda fagurfræðileg boð á edenskri tungu í þýðingu Guðmundar Andra Thorssonar. Fordyrið að grein Ecos er smíðað úr þeirri fullyrðingu Romans Jakob- sonar að fagurfræðileg notkun tungumáls einkennist af margræðni og að boðin vísi á sig sjálf. Til að athuga hvernig slík afstaða megi hafa þróast með táknkerfi tungunn- ar og til að nálgast nánar marg-, breytileika í notagildi orðanna still- ir Eco lesanda sínum upp í aldin- garðinum Eden og sýnir honum hvernig hin fákunnandi Adam og Eva uppgötva smátt og smátt eðli og eiginleika eigin einfaldrar tungu, „edenskunnar". Umberto Eco er eins konar kameljón ritlistarinnar. Honum er gefið að birta hugsmíðar sínar með ótrúlega fjölbreytilegu móti. Lík- lega skiptir þetta miklu máli um aðgengileika þessarar ritgerðar — en ekki höfuðmáli. Það er nefnilega þýðing Guðmundar Andra Thors- sonar sem skiptir sköpum. Það er greinilegt að þýðandinn hefur í þessu tilviki haldið áfram að snudda í verki sínu þar til sómi var að. Sömuleiðis felur þýðingin í sér skilningsríka afstöðu til lesandans: Framsetning á krefjandi efni smýg- ur fram hjá skeijum flækjustíls. Málsgreinar eru yfirleitt stuttar og merking ljós. Þýðandinn hefur náð því eftirsóknarverða marki að gleymast. Lesandanum dettur ekki í hug að hann sé að lesa þýðingu. Rankar fyrst til meðvitundar um það þegar hann er minntur á það í lokiii. Gunnar Harðarson þýðir lengstu og hugsanlega erfíðustu grein bók- arinnar, Skipan orðræðunnar eftir Michel Foucault. Þetta er innsetn- ingarræða Foucaults í prófessors- embætti við College de France árið 1970. l=IDRII.DIO Umberto Eco Það er vert að leiða hugann að því að grein Foucaults er skrifuð á umbrotatímum Víetnamsstríðs og blómamenningar þegar menn brutu af sér pólitísk og kynferðisleg höft, löngu áður en alvarlegrar tilvistar- kreppu tíunda áratugarins varð vart á báðum þessum sviðum. Við- fangsefni Foucaults eru útilokunar- hættir orðræðunnar. Hann fullyrðir að ýmis öfl aftri mönnum að segja hvað sem er. Kynferðismál og stjórnmál eru innan ákveðinnar bannhelgi. Annar útilokunarháttur- inn er útskúfunin, bannhelgi bijál- æðisins. Orð hins bijálaða eru sjaldnast tekin alvarlega nema þá sem einhvers konar dulmagnaður sannleikur. Þriðji hátturinn er tengdur sannleiks- og þekkingar- viljanum sem hefur verið síbreyti- legur gegnum aldimar. Þessi grein Foucaults er orðræða um orðræðu, efniviður athafnar hans er um leið viðfangsefni hans. Til að fletta ofan af útilokunarkerf- um orðræðunnar neyðist hann ein- mitt til að nota verkfæri þeirra: orðin. Og orðin eru ekki litlir tening- ar fullir af einvíða merkingu heldur miklu fremur stórir boltar sem rúlla í allar áttir, viðkomustaðir þeirra óútreiknanlegir. Sem dæmi nefnir Foucault „auðfræði“ eða „þjóðhag- fræði“, hvemig þetta hugtak þróað- ist úr mótsagnakenndri orðræðu um peninga, framleiðslu og verslun á 16. til 18. öld. Orðin vísa aftur fyr- ir sig á misskýran hátt og geta í áhrifaríkustu tilfellum verið fyrsti dropinn í heilmiklu skýfalli. Því að á bak við orð býr saga. Og hér er ég kominn að því sem mér sýnist að hljóti alltaf að vera svo ótrúlega erfitt — en um leið Michel Foucault alltaf jafnnauðsynlegt — fyrir okkur að hlaupa uppi: einstök orð sem era hlaðin sögulegum umbreytingum í mið-evrópsku umhverfí og við heyr- um í mesta lagi bergmálið af hér á landi. Ýmis þungvæg orð í frönsku, ensku og þýsku geyma ósjálfrátt í sér brot af mannkynssögunni og því ógerlegt að þýða „heildarmerk- ingu“ þeirra yfír á íslensku. Mér sýnist mega útskýra óaðgengileik- ann í texta Foucaults að stóram hluta með þessum hætti. Samt verður ekki undan því vik- ist að fínna beint að íslenskunni. I heild er þýðingin þrælbeygð undir lærðan stíl frumtextans þar sem hver viðaukaliðurinn rekur annan, snúnir innskotsliðir trafla merking- arkjamann og framlagslausar málsgreinar auka á glundroðann. I sjálfu sér er ekkert að því að bijóta viðteknar málfarsvenjur sé tilgang- urinn á annað borð ljós. Mótun fræðilegs málfars hlýtur að miða að því að koma hugsun, hvort sem hún er einföld eða flókin, sem skýr- ast til skila. Því flóknari sem hugs- un er þeim mun meiri ástæða er til að vanda stílinn. Þessari orðræðu minni um orð- ræðu um orðræðu má ekki ljúka án þess að hnykkja á því að þetta rit er vel tilraunarinnar virði og raunar óskandi að fleiri „Spor“ verði stigin. Það eru einmitt rit af þessu tagi sem sýna það í raun hvort við, eyjarskeggjar langt frá öðrum þjóðum, höfum döngun í okkur til að krydda heimsmenning- una með því að vera við (og kljást við að orða framandi hugsanir á okkar eigin máta) en verðum ekki innan tíðar enn eitt bergmálið af bergmáli af bergmáli. Víðigrund - Kóp. Til sölu 131 fm mjög fallegt einbýlishús á einni hæð. 4 svefnherb. Parket, vandaðar innréttingar. Húsið er í ákveðinni sölu. Verð 14,0 millj. HúsaféU FASTEKSNASALA LtnghoHsvBgi 115 (B*iarleiiitiúsinu) Smi:681066 Þorlókur Einarsson, GissurV. Kristjson, hdl., Jón Kristinsson. Snyrtisérfræðingur kynnir vorlitina frá Dior kl. 12-17 í dag. Sérstokur kynningarafsláttur. Austurstrœti t I I í I » ) )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.